Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987 Vígbúnaður á norðurslóðum: NATO-ríki hvött til afvopnunarviðræðna Teppahreinsara tilkynnt að hann fengi Nóbelsverðlaun Sænska akademían fór mannavillt Los Ang'eles, Reuter. DONALD O. Cram var ekki í nokkrum vafa um að verið væri að narrast að sér þegar hann vaknaði við símhringingu á miðvikudag og fékk að vita frá Stokkhólmi að hann hefði rétt I þessu fengið Nóbelsverðlaunin í efnafræði. Glæsilegt afrek hjá manni, sem vinn- ur við að hreinsa teppi. „Maðurinn talaði með sterkum hreim og sagði „það er mér sönn ánægja að tilkynna að þú hefur unnið tii NóbeÍ8verðlauna“. Ég ákvað að taka þátt í leiknum og spurði „á hvaða sviði?" Og hann svaraði: „í efnafræði“,“ sagði Cram, sem reyndar hefur háskóla- gráðu í efnafræði, en hefur aldrei starfað á því sviði. „Ég hélt að þetta væri brandari og það nokkuð góður því að hreimurinn var sann- færandi og símtalið virtist vera frá útlöndum. Þannig að ég sagði: „Það er stórkostlegt", og skellti á.“ Cram sagði konu sir.ni hlægjandi frá símtalinu þegar hann skreiddist aftur upp í rúm. En fimm mínútum síðar hringdi síminn á ný og nú útskýrði maðurinn með hreiminn rækilega fyrir Cram hvers vegna hann hefði hreppt hin eftirsóttu sænsku verðlaun. Rann þá upp fyr- ir Cram, sem rekur teppahreinsun í Los Angeles, að sá sænski hlyti að vilja hafa tal af nafna sínum Donald J. Cram við Kaliforníu- háskóla (UCLA). „Ég þekki Cram ekki, en ég vissi af honum vegna þess að í háskóla fékk ég í henijur bréf, sem ætluð voru honurn," sagði teppahreinsun- armaðurinn. Hinn rétti Cram frétti að hann hefði fengið verðlaunin eftir venju- legri boðleið: vinur hans heyrði frétt um það í útvarpinu. Þegar Cram var sagt að Sænska akademían hefði í tvígang tilkjmnt nafna hans teppahreinsaranum um efnafræði- verðlaunin sagði hann: „Vissulega er það nokkurs konar efnafræði að hreinsa teppi, en hún er af öðru tagi en sú efnafræði, sem ég fæst Kaupmannahöfn, Reuter. VLADIMIR Borisovich Lomjeko, sérlegur sendimaður Sovét- stjórnarinnar, hvatti ríki Atlantshafsbandalagsins í gær að ganga til samninga um eyðingu kjarnorkuvopna á norðurslóð- um og í íshafinu. Lomjeko er nú staddur í Kaupmannahöfn en sovéskir sendimenn hafa sótt heim nokkur ríki Norður- landa m.a. ísland til að kynna tillögur Mikhails Gorbachev Sovétleiðtoga um að fram fari sérstakar viðræður um takmörk- un vígbúnað á norðurslóðum. Lomjeko hvatti NATO-ríkin til að ganga til viðræðna við ráða- menn í Moskvu um leiðir til að draga úr viðbúnaði og vinna að slökun á spennu á Noregshafi, Eystrasalti og Grænlandshafi. „Sovétstjómin vill koma á viðræð- um og fækka vopnum," sagði hann á blaðamannafundi í Kaupmanna- höfn í gær. „Við viljum að norður- slóðir verði lýstar kjamorkuvopna- laust svæði sem og Norðurpóllinn og nágrenni," bætti hann við. Lomjeko gagnrýndi viðbrögð NATO-ríkja við ræðu Gorbachevs í Múrmansk á dögunum og hvatti þau til að sýna samningsvilja í stað tortryggni. Sagði hann löngu tíma- bært að vinna bug á tortryggni milli austurs og vesturs sem hefði verið allsráðandi allt frá því kom- múnistar komust til valda í Sovétríkjunum árið 1917. Lomjeko sagði Sovétmönnum sérstaklega umhugað um að treysta samskiptin við Norðurlönd og nefndi sem dæmi umhverfis- og mengunarmál og nýtingu nátt- úruauðlinda sem kynnu að leynast á hafsbotni. Oleg Grinevsky, sendimaður Sovétstjórnarinnar, sagði í Stokk- hólmi í síðustu viklu að Sovétmenn væru reiðubúnir til að ganga til viðræðna um fækkun kjarnorku- vopna í víghreiðrinu á Kola-skaga. Grinevsky kom einnig hingað til lands til að kynna tillögur Gorbac- hevs. Reuter Beðið á brautarstöðinni Opinberir starfsmenn í Frakklandi efndu í gær til sólarhringsverkfalls og féll kennsla niður í mörgum skólum af þeim sökum. Póstburður truflaðist en samgöngur röskuðust minna en við hafði verið búist. Máttu þó margir sætta sig við að koma of seint til vinnunnar. Með verkfallinu vilja opinberir starfsmenn mótmæla þvi, að siðan ríkisstjórn Jacques Chirac tók við í mars í fyrra hef- ur hún ekki viljað ræða við þá um nýjan allsherjarsamning. Myndin var tekin í gærmorgun á einni brautarstöðinni í París þar sem margir biðu eftir að komast leiðar sinnar. ERLENT Pantanir hafa hrúgast upp hjá norskum skipasmíðastöðum Sveik út fé með stórutá Bahrain, Reuter. Bankastarfsmaður einn í smáríkinu Bahrain við Persa- flóa gerði sér lítið fyrir og sveik 28 þúsund denara (um þijár milljónir isl.kr.) út úr banka sínum með stórutá. Konan var gjaldkeri og kom mál hennar fyrir rétt á miðviku- dag. Falsaði hún fingraför ólæsra og óskrifandi sparifjár- eigenda með því að bera blek á stórutá sína og þiýsta henni á úttektareyðublöð. Konan verður dæmd á mánudag. PANTANIR hafa hrúgast upp hjá norskum skipasmíðastöðvum að undanförnu og nema þær nú um 300 milljónum sterlings- punda, eða jafnvirði 19, 2 millj- arða ísl. króna. Fulltrúar sambands skipasmíða- stöðva í Vestur-Noregi segja að stöðvar innan sambandsins séu að smíða eða breyta skipum fyrir jafn- virði 150 milljóna sterlingspunda. Ulstein-skipasmíðastöðvarnar hafa rétt verulega úr kútnum að undanf- ömu og segjast hafa tekið við pöntunum að jafnvirði 100 milljóna punda. Aðrar skipasmíðastöðvar eru að vinna upp í pantanir að verð- mæti um 50 milljóna punda. Ulstein-, Kleven- og Mjellem og Karlsen-skipasmíðastöðvamar hafa hreppt stærstu smíðasamningana, en þær em allar um þessar mundir að breyta skipum, sem notuð hafa verið í sambandi við olíuleit á Norð- ursjó, til fískveiða við Alaska. Verða þau gerð út frá Seattle. Þá em í farvatninu níu stórir samningar um breytingar á skipum fyrir bandarísk fyrirtæki og binda Norðmenn vonir við að hljóta þá. Óljóst er hins vegar með áfram- haldið veg^ia hugsanlegra breytinga á bandarískum lögum, sem skylda myndu bandarísk fyrirtæki til að breyta skipum sínum í bandarískum skipasmíðastöðvum. Kleven-skipasmíðastöðin er nú að breyta tveimur 75 metra löngum olíuskipum fyrir bandarísku fyrir- tækin Seahawk Seafoods og Seacatcher Fisheries. Verðmæti samningsins nemur um 20 milljón- um punda, samkvæmt upplýsingum Kleven. Skipasmíðastöð Mjellem og Karlsen í Bergen er nú að breyta 70,3 metra löngu skipi fyrir Glacier Fish-fyrirtækið í Seattle. Verður það lengt í 83 metra og lestin stækkuð í 1.250 rúmmetra. Eftir breytinguna verður hægt að frysta 60 tonn af fiski um borð á sólar- hring. Má segja að um nær algjöra endursmíði verði að ræða því að breytingu lokinni verður ekkert eft- ir af gamla skipinu nema kjölurinn og byrðingurinn. Verður það búið vindum frá frá Hydraulik Brattvaag og knúið áfram af tveimur 3.000 hestafla díselvélum frá Bergen Di- esel. Þá er Ulstein að breyta 100 metra löngn og 16 metra breiðu skipi, Northem Eagle, fyrir Nort- hern Eagle Partners í Seattle. Breytingarnar kosta 25 milljónir punda, eða 1,6 milljarð króna, og á að vera iokið í marz á næsta ári. Norsku skipasmíðastöðvarnar hafa fengið aukin verkefni þrátt fyrir að norsk fyrirtæki hafi pantað nýsmíði erlendis frá. Þannig eiga norsk fyrirtæki nú fimm 47,5 metra langa verksmiðjutogara í smíðum hjá C. N. Santodomingo-skip- asmíðastöðinni í Vigo á Spáni. Verða þau gerð út til þorsk- og rækjuveiða. Byggt á Fishing- News Bandaríkin: ■ / i r * ■ Smokingar GÆÐI Á GÆÐAVERÐI .#. ralbe

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.