Morgunblaðið - 18.02.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.02.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988 23 Morgunblaðið/Kristófer Már Kristinsson íslensku gæðingamir við lokaathöfn landbúnaðarsýningarinnar í Belgiu. Islenskir hestar á sýningu í Belgíu Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UM síðustu helgi lauk árlegri iandbúnaðarsýningu hér í Brussel. Þetta var í 55. sinn sem sýningin er haldin en að henni standa auk bændasamtaka framleiðendur búvéla og garð- yrkjumenn. Eigendum íslenskra hesta í Belgíu var boðið að sýna gæðinga sína við lokaathöfn sýningarinnar á sunnudag, en það er í fyrsta skipti sem íslenskir hestar eru sýndir við það tækifæri sem hluti af bústofni landsmanna. Mikil áhersla var lögð á gangfimi íslenska hestsins og greinilegt að áhorfendum þótti hann ekki ónýt- ur reiðskjóti þegar knaparnir svifu hringinn á bullandi tölti með full- ar ölkrúsir án þess að dropi færi til spillis. Um þessar mundir eru rúmlega 250 íslenskir hestar í Belgíu. Fé- lag eigenda íslenskra hesta hér átti tíu ára afmæli á síðasta ári en innan j)ess starfa tæplega 100 manns. I tilefni afmælisins af- henti íslenska landbúnaðarráðu- neytið þeim íslenska fána til að nota við tilefni sem þetta. Það var skynsamleg ráðstöfun því það er gkki á hveijum degi sem Belgar eru minntir á ísland hvað þá með svo skemmtilegum hætti sem þessum. Látríkur fáninn fór vel við tilþrif gæðinganna. Samstarfsráðherrar Norðurlanda: Betur verði fylgst með starfi EFTA og EB Á raðherrafundi norrænu sam- starfsráðherranna, sem haldinn var í Kaupmannahöfn 19. f.m. voru ráðherramir sammála um að á öllum sviðum norræns sam- starfs yrðu menn að fylgjast bet- ur með því sem væri að gerast á sambærilegum sviðum innan EFTA og Evrópubandalagsins. Af þvi tilefni var samþykkt að beina eftirfarandi tilmælum til allra ráðherra í ríkisstjórnum Norðurlanda: „Að fulltrúar ráðherranna í hin- um einstöku embættismannanefnd- um á vegum ráðherranefndarinnar: — skiptist á upplýsingum, eftir því sem þörf krefur, og veiti upplýs- ingar um afstöðuna til þróunar- innar í EB og EFTA og milli EB og EFTA, — veki athygli á tilögum varðandi innri markað EB, sem þykja fela í sér sérstaka, sameiginlega hagsmuni með tilliti til afleið- inga viðkomandi tillagna fyrir samstarfið milli EB og EFTA og fyrir norrænt samstarf, til dæmis, tillögur á sviði umhverf- ismála, vinnuumhverfís, neyt- endavemdar og fijálsrar um- ferðar fólks og fjármagns, — athugi á hvaða sviðum árangur norræns samstarfs megi helst nýta til þess að hafa áhrif á þróunina í EB og hvemig best verði að því staðið, — geri sér grein fyrir árangri þeim, sem náðst hefur í evrópsku sam- starfí og meti á hvem hátt vinna beri úr og nýta þann árangur í norrænu samstarfi, — gefi samstarfsráðherrunum reglulega skýrslur og berist fyrsta áfangaskýrslan fyrir apríllok 1988.“ Bréf þessa efnis hefur Matthías Á. Mathiesen ritað til ráðherra ríkisstjómar íslands, en í lok bréfs- ins segir: „í norrænu samstarfi er málum þessum sinnt af miklum þrótti og hraða og búast má við því að af- staða Norðurlanda til málsins verði höfuð umræðuefnið á næsta Norð- urlandaráðsþingi, og framvinda mála í þessum efnum muni hafa varanleg áhrif á samstarf þjóða Norðurlandanna í framtíðinni." FRÁ BÆR HERRAFATNAÐUR -+- smáhlutirnir sem setja punktinn yfir iiiiið! KARAKTER v/Bankastræti SUMARBÚÐIRIENGLANDI -íþróttir og enskunám- Undanfarin ár hafa fjölmargir íslenskir krakkar dvalið við leiki og nám í Beaumont sumarbúðunum hluta úr sumri. Beaumont sumarbúðirnar, sem eru víðs vegar um England, eru fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-17 ára. Þangað koma krakkar úr öllum heimshornum og dvelja í 1-4 vikur. í Beaumont er krökkunum séð fyrir óþrjótandi verkefnum við leiki og nám undir umsjón og öruggri leiðsögh þrautþjálfaðra leiðbeinenda. Mikil áhersla er lögð á íþróttaiðkanir. í Beaumont þjálfast krakkarnir í að tala ensku í daglegu lífi. Hluta hvers dags er auk þess varið í skipu- legt enskunám. KYNNIHGARFUNDUR Á HÓTEL SÖGU Laugardaginn 20. febrúar kl. 14 verður sumar- starf Beaumont í ár kynnt á Hótel Sögu, 2. hæð. Richard Ryde deildarstjóri Beaumont segir frá starfinu, sýnir myndbönd og svarar fyrirspurnum. Einnig dreifum við nýjum Beaumont bæklingi á íslensku og ferðabæklingi Úrvals ’88. Kaffi og kökur á boðstólum fyrir 200 krónur á mann. Beaumontfarar fyrri ára! Hittumst á kynningar- fundinum og höfum myndirnar með okkur. Gæti ekki verið tilvalið fyrir alla fjölskylduna að slá saman og gefa dvöl í Beaumont sumarbúðum í fermingargjöf? YDDA F12.17/SIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.