Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, VtDSfQPII/KIVlNNULÍF FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 B 9 vilji til að stuðla að meiri heiðar- leika við markaðssetningu. Þama er ég að tala um skýringar á umbúð- um einsog t.d. nafn vöm og fram- leiðsluland. Það er töluvert um það að reynt sé að markaðssetja fiskvör- ur af lágum gæðaflokki undir nafni betri framleiðenda. Einnig er of mikið af því að framleiðandinn segi ósatt til um uppmna vömnnar. Gott dæmi er markaðssetning margra danskra fyrirtækja undir nafni Grænlands og sala á norskum sem algjörlega er unnin í Þýska- landi. Réttar upplýsingar um upp- rana framleiðslu em mjög mikil- vægar fyrir fyrirtæki einsog Iceland waters sem em að reyna að mark- aðssetja uppmnann." — Nú hef ég það eftir þér að þér finnist of mikið af nýjum lagmetisframleiðendum hafa komið fram heima á íslandi á seinustu árum og þú teljir þá oft hafa skaðað markaðsstarfsemi sem eldri framleiðendumir hafa byggt upp. Hvað viltu segja um þetta mál? „Það sem ég átti við með þess- ari staðhæfingu minni er að ég vil ekki að menn fari útí markaðssetn- ingu erlendis fyrr en þeir em búnir að gera sér grein fyrir því hvað þarf til þess að standa að útflutn- ingi og hvað þarf til að ná árangri þar. Eg _vil ekki að Jón Jónsson heima á íslandi byiji á því að setja upp verksmiðju í bílskúmum sínum, sem því miður er of mikið af, og gangi síðan út með framleiðsluna og falbjóði hana næsta manni. Jón þessi veit í fyrsta lagi ekkert hvort varan sem hann er með sé rétta varan til að selja, hann hefur enga hugmynd um hver komi til með að kaupa vömna og hann veit heldur ekki hvort varan sé rétt verðlögð. Það eina sem hann veit er hvað það kostar að framleiða vömna og hvað hann vildi gjaman græða á henni. Ef það á að takast að selja lag- meti erlendis þá verður viðkomandi söluaðili að vera í stakk búinn til að setja fjárhæðir í vömþróun, markaðssetningu, auglýsingar og annan sölu- og markaðskostnað. Menn verða að gera sér grein fyrir því að það er dýrt að markaðssetja. Áður en króna sést í kassanum þá er búið að eyða milljónum. Ég vil alls ekki að menn hætti að vera ftjóir í því að finna upp nýjar vömr og að nýir aðilar fari út í framleiðslu, en ég vil að þeir slái sér frekar saman nokkrir um ein- hver sölusamtök sem sjái um sam- eiginlega markaðssetningu, heldur en þeir húki hver og einn í sínu homi. Því miður eigum við ekki mikið til af fólki sem hefur kunn- áttu og reynslu í markaðsmálum erlendis en því meiri ástæða er fyr- ir því að standa saman við sameig- inlega uppbyggingu á þessum mál- um erlendis. Við þurfum hægt og stofnana. Jafnframt kom fram vilji til að auka vald og ábyrgð stofnana á framkvæmd markaðrar sj.efnu enda gætu þær sýnt fram á árang- ur af starfsemi sinni. Mikill vilji var fyrir að styrkja samband og sam- skipti ráðuneyta og stofnana m.a. með reglubundnum heimsóknum og fundum. Rætt var mjög ítarlega um starfsmannahald og stefnu ríkisins í þeim málum. Fram kom vilji fyrir að ríkið mótaði sér stefnu í starfs- mannamálum þar sem lögð væri áhersla á sveigjanleika, m.a. með afnámi æviráðningar, þannig að hægt væri að tryggja að réttur maður væri á réttum stað. I því sambandi var talið að bæta þyrfti stjómunarþekkingu hjá ríkinu. Einnig kom fram vilji til að auka hlutverk ráðuneyta og stofnana í kjaraákvörðunum. Hvað fjármála- stjóm varðar vora menn fylgjandi því að hlutdeild og ábyrgð ráðuneyt- anna yrði aukin og að stefnt yrði að einhvers konar rammafjárlaga- gerð. Aukaþarf ábyrgð Ekki er hægt að ætla fagráðu- rólega að byggja upp eigin kunn- áttu og samfara því að byggja upp eigin aðferðir." Aukið gæðaeftirlit á útflutning frá íslandi „Hitt er annað mál að ef við ætlum að fara að byggja upp og markaðssetja gæði tengd nafni ís- lands þá vil ég jafnvel ganga svo langt að haft verði opinbert gæða- eftirlit með útflutningi frá landinu, þannig að einungis þeim framleið- endum verði heimiiaður útflutning- ur undir þessu gæðanafni sem hafa uppfyllt ákveðnar gæðakröfur." — Er ekkert eftirlit i dag á þannig vöru frá íslandi? „Ekki að hálfu hins opinbera. Við hjá Sölustofnun lagmetisins emm hinsvegar með eigið gæðaeft- irlit þarsem við höfum eftirlit með þeim verksmiðjum sem framleiða fyrir okkur. Þetta eftirlit er strangt en það er óhugsandi að vera að reyna markaðssetningu á neytenda- vöm án þess að vera ömggur um gæðin." ,sVið þurfum að styðja Utflutningsráð betur“ — Nú var Útflutningsráð ís- lands nýlega að opna skrifstofu hér í Þýskalandi. Hvert er álit þitt á þessari staðsetningu og almennt á starfsemi Útflutn- ingsráðs? „Útflutningsráð og starf þess met ég mjög mikils. Starfsmenn þess hafa útbúið einskonar ramma að skipulagi í markaðs- og kynning- armálum okkar íslendinga erlendis. Þeir em að ryðja brautina fyrir framleiðendur á matvælum á Is- landi sem allir geta notað. Þessi staðreynd er gjaman vanþökkuð á íslandi og oft fullyrt að Útflutnigsr- áð standi aldrei að neinu af viti. Þetta þykir mér mjög ranglátt og mitt álit er það að þeirra vinnu- brögð í dag séu mjög góð. Það má ekki gleyma því að Utflutningsráð er ekkert annað en spegilmynd af einhverskonar verslunarfyrirtæki sem fer ekki að sýna árangur á fyrsta degi. Stofnunin er mjög ung og við getum ekki búist við því að sjá árangur í öllum störfum hennar frá upphafi. Það er einnig með Útflutningsráð einsog mig hér í Hamborg að ég sel ekki mikið ef framleiðslan heima stendur ekki að baki mér, alveg eins er þetta hjá þeim, þeir verða aldrei öflugir ef enginn nýtir sér þeirra hugmyndir, kenningar og þjónustu. Fyrirtæki ættu því að standa betur að baki Útflutningsráði til þess að gera það öflugt heldur en að vera sí og æ að gagnrýna það.“ Þriggja ára kynningarátak í Þýskalandi á vegnm Útflutningsráðs „Varðandi samstarfið hér í Þýskalandi þá er Útflutningsráð með í gangi, í samvinnu við íslensk fyrirtæki hérlendis, þriggja ára kynningarátak á íslenskum útflutn- ingi allt frá ferðamannaiðnaði uppí ullariðnað. Tómas Óli Jónsson for- stöðumaður skrifstofu Útflutn- ingsráðs í Frankfurt hefur staðið að allri stýringu í þessu átaki og em allir mjög ánægðir með hans starf. Við fáum almennt mjög fljóta og góða þjónustu hjá skrifstofunni í Frankfurt þannig að ég er mjög ánægður með þau mál öll. Nú ríður á að við styðjum þessa starfsemi og verðum tilbúnir með okkar vöm- þróun, framleiðslu og sölutækni til að geta fylgt þessu öllu eftir." „Efla samstarf milli fyrirtækja á sviði útflutnings og menntastof nana“ — Þú minntist á það áðan að sérfræðingar á sviði markaðs- mála erlendis væru fáir til á ís- landi. Hvernig getum við aukið almenna þekkingu á þessum málum? pÞað sem mér þykir vanta heima á Islandi er að þau félög sem em að reyna að halda uppi fræðslu á þessum málum, nýti sér þá einstakl- inga sem em búnir að starfa erlend- is við markaðsmál. Þessir menn búa yfir vitneskju sem hægt væri að nýta mun betur. Ég er alveg viss um að þessir aðilar em tilbúnir til að koma fram hvenær sem er og flytja erindi um markaðssetningu erlendis. Það sem ég vildi einnig gjaman sjá væri beint samstarf milli fyrir- tækja á sviði útflutnings og menntastofna í landinu. Ég vildi persónulega gjaman starfa í þannig samvinnu. Við gætum t.d. tekið námsmenn í verkþjálfun áður en þeir ljúka sínu námi, þarsem þeir ganga í gegnum helstu þætti okkar starfsemi hér erlendis. Þannig gæf- ist þessum námsmönnum kostur á því að afla sér þessarar rejmslu beint hjá fyrirtækjum sem em að vinna að útflutningi erlendis." — Lokaorð? „Áhugi minn og trú á íslenskum matvælaútflutningi er nánast hug- sjón og ég vil að við gemm okkur grein fyrir þeim ótrúlegu möguieik- um sem við eigum í framtíðinni á þessu sviði. Við verðum jafnframt að knýja það inní kollinn á okkur að við verðum að semja okkur að þeim lögmálum sem gilda í verslun í hverju landi. Við getum flutt út íslenska vöm og íslensk gæði en við getum ekki flutt út okkar leik- reglur. Við verðum því að vera sam- taka um að byggja upp þekking og reynslu á erlendum markaðsmálum til að tryggja framtíð íslensks út- flutnings." Texti: Ketilbjörn Tryggvason neytum og stofnunum aukið hlut- verk og vald í flármálastjórnun og starfsmannahaldi ef ábyrgð þeirra eykst ekki að sama skapi. Skortur á ábyrgð og ábyrgðartiifinningu er án efa meðal helstu vandamála í ríkisrekstrinum. Sumar stofnanir og ráðuneyti koma sér hjá því að taka á óþægilegum málum og ætl- ast til að aðrir leysi þau. Það er til dæmis þægilegra fyrir forstöðu- mann ríkisstofnunar að fara fram á auknar fjárveitingar en að fækka starfsmönnum og draga úr starf- seminni. Þá þarf hann ekki að gera upp á milli manna í launum og getur stutt allar kröfur starfsmanna sinna um hærra kaup. Fái forstöðu- menn að ráða meiru um fjármál og starfsmannahald þurfa þeir að sjálf- sögðu að vera færir um að taka óþægilegar ákvarðanir. í tengslum við hugsanlegar breytingar á valdi ráðuneyta og stofnana þarf því að skilgreina ábyrgð þeirra mun skýr- ar en gert hefur verið og láta við- komandi sæta ábyrgð ef ástæða er til. í dag virðist þetta býsna erfitt, samanber „fræðslustjóra- og flug- stöðvarmálin" svokölluðu. Aðalfundur Stjómunarfélags Norðurlands AÐALFUNDUR Stjómunarfél- ags Norðurlands var haldinn á Akureyri 12. febrúar sl. Félagið starfar sem deild í Stjórnunarfé- lagi íslands með félagssvæði á norðurlandi, og fylgir í megin- dráttum hlutverki og stefnu Stjómunarfélags íslands. í stjóm vom kjömir, Guðmundur Stefánsson formaður, Jón Sigurðar- son, Kristján Jóhannsson, Þorsteinn Már Vilhelmsson og Sigfús Jónsson. Endurskoðendur félagsins vom kjömir Jón Kr. Sólnes og Bjami Arthursson. Fráfarandi formaður Jón Kr. Sólnes, flutti skýrslu stjómar. Á fundinum vom einnig flutt tvö er- indi, Lára Margrét Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri SFÍ skýrði frá starfi og stefnu féiagsins og Þórður Sverrisson formaður SFÍ flutti er- indi um „Stjórnun í stómm fyrir- tækjum á íslandi". Ljúffengir Jiskréttir í hádeginu fyrir þá, sem vilja njöta nceöis og rómaörar þjónustu. /' tá r r é 11 f r verð Fiskseyði m/rækjum og estragon......... 395, - Reykt keila m/eggjahræru............... 674, - Innbökuð grafin lúða m/hunangssósu....... 770,- Rjómalögð fiskisúpa....................... 395,- Þorskhrogna Terrine....................... 565,- Salatm/mat............................... 125,- rá ðóz/réttir Smjörsteiktur ufsi m/paprikusósu.......... 723, - Reyktar þorskkinnar m/piparrótarsósu...... 535, - Grilluð lúða á grænmetissátu.............. 769, - Langlúra m/skelfiskmauki og gráðostamauki. 646,- Lambalundir m/mintsósu................. 1280,- JE?f t / r r é / / / r Blandaður is m/jarðarberjamauki........... 465,- BERGS TAÐASTRÆTI37- SÍMI25700 VÖRUSÝNINGAR 88 1. SJÖEN FOR ALLE - Oslo - 11.-20. mars Báta- og bátavélasýning. 2. CEBIT - Hannover - 16.-23. mars. Skrifstofutækni - tölvur. 3. CHILDREN AND YOUNG - Köln - 18.-20 mars. Alþjóðleg sýning á vörum og fatnaði fyrir börn og unglinga. 4. GDS - Dusseldorf - 19.-21. mars. Alþjóðleg skósýning. 5. BRAND '88 - Amsterdam - 22.-26. mars. Alþjóðleg sýning á eldvörnum og slysavarnabúnaði. 6. FAST-FOOD EXHIB - París - 25.-28. mars. Sýning fyrir skyndibitastaði. 7. DECORS - París - 25.-28. mars. Húsgögn og innréttingar fyrir veitingastaði, hótel og bari. 8. FRANKFURT GARTENBAUMESSE - 26.-27. mars. Garðyrkjusýning. 9. SCAN-FAIR 88 - Kaupmannahöfn - 26.-28. mars. Norræn járn-, gler- og pöstulínssýning. 10. MODE WOCHE - Munchen - 27.-30. mars. Alþjóðleg sýning á tískufatnaði. 11. NOR-PLAST - Oslo -11.-14. apríl. Sýning á plastiðnaði. 12. WIRE - Dösseldorf - 11.-15. apríl. Alþjóðleg sýning á vírum og köplum. 13. HANNOVER FAIRINDUSTRY - Hannover - 20.-27. apríl. Iðnsýning. TOP DRAWER GIFT EXB. - London - 24.-26. apríl. Gjafavörusýning. Við höfum skipulagt ferðir á sýningar fram eftir öllu ári. Hafið samband við okkur eins fljótt og auðið er, ef einhverjar sýningar freista ykkar. Hringdu og fáðu bæklinginn sendan í pósti. FERÐA,, CéfticoC HmIÐSTOÐIIM Teeutee AÐALSTRÆTI 9-REY UAV.i.K - S 2 81 33' MYNDBANDSTÆKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.