Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987 51 KORFUKNATTLEIKUR Tilbúnir í slaginn Morgunblaðið/Börkur Þjálfarar sjö af níu úrvalsdeildarliðum, sem mættir voru á kynningarfund KKI í vikunni. Þeir eru frá vinstri: Birgir Guðbjömsson KR, Valur Ingimundarson Njarðvík, Pálmar Sigurðsson Haukum, Brad Casey Grindavík, Steve Bergman Val, Sigurður Hjörleifsson Breiðabliki og Gunnar Þorvarðarson Keflavík. Fjarverandi voru Einar Bollason ÍR og Þröst- ur Guðjónsson Þór. Keppni í úrvalsdeild af stað í kvöld í IMjarðvík Mnm FOLX Fyrsta umferð úrvalsdeildarinn- ar í körfuknattleik hefst í kvöld með leik íslands- og bikarmeistara Njarðvíkur og nýliða ÍR. Leikurinn fer fram í „ljónagryfjunni“ í Njarðvík og hefst klukkan 20. Á morgun klukkan 14 hefst í Hafn- arfirði leikur Hauka og Þórs, en á Grótta sigraði Njarðvík 33:32 í Njarðvík í gærkvöldi eftir að hafa haft forystu, 15:12, í hálfleik. Leikurinn var æsispennandi í lokin og alit á suðupunkti. Frá Bimi Markvörður Gróttu, Blöndal Sigtryggur Alberts- iNjarövik son> tryggði liði sínu sigur á óvenjulegan hátt — eftir að hafa náð boltanum fáeinum sekúndum fyrir leikslok gerði hann sér lítið fyrir og kastaði honum yfir endilangan völlinn og í mark Njarðvíkinga — skoraði þann- ig sigurmarkið. Boltinn lenti í netinu á sama andartaki og klukka tímavarðar gall til merkis um það að leiknum væri lokið! sunnudaginn leika Valur og UBK og UMFG og KR og byrja báðir leikimir klukkan 20. IBK situr yfir í fyrstu umferð. í kvöld hefst einnig keppni í 1. deild karla og kvenna. Skallagrímur og Léttir leika í 1. deild karla í Borgamesi og í íþróttahúsinu á Grótta hafði náð ömggri forystu fljótlega í seinni hálfleik, staðan þá 22:15 fyrir Seltirningana, en með mikilli baráttu jöfnuðu heimamenn 22:22. Síðan var jafnt á öllum tölúm, þar til Sigtryggur skoraði sigurmarkið á eftirminnilegan hátt, sem fyrr er getið. Halldór Ingólfsson var bestur hjá Gróttu en Heimir Karlsson var best- ur í liði Njarðvíkinga. Mörk UMFN: Ólafur Thordereen 11/5, Heim- ir Karlsson 8, Pétur Amarsson 6, Snorri Jóhannesson 4, Guðbjöm Jóhannesson 2, Arin- bjöm Þórhallsson 1. Mörk Gróttu: Halldór Ingólfsson 10, Gunnar Gíslason 9, Sverrir Sverrisson 6, Þór Sigur- geirsson 3, Davíð Gíslason 2, Kristján Guð- laugsson 1, Ólafur Sveinsson 1, Sigtryggur Sauðárkróki leiða saman hesta sína Tindastóll og ÍA. Báðir leikimir heQast kl. 20. í 1. deild kvenna mæta Njarðvíkurstúlkumar KR- ingum. Viðureign þeirra hefst strax að loknum leik UMFN og ÍR í úr- valsdeildinni, eða kl. 21.30. Albertsson 1. Þrír leikir verða í 2. deild í kvöld. Haukar mæta HK, Reynir mætir UMFA og Selfoss fær Fylki í heimsókn. Allir heQast þeir kl. 20. Fj. leikja u J T Mörk Stlg Grótta 3 2 1 0 94: 77 5 HK 2 2 0 0 50: 36 4 Haukar 2 1 1 0 55: 39 3 IBV 2 1 1 0 52: 46 3 Ármann 2 1 1 0 44: 38 3 Afturelding 2 1 0 1 41: 48 2 Selfoss 2 1 0 1 43: 58 2 Njarðvik 3 0 0 3 71: 76 0 Reynir 2 0 0 2 40: 50 0 Fylkir 2 0 0 2 31: 53 0 ■ TVEIR landsliðsmanna í knattspymu hafa nú tilkynnt KSÍ að þeir geti ekki gefið kost á sér í landsliðshópinn fyrir viðureignina við Sovétríkin í Samferopol 28. þessa mánaðar. Þetta eru þeir Ing- var Guðmundsson, Valsmaður og Viðar Þorkelsson, Framari. Þeir em báðir á kafi í námi og geta því ekki farið utan. Þá er.ljóst að Pét- ur Ormslev úr Fram getur ekki gefið kost á sér í umræddan leik, þar sem hann verður ekki orðinn af meiðslunum sem hijáðu hann í haust. ■ RAGNHEIÐUR Runólfs- dóttir, sundkonan kunna af Akranesi, hefur nú skipt um félag og gengið í Ungmennafélag Njarðvíkur. Hún hefur í talsverðan tíma búið í Njarðvíkunum og æft þar, vegna þess að aðstaða á Skag- anum er ekki nógu góð. Forráða- menn félagsins vildu því ekki leyfa henni að æfa lengur með liði sínu nema hún skipti yfir og það gerði hún. ■ FH-INGAR hafa byijað best allra í 1. deild karla í handbolta og eru með fullt hús eftir fjórar um- ferðir. Aðsókn hefur aukist til muna á heimaleikjum liðsins og hefur stjórn handknattleiksdeildarinnar þess vegna ákveðið að velja tvo dygga stuðningsmenn liðsins og bjóða þeim með til Akureyrar mið- vikudaginn 28. október til að fylgjast með leik KA og FH. Valið fer fram á sunnudaginn, þegar FH-ingar fá Framara í heimsókn og verður tilkynnt í leikhléi hvetjir verða fyrir valinu. ■ EITT íslenskt dómarapar dæmir leik í 2. umferð IHF-Evrópu- keppninnar. Það eru þeir Rögnvald Erlingsson og Gunnar Kjartans- son. Þeir dæma leik danska liðsins Hellerup og portúgalsk liðs, sem fram fer í Hellerup, rétt utan Kaupmannahaf nar. ■ ÍRIS Grönfeldt verður á morgun fyrsta íslenska konan sem keppir í ólympískum lyftingum. íris er þekktari sem frjáisíþróttakona, en hún á íslandsmetið í spjótkasti. Hún undirbýr nú þátttöku sína á heimsmeistaramótinu í ólympiskum lyftingum, sem haldið verður um mánaðarmótin í Florida í Banda- ríkjunum. Undirbúningsmót verður haldið fyrir írisi í Ármannsheimil- inu við Sigtún á morgun, og hefst Sað kl. 15.00. I ANDY Gray hefur verið seld- ur til WBA frá Aston Villa fyrin*p 10.000 pund, en hann hafði verið i láni hjá WBA að undanförnu. Fyrir átta árum seldi Aston Villa Gray fyrra sinni, þá fyrir 1.459.000 pund til Wolves. Það var þá var breskt met. H NEILL Quinn, framheiji hjá Arsenal, hefur óskað eftir að verða settur á sölulistann. Hann hefur ekki komist i liðið i vetur. Sheffi- eld Wednesday keypti í gær stóran varnarmann frá Shrewsbury, Nig- el Pearson, fyrir 250.000 pund. Larry May er meiddur. Þá borgaði Newcastle 100.000 • pund fyrir óþekktan skólastrák, 18 ára, frá CoJeraine á Norður-írlandi. Malc- olm McNeiIl heitir sá. Þá greiddi' Steve Coppell, stjóri Crystal Palace, 75.000 pund fyrir vinstri bakvörð Huddersfield, David Burke. ■ BOBBY Robson, þjálfari enska landsliðsins, fékk þær gleði- fregnir í gær frá stjóm ensku deildarinnar, að hann gæti undir- búið lið sitt vel fyrir leikinn gegn Jugóslövum á útivelli 11. nóvem- ber. Honum var tilkynnt að hann skyldi velja fljótlega 24 manna landsliðshóp, og síðan yrði öllum'- leikjum, þar sem leikmenn í þeim hópi ættu að vera með iaugardaginn 7. nóvember, frestað. ■ BOBBY Barnes, fyrrum út- hetji hjá West Ham, hefur verið seldur frá Aldershot til Swindon Town fyrir 50.000 pund. Hann kom fyrir 18 mánuðum fyrir 15.000 til liðsins. Barnes var sex ár hjá West Ham á sínum tima. ■ / DAG kemur til landsins danskur sundhópur í æfingabúðir til vikudvalar. Meðal þeirra sem koma er Rikke Madsen, danskur unglingameistari, Kristina Hans- en, sem einnig er danskur unglinga- meistari, Lene Magnusen, danskur meistari og Vivian Zink, þrefaldur >• danskur meistari. Aðalfararstjóri og þjálfari hópsins er Elsa Gravg&rd, landsliðsþjálfari Dana og alþjóðlegur dómari 1 sundi. HANDKNATTLEIKUR / 2. DEILD KARLA Ævintýralegt sigur- mark Gróttu í IMjarðvík FRJALSAR Heimsmet í þrístökki kvenna KÍNVERSKA stúlkan Li Huirong setti nýtt heimsmet í þrístökki kvenna er hún stökk 14,04 metra á frjáls- íþróttamóti í Hama- matsu í Japan síðastlið- inn sunnudag. Li Huirong, sem er 22 ára, varð því fyrst kvenna til að stökkva lengra en 14 metra í þristökki, sem er sjaldséð keppn- isgrein í kvennaflokki á fijáls- íþróttamótum. Metstökkið kom í þriðju umferð. Bætti kínverska stúlkan þar með met bandarísku stúlkunnar Sheilu Hudson. Með þessu meti sló hún einnig sovézku stúlkunni Galinu Chistyakovu við, en sú sovézka á heimsmetið innanhúss, 13,98 metra. SUND Þjálfara- námskeið eftir helgi SUNDSAMBANDIÐ heldur í næastu viku þjálfaranám- skeið í íþróttamiðstöðinni í Laugardal og er það styrkt af Ólympíusamhjálpinni. Leiðbeinendur verða dr. Lot- har Kiphe frá Austur- Þýskalandi, sem ræðir m.a. um mjólkursýruprófanir og Vestur- Þjóðverinn Rheinhart Nimz, sem fjallar um þjálfun flugsunds og langsunds, þjálfun unglinga, vísindalega nálgun þjálfunar, landþjálfun og skipuiag vestur- þýska sundsambandsins. Á námskeiðinu flytja að auki fyrirlestra Jón Gísiason, næring- arfræðingur, um næringarfræði, og Norðmaður sem ræðir um barnaþjálfun. Þátttökugjald er 5.000 kr. Til- kynna skal þátttöku á skrifstofu ÍSÍ fram á mánudag, en þá um kvöldið hefst námskeiðið. BALLSKAK Opið mót haldið um helgina OPNA Prismamótið í „snooker" 1987 verður haldið um helgina og hefst klukkan 10 ífyrra- málið í Billiardstofu Hafnarfjarðar. Keppt verður í fimm riðlum og komast tveir úr hveijum riðli í úrslit. í riðlakeppni tetet sá sigurvegari, er vinnur tvo leiki, en í úrslitum þarf að vinna þijá leiki. Þetta er fyrsta af fimm stiga- mótum BSSÍ og gilda stigin úr öPum mótunum, en 15 efstu keppa um íslandsmeistaratitil- inn. Tilkynna þarf þátttöku í síma 651240 fyrir klukkan 22 í kvöld, en þátttökugjald er 1.000 krón- ur,............. •w. - S /■> V V '** ® öfRÐU / MiC hægterað greiðafynrmeð kreditkorti. íöstudaga frá Id. 9.00 til 17:00 oglaugardaga fróld. 9.00 «113:30 LEIKVIKA 8 Leikir 17. október 1987 1 Charlton - Derby 2 Cheisea - Coventry 3 Livarpool - Q.P.fl. 4 Luton - Wimbledon 5 Manchester Utd. - Norwich 6 Newcastle - Everton 7 Nott'm Forest - Shetf. Wed. 8 Oxford - West Ham 9 Southampton - Watford 10 Barnsley - Hull 11 Plymouth - Leeds 12 Sheff. United - Leicester K 1 X 2 NOTAÐU SÍMAÞJÖNUSTUNA ! ! ! 688 322 V &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.