Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 16
.16 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987 UmCarson og Heston Grínarinn Johnny Carson er alveg sérstakt fyrirbrigði í amerísku sjónvarpi. Skemmtiþáttur hans, The Tonight Show, átti tuttugu og fimm ára afmæli um daginn en þeir hafa gert Carson að ein- hverri alvinsælustu sjónvarps- stjörnu sem til er og hefur verið. Þátturinn hans er einn af þeim sem lengst hafa verið samfellt á dagskrá í amerískri sjónvarps- sögu. Fleiri Bandaríkjamenn hafa séð Carson oftar en flesta aðra í mannkynssögunni. Eftir meira en 5.000 þætti er hann orðinn sér- stakur heimilisvinur. „Fólk lítur núna á Johnny sem part af fjöl- skyldunni," segir Fred de Cordova, framkvæmdastjóri þátt- anna sl. 17 ár. Átta milljón manns horfa að staðaldri á skemmtiþátt Carsons, sem er sýndur mjög seint á kvöld- in. En fæstir vita neitt um manninn. Honum er sérstaklega annt um að halda einkalífi sínu utan slúðurdálkanna. Það er vitað um löngu fríin hans, skilnaðina, tennisáhugann og æsku hans í .Nebraska, en þar fyrir utan er hann mönnum fullkomlega ókunn- ugur. Þetta þykir mjög athygli- svert nú á tímum þegar allir vita allt sem hægt er að vita um frægð- arfólkið. Það eru sjaldan teknar ljós- myndir af honum og hann veitir enn sjaldnar viðtöl (hann leyfði aðeins eitt viðtal við sig í tilefni afmælisins). Þeir fáu sem tekið hafa við hann viðtöl koma yfir- leitt ringlaðir frá honum. Blaða- maður frá Playboy sagði árið 1967 að hann væri „mótsagnakennd- ur“. Tólf árum seinna sagði RoIlingStone að hann væri frek- „lokaður“. Peter Strauss og Charlton Heston í nýju ABC-sjónvarpsmyndinni. „Það þekkir í rauninni enginn Johnny," sagði einu sinni að- stoðarmaður hans. „Hann er lokaður eins og egg og skumin er óbrjótanleg." Og frá Car- son til Hestons. Eftir því sem Johnny Carson eins og teiknar- inn Hirschfeld sér hann fyrir sér. aldurinn færist yfir Charlton Hes- ton leikur hann í æ færri bíómynd- um. Hann lét sig þó hafa það nýlega að leika í sjónvarpsmynd sem ABC-stöðin gerði og heitir Proud Men (Stoltir menn) en mót- leikari hans er sjónvarpsstjaman Peter Strauss. Þetta er enn ein myndin um áhrif Víetnamstríðsins heima í Bandaríkjunum en hún segir frá búgarðseigandanum Charley McLeod (Heston), sem fær að vita að hann á stutt eftir ólifað, og syni hans (Strauss), sem gerðist liðhlaupi í Víetnam fyrir 15 árum, en snýr heim aftur frá Frakklandi til að vera hjá föður sínum. Charley eldri er ennþá reiður syni sínum fýrir liðhlaupið. Hann skammast sín enn fyrir það að sonur hans „flúði“ eins og hann kallar það. Charley yngri er jafn- sannfærður um að stríðið hafi verið fáránlegt. „Ég sór landi mínu eið, ekki því sem var að gerast í Víetnam." Faðir og sonur eru ekkert ólíkir. Tveir stoltir menn sem hvor um sig er sann- færður um að hann hafí rétt fyrir sér. Strauss og Heston þykja standa sig með stakri prýði. Bíóin í borginni BÍÓBORGIN Nornirnar í Eastwick ★ ★ ★ Nicholson fær gullið tæfifæri til að skarta sínum innbyggða fítons- krafti en Miller lætur augsýnilega verr að stýra mönnum en maskín- um. - sv Seinheppnir sölumenn ★ ★ ★ V2 Aldeilis frábær gamanmynd um bíræfna sölumenn í Baltimore árið 1963. Barry Levinson aftur á heimaslóðum með DeVito og Dreyfuss í fínu formi. - ai Tveir á toppnum ★ ★ ★ Tveir á toppnum er óvenju góð flétta spennu- og skemmtimyndar þar sem mannlegi þátturinn hefur ekki gleymst. - sv Svarta ekkjan ★ ★ ★ " BONDWELL 18 - FT ' Ferðatölva PC / XT - samhæfð, handhæg og auðflutt • Innbyggður 9" gulur skjár • 640 K vinnsluminni • 2 x 360 KB disklingadrif • RS - 232 raðtengi • Centronics - samhliða prentaratengi • Tengi fyrir RGB skjá • Innbyggð síklukka/dagatal • Sígild ferðatölva á óviðjafnanlegu verði • MS-DOS og GW Basic • Verð kr. 47.200 FJÖLKAUP HF. TÖLVUVERSLUN Laugavegi 163, (Skúlagötumegin) ^ Sími622988_________________________ Veik efnisuppbygging kemur á óvart, en góðir sprettir hjá eftir- tektarverðum en misjöfnum leik- stjóra og ákveðin tök hjá vel völdum, fyrsta flokks leikkonum bæta úr skák. En kvikmyndataka eins besta tökumanns og lýsingar- meistara samtímans bætir einni stjörnu í sarpinn og gerir myndina að sannkölluðu augnayndi. - sv HÁSKÓLABÍÓ Löggan í Beverly Hills II ★ ★ 1/2 Murphy er í slíkum súperstjörnu- klassa að það hlæja allir þó að hann sé að endurtaka brandarann. - sv STJÖRNUBÍÓ Hálfmánastræti ★ Sigourney Weaver og Michael Caine í tilgerðarlegri og hrúleiðin- legri mynd um ástir frístundamellu og lávarðs í Bretlandi. - ai Steingarðar ★ ★ ★ Nýjasta mynd Coppola um áhrif Víetnamstríðsins heima í Banda- ríkjunum. Óvænt stefnumót ★ ★ ★ Þegar Blake Edwards nær dampi standast fáir honum snúning í að skapa havarí og uppákomur sem kítla hláturtaugarnar. - ai BÍÓHÖLLIN Rándýrið ★ ★ ★ Spenna og sprengingar í fimmta gír. Dæmigerð Schwarzenegger- formúlumynd en frábær tækni. - sv Hefnd busanna II ★ Ljótu andarungarnir sigra á ný. Fátt nýtt og skemmtilegt. - ai Hver er stúlkan? ★ ★ 1/2 Þrátt fyrir að Madonna dragi ekki af sér við að hrella áhorfendur með leiðigjörnum smástelpustælum má hafa gaman af myndinni, þökk sé Foley og Dunne. - sv Logandi hræddir ★ ★ ★ Frískur og hressilegur Bond eftir mjög tímabæra andlitslyftingu. - ai Bláa Betty ★ ★ 1/2 Ofsafengin ástarsaga um Zorg og Betty frá einum af athyglisverð- ustu leikstjórum Frakklands. Velleikin, vel gerð og vel þess virði. - ai Lögregluskólinn 4: Allir á vakt ★ Endurtekið efni. Það nennir enginn að halda samhengi í frásögninni, stutt en yfirleitt ófyndin og kjána- leg brandaraatriði taka við hvert af öðru og það er fátt nýtt í þeim. - ai Leyniiöggumúsin Basil ★ ★ ★ ★ Einhver alskemmtilegasta og vandaðasta teiknimynd sem hér hefur verið sýnd lengi (sýnd um helgar). - ai Mjallhvít og dvergarnir sjö ★ ★ ★ ★ Fyrsta teiknimyndin í fullri lengd; tímamótaverk, klassík, gimsteinn (sýnd um helgar). - ai Angel Heart ★ ★ ★ Verulega góður satanískur hryllir frá Alan Parker. - ai Blátt flauel ★ ★ ★ Það er rétt sem stendur i auglýs- ingunni. Blátt flauel er mynd sem allir unnendur kvikmynda verða að sjá. - sv REGNBOGINN Stjúpfaðirinn ★ ★ ★ Sérlega vel gerður hryllir um fjöl- skyldumorðingja sem leikur fyrir- myndarföður en breytist í drápara þegar hin fullkomna fjölskylduí- mynd sem hann leitar að, bregst honum. - ai Omegagengið ★ Gamalkunn formúla og lítil ævin- týramennska í framsetningu. Aðaláhersla lögð á að aldrei þagni í byssukjöftum og bílmótorum. - sv Malcolm ★ ★ Fáránlegt efnið mundi sóma sér mun betur í hreinræktuðum farsa en í þeirri hálf-dramatísku meðferð sem það fær hér. Hin þéttvaxna Davis er vegleg þungamiðja mynd- arinnar. - sv Vild’ðú værir hér ★ ★ ★ 1/2 Vildi að þú værir hér er mynd sem enginn lætur framhjá sér fara sem ann listaverkum á tjaldinu. - sv Herklæði Guðs ★ Hroðvirknislega gert eins alltaf. Stundum er eins og Jackie Chan geri tvær myndir á dag: eina fyrir hádegiogeinaeftirmat. - ai Herdeildin ★ ★ ★ ★ Hin margverðlaunaða Víetnam- mynd Oliver Stones. Platoon er yfirþyrmandi listaverk. l’sköld, al- varleg áminning um stríðsbrölt mannskepnunnar, fyrr og síðar. - sv Súperman IV. ★ Súperman fjögur tekur að sér að losa okkur við kjarnorkuvopnin. Heldur þunnur þrettándi allt sam- an. - ai Samtaka nú^ ★ Endursýnd bandarísk grínmynd um japanska bílaframleiðendur sem taka að sér stjórn bílaverk- smiðju í smábæ í Bandaríkjunum. Miðlungsmyndaðölluleyti. - ai LAUGARÁSBÍÓ Fjör á framabraut ★ ★ 1/2 Gamanmynd með Michael J. Fox í aðalhlutverki um strák sem kem- ur sér áfram í viðskiptaheiminum. Eureka ★ ★ 1/2 Heldur stefnulaus en skemmtilega Roegísk með Gene Hackman stór- góðum í aðalhlutverkinu. - ai Komið og sjáið ★ ★ ★ ★ Meistaraverk rússans Elem Klimovs. Um þjóðarmorð í Hvíta- Rússlandi í síöari heimsstyrjöld- inni. Mögnuð mynd, sem lætur engan ósnortinn. - ai Valhöll ★ ★ 1/2 íslenskt tal á danskri teiknimynd sem byggir á norrænni goðafræði. Mjög norrænt og gott allt saman. - ai BÍÓHÚSIð Hjónagrín ★ ★ 1/2 Á köflum meinfyndin mynd um blómlegt ástarlíf fransmanna. Líður fyrir óþarfa groddaskap. - sv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.