Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.10.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987 B 5 Stöð2: Hjónabandseijur ■■■■ í þættinum Undur alheimsins ,Nova verður að þessu sinni "XH 20 fjallað um rannsóknir er leitt hafa I ljós, að stórt gat er A I t-. komið á ósonlag jarðarinnar. ■I I kvöld verður sýndur 20 fyrri hluti bandarískrar sjónvarpskvikmyndar Hjónabandserjur , (The Rules of Marriage). Myndin Qallar um Joan og Ken, sem í augum vina sinna eru í hinu fuilkomna hjóna- bandi. Þau eiga tvö indæl böm, 13 ára gamla dóttur og 11 ára gamlan son. En ekki er allt sem sýnist og undir niðri blundar óán- ægjan. Brostnar vonir og draumar veikja stoðir hjónabandsins svo hamingjuríku ijölskyldulífi stafar hætta af. Seinni hluti myndarinn- ar verður sýndur næstkomandi sunnudagskvöld. Aðalhlutverk er í höndum Elizabet Montgomery, Elliott Go- uld og Michael Murphy, en leik- stjóri er Milton Katselas. Myndin fær ★ ★ ★ í kvikmynda- handbók Scheuers. Hamingjusöm fjölskylda á yfirborðinu, en ekki er allt sem sýnist. Rás 2: Tónlistarkrossgátan ■■■■ Tónlist- -j r 00 arkross- gátan verður á sínum stað í dagskrá Rásar 2 í dag, í umsjón Jóns Gröndals. Lausn- ir sendist merkt- ar: Ríkisútvarpið Rás 2, Efstaleiti 1, 108 Reykjavík og skulu þær merktar tónlist- arkrossgátunni. Rás 1: Svanir fljúga hratl tilheiða ■HM í tilefni af aldarafmæli Stefáns skálds frá Hvítadal, verð- 1 Q30 ur á Rás 1 í dag flutt sérstök dagskrá. Nefnist hún Aó Svanir fljúga hratt til heiða , en það er upphafslína í fyrsta kvæði fyrstu ljóðabókar Stefáns, Söngvum förumannsins. Gunnar Stefánsson tekur þáttinn saman, en lesarar eru Amar Jóns- son og Viðar Eggertsson. Stefán frá Hvítadal var frumkvöðull nýs ljóðstfls í íslenskum bók- menntum, kom fram árið 1918 og hafði mikil áhrif á yngri skáld, segir í kynningu um þáttinn. Stefán gerðist kaþólskur og orti margt trúarlegra kvæða til vegsemdar kaþólskri kirkju. Hann var bóndi í Dölum síðasta skeið ævi sinnar og lést 1933. í þættinum verður sagt frá ævi Stefáns og skáldskap, lesið úr ljóðum hans og sungin við þau lög. Þá verða lesnar frásagnir þriggja rithöfunda og vina Stefáns af honum, þeirra Þórbergs Þórðarsonar, Guðmundar G. Hagalíns og Haldórs Laxness. Sjónvarpið: Veríð þér sælir, hr. Chips ■I Nýr breskur mynda- 55 flokkur hefur göngu — sína í Sjónvarpinu í kvöld, að loknum þætti frá hunda- sýningunni í Víðidal. Er hann í þremur þáttum, gerður eftir sam- nefndri bók James Hilton og nefnist Verið þér sælir, hr. Chips. Þar em í aðalhlutverkum þau Roy Marsden, Anne Kristen og Jill Meager. Þættimir fjalla um kennara sem reynist ekki mjög happasæll í upphafi starfsferils sfns. í lífi hans skiptast á skin og skúrir, en að lokum fer allt svo að hann verður einn af ástsælustu kennumm skólans. Leikstjóri er Gareth Davies. Kristrún Þórðar- dóttir þýddi. Roy Marsden sem hr. Chips. HVAÐ ER AÐ0 GERAST \ son, „B[laverkstæði Badda, í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Leikmynd og bún- ingar eru eftir Grétar Reynisson og lýsingu annast Björn Bergsteinn Guð- mundsson. Leikendureru Bessi Bjama- son, Arnar Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Guðlaug María Bjarnadóttir, Sigurður Siguijónsson og Árni Tryggvason. — Þetta er spennuleikrit sem gerist í af- skekktri sveit. Sögusviöið er Bilaverk- stæði Badda sem lenti utan þjóðbrautar þegar nýi vegurinn var lagður um sveitina og nú eru verkefni stopul. þægilegum minningum skýtur upp í þessari fábreyti- legu tilveru þegar gamall vinnufélagi birtist óvænt til að gera upp sakir. Onnur sýning verður þriöjudaginn 20. október, þriðja sýning miðvikudaginn 21. og fjórða sýning fimmtudaginn 22. Þjóðleikhúsinu hefurtekist að tryggja sér tvær sýningar í viðbót á dansverkinu „Ég dansa viðþig . ..“ laugardaginn 17. októberog sunnudaginn 18. Hefjast sýn- ingarnarkl. 20 báða dagana. Næstsíðasta sýning á „Rómúlusi mikla" eftir Durrenmatt verður í Þjóöleikhúsinu í kvöld, föstudaginn 16. október. Síðasta sýning verður laugardaginn 24. október. Leikhúsið í kirkjunni Leikritiðum Kaj Munkerum þessar mundir á fjölunum í Hallgrimskirkju. Af sérstökum ástæðum fellur sunnudags- sýningin niður, en leikið verður á mánudagskvöld kl. 20.30. Um aðra helgi verða svo tvær sýningar, sunnudaginn 25. október kl. 16 og mánudagskvöld kl. 20.30. Aðstandendur sýningarinnar eru ánægðir með hve henni hefur veriö vel tekið og óska þess að sjá sem flesta. eih-leikhúsið eih-leikhúsiö f kjallara veitingastaðarins Hornsins í Hafnarstræti — Djúpinu — frumsýnirsittfyrsta verkefni, „Sögu úr dýragarðinum" eftir Bandaríkjamanninn Edward Albee, nk. laugardag, 17. októ- ber, kl. 14. „Saga úrdýragarðinum" er fyrsta leikrit Albees, sem annars er þekkt- astur fyrir „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?" Verkið fjallar um samskipti tveggja manna, sem hittast af tilviljun í skemmtigaröi, og örlög þeirra. Thor Vil- hjálmsson þýddi. Hlutverk í sýningunni eru tvö og eru þau í höndum Guðjóns Sigvaldasonar og Stefáns Sturlu Sigur- jónssonar. Leikstjóri er Hjálmar Hjálmars- son. Einnig verða sýningar sunnudaginn 18. október, miðvikudaginn 21. og fimmtu- daginn 22. Þær hefjast allar kl. 20.30. Veitingastaðurinn Hornið býður sýningar- gestum upp á veitingar fyrir og eftir sýningar. Miða- og matarpantanir eru í síma 13340. Myndlist Kjarvalsstaðir Á morgun, laugardaginn 17. október, opnar Kristján Steingrímur sýningu í vest- ursal Kjarvalsstaða. Kristján stundaði nám við Myndlista- og handiðaskóla ís- lands 1977-1981 og Hochschulefur bildende Kúnste í Hamborg 1983-1987, hjá prófessor Bernd Koberling. Ásýning- unni verða oliumálverk máluð á sl. þremurárum og grafík. Kristján Steingrímur hefur tekið þátt í og haldiö nokkrar sýningar hér á landi og i Þýska- landi. Sýningin stendurtil 2. nóvember. Á morgun, laugardaginn 17. október, verður opnuð á Kjarvalsstöðum sýningin „Gullsmiöirað Kjarvalsstöðum". 36gull- smiðir sýna þar verk sfn, sem mörg hver eru ekki til sölu f verslunum. Verkin eru t.d. unnin í gull, silfur, eir messing og járn og skreytt ýmsum tegundum eðal- steina. Þarna getur að Ifta skartgripi, korpus, skúlptúra og lágmyndir. Sýningin stendur til 1. nóvember og er opin alla dagafrákl. 14 til 22. Norræna húsið Finnski grafíklistamaöurinn Outi Heiskan- en opnar sýningu á verkum sfnum í anddyri Norræna hússins laugardaginn 17.októberkl. 15. Outi Heiskanen hefur sýnt áður hér á landi, bæði í Norræna húsinu og í Gall- erí Langbrók, auk þess sem hún átti verk á sýningunni Graphica Atlantica á Kjarvalsstöðum ífyrra. Hún fæddist árið 1937 í Mikkeli og stundaði nám við Lista- háskóla Finnlands 1966-C9. Síöan hefur hún haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum í Finnlandi og víða um heim. Hún var valin listamaður ársins (Helsinki 1986. Hún veröur viðstödd opnun sýningarinnarkl. 15 á laugardag. Hrafna EggerUdðttlr planótolkarl, Inga Rós IngóHsdóttlr sallólalk- arl og KJartan Önkaraaon klarinottulolkaH lolka I SoMosaklrkju ó sunnudaglnn. Boóbori. OKumólvork ó atriga oftlr Kriatjón Stalngrím. Sýningin er opin daglega kl. 9-17 og henni lýkur 1. nóvember. Hafnargallerí Kristín Arngrímsdóttir og Alda Sveins- dóttir hafa opnað sýningu í Hafnargallerí. Myndir öldu eru unnar með vatnslitum og olíupastel en myndir Kristínareru unnar með blandaðri tækni, bleki olíu og blýanti. Galleríið er opið á venjulegum verslunartíma. GalleríBorg Kjartan Guðjónsson sýnir um þessar mundir í Gallerí Borg við Austurvöll. Á sýningunni eru teikningar, vatnslitamynd- ir og olíumyndir. Sýningin er opin virka dagafrákl. 10-18ogfrákl. 14-18 um helgar. Henni Iýkur27. október. Langbrók Textílgalleríið Langbrók, Bókhlöðustig 2, sýnir vefnað, tauþrykk, myndverk, módel- fatnað og fleiri listmuni. Opið er þriðju- daga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. GalleríList Þetta nýja gallerí er í Skipholti 50 B. Sýnd eru verk eftir unga og gamla lista- menn og fjölbreytnin í hávegum höfð. Reglulega er svo skipt um verk og breytt til í galleríinu. Gallerf List eropiðfrá 10-18 virka daga og f rá 10-12 á laugar- dögum. Gallerí Svart á hvrtu Ámorgun, laugardaginn 17. október, verðuropnuð sýning á olíumálverkum og teikningum Georgs Guðna. Sýningin eropin kl. 14-18 alla daga nema mánu- daga. Henni lýkur 1. nóvember. Gallerí íslensk list í Gallerí l'slensk list, Vesturgötu 17, stendur yfir sýning Hafsteins Austmann. Þareru 30 vatnslitamyndir hans til sýnis og sölu. Sýningln er opin kl. 9-17 virka daga og kl. 14-18 um helgar. Henni lýk- ur25.október. Heilsuhælið Hveragerði Ragnar Kjartansson sýnir nú þar keramik- málverk og höggmyndir en sýningin er sett upp í tilefni af 50 ára afmæli Náttúru- lækningafélags Islands. Sýningunni lýkur 31. október. Gullni haninn Á veitingahúsinu Gullna hananum eru Þingvallamyndir Sólveigar Eggerz til sýn- is. Myndimareru landslag og fantasíur frá Þingvöllum, unnar með vatnslitum og olfukrít. Þæreru allartil sölu. Slunkaríki, ísafirði Kristinn Guðbrandur Haröarson opnar sýningu á morgun, laugardaginn 17. október, kl. 16 og sýnirolíupastelmynd- ir. Sýningin stendurtil loka októbermán- aðar. Slunkarfki er opiö fimmtudaga til sunnudagafrá kl. 16-18. Safnaðarheimilið, Grundarfirði Nú stenduryfir sýning í Safnaöarheimil- inu á verkum Sigrúnar Jónsdóttur — veggskreytingum og lömpum. Sýning- unni lýkur nk. sunnudag, 18. október. Tónlist Selfosskirkja Sunnudaginn 18. október nk. halda Hrefna Eggertsdóttirpfanóleikari, Inga Rós Ingólfsdóttirsellóleikari og Kjartan Óskarsson klarinettuleikari tónleika í Sel- fosskirkju. Á efnisskránni eru verk eftir Debussy, FauréogJohannes Brahms. SJÁ NÆSTU OPNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.