Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 18

Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPn A3VINNULÍF FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 „Getum gert tölvuna að þreföldu þjónustutækiu - fullyrðir Jón Gunnar Borgþórsson, framkvæmdastjóri ístel hf. HEIMSENT — Bóka- og ritfangaverslunin Griffíll kynnir ýmsa hluti til skrifstofunnar á sýningunni og meðal nýjunar er heim- sendingarþjónusta. Myndin var tekin í versluninni af Garðari Gunn- laugssyni. „Sendum á skrif- stofurnar“ - segir Garðar Gunnlaugsson um nýjungar hjá Griffli „FULLKOMINN fjarskiptabún- aður er okkar aðalsmerki", upplýsti Jón Gunnar Borgþórs- son, framkvæmdastjóri ístel hf, er hann var inntur eftir því hvaða tæki og tól þetta væru í sýningarbás hans. „Við sér- hæfum okkur í símkerfum af öllum stærðum og gerðum svo og telex-tækjum, talstöðvum og telefax“ sagði hann. „Eins og lög gera ráð fyrir á tækniöld, er þróunin á þessu sviði ótrúlega ör. Meðal þeirra nýjunga, sem við ætlum að kynna á sýning- unni er stafrænt símkerfí, svokallað LAN-kerfí, sem er nú að ryðja sér til rúms erlendis. Þessi búnaður hefur það fram yfír venjulega síma að menn geta skipst á alls konar tölvuboðum og upplýsingum í gegn um símalínur. Það má eiginlega segja að nú geti tölvumar farið að tala saman í sfma“ bætti hann við og hló. „Ég er ekki í minnsta vafa um að þetta kerfí mun slá í gegn.“ Aðspurður kvaðst Jón Gunnar ekki hafa trú á því að telexinn hyrfi af sjónarsviðinu í bráð, þrátt fyrir tilkomu telefax-tækjanna. „Fyrst í stað verður telexinn eflaust undir í vinsældum" sagði hann, „ enda íslendingar þekktir fýrir að taka allt með trompi. Hinsvegar held ég að þegar til lengri tíma er litið muni menn nota þessi tvö tæki jöfn- um höndum." — En er ekki hægt að slá tvær flugur í einu höggi - fá vél, sem er hvort tveggja í senn? „Ekkert mál“, svaraði Jón Gunn- ar að bragði. „Já, og gott betur en það, því nú er hægt að fá sérstök telex- og telefax-kort í tölvur, sem gerir tölvuna að þreföldu þjónustu- tæki, hvorki meira né minna. Reyndar ganga þessi kort ekki í allar tegundir af tölvum, svo við erum líka með þennan búnað í nokkurs konar kössum, sem hægt er að tengja við tölvurnar. Sérlega hentugt fýrir þau fyrirtæki, sem ekki hafa ótakmarkað pláss fyrir allan tækjakostinn" sagði Jón Gunnar Borgþórsson, fram- kvæmdastjóri ístel hf, að lokum. IMHEUBIX UÓSRITUNARVÉLAR „ÞAÐ þarf enginn að óttast um verðmæti sín í rammgerðum skáp, sem þessum", sagði Garðar Gunnlaugsson hjá bóka- og rit- fangaversluninni Griffli og benti okkur á traustvekjandi hirslu úti í horni. „Þetta er ný tegund af peninga- skápum", upplýsti hann, „sem hefyr mikið hitaþol. Og þeir eru líka ótrú- lega ódýrir. — Hræódýrir gæða- gripir“, fullyrti hann. „Annars verðum við eiginlega með sitt lítið af hveiju á sýning- unni, enda höfum við allt til skrif- stofuhalds. Meðal annars verður til sýnis bindivél frá Unibind - vél, sem auðveldar alla skjalavörslu heilmik- ið. Við munum líka kynna sýningar- gestum heimsendingarþjónustu okkar, sem við erum nýbyijaðir með og hefur hlotið geysigóðar undir- tektir meðal viðskiptavina okkar. í stuttu máli sagt sýnum við og bjóð- um vandaðar vörur á vægu verði“, sagði Garðar Gunnlaugsson í Griffli og brosti breitt. TOLVUSIMI — fstel hf. kynnir m.a. stafrænt símkerfí sem er að tyðja sér til rúms erlendis. Myndin var tekin í Laugardalshöll þegar Ölafur Sigurðsson og Sigvaldi Jónsson rafeindavirkjar gáfu sér tíma til að Iíta augnablik upp frá undirbúningsvinnunni. FSTOFAN '88 PAS-EININGAR Nútímalausn á pappírsvandanum. PAS-einingunum er raðað á milli sökkuls og to,, því hægt að búa til skáp sem hentar nákvæmlega þörfum hvers og eins. Skápurinn getur verið í hvaða hæð eða breidd sem er. Síðar má bæta við einingum hvort sem er á hlið eðá ofan á. PAS-einingunum má raða á gólf, borð, hillur, í hjólavagna eða nánast hvar sem er. SKILABOÐABÓKIN Týnd eða gleymd skilaboð heyra sögunni til. Bókin varðveitir símanúmer, nöfn, heimilisföng og áríðandi dagsetningar því öll skilaboð eru í tvíriti. TOLVUSKRIFBORÐ Bylting íframleiðslu skrifborða. Stílhrein, falleg og sterk. Innbrenndur litur. Plötur borðanna endurkasta ekki Ijósi. Upplitast ekki. Lagnastokkar hylja allar leiðslur. Ótal möguleikar í uppsetningu. HRINGIÐ OG FÁIÐ ÓKEYPIS VÖRULISTA' TÖLVUMÖPPUVAGNAR / SKJALAVAGNAR Fyrir nútíma skrifstofur. Auka hagkvæmni og vinnurými. SÖLUDEILD Höfðabakka 3, sími 83366

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.