Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, VDDSKDTI/AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 B 23 Bandaríkin Viðskiptahalli Banda- rúganna minni í desember Vísitala helstu hagstærða lækkaði en pantanir í iðnaði jukust í desember Boston. Frá Óla Birni Kárasyni, fréttaritara Morgunblaðsins VIÐSKIPTAHALLI Bandaríkjanna var 12,2 milljarðar dollara í des- ember eða liðlega einum milljarði dollara lægri en í nóvember. Hagfræðingar telja að batnandi viðskiptakjör gefi til kynna að vanda- mál varðandi utanríkisverslun séu að leysast. Þrátt fyrir hagstæð- ari viðskiptajöfnuð í desember var hallinn á utanríkisversluninni 171,2 milljarðar dollara á síðasta ári og hefur aldrei verið meiri. 'Upplýsingar um hagstæðari við- skiptajöfnuð sýna að lægra gengi dollarans hefur haft áhrif. En þrátt fyrir lægri gengi dollarans, sem veldur því að innfluttar vörur verða dýrari, hefur ekki dregið úr inn- flutningi, heldur hefur útflutningur aukist. Innflutningur nam 37 millj- örðum dollara í desember, og var nær óbreyttur milli mánaða. Hins vegar jókst útflutningur um 1 millj- arð og nam í heild 24,8 milljörðum.. Innflutningur til Bandaríkjanna allt síðasta ár nam alls 424,1 milljarði dollara sem er 10,7% aukning frá 1986. Bandaríkjamenn fluttu út vörur fyrir 252,9 milljarða dollara 1987 sem er 11,4% hækkun frá fyrra ári. Viðskiptajöfnuður Banda- ríkjanna við Kanada og Evrópu lag- aðist mikið á liðnu ári, en versnaði lítillega (2,1%) við Japan. Það sem veldur mörgum hins vegar áhyggj- um er hve óhagstæð viðskipti við Suður-Kóreu, Hong-Kong, Taiwan og Singapore eru fyrir Bandaríkin. Á síðasta ári jókst ójöfnuðurinn um 22,5% og nam 37,7 milljörðum doll- ara. Árið 1986 var hallinn á við- skiptum við þessi lönd 19,7% af viðskiptahallanum en 1987 var hlutfallið 22%. Það eru fleiri ánægjulegar fréttir af bandarísku efnahagslífi. Nýjar pantanir í framleiðsluiðnaði í des- ember hækkuðu um 5 milljarða dollara eða 2,5%. í nóvember juk- ust pantanir aðeins um 0,1%. Pant- anir í iðnaði hafa ekki aukist jafn- mikið í níu mánuði, eða frá því í mars á síðasta ári. Ef pantanir til varnarmála eru undanskildar (en þær eru mjög breytilegar frá einum mánuði til annars) jukust pantanir í desember um 2,7%. Lægra gengi dollarans gagnvart helstu gjaldmiðlum, er talin helsta skýringin á meiri pöntunum og auknum útflutningi. Bandarískir Fréttastofur Mikill hagnaður hjá Reuters BREZKA fyrirtækið „Reuters Holdings PLC“, sem rekur m. a. Reuters-fréttastofuna, hefur til- kynnt, að hagnaður þess fyrir skatta hafi aukizt um 37% í fyrra og að allar horfur séu á miklum vexti og viðgangi fyrirtækisins á þessu ári þrátt fyrir verðbréfa- hrunið i október sl. Á síðasta ári nam hagnaður fyrir- tækisins fyrir skatta 178,8 millj. punda (um 12.525 millj.isl. kr.), en hann var 130,1 millj. pund árið þar á undan. Nettótekjur uxu um 35% og voru 108,8 millj. pund (um 7.060 millj. ísl. kr.), en þær voru 80,3 millj. pund 1986. Þessi hagstæða niðurstaða fór fram úr þeim útreikningum, sem sérfræðingar höfðu gert fyrirfram og varð til þess að hlutabréf Reut- ers hækkuðu mjög í kauphöllinni í London. Margir höfðu búizt við mun lakari útkomu fyrirtækisins og þá einkum og sér í lagi vegna verð- bréfahrunsins í október sl. framleiðendur eru samkeppnis- hæfari við erlenda keppinauta óg lægri dollar ætti að hjálpa til við að minnka krónískan viðskipta- halla. Ef litið er á allt árið 1987 jukust pantanir á iðnaðarvörum um 7,3% en árið á undan minnkuðu þær. Pantanir hafa ekki aukist eins mik- ið frá 1984. Þessar tölur eru uppörvandi fyrir Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta og Repúblikanaflokkinn, sem hafa vonað að ekki kæmi til samdráttar í efnahagslífinu á kosningaári. Fréttir um að vísitala helstu efna- hagsstærða hefði lækkað í desem- ber, þriðja mánuðinn í röð, gáfu til kynna að bandarískt efnahagslíf væri á leið inn í samdráttartímabil. Upplýsingar um pantanir í iðnaði og hagstæðari viðskiptajöfnuður hafa dregið úr þessum áhyggjum. Þegar tölur um vísitölu helstu hagstærða voru birtar bentu marg- ir hagfræðingar á að yfirleitt þýddi lækkun þijá mánuði í röð efnahags- lægð. Þetta var í 13da skipti frá lokum síðari heimsstyijaldar sem vísitalan lækkar þijá mánuði í röð. Átta sinnum fylgdi efnahagsleg lægð í kjölfarið. Þó hagfræðinga hafi greint á um gildi lækkunarinn- ar nú voru þeir yfirleitt sammála um að eftir góðan hagvöxt í sex ár væri farið að hægja á efna- hagslífinu. Á síðasta ári var hag- vöxtur um 4,2% en búist er við að hann verði um 2,4% á þessu ári, eða rúmlega 1%-stigi minni en ríkis- stjórnin gerði ráð fyrir seint á síðasta ári. Allir helstu bankar í Banda- ríkjunum lækkuðu bestukjaravexti (prime rate) um 0,25%-stig úr 8,75 í 8,5% þegar tilkynnt var um lækk- un vísitölu helstu hagstærða, Vext- ir hafa ekki verið eins lágir í 19 mánuði. Lægri vextir ættu að öðru óbreyttu að örva hagvöxt. Bankamir lækkuðu vextina eftir að ljóst var að vísitala helstu hag- stæðra hefði lækkað í desember, þriðja mánuðinn í röð. Hagfræðing- ar telja margir að lækkun vísi- tölunnar sé merki um hugsanlega kreppu eða lægð í efnahagslífinu. Vísitalan lækkaði um 0,2% í des- ember, eftir að hafa lækkað um 1,2% í nóvember og 0,1% í október. Fæstir hagfræðingar virðast hins vegar tilbúnir að spá efnahagslægð á þessu ári, enda benda upplýsingar um pantanir í framleiðsluiðnaði til annars. VIÐSKIPTI — Það veldur mörgum áhyggjum hversu óhagstæð viðskipti við Suður-Kóreu, Hong-Kong, Taiwan og Singapore eru fyr- ir Bandaríkin. Fiskveiðar Nýr kraftmælir við möskvamælingar SÍVAXANDI eftirlit með réttri möskvastærð og æ fleiri lögá- kveðnar möskvastærðir urðu danska fyrirtækinu N. P. Utzon hvatning til þess fyrir nokkrum Bílar Bíltegundin getur skipt máli í óhöppum Boston. Frá Óla Birni Kárasyni, fréttaritara Morgunblaðsins LÍKLEGA hafa flestir eigendur bifreiða einhvern tíma rekið stuðarann utan í staur, annan bíl eða jafnvel vegg. Og það getur skipt máli á hvaða bíl viðkomandi er í þegar hann lendir í smáóhappi. The In- surance Institute for Highway Satety í Bandaríkjunum hefur birt athuganir á viðgerðar- kostnaði einstakra bifreiðateg- unda eftir árekstur á liðlega 8 kílómetra hraða. Samkvæmt niðurstöðum trygg- ingarfélagsins er best að eiga Ford Escort EXP en Honda CRX HF er dýrust þegar kemur að við- gerðum. Talsmaður stofnunarinn- ar segir að framleiðendur Ford, General Motors og Toyota virðist taka tillit til óhappa á litlum hraða og útbúa bflana með góðum stuð- urum. Allt fram til 1981 urðu fram- leiðendur, samkvæmt banda- rískum lögum, að setja á bíla stuð- ara sem þola árekstur á allt að 8 kílómetra hraða, án þess að skemmast. Þessu var breytt og nú þarf stuðarinn aðeins að veija bílinn sjálfan á helmingi minni hraða. Tryggingarfélagið gerir árlega athuganir á einstökum gerðum bifreiða og í þetta sinn náði skoð- unin til tveggja dyra smábíla. Bflarnir voru prófaðir með femum hætti. I fyrsta lagi var bílunum keyrt beint á hindrun, í öðru lagi bakkað beint á hindrun, þar næst bakkað beint á staur og loks var hom stuðaranna prófað (30 gráðu horn). Niðurstöðumar eru birtar hér til hliðar. Viðgerðarkostnaður vegna árekstra smábíla Viðgerðarkostnaður nokkurra smábíla sem skemmdust í árekstri á u.þ.b. 8 km hraða (5 mph). Kostnaðurinn getur numið 1.366 dollurum (53.800 kr.) samkvæmt könnun sem bandaríska tryggingaeftirlitið lét gera. Stofnunin lét kanna 31 2ja dyra smábíl sem lent hafði í árekstri og raðaði þeim síðan niður eftir heildartjóninu miðað við 4 árekstra. Keyrt á Keyrt á Hornið Bakkað Heildar- Tegundoggerð að framan að aftan aðframan á staur tjón Ford Escort EXP 0$ 10$ 53$ 319$ 382$ Ford Escort Pony 0$ 0$ 216$ 191$ 407$ Chevrolet Spectrum 0$ 100$ 312$ 0$ 412$ Toyota Corolla 0$ 0$ 227$ 214$ 441$ Toyota CelicaST 0$ 0$ 213$ 357$ 570$ Toyota Corolla FX 0$ 0$ 234$ 479$ 713$ Hyundai Excel GL 0$ 36$ 372$ 359$ 767$ ToyotaTercel EZ 0$ 0$ 493$ 384$ 877$ Mazda 323 0$ . 0$ 504$ 374$ 878$ Subaru DL, 3 dyr 0$ 0$ 411$ 518$ 929$ Chevrolet Sprint 0$ 147$ 465$ 415$ 1.027$ Subaru XT GL 2wd 0$ 39$ 605$ 466$ 1.110$ Nissan Pulsar NX XE 44$ 167$ 558$ 421$ 1.190$ Mitsubishi Cordia 155$ 0$ 654$ 384$ 1.193$ Dodge Daytona 327$ 524$ 246$ 192$ 1.289$ Nissan Sentra E 0$ 0$ 447$ 871$ 1.318$ Mazda MX-6 DX 0$ 29$ 205$ 1.168$ 1.402$ SubaruJusty DL 154$ 113$ 579$ 589$ 1.435$ Plymouth Sundance 86$ 131$ 614$ 622$ 1.453$ MercuryTracer 0$ 0$ 685$ 829$ 1.514$ Volkswagen Golf 160$ 283$ 308$ 846$ 1.597$ Acura Integra LS 83$ 0$ 766$ 808$ 1.657$ Volkswagen Fox 118$ 548$ 315$ 724$ 1.705$ Ford Festiva L Plus 328$ 132$ 657$ 635$ 1.752$ Subaru GL hb 2wd 0$ 0$ 646$ 1.154$ 1.800$ Pontiac Fiero 0$ 138$ 659$ 1.138$ 1.935$ Honda Civic 0$ 591$ 547$ 822$ 1.960$ Volkswagen Jetta 220$ 395$ 571$ 780$ 1.966$ Pontiac LeMans 277$ 45$ 777$ 1.022$ 2.121$ YogoGV 312$ 537$ 863$ 1.044$ 2.756$ Honda Civic CRX 176$ 922$ 676$ 1.366$ 3.140$ Heimild: Insurance Institute for Highway Safety. árum að hefja framleiðslu á möskvamæli úr áli. Hefur eftir- spum eftir þessum mæli, sem viðurkenndur er af Evrópu- bandalaginu, reynzt mjög mikil. - Nú er þetta sama fyrirtæki byij- að að framleiða sérstakan kraft- mæli, sem unnt er að festa við möskvamælinn, þannig að hann sýnir þrýstinginn á möskvamæl- inn. Með þessum nýja kraftmæli á að vera unnt að mæla möskvastærð á mun auðveldari og nákvæmari hátt, sem á að verða bæði sjómönn- um og eftirlitsmönnum til hagræð- is. Kraftmælirinn hefur þegar verið tekinn í notkun í Danmörku, Grænl- andi og á íslandi. Fiskimálayfirvöld í Evrópubandalaginu hagnýta sér einnig þennan kraftmæli og hann er viðurkenndur af íslenzum yfir- völdum til notkunar hér við land. Það getur reynzt mjög dýrkeypt að veiða með of smáum möskvum. Með þessum nýja kraftmæli er fundið tæki, sem á að geta mælt hratt og nákvæmlega möskva í veiðarfærum, svo að unnt verði að komast að raun um, hvort þeir séu löglegir. Ávinningur sjómanna felst í því, að þeir geta hagnýtt sér sama tæki og yfirvöld til þess að kanna veiðarfæri sín í sama tilgangi. Ferðaþjónusta Gistiheimilið Bjargtilsölu FERÐAMÁLASJÓÐUR hefur auglýst eftir tilboðum í gistiheim- ili í Búðardal, sem áður var rekið undir nöfnunum Gistiheimilið Bjarg og Hótel Búðardalur. Ferðamálasjóður eignaðist gisti- heimilið á uppboði i desember. Snorri Ólafsson hjá Framkvæmda- sjóði segir að Ferðamálasjóður hafi átt 2,9 milljóna króna veðkröfu á eigninni en verið slegin hún á 2 millj- ónir á uppboðinu. Hann sagði að reynt yrði að koma þessu fyrirtæki ' aftur af stað og væri þess vegna verið að auglýsa eftir tilboðum í eign- imar. Frestur til að skila tilboðum er til 7. mars næstkomandi. Gistiheimilið er 930 rúmmetrar að stærð. í því em 9 tveggja manna gistiherbergi og 1 fjögurra manna auk lítils veitingasalar og eldhúss. Þá er 5 húsinu tveggja herbergja íbúð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.