Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, VmSKBPTI/MVINNULÍF FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 B 11 Rannsóknir Fyrirtækjum boðiðsam- starf við Háskóla Islands eftir Hellen M. Gunnarsdóttur Rannsóknaþjónustu Háskólans var komið á fót á árinu 1986 sem sjálfstæðri stofnun innan háskól- ans. Markmið hennar er m.a. að stuðla að nýtingu á þeirri þekkingu sem til er við Háskóla íslands og efla tengsl við atvinnulífið í því sambandi. Víða um lönd hefur vaxandi áhugi verið á auknu samstarfi milli háskóla og atvinnulífs. Samvinna af þessu tagi hefur borið mikinn árangur í Bandaríkjunum og sam- starf atvinnulífs og háskóla færist í vöxt í mörgum Evrópulöndum. í mörgum háskólanna hafa verið settar á fót sérstakar skrifstofur í þvi augnamiði að efla tengsl at- vinnulífsins og háskóla. Rann- sóknaþjónusta Háskólans er byggð upp með svipuðu sniði og í þessum löndum. Henni er ætlað að vera eins konar miðlun eða þjón- usturammi fyrir rannsóknastarf- semi innan háskólans. Markmið Rannsóknaþjónustunnar eru þrenns konar. í fyrsta lagi að kynna sérfræðiþekkingu og rannsókna- starfsemi fyrir aðilum utan háskól- ans, í öðru lagi að aðstoða við gerð rannsóknasamninga og í þriðja lagi að tryggja stöðugt samband háskól- ans við atvinnulífið. Hagnýting rannsókna í nútíma þjóðfélagi verða rann- sóknir og tækninýjungar æ mikil- vægari. Samkeppnisaðstaða og hagur þjóðfélaga fer í meira mæli að byggjast á öflugri rannsókna- starfsemi og sérþekkingu og hag- nýtingu hennar í atvinnustarfsemi. Víða um lönd hefur mikil áhersla verið lögð á að ýta undir ýmiskonar rannsóknastarfsemi hjá háskólum, sjálfstæðum rannsóknastofnunum og atvinnuvegunum sjálfum. Sér- stök áhersla hefur verið á samstarf milli sérfræðinga háskóla og starfs- manna fýrirtækja. Slíkt samstarf ýtir undir að rannsóknastarfsemi innan háskóla sé í meira samræmi við þarfir atvinnulífs og ný þekking sem verður til innan háskóians nýt- ist fyrr en ella út í þjóðfélaginu. Ein besta leiðin til að Háskóli Islands geti aðlagað sig betur að þörfum atvinnulífs, bæði hvað varð- ar menntun og rannsóknastarf- semi, eru aukin samskipti við aðila atvinnulífs. Rannsóknir sem háskól- inn vinnur með fyrirtækjum mun skila sér mun fljótar og betur út í atvinnulífíð. Einnig mun slíkt sam- starf skila sér inn í menntunina í formi nýrra rannsóknaniðurstaðna og meiri möguleiki verður fyrir nemendur að taka þátt í hagnýtum rannsóknaverkefnum. Kennarar og sérfræðingar Há- skóla íslands hafa þegar unnið að verkefnum í samvinnu við íslensk ast grunnrannsóknum á eðlisfræði málma. Þetta verkefni hefur því verið báðum aðilum í hag, fyrirtæk- inu sem þarf að fá lausn á sínum vanda og stofnuninni sem um leið fær þau tækifæri til að sinna rann- sóknum sem hana skorti og fé eða tæki til framkvæmda. Tvö rafeinda- fyrirtæki eiga rætur að rekja til tækjasmíði í Raunvísindastofnun. Marel hf. sem framleiðir rafeinda- vogir og tölvukerfi einkum fyrir frystihús, og Hugrún hf. sem hefur haslað sér völl við framleiðslu ýmis konar skráningatækja. Enda þótt þessi fyrirtæki starfi nú sjálfstætt hafa þau haldið mikilvægum tengsl- um við Raunvísindastofnun, báðum til gagns. Sérfræðingar innan Fé- lagsvísindastofnunar hafa unnið í samstarfí við aðila utan háskólans. Sem dæmi um þessi verkefni má nefna samstarf Félagsvísindastofn- unar við Fasteignamat ríkisins um könnun á fasteignamarkaði. Þessi könnun miðaði m.a. að því að áætla fjármagnsþörf húsnæðiskerfisins og vægi einstakra fjármögnunar- þátta við húsnæðiskaup. Innan Háskóla Islands fara fram grunnrannsóknir á hinum ólíkleg- ustu sviðum. Þannig verður til sér- fræðiþekking sem finnst ekki ann- ars staðar í þjóðfélaginu. Yfirleitt er talið að slfkar rannsóknir hafi lítið hagnýtt gildi en til eru dæmi um hið gagnstæða. Rannsóknir á lífefnafræðilegri starfsemi hjartans leiddi t.d. til samstarfs milli sér- fræðings háskólans og fyrirtækis, en úr því samstarfí var þróuð ný afurð sem fyrirtækið hefur markað- sett með góðum árangri. Á Líffræðistofnun hafa verið stundað- ar rannsóknir á sameindalíffræði og erfðafræði án þess að bein hag- nýting væri höfð að leiðarljósi. En nú er útlit fyrir að sú færni, sem tekist hefur að byggja upp á þessum sviðum, muni nýtast í líftækni. Hægt væri að taka til fjölmörg dæmi um rannsóknir og hvemig þær hafa nýst atvinnuvegunum. Ljóst er að öflug rannsóknastarf- semi fer fram innan Háskóla ís- lands og mikilvægt er að henni sé miðlað að einhveiju leyti til atvinnu- lífsins. Stöðugt samband við atvinnulífið Eins og fram kom hér að framan er Rannsóknaþjónustan sett á fót að erlendri fyrirmynd. Benda má á að slíkar skrifstofiir hafa þurft að glíma við ýmis vandamál sem varða tengsl háskóla og atvinnulífs. Oft telja háskólakennarar og sérfræð- ingar að rannsóknamarkmið at- vinnulífs séu skammæ og þröngsýn. Á sama hátt eru framkvæmdastjór- ar fyrirtækja efins um að fræði- menn geti skilað af sér hagnýtum rannsóknum eftir ákveðinni áætlun. „Flestir kennarar og/eða sérfræðingar (80%) sem sendu listann til baka sögðust hafa mikinn eða nokkurn áhuga á að vinna að rannsóknum fyrir at- vinnulífið. Hins vegar sögðust aðeins 20% hafa lítinn eða engan áhuga á slíku. Háskóla- menn hafa þannig sýnt að þeir hafa vilja til að auka samskipti sín við aðila atvinnulífsins.“ Það hefur verið rejmsla Rannsókna- þjónustu Háskólans að slík viðhorf verða einungis til vegna þess að samskipti háskóla og forsvars- manna fyrirtækja eru ekki nægjan- lega mikil og opin. Það sem komið hefur öðrum þjóð- um vel við að efla þessi samskipti er m.a. þau að háskólinn sjálfur leggur sig fram við að auka skilning á einkennum og þörfum atvinnulífs- ins. Einnig hafa verið settar á fót tæknimiðstöðvar eða tæknigarðar með þátttöku fyrirtækja þar sem háskólamenn og starfsmenn mis- munandi fyrirtækja í atvinnulífinu vinna saman að ýmsum rannsókna- verkefnum. Fyrirtæki hafa á hinn bóginn komið sér upp sérstökum vinnureglum eða starfsmönnum sem fylgjast með því nýjasta sem verið er að gera innan háskólanna, sérstaklega til að flýta fyrir þvi að ný þekking og tækni nýtist fyrir- tækjum sem fyrst. Við þetta má bæta að aukin persónuleg tengsl milli háskólamanna og forsvars- manna fyrirtækja hafa reynst mikil- væg til að auka á skilning og sam- vinnu milli þessara hópa. Áður en Rannsóknaþjónusta Há- skólans hóf starfsemi sína var gerð könnun innan háskólans á viðhorf- um kennara og sérfræðinga háskól- ans til þjónusturannsókna fyrir at- vinnulífið. Meirihluti þeirra sem þátt tóku í könnuninni hafði áhuga á að taka þátt í verkefnum í sam- starfi við aðila atvinnulífsins. Tæp- lega 300 spumingalistar voru send- ir út, en um 200 voru endursendir (70%). Flestir kennarar og/eða sér- fræðingar (80%) sem sendu listann til baka sögðust hafa mikinn eða nokkum áhuga á að vinna að rann- sóknum fyrir atvinnulífið. Hins veg- ar sögðust aðeins 20% hafa lítinn eða engan áhuga á slíku. Háskóla- menn hafa þannig sýnt að þeir hafa vilja til að auka samskipti sín við aðila atvinnulífsins. Þess vegna fór Rannsóknaþjónustan af stað með kynningu á sérfræðiþekkingu sem ertil staðar innan Háskóla íslands. Kynningarátak Rannsóknaþjónustu Háskólans í janúar síðastliðnum hófst kynn- ingarátak Rannsóknaþjónustunnar með þvi að fyrirtrekjum og félögum voru sendir bæklingar um helstu stofnanir Háskóla íslands. For- svarsmönnum fyrirtækja í ólíkum greinum atvinnulífs fengu þessa bæklinga og þeim boðið samstarf og samvinna við Háskóla íslands. Aðstandendur Rannsóknaþjón- ustunnar hafa einnig sótt fyrirtæki heim og kynnt þjónustu sína og starfsemi. Einnig hefur verið hald- inn kynningarfundur fyrir aðila at- vinnulífs og sérfræðinga háskólans. Með tilkomu Rannsóknaþjónustu Háskóla íslands ættu samskipti sér- fræðinga háskólans og forsvars- manna fyrirtækja að eflast. Nýr aðili er kominn inni í myndina sem sérstaklega er ætlað að vinna við að halda stöðugum tengslum milli atvinnulífs og háskóla. Auk þess er Rannsóknaþjónustunni ætlað að aðstoða fyrirtæki og rannsókna- menn háskólans við að gera samn- inga. Háskóli Islands hefur þegar sýnt vilja sinn í að efla tengsl sín við íslenskt atvinnulíf. Hvemig til tekst mun tíminn leiða í ljós, en vilji for- svarsmanna íslenskra fyrirtækja til að starfa með sérfræðingum há- skólans mun skipa sköpum. Þegar frá líður mun árangur þjónustu- rannsókna sjálfra vitna um ágæti samstarfs atvinnulífs og æðstu menntastofnunar íslands. Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknaþjónustu Háskóla ís- lands. LISTUNARÁfETLUN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: AARHUS: Alla þriðjudaga. SVENDBORG: Annan hvern þriðjud. KAUPMANNAHÓFN: Alla fimmtudaga. GAUTABORG: Alla föstudaga. VARBERG Annan hvern laugard. MOSS: Annap hvern laugard. LARVIK: Alla laugardaga. HULL: Alla mánudaga. ANTWERPEN: Alla þriðjudaga. ROTTERDAM: Alla þriðjudaga. HAMBORG: Alla miðvikudaga. HELSINKI: Tim S 12. mars GLOUCESTER: Jökulfell 16. mars. Jökulfell 6. apríl. NEW YORK: Jökulfell 18. mars. Jökulfell 8. apríl PORTSMOUTH: Jökulfell 18. mars. Jökulfell 8. apríl. Ug* SKIPADEILD ^&KSAMBANDSINS LINDARGÖTU 9A • 101 REYKJAVÍK SlMI 698100 . X X X XA X J TÁKN TRAUSTRA FLUTNINGA "^^uglýsinga- síminn er 2 24 80 fyrirtæki og stofnanir. Eins og eftir- farandi dæmi gefa til kynna eru ýmsar leiðir til við hagnýtingu rann- sókna í þágu atvinnuveganna. Gæðastýrikerfi var þróað fyrir Sambandsfrystihúsin af vélaverk- fræðiprófessor við Háskóla íslands. Þetta verkefni var unnið í samvinnu við Sjávarafurðadeild Sambandsins og Þróun, verk- og kerfisfræðistof- una. Þessi samvinna leiddi til þess að gæðaeftirlit er mun markvissara, einfaldara og árangursríkara. Til- koma þessa kerfis er einnig talið hafa haft áhrif á gæðaeftirlit hjá öðrum frystihúsum. Sérfræðingar í þéttefnisfræði á eðlisfræðistofu Háskóla íslands hafa unnið við rannsóknir á kísijjámi fyrir fslenska jámblendifélagið. Það má benda á það hér að þessar rannsóknir tengj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.