Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 10

Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, vœsHPmnviNNuiiF FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 að 30 blaðsíður. IdfOteC *®*®*®* aasendaoggefur (tí> . . HeimiHstöeKi iif | 1 ■ ÚN1 691500 . infotec Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson SKÓ- SMÍÐI — Gísli Halldórsson eigandi skóverksmiðjunnar TÁP við mótunarvélina í verksmiðjunni. Innfellda myndin sýnir inniskó, sem eru m.a. gerðir úr fótlaga korki. Hafa skómir verið nefndir heilsuskór. Iðnaður TAP-skór fá góðar viðtökur - segir Gísli Halldórsson framleiðandi Borgarnesi. Skóverksmiðjan TÁP er nýlegt fyrirtæki í Borgamesi sem fram- leiðir svokallaða heilsuskó. Verk- smiðjan er önnur tveggja skó- verksmiðja á landinu og sú eina sem framleiðir eingöngu inniskó. Að sögn Gísla Halldórssonar eig- anda verksmiðjunnar er fram- leiðslugeta verksmiðjunnar um 10 þúsund pör af skóm á ári. Sagði Gísli að Táp-skómir hefðu fengið mjög góðar viðtökur og líkaði fólki vel við þá. Mikið magn hefði selst í Borgamesi og hafln væri sala á þeim um allt kjördæmið og einnig í Reylqavík. Stefnt væri að því að hefja sölu á TÁP-skónum um allt iand á næstu mánuðum. Kvaðst Gísli flytja inn sjálfur nær allt efnið til framleiðslunnar og við það spar- aðist mikill milliliðakostnaður. - TKÞ Hönnun „Hönnunardag- ur í Reykja vík “ á laugardag Form ísland, Félag áhuga- manna um hönnun, býður til „Hönnunardags í Reykjavík" laugardaginn 5. mars nk. Þátt- takendum er boðið upp á ferð á milli sýningarstaða og fer hóp- ferðabill frá Kjarvalsstöðum klukkan 14. „Hönnunardagur" sækir fyrir- mynd sína til svokallaðra „Design- ers Saturdays", sem em árlegur viðburður víða erlendis, t.d. í New York, London og fleiri borgum. Fyrirkomulag er með þeim hætti að framleiðendur og fyrirtæki sem markaðssetja hönnunarvörur gang- ast fyrir sameiginlegri kynningu, opna sýningarsali sína og kynna m.a. helstu nýjungar í framleiðslu- línunni. Til þessara kynninga er fyrst og fremst boðið fagfólki — hönnuðum, verktökum, innkaupaaðilum og öðr- um þeim sem tengjast framleiðslu- sviðinu. Á þessum fyrsta „Hönnun- ardegi í Reykjavík“ verður áherslan lögð á skrifstofu- og stofnanahús- gögn. Áætlað er að sýningarstaðimir verði opnaðir kl. 14.00 laugardag- inn 5. mars og að deginum ljúki með sameiginlegu hófí þátttakenda kl. 18.00. Við það tækifæri verður afhent viðurkenning til hönnuðar, sem að mati framkvæmdanefndar hefur með starfi sínu stuðlað að nýsköpun, þróun og vexti í íslenskri húsgagriahönnun og framleiðslu. OfTlROn AFGREIÐSLUKASSAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.