Morgunblaðið - 03.03.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.03.1988, Qupperneq 1
 Verðbréf 2 Ráðstefnur 3 Ferðaþjónusta 3 Fiskeldi 4 Fólk 6 Gæðamál 7 Erlent 22 Garðyrkja 24 Markaðssetning erlendis Ýmis íslensk fyrirtæki og sölusamtök hafa komið sér upp eigin söluskrifstofum eða sölufyrirtækjum erlendis. í Hamborg eru til dæmis þijú íslensk sölufyrirtæki með aðsetur. Kristinn Blöndal sem er framkvæmdastjóri „Iceland Waters“, er einn af þessum útvörðum okkar. Hann stendur framarlega í sölu fisk- afurða á þessu svæði og m.a. var hann fenginn til að flytja framsögu- ræðu á stórri fiskiðnaðarráðstefnu sem haldin var í Vestur-Berlín. 8 Skrifstofan ’88 Skrifstofan ’88, fyrsta fagsýning sinnar tegund- ar hérlendis, stendur nú yfir í Laugardalshöll. Þar eru kynntar vörur og þjónusta fyrir skrifstofur fyr- irtækja og stofnana eins og nafnið bendir til. Er henni einkum ætlað að höfða til stjórnenda og ’skrifstofufólks. Sér- stakur blaðhluti er helg- aður þessari sýningu. SKRIF^IppAN OO 16 VIÐSKIFTIAIVINNULIF PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 BLAÐ B Eignaskipti Fyrirtæki seld með kaupleigu EITTHVAÐ er um að eigendaskipti fyrirtækja séu fjármögnuð með kaupleigufyrirkomulagi. Kristinn B. Ragnarsson viðskiptafræðingur hjá Viðskiptaþjónustunni segir að slík fjármögnun sé tiltölulega nýtilkominn á þessum markaði, en mikið spurt um möguleikana og spáir hann mikilli aukningu á kaupleigu við sölu á fyrirtækjum. Taldi hann þó að kaupleiga kæmi varla til greina við sölu á ódýrari fyrirtækjum, svo sem minni söluturnum. Kristinn segir að viðskiptin gangi þannig fyrir sig að fjármögnunar- leigufyrirtæki kaupi viðkomandi fyrirtæki og selur það síðan strax aftur með kaupleigukjörum. Krist- inn nefndi sem dæmi fyrirtæki sem metið væri á 25 milljónir. Kaupand- inn fengi allt kaupverðið lánað, til dæmis til 6 ára, með lánskjaravísi- tölu en vaxtalaust því tekið væri tilliti til ávöxtunarkröfu markaðar- ins við ákvörðun kaupverðsins. Þetta fyrirkomulag gæti gert dug- legum mönnum með góðar hug- myndir, sem ekki hefðu aðgang að lánsfé, kleift að eignast fyrirtæki á 6 árum. Að öðrum kosti þyrfti kaup- andi fyrirtækisins ef til vill að greiða 5 milljónir við undirskrift, 7,5—10 milljónir til viðbótar á 14 mánuðum og eftirstöðvarnar á 8 árum með Fyrirtæki Aðalfundir stórfyrir- tækjanna framundan AÐALFUNDIR Flugleiða hf. og Eimskipafélags íslands hf. hafa verið auglýstir. Að- alfundur Flugleiða verður 22. mars og Eimskips 24. mars. Stjórnir beggja þess- ara stórfyrirtækja hafa boð- að tillögu um útgáfu jöfnun- arhlutabréfa. Stjórn Flugleiða hefur sent hluthöfum bréf þar sem vakin er athygli á tillögu um jöfnun- arhlutabréf og að 80% af mætt- um hluthöfum á aðalfundi þurfi að samþykkja slíka tillögu til að hún nái fram að ganga. Eins og fyrir síðasta aðalfund óskar stjómin eftir umboði þeirra sem ekki mæta til ákvörðunar um þetta málefni. fullum vöxtum og verðbótum. Þetta væru oft á tíðum miklu erfiðari. greiðslur sem leiddu menn út í van- skil með tilheyrandi dráttarvaxta- kostnaði og óþægindum. Viðskiptaþjónustan sérhæfir sig í sölu fyrirtækja og ráðgjöf í því sambandi. Fyrirtækið auglýsti yfír 30 fyrirtæki um helgina, þar af 2 heildsölur, yfir 10 verslanir og amk 14 söluturna. Kristinn taldi ekki óeðlilegt að 14 söluturnar væru til sölu, því þeir væru líklega yfir 200 á höfuð- borgarsvæðinu. Hann sagði að meira væri lagt upp úr faglegu mati á tekjumöguleikum en áður, til dæmis veltutölum og skiptingu veltu eftir tegundum. Hann sagði að verð sölutuma gæti verið á bil- inu 1—15 milljónir kr. Hann sagði að algengt verð væri 4—4,5 milljón- ir kr. og væri veltan þá um 1,5 milljón á mánuði sem ætti að skila 300—350 þúsund krónum á mán- uði, fyrir greiðslu á afborgunum og vöxtum og föstum rekstrarkostn- aði, svo sem launum, húsaleigu, rafmagni og hita. Orkumál Er flutningarekstur arðvænlegri en bankarekstur ? Kaupgengi hlutabréfa í fjórum fyrirtækjum miðað við nafnverð, 24. október 1985 FLUGLEIÐIR NAFNVERÐ hiutafjá, •í Flugloiðum hefur verið ntfaldað á undanförnum tveimur árum með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. A þessum tíma hefur staða fyrirtækisins stórbatnað. í lok árs 1983 var eigið fé neikvætt um 162,5 milljónir en var jákvætt um 800 milljónir samkvæmt síðustu ársskýrslu félagsins. Þá hefur eftirspurn eftir Flugleiðabréfum verið mikil á undanförnum árum en framboð lítið. Vakin er athygli á því að Iðnaðarbankinn keypti ogseldi oigin hlutabréf fram til síðustu áramóta. 24.Í0. 1985 1266 ■'01.01 1986 1364 01.04 1986 1425 01.07 1986 1463 01.10. 1986 1509 01.01. 1987 1565 1643 01.04. 1987 1721 01.0/. 1987 1797 01.10 1987 01.01. 1988 03 03 1988 LANSKJARAVÍSITALA Morgunblafliö/ GÚl Hagnaður Landsvirkjunar 258milljónir króna HAGNAÐUR Landsvirkjunar fyrir árið 1987 var tæplega 258 milljónir árið 1987 samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi sem nú liggur fyrir. Þetta er mun betri afkoma en árið 1986 þegar hagnaður var um 8 milljónir. Eigið fé í lok síðasta árs var 13.559 milljónir miðað við að greiddur verði 4% arður af eiginfjár- framlögum eigenda. Þá var heildareign Landsvirkjunar 1 lok ársins 37.772 milljónir og skuldir 24.212 milljónir. Ein oneginástæðan fyrir hagstæðri afkomu Landsvirkjunar á síðasta ári var hagstæð gengis- þróun að því er segir í skýrslu forstjóra Landsvirkj- unar, Halldórs Jónatanssonar, um niðurstöður árs- reiknings. Hækkun á vísitölu byggingakostnaðar frá upphafi til loka árs var um 18% meðan erlend- ir gjaldmiðlar hækkuðu aðeins um 2-3% gagnvart íslensku krónunni. Af þessu leiddi að lánakostnað- ur fyrirtækisins samsvaraði að meðaltali um 8% neikvæðum raunvöxtum miðað við lánskjaravísi- tölu sem hækkaði um 22% á árinu. Þá voru raun- vextir af erlendum lánum Landsvirkjunar einum sér neikvæðir um 9% miðað við lánskjaravísitölu og hefur þá verið tekið tillit til gengisbreytinga. Á árinu voru rekstrartekjur Landsvirkjunar 3.377 milljónir kr. og rekstrargjöld 3.119 milljónir kr. Vegna góðrar afkomu var ákveðið að greiða eigendum 4% arð sem nemur rúmum 45 milljónum og skiptist þannig að Ríkissjóður fær 22,5 milljón- ir, Reykjavíkurborg 20 milljónir og Akureyrarbær 2,5 milljónir. Áður hafði fyrirtækið greitt eigendum ábyrgðargjald sem nam rúmum 23 milljónum og því nema arðgreiðslur og ábyrgðargjald rúmum 68 milljónum sem er 6% af eiginíjárframlögum eigenda í árslok 1987.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.