Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987 B 3 Sjónvarpið: Hörkugaejar ■■■■ Sjónvarpið sýnir tvær kvikmyndir í kvöld. Sú fyrri nefnist pi 25 Hörkugæjar, (The Lords of The Flatbush), og er bandarísk, frá 1974 með þeim Silvester Stallone og Peny King í aðalhlutverkum. Sögusviðið er Brooklyn-hverfi New York borgar árið 1957 og söguhetjumar samrýmdur hópur leðurklæddra skólastráka, ástir og alvöra unglingsáranna. Leikstjórar eru Stephen F. Verona og Martin Davidsson, en myndin fær ★ ★ í kvikmynda- handbók Schreuer. Þýðandi er Páll Heiðar Jónsson. ■■■■ Síðari myndin er gerð eftir bók Harold Robbins og heitir 0040 Bílakóngurinn, (The Betsy). Þar segir frá bflaframleið- anda num Loren Hardeman og ætt hans, þar sem menn svífast einskis til að ná takmarki sínum, auði og völdum. Með aðal- hlutverk fara Laurence Olivier, Robert Duvall og Katherine Ross, en leikstjóri er Daniel Petrie. Myndin fær ★ ★ V2 hjá kvikmynda- gagnrýnandanum Schreuer. Þýðandi er Trausti Júlíusson. Rás 1: Götumar í bænum ■■■■ Ný þáttaröð hefur göngu sína í Ríkisútvarpinu, Rás 1 í -| /*30 dag. Nefnist hún Götumar í bænum og verður á dag- skrá hálfsmánaðarlega, í umsjón Guðjóns Friðrikssonar, sem tekur í hveijum þætti fyrir eina götu í hinum eldri hverfum borgarinnar. Um þáttinn segir m.a. í kynningu umsjónarmanns: Gata í bæ eða borg þarf ekki að eiga sér ómerkari sögu en heilt þorp eða byggðar- lag. Mörg hundruð eða jafnvel þúsundir manna og kvenna hafa búið við sumar hinna eldri gatna Reykjavíkur og þar blómstrað margs konar mannlíf. Ævi einstaklings sem hefur unað við eina slíka götu gæti verið efni í heilan þátt og langa sögu mætti segja af hverju einstöku húsi, verkstæði eða búðarholu. I þáttunum verður því aðeins stiklað á stóru og sagt frá ýmsu sögulegu, minnst á fá- eina einstaklinga, fyrirtæki og hús og rejmt að gefa einhvers konar heildarmynd. Bergstaðastræti verður til umfjöllunar í fyrsta þættinum. Rekur Guðjón sögu götunnar í stórum dráttum, allt frá því Reykvíkingar fóru að hrófla upp kotum, þar sem Bergstaðastræti er nú. Nokkrir einstaklingar sem við götuna hafa búið koma við sögu, m.a. Láki í Lákabæ, Magnús og Holtastöðu og Salvör á nr. 15, auk þess sem rifjað verður upp gamalt sakamál sem gerðist við Bergstaðastræti, sagt frá merkilegum prentsmiðjum og svo skóla sem var við götuna. I næstu þáttum er ráðgert að taka fyrir götur eins og Bræðraborg- arstíg, Grettisgötu, Lindargötu, Klapparstíg og Suðurgötu. Góðvinafundur §■■■■ Nýr þáttur, Góðvinafundur ,fer af stað á Rás 2 í dag. •| n 10 Þátturinn er sendur út í beinni útsendinu af Torginu í A • útvarpshúsinu við Efstaleiti annan hvem laugardag. Hann stendur til kl. 19.00 og verður endurtekinn næsta mánudagskvöld kl. 22.07. Jónas Jónasson og Ólafur Þórðarson ætla að skiptast á um að stjóma þættinum. Gestir þáttarins í dag em þeir Jón Sigurðsson, sonur hans Sigurður Rúnar Jónsson og hans sonur Ólafur Sigurðsson. Einnig syngur Kór Langholtskirkju og líklega eitthvað annað en sálma. Þá spilar tríó þáttanna skipað þeim Guðmundi Ingólfssyni á píanó, Guðmundi Steingrímssyni á trommur og Þórði Högnasyni á bassa. Stjaman: Heilabrot ■■■■ A Stjömunni hefur göngu sína í dag ný þáttaröð í umsjón ■J O 00 Gunnars Gunnarssonar rithöfundar og fymim fréttamanns O á Stjömunni. Þættimir nefnast Heilabrot og verður þar fjallað um menningarmál svo sem, bækur, leikhús, listir og annað í þeim dúr. Hver þáttur er klukkustundar langur. HVAÐ ER AÐO GERAST! Söfn Arbæjarsafn I vetur verður safnið opið eftir samkomu- lagi. Ámagarður (vetur geta hópar fengið að skoða hand- ritasýninguna í Árnagaröi ef haft er samband við safniö með fyrirvara. Þar má meöal annars sjá Eddukvaeði, Flateyj- arbók og eitt af elstu handritum Njálu. Ásgrímssafn Sumarsýning Ásgrfmssafns stendur nú yfir. Sýnd eru olíumálverk, vatnslitamynd- ir og teikningar. Þetta er ún/al af verkum Ásgríms, mest landslagsmyndir. Ágríms- safn ervið Bergstaðastræti og þarer opiö þri. fim. og sun. frá klukkan 13.30- 16.00. Ásmundarsafn Um þessar mundir stendur yfir í Ásmund- arsafni sýningin Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar. Þargefurað Ifta 26 högg- myndir og 10 vatnslitamyndir og teikning- ar. Sýningin spannar 30 ára tfmabil a< ferli Ásmundar, þann tíma sem listamað- urinn vann að óhlutlægri myndgerð. I Ásmundarsafni er ennfremurtil sýnis myndband sem fjallar um konuna f list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og afsteypuraf verkum listamannsins. Safn- iðeropiðdaglegafrákl. 10 til 16 í sumar. Skólafólk og aðrir hópar geta fengiö að skoða safnið eftir umtali. Listasafn Einars Jónssonar í listasafni Einars Jónssonar eru sýnd- ar gifsmyndir og olíumálverk. Þar fást líka bæklingar og kort með myndum af verk- um Einars. Safnið er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16.00. Högg- myndagaröurinn eropinn daglega frá 11-17. Þareraðfinna 26eirsteypuraf verkum listamannsins. Myntsafnið Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns er I Einholti 4. Þar er kynnt saga Islenskrar peningaútgáfu. Vöruseðlar og brauö- peningar frá slðustu öld eru sýndir þar svo og oröur og heiöurspeningar. Líka er þar ýmis forn mynt, bæði grísk og rómversk. Safniö er opiö á sunnudögum milli kl. 14 og 16. Náttúrugripasafnið Náttúrugripasafnið ertil húsa að Hverfis- götu 116,3. hæð. Þar má sjá uppstopp- uð dýr til dæmis alla Islenska fugla, þ.á.m. geirfuglinn, en líka tófurog sæ- skjaldböku. Safnið eropið laugardaga, sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30-16. Póst-og símaminjasafnið I gömlu símstöðinni I Hafnarfirði er núna póst-og símaminjasafn. Þar má sjá fjöl- breytilega muni úrgömlum póst-og símstöðvum og gömul símtæki úr einka- eign. Aðgangur er ókeypis en safnið er opið á sunnudögum og þriðjudögum milli klukkan 15 og 18. Hægt er að skoða safniö á öðrum tímum en þá þarf að hafa samband við safnvörð I síma 54321 Sjóminjasafnið í sjóminjasafninu stendur yfir sýning um árabátaöldina. Hún byggirá bókum Lúðvíks Kristjánssonar „(slenskum sjáv- arháttum". Sýnd eru kort og myndir úr bókinni, veiðarfæri, líkön og fleira. Sjó- minjasafnið er að Vesturgötu 61 Hafnar- firði. Það er opið I vetur um helgar klukkan l4-18ogeftirsamkomulagi. Siminner 62502. Þjóðminjasafnið Þjóðminjasafnið er við Hringbraut. Það eropið alla dagafrá 13.30-16. Þareru meðal annars sýndir munir frá fyrstu árum (slandsbyggöarog íslensk alþýðu- listfrámiðöldum. Einnigersérstök sjóminjadeild og landbúnaöardeild til dæmis er þar uppsett baðstofa. Einnig er I safninu sýningin „Hvað er á seyði?" þar sem rakin er saga eldhúss og elda- mennsku frá landnámi til okkar daga. Þeirri sýningu lýkur 11. október. (tengsl- um við sýninguna mun Hallgerður Glsladóttir sagnfræðingur flytja fyrirlestur fkvöld kl. 20.30. Leiklist Leikfélag Reykjavíkur „Faðirinn" eftirAugust Strindberg verður sýndur tvisvar I Iðnó um helgina — I kvöld, föstudaginn 16. október, og sunnudaginn 18. október kl. 20.30. Leik- ritið er raunsæislegt og fjallar auk annars um hjónabandiö og þau logandi átök sem hvarvetna virðast blossa upp I sam- skiptum kynjanna. Aðrar sýningar hjá Leikfélagi Reykjavíkur um helgina eru á „Degi vonar" eftir Birgi Sigurðsson laugardaginn 17. októberkl. 201 Iðnó og „Djöflaeyjunni" I kvöld, föstu- daginn 16. október, og laugardaginn 17. október kl. 201 Leikskemmu LR við Meistaravelli. Alþýðuleikhúsið Alþýðuleikhúsiö sýnir leikritið „Eru tígris- dýr I Kongó?" laugardag og sunnudag kl. 13. Innifalið I miðaveröi er léttur há- degisverður og kaffi. Sýnt er I veitinga- húsinu (Kvosinni. Miðapantanirallan sólarhringinn I símsvara Alþýðuleikhúss- ins I síma 15186 og I veitingahúsinu ( Kvosinni, sími 11340. Sýningum fer nú að fækka, en þær eru orðnar 80 á því rúmlega hálfa ári sem liðið erfrá frumsýningu. Þjóðleikhúsið Að kvöldi sunnudagsins 18. október verður fyrsta frumsýning vetrarins á Litla sviði Þjóðleikhússins. Frumsýnt verður nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Simonar- SJÁ NÆSTU OPNU SKEMMTISTAÐiR ABRACADABRA Laugavegur116 Skemmtistaðurinn Abracadabra er op- inn daglega frá hádegi til kl. 01.00. Austurlenskur matur er framreiddur í veitingasal á jaröhæðinni til kl. 22.30. ( kjallaranum er opið frá kl. 18.00 til kl. 03.00 um helgar og er diskótek frá kl. 22.00. Enginn aðgangseyrir er á fimmtudögum og sunnudögum. Síminn er 10312. ÁRTÚN Vagnhöfði 11 (Ártúni leikur hljómsveitin Danssporið, ásamt þeim Grétari og örnu Þorsteins á föstudagskvöldum, þegar gömlu dansarnir eru og á laugardagskvöldum, þegar bæði er um að ræða gömlu og nýju dansana. Síminn er 685090. HOLLYWOOD Ármúli 5 Leitinni að týndu kynslóðinni er hreint ekki lokið í Hollywood, þar sem bæöi hljómsveit af þeirri kynslóð sem og diskótek týndu kynslóðarinnar er I gangi á föstudags- og laugardags- kvöld. Borðapantanir eru I sima 641441. BROADWAY Álfabakki 8 Rokksýningin „Allt vitlaust" verður I Broadway á og laugardagskvöld, auk þess sem hljómsveitin Sveitin milli sanda, leikur fyrir gesti. Síminn I Broad- way er 77500. Dansleikir eru I Súlnasal Hótels Sögu á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 22.00 til kl. 03.00 og leikur þá hljóm- sveit Grétars Örvarssonar fyrir dansi, en að auki er skemmtidagskrá með danssýningu. Á Mímisbar er svo leikin létt tónlist fyrir gesti frá kl. 22.00 til kl. 03.00. Síminn er 20221. LENNON Austurvöllur Diskótek er I skemmtistaðnum Lennon á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 20.00 til kl. 03.00 og er þá enginn aðgangseyrir til kl. 23.00. Aöra daga er diskótek frá kl. 20.00 til 01.00. Síminn er 11322. HÓTEL BORG Pósthússtrœti 10 Rokktónleikar eru iðulega á fimmtu- dagskvöldum á Borginni og þá frá kl. 21.00. Á föstudags- og laugardags- kvöldum er diskótek frá kl. 21.00 til kl. 03.00 og á sunnudagskvöldum eru gömlu dansarnir á sínum stað, frá kl. 21.00 til kl. 01.00. Síminn er 11440. SKÁLAFELL Suðurlandsbraut 2 Á skemmtistaðnum Skálafelli á Hótel Esju leikur Guömundur Haukur á orgel fyrir gesti. Skálafell er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 19.00 til kl. 00.30, en aðra daga frá kl. 19.00 til 23.30. Síminn er 82200. UTOPIA Suðurlandsbraut 26 Skemmtistaðurinn Utopia er til húsa við Suðurlandsbrautina. Þar er 20 ára aldurstakmark. EVRÓPA Borgartún 32 Hljómsveit hússins, Saga-Class, leikur I Evrópu á föstudags- og laugardags- kvöldum. Síminn í Evrópu er 35355. ffCAFÉ BRAUTARHOLTÍ20. ÞÓRSCAFÉ Brautarholt 20 GLÆSIBÆR Álfheimar 74 Hljómsveit hússins leikur I Glæsibæ á föstudags-og laugardagskvöldum frá kl. 23.00 til kl. 03.00. Síminn er 686220. ( Þórscafé er skemmtidagskrá m.a. með Lúdósextettnum og Steféni fram til miönættis, en þá leikur hljómsveit Stefáns P. fyrir dansi. Að auki eru stundum gestahljómsveitir og diskótek er i gangi á neðri hæðinni frá kl. 22.00 til kl. 03.00. Sfmlnn er 23333. CASABLANCA Skúlagata 30 Diskótek er I Casablanca á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 22.00 til kl. 03.00. Á fimmtudagskvöldum eru oft rokktónleikar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.