Morgunblaðið - 18.02.1988, Side 23

Morgunblaðið - 18.02.1988, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988 23 Morgunblaðið/Kristófer Már Kristinsson íslensku gæðingamir við lokaathöfn landbúnaðarsýningarinnar í Belgiu. Islenskir hestar á sýningu í Belgíu Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UM síðustu helgi lauk árlegri iandbúnaðarsýningu hér í Brussel. Þetta var í 55. sinn sem sýningin er haldin en að henni standa auk bændasamtaka framleiðendur búvéla og garð- yrkjumenn. Eigendum íslenskra hesta í Belgíu var boðið að sýna gæðinga sína við lokaathöfn sýningarinnar á sunnudag, en það er í fyrsta skipti sem íslenskir hestar eru sýndir við það tækifæri sem hluti af bústofni landsmanna. Mikil áhersla var lögð á gangfimi íslenska hestsins og greinilegt að áhorfendum þótti hann ekki ónýt- ur reiðskjóti þegar knaparnir svifu hringinn á bullandi tölti með full- ar ölkrúsir án þess að dropi færi til spillis. Um þessar mundir eru rúmlega 250 íslenskir hestar í Belgíu. Fé- lag eigenda íslenskra hesta hér átti tíu ára afmæli á síðasta ári en innan j)ess starfa tæplega 100 manns. I tilefni afmælisins af- henti íslenska landbúnaðarráðu- neytið þeim íslenska fána til að nota við tilefni sem þetta. Það var skynsamleg ráðstöfun því það er gkki á hveijum degi sem Belgar eru minntir á ísland hvað þá með svo skemmtilegum hætti sem þessum. Látríkur fáninn fór vel við tilþrif gæðinganna. Samstarfsráðherrar Norðurlanda: Betur verði fylgst með starfi EFTA og EB Á raðherrafundi norrænu sam- starfsráðherranna, sem haldinn var í Kaupmannahöfn 19. f.m. voru ráðherramir sammála um að á öllum sviðum norræns sam- starfs yrðu menn að fylgjast bet- ur með því sem væri að gerast á sambærilegum sviðum innan EFTA og Evrópubandalagsins. Af þvi tilefni var samþykkt að beina eftirfarandi tilmælum til allra ráðherra í ríkisstjórnum Norðurlanda: „Að fulltrúar ráðherranna í hin- um einstöku embættismannanefnd- um á vegum ráðherranefndarinnar: — skiptist á upplýsingum, eftir því sem þörf krefur, og veiti upplýs- ingar um afstöðuna til þróunar- innar í EB og EFTA og milli EB og EFTA, — veki athygli á tilögum varðandi innri markað EB, sem þykja fela í sér sérstaka, sameiginlega hagsmuni með tilliti til afleið- inga viðkomandi tillagna fyrir samstarfið milli EB og EFTA og fyrir norrænt samstarf, til dæmis, tillögur á sviði umhverf- ismála, vinnuumhverfís, neyt- endavemdar og fijálsrar um- ferðar fólks og fjármagns, — athugi á hvaða sviðum árangur norræns samstarfs megi helst nýta til þess að hafa áhrif á þróunina í EB og hvemig best verði að því staðið, — geri sér grein fyrir árangri þeim, sem náðst hefur í evrópsku sam- starfí og meti á hvem hátt vinna beri úr og nýta þann árangur í norrænu samstarfi, — gefi samstarfsráðherrunum reglulega skýrslur og berist fyrsta áfangaskýrslan fyrir apríllok 1988.“ Bréf þessa efnis hefur Matthías Á. Mathiesen ritað til ráðherra ríkisstjómar íslands, en í lok bréfs- ins segir: „í norrænu samstarfi er málum þessum sinnt af miklum þrótti og hraða og búast má við því að af- staða Norðurlanda til málsins verði höfuð umræðuefnið á næsta Norð- urlandaráðsþingi, og framvinda mála í þessum efnum muni hafa varanleg áhrif á samstarf þjóða Norðurlandanna í framtíðinni." FRÁ BÆR HERRAFATNAÐUR -+- smáhlutirnir sem setja punktinn yfir iiiiið! KARAKTER v/Bankastræti SUMARBÚÐIRIENGLANDI -íþróttir og enskunám- Undanfarin ár hafa fjölmargir íslenskir krakkar dvalið við leiki og nám í Beaumont sumarbúðunum hluta úr sumri. Beaumont sumarbúðirnar, sem eru víðs vegar um England, eru fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-17 ára. Þangað koma krakkar úr öllum heimshornum og dvelja í 1-4 vikur. í Beaumont er krökkunum séð fyrir óþrjótandi verkefnum við leiki og nám undir umsjón og öruggri leiðsögh þrautþjálfaðra leiðbeinenda. Mikil áhersla er lögð á íþróttaiðkanir. í Beaumont þjálfast krakkarnir í að tala ensku í daglegu lífi. Hluta hvers dags er auk þess varið í skipu- legt enskunám. KYNNIHGARFUNDUR Á HÓTEL SÖGU Laugardaginn 20. febrúar kl. 14 verður sumar- starf Beaumont í ár kynnt á Hótel Sögu, 2. hæð. Richard Ryde deildarstjóri Beaumont segir frá starfinu, sýnir myndbönd og svarar fyrirspurnum. Einnig dreifum við nýjum Beaumont bæklingi á íslensku og ferðabæklingi Úrvals ’88. Kaffi og kökur á boðstólum fyrir 200 krónur á mann. Beaumontfarar fyrri ára! Hittumst á kynningar- fundinum og höfum myndirnar með okkur. Gæti ekki verið tilvalið fyrir alla fjölskylduna að slá saman og gefa dvöl í Beaumont sumarbúðum í fermingargjöf? YDDA F12.17/SIA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.