Morgunblaðið - 03.03.1988, Page 16

Morgunblaðið - 03.03.1988, Page 16
 FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 Skrifstofan ’88 - fyrsta skrifstofusýningin í Laugardalshöll ÞAÐ þótti hér í eina tíð hálf-vafasamur heiður að vera talinn til kontórista og kaupmanna, enda skoðanir manna þá skiptar um hugtök á borð við verslun og viðskipti. Ástæðan var líka ein- föld og fordómamir skiljanlegir, svo ekki sé nú meira sagt. í gegn um tíðina hafði þjóðin mátt þola óprúttna viðskiptahætti af hálfii danskra kaupmanna, sem litu svo á að þeir væru að gera þjóðinni greiða með því að selja þeim rán- dýra og oft gallaða vöru. Vingjamlegheit flokk- uðust ekki undir þjónustu þeirra. En síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og fordómamir í garð verslunarstéttarinnar fengu að fljóta með. í dag er öldin sem sagt önnur - við dáumst oftar en ekki að dugnaði þeirra, sem sjá um að útvega okkur vaming að : utan eða skapa verðmæti með sölu á okkar fram- leiðslu um víða veröld. Verslun og viðskipti eru þáttur af okkar daglega lífí og stór hluti lands- manna, sem leggur fram starfskrafta sína á sknfstofum landsins. í Laugardalshöllinni hófst í gær sýningin „SKRIFSTOFAN ’88“, sem Kaupstefnan UNDIRBÚNINGUR — Mikil vinna getur verið hjá fyrirtækj- um og stofnunin við undirbúning sýningar. Myndin var tekin í vikunni þegar starfsmenn Pósts og síma voru að koma sér fyrir í Laugardalshöll. Reykjavík hf stendur fyrir. Sýningin stendur til sunnudagsins 6. mars og er opin frá 13 til 20 daglega. í tengslum við sýninguna gengst Kaup- stefnan hf fyrir ráðstefnu tengdri skrifstofuhaldi. Skrifstofan ’88_ er fyrsta sýningin sinnar teg- undar hérlendis. Á henni markaðssetja fyrirtæki og stofnanir vörur sem tengjast skrifstofuhaldi og -rekstri. Þetta er fagsýning þar sem ekki er höfðað beint til hins almenna neytenda heldur stjómenda fyrirtækja og stofnana og skrifstofu- fólks. Morgunblaðsmenn fóru á stúfana og tóku tali forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja, sem þarna kynna vöru og þjónustu. Viðtölin fara hér á eftir í sérstökum blaðhluta sem helgaður er sýning- unni. Texti: Inger Anna Aikman Ljósmyndir: Þorkell Þorkelsson og Sverrir Vilhelmsson „Farfax er trúlega framtíðin“ - segir starfsfólk Hljómbæjar ÞAÐ var sólbrúnn og sæilegur hópur starfsmanna, sem tók á móti okkur, er við litum inn hjá Hljómbæ sf - og er við spurðum þau hvað þau ætluðu að sýna í Laugardalshöllinni svöruðu þau því sem næst í einum kór „ljósrit- unarvélar, að sjálfsögðu." „Nei, svona í alvöru, þá verðum við með sitthvað fleira en ijósritun- arvéiar", sagði Óskar Tómasson, framkvæmdastjóri Skrifbæjar, skrifstofudeildar Hljómbæjar. „Ástæðan fyrir því hversu hug- leiknar þær vélar eru okkur er ein- faldlega sú, að við erum nýkomin aila leið frá Mauritiuseyjum, þar sem okkur var veitt viðurkenning frá SHARP fyrir góðan árangur við sölu á ljósritunarvélum“, útskýrði hann. „Við vorum söluhæst allra umboðsaðila SHARP í Evrópu", . bætti hann við. „Þetta eru líka frá- bærar vélar", skaut sölustjórinn Helgi Kristjánsson inn í, „og þess vegna auðveld söluvara. - En árang- urinn er engu að síður ævintýraleg- ur.“ „Ifyrst við erum á annað borð farin að tala um ljósritunarvélar“, sagði Óskar, „er ekki úr vegi að geta þess að við erum komnir með vél, sem ljósritar í lit - og það sem meira er - litgæðin eru hreint út sagt stórkostleg. Sú vél hefur notið mikilla vinsælda úti um allan heim, en svo virðist sem íslendingar hafi enn ekki tekið við sér. En það stend- ur nú allt til bóta, ekki satt?“ Sam- starfsmennimir kinkuðu kolli. „Nú, það má eiginlega segja að við kynnum ákveðna byltingu í pen- ingakössum á þessari sýningu“, upplýsti Helgi. „Þetta nýja kassa- kerfí er hannað með rekstur stærri hótela í huga, en ætti engu að síður að henta almennum verslunum. Galdurinn við þann grip er sá, að hann auðveldar til muna allt bók- hald og reikningsgerð. Ef við tökum hótel sem dæmi getur þjónninn í veitingasal sett máltiðina beint á reikning viðkomandi hótelgests með þar til gerðri fjarstýringu. Allir starfsmenn gera síðan slíkt hið sama - barþjónar, þvottahús, sund- laugarvörður o.s.ftv. Þannig að í stað þess að leggja þurfi alla smá- reikningana saman er nóg að ýta á einn takka til að fá heildarupp- hæðina. Þessi kassi er sá alfull- komnasti á markaðnum í dag“, sagði Helgi. En á bás Hljómbæjar verður fleira að fínna. „Já, telefax-tækin verða vitanlega á sínum stað, enda orðin ómissandi partur af skrif- STOLTIÐ — Starfsfólk Hjómbæjar nýkomið frá Mauritiuseyjum með bikar og skjal sem þau fengu frá Sharp fyrir að vera duglegust allra umboða í Evrópu við sölu á Sharp-ljósritunarvélum - og stoltið þeirra er fyrir framan. Þau eru f.v.: Hallfríður Bjamadóttir, Oskar Tómasson, Helgi Kristjánsson, Þórey Bjamadótt- ir og Þorvaldur Sigurðsson. stofuhaldi almennt", fullyrti Óskar. „Telefax-tækin okkar koma frá SHARP og það eitt er nægur gæð- astimpill. Neytendablaðið breska, „What to Buy For Business", sagði bestu kaupin í þeim tækjum, ekki alls fyrir löngu. Það nýjasta í þess- um málum eru hinsvegar telefax- tækin, sem hægt er að tengja við farsíma", sagði Óskar. „Já - það er næsta skrefíð", bætti hann við, “það er ekkert lát á tækninýjungum. Þetta er heldur alls ekki svo galið. Tökum skipaflot- ann hér á landi sem dæmi. í dag eru um 400 farsímar í flotanum og ef við þá yrðu tengd telefax-tæki, gætu skipstjórar sent aflaskýrslur sínar með hraði og farskipin fengið tollskýrslur og önnur gögn án nokk- urra vandræða, hvar svo sem þau væru stödd í heiminum. Það tekur í dag ekki nema tuttugu sekúndur að senda bréf til Japans í gegn um telefax. Dálítill tímaspamaður - ekki satt?“ spurði Óskar - og víst urðum við að fallast á það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.