Morgunblaðið - 03.03.1988, Síða 17

Morgunblaðið - 03.03.1988, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIFTIIQVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 B 17 SKRIFSTOFUUOS — Rétt lýsing á vinnustað er mikil- vægur þáttur í vinnuumhverfinu. Ljós og orka sýnir ýmsar tegundir af skrifstofuljósum og lömpum. í bás fyrirtækisins eru f.v. Bendt Pedersen og Ólafur Lúðvíksson. 3/a LJOS & ORKA Sudurlandsbraut 12 sími 84488 „Góð iýsing léttir öll störf“ - segir Auður Halldórsdóttir í Ljósum og Orku VINNUAÐSTAÐA er í hugum flestra ekki síður mikilvægt at- riði en kaup og kjör. Fæstir myndu t.d. sætta sig við að vinna sín verk í hriplekum og hund- köldum húsakynnum, svo mikið er vist. Eitt þeirra atriða sem skiptir máli við hönnun skrif- stofa eða annarra vinnustaða er lýsingin. Fyrirtækið Ljós og orka hefur i sýningarbás sínum í Laugardalshöll fjöldann allan af lömpum og ljósum, sem sérstak- lega eru ætluð til skrifstofunota. „Já, það er dáldið merkilegt hvað þessi þáttur vinnuaðstöðunnar hef- ur verið vanræktur“, sagði Auður Halldórsdóttir, einn af eigendum Ljóss og orku er við tókum hana tali fyrir skömmu. „Slæm lýsing er ekki eingöngu óþægileg á vinnu- stað, heldur hreint og beint heilsu- skemmandi, svo ekki sé nú meira sagt“, bætti hún við. „Á þessari sýrfingu verðum við með hinar heimsþekktu Luxo-vörur, sem framleiddar eru af Jac. Jacob- sen International í Noregi. Það fyr- irtæki hefur á fimmtíu ára ferli sínum fylgst grannt með sífelldum ljóstækni-rannsóknum og tekið tillit til þeirra í framleiðslu sinni. Áf öðrum sýningargripum má nefna nýja tegund handritahaldara, orkusparandi ljósaperur o.s.frv. Það ætti sem sagt enginn að þurfa að rýna í pappírana sína lengur - rétt lýsing léttir mönnum störfin“ sagði Áuður Halldórsdóttir að lokum. „Allt frá teikni- bólum upp í tölvubúnaðu - segir Páll Kristjánsson, framkvæmdastjóri Kaupstefnunnar um eðli sýningarinnar. starfa bæði hjá mjög virtu ráðgjafa- og útgáfufyrirtæki á þessu sviði. Auk þeirra munu svo margir innlendir sérfræðingar leggja orð í belg. Við fáum til okkar arkitekt til að tala um skipulag á skrifstofum, ljós- tæknifræðing til að taka fyrir lýsing- una og sjúkraþjálfara sem ijalla mun um manneskjuna á skrifstofunni - beina athyglinni að hreyfingum okk- ar og líkamsburði við dagleg störf. Svo það er af nógu að taka“ sagði Páll, „Ég er þeirrar skoðunar að okkur hafi tekist að fá inn flesta þætti skrifstofuhalds - alveg hreint ágætan þverskurð af tækjum og öðrum bún- aði. Sýningin er fyrst og fremst æt- luð stjórnenduni og starfsmönnum fyrirtækja, en allt áhugafólk um verslun og viðskipti er að sjálfsögðu velkomið og mun trúlega hafa gaman að“ sagði Páll Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Kaupstefnunnar. ÞAÐ leyndi sér ekki að eitthvað mikið stóð til, er við heimsóttum Pál Kristjánsson framkvæmda- stjóra Kaupstefnunnar fyrir nokkru. Símarnir hringdu án afláts og fjöldi manns kom til að spyijast fyrir um hin ýmsu atriði sýningarinnar, sem verið var að undirbúa. „Þetta verður fimm daga sýning" uþplýsti Páll. „Þátttakendur koma eiginlega úr öllum áttum framboð á þjónustu fjölbreytt. Fyrir utan hina hefðbundnu sýningarbása stöndum við svo fyrir margs konar fýrirlestr- um og fræðsluefni og höfum fengið til liðs við okkur mikið af góðu og sérfróðu fólki. Það má í rauninni segja að hver dagur hafi sitt „þema“, sem öll tengjast þó skrifstoftinni á einn eða annan hátt“ bætti hann við. „M.a. eigum við von á tveimur fyrirlesurum frá Bretlandi, þeim She- lagh Robinson og J.G. Tilley, en þau t i/ið verið vaxdUriffj|| em aI í| ^landS'"S'. .,.._,90toKKur<^l . «1 /íi SJSS'—“ *»lS5Si __ osedavoru V í «rslon okSstofureKs“,,s' *J til nótima sKrn ^ num á sKriWfS vírur, sorj G yiss*®"' Wj víðgetunr aby 9 ,,,a vöru á ser" , m «0 aö Wóðfii°ð v1ðsKipt»'nl mm ott verJ: m iaqt okkur frarn v t(fJia 0g la Gj Bóka- og ritfangaverslun 138811 ------------------------------------!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.