Morgunblaðið - 25.10.1987, Page 3

Morgunblaðið - 25.10.1987, Page 3
C 3 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 neytisstjóri en það varð síður en svo þannig. Þá loks fóru augu mín að opnast fyrir þessu en það kostaði mig töiuvert sálarstríð. Þetta gerðist þannig að það voru tímabil sem mér fannst ég vera alveg laus við þetta stríð en svo komu önnur^ tímabil þar sem það ásótti mig. Ég verð líka að segja frá því að ég glímdi við fleiri sál- fræðileg vandamál á þessum tíma, en þetta var samt einhver stærsti draugurinn. Það eru óskapleg átök að slást við þessa áráttu og mikill léttir að losna undan henni. í slíkri baráttu verða menn að láta af sínu stolti og átta sig á því að þeir eru bara venjulegir menn eins og allir aðrir. Yfirleitt eru þeir menn sem eru á toppnum í þjóðfélaginu fullir af framagimi þó ég sé ekki að segja að það ráði þeim eingöngu. Eftir- sóknin eftir virðingu og völdum er mikil áþján samt er það svo að margir eyða öllu sínu lífi í það eitt að fá sem allra mestan orðstír og virðingu frá öðrum og vinna að því baki brotnu frá morgni til kvölds allt sitt líf. En framagimin er rík í fólki hér og oft er þetta dulbúið, Með þessu háttalagi missa menn algerlega áhugann á því sem þeir^ em að gera og lifa alltaf í öðmm en ekki í sjálfum sér. Því meira sem ég hef losnað undan þessarí áþján því fijálsari finnst mér ég hafa orðið, þó því fari flarri að mér hafi tekist að losna algerlega undan þessu. En þroskinn er það að losna undan ýmsum bá- byljum sem maður er haldinn, en það er vissulega ekki einfalt. Ég held að allur þroski sé fólginn í því að leita að sannleikanum um sig og heiminn, það er sá sannleikur sem Kristur sagði að gerði okkur fijáls. Ég ber mikla virðingu fyrir kenningum Jesú Krists. Ég er leitandi eins og margir aðrir, hef lengi haft mikinn áhuga _á heimspeki og trúmálum og hef 'því lesið mikið um þau efni. Sum trúarbrögð em hrein heimspeki t.d. Búddisminn. Sú gamla mynd að guð skapi í sífellu nýjar sálir og sanki þeim svo saman á himnum til að segja halelúja honum til dýrðar, sú mynd finnst mér hafa sínar tak- markanir. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að ef að sálin er á annað borð til hafi hún alltaf verið til, mér finnst ekki heil brú í annarri hugsun. Þannig gæti líka ein mannsæfi haft einhveiju hlutverki að gegna, þó hún sé stutt, aukið sem sagt á þroska einhverrar ákveðinnar sálar. Það er mín mein- ing að ef tala á um einhvem tilgang með lífinu þá sé það að þroska sig og átta sig á vemleikanum. þama virðist þó skipta töluvert í tvö hom. Sumir fá svo mikið mótlæti að stríða við að það verður þeim ofviða og biýtur þá niður en aðrir aftur virð- ast geta notfært sér erfíðleikana sér til þroska. Mér fínnst að þeir erfíðleikar sem ég hef mætt í lífinu séu í efri kantinum að því leyti að það er rétt að með naumindum að þeir hafi ekki orðið mér ofviða. Ef maður lítur hins vegar á erfiðleik- ana þannig að þeir þroski menn og geri þá frjálsari þá em þeir mönnum happ. Þannig má segja að öll þján- ing sé jákvæð þó allir séu að reyna að losna við hana. En hins vegar held ég að því sé þannig varið að fólk horfi ekki framan í meiri sann- leika en það þolir í hvert skipti. Það gætir þess sjálft að minnka skammtinn með einhveijum hætti. Eftir að ég hætti í ráðuneytinu fór ég að starfa sjálfstætt sem lög- fræðingur og jafnframt að kenna sem dósent við lagadeild háskólans. Þessi kennsla var mjög mikið nám fyrir mig því ég var farinn að ryðga í fræðunum. Einnig keypti ég heild- verslun og rak hana í hálft annað ár. Ég hafði dálítið gaman af heild- sölurekstrinum og hann gekk vel. Velta fyrirtækisins varð ríflega helmingi meiri á þessum tíma sem ég var með það en hún hafði verið áður. Ég verslaði með byggingavör- ur. En nú er ég orðinn borgardómari og þá þýðir ekki að vera með svona fyrirtæki. Ég er aftur kominn til ríkisins og það er það einkennilega í þessu máli. Þetta er hins vegar dálítið öðruvísi starf en ég hafði áður með höndum og tekur öðruvísi á, en ég get nýtt töluvert þá reynslu sem ég fékk í ráðuneytinu í dómara- starfinu og ég verð að segja það að ég hef virkilega gaman af þessu nýja starfi. Öll lífsreynsla nýtist vel í starfi dómara ekki síst þegar ver- ið er að reyna að sætta fólk. Það er mikið atriði að reyna að sætta fólk þarna í borgardómi, þá þarf minna að dæma. Mér hefur fundist ganga furðu vel að sætta fólk þó málin séu oft flókin. Borgardómarar dæma aðeins hin flóknari mál sem eru munnlega flutt. Þar er mikið atriði að setja sig afar vel inn í hvert mál, má segja að það sé frum- atriði. Lögin eru teygjanleg og túlkunaratriði enda skapast mála- ferlin oft af því að lögin eru ekki skýr og kannski engin skráð lög fyrir hendi um tilvikið og heldur ekki í fræðibókum nein augljós nið- urstaða á málinu. Lífið býður uppá svo mikla flölbreytni að bækurnar duga ekki til, en dómari verður eigi að síður að dæma málið. Ég hef ekki verið lengi dómari en held eigi að síður að ég muni ekki eiga mjög erfitt með að komast að niðurstöðu í málum. Þetta er starf sem mér fellur því vel við og ég hef hugsað mér að vera í þar til ég kemst á eftirlaun." TEXTI: GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR. SRJOTT SKIPAST VEÐURI LOFTI 1* Mú er vetur genginn í garð og viljum við beina því til viðskiptavina okkar, að ganga vel frá vörum sínum til flutnings til að fyrirbyggja skemmdir. Þótt hitastig í vörugeymslum okkar fari ekki niður fyrir frostmarK eru oft vörusendingar sem ekki þola mikla hita- breytingu. Þess vegna er nauðsynlegt að nálgast þær sem fyrst éftir komu skips, því sumar vörur eru geymdar úti og/eða í gámum. Frostlög skyldi að sjálfsögðu setja í kælivatn véla og tækja sem geymd eru SKIPADEILD SAMBANDSINS LINDARGÖTU 9A-SlMI 698100/28200 Ð Myndþerapía Verklegt námskeið hefst í byrjun nóvember. Myndlistarkunnátta óþörf. Með myndsköpun, myndskoðun og um- ræðum fær þátttakandi æfingu í: • Skapandi hugmyndaflugi t Frumkvæði • Innlifun t Sjálfstjáningu t Mannlegumsamskiptum t Sjálfskoðun (tilfinningar, viðhorf og hegðun) t Skoðun á ríkjandi ástandi t Úrvinnslu Leiðbeinandi vérður Sigríður Björnsdóttir (löglegur aðill að The Britlsh Association of Art Therapists). Innritun og nánari upplýsingar í síma 17114 flest kvöld og morgna. N A M S K E I HEMIAHWTIR í VÖRUBÍLi • Hemlaboröar í alla vörubíla. • Hagstætt verð. • Betri ending. ®] Stilling Skeifunni 11,108 Reykjavík Símar 31340 & 689340

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.