Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 9
morgtiiiftlafrifr /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 B 9 Morgunblaöið/RAX Júrí Sedov á leið á Vikingsæfíngu á gervigrasinu. Hann kvartar ekki undan kuldanum, enda vanur verra veðri frá heimaslóðunum. í fyrsta lelknum á Nep-vellinum i Búdapest. Júrí stekkur hæst og skallar frá marki Spartak, en í þessum leik skor- aði hann fyrsta markið. Með honum á myndinni eru sovéski landsliðsmaðurinn Igor Netto og ungverski landsliðsmaður- inn Kochish. Júrí Sedov Fullt nafn: Júrí Sergeevich Sedov. Fæðingardagur: 4. mars 1929, í Moskvu. FeriII sem leikmaður: Lék með Spartak Moskvu frá 1947-1959. Lék í stöðu vinstri bakvarðar. Árangur sem leikmaður: Meistari með Spartak Moskvu 1952, 1953 og 1958. Bikarmeistari með Spartak Moskvu 1950 og 1958. Lék 11 landsleiki fyrir Sovétríkin. Lék einn- ig með úrvalsliði Moskvu. Ferill sem þjálfari: Þjálfaði lið Volgu í knattspyrnu 1964. Þjálfaði lið Wimpel 1966-1969 í bandí. Þjálf- aði lið Maref í Kabúl í Afganistan 1972-1976. Aðstoðarþjálfari so- véska landsliðsins 1976. Þjálfaði lið yíkings 1980-1983 og 1987. Árangur sem þjálfari: Meistari með Maref 1974 og 1976, íslands- meistari með Víkingi 1981 og 1982. Sigurvegari í 2. deild 1987. Islands- meistari innanhúss 1981. Reykjavíkurmeistari 1980 og 1982. Sigurvegari í meistarakeppni KSÍ 1982. fátæktina þá held ég að æska mín hafi verið góð. Sumrin voru full af ævintýrum og mestur tíminn fór í knattspymuna. Á fyrstu árunum eftir stríð breytt- ist allt mjög fljótt til hins betra og það hafa líklega verið mestu fram- faraár Sovétríkjanna. Hvað varð þess valdandi að þú fórst að leika með Spartak Moskva? — Þegar ég var 17 ára æfði ég með unglingaliði í Moskvu, en gerði mér ekki vonir um að komast að hjá Spartak. En einn daginn sagði þjálfarinn við mig: „Júrí, með hvaða liði ætlar þú að spila?" Ég sagði honum að ég hefði í hyggju að reyna fyrir mér hjá einhverju liði í 2. deild, eða jafnvel í 3. deild. Hann sagði þá við mig að ef ég hefði þolinmæði þá gæti ég komist að hjá Spartak og bauðst til að fara með mér þangað. Næsta árið lék ég að mestu með varaliði Spartak, en ári síðar þegar ég var 19 ára, lék ég mitt fyrsta keppnistímabil með liðinu mínu, Spartak Moskva. Lengst af lék ég stöðu vinstri bakvarðar og kunni vel við mig þar. GóA ár hjá Spartak Hvernig var að leika knattspyrnu i Sovétríkjunum á þessum árum? — Knattspyman var kannski ekki jafn góð og hún er í dag, en við vorum mjög áhugasamir og fólk í Sovétríkjunum hafði mjög mikinn áhuga á knattspymu. Það var yfír- leitt troðfullt á leikjum okkar, í kringum 50.000 manns og mikil stemmning. Árin hjá Spartak vom mjög góð og mér gekk vel, nema árið 1956, en þá gat ég lítið sem ekkert leikið með vegna meiðsla. Að öðm leyti slapp ég alveg við meiðsli og lék flesta leiki liðsins. Þessi ár vom mjög góð hjá liðinu og við urðum meistarar þrívegis, tvisvar bikarmeistarar og oft í 2. og 3. sæti. Besta árið var þó 1958, en þá unnum við tvöfalt, bæði í bikarkeppninni og deildinni. Hvemig var að leika með lands- liðinu á þessum áram? — Það var nokkuð frábmgðið því sem það er í dag. Ég lék í mörg ár með landsliðinu, en þó aðeins 11 ieiki. Það vom allt vináttulands- leikir, enda tóku Sovétríkin ekki LandsllA SovAtrfkJanna 1966. Fremstur er fyrirliðinn Igor Netto og næstur er markvörðurinn frægi Lev Jashin. Júrí er 6. frá vinstri. þátt í neinni keppni á þessum ámm og það var ekki fyrr en síðar að sovéskir knattspymumenn fóm að ferðast til útlanda til að leika knatt- spymu. Þrátt fyrir það held ég að landslið okkar hafi verið nokkuð sterkt og okkur gekk mjög vel f leikjum .okk- ar. Ég man til dæmis eftir leikjum gegn Svíþjóð, sem þá vom þá ein af sterkari þjóðum heims í knatt- spymu. Við lékum tvo leiki og sigr- uðum 7:0 og 7:1. SkoraAi fyrsta markiA í Búda- pest Nú lékstu marga leiki, er enginn einn leikur eftirminnilegri en aðrir? — Það er nú einu sinni svo að leik- ir skiptast í tvennt. Góðir leikir og slæmir leikir og maður man kannski helst eftir verstu og bestu leikjun- um. Þó er einn leikur mér sérlega minnisstæður. Það var árið 1953 þegar við lékum gegn Honved Búdapest. Það var vígsluleikur Nep-vallarins í Búdapest og gífur- lega margir áhorfendur mættu á þennan leik. Lið Honved var þá meginkjami ungverska landsliðsins, með menn eins og Puskas og Groshich í broddi fylkingar og alls átta landsliðsmenn í liðinu. í liði okkar vom einnig margir landsliðsmenn og þetta var einstaklega skemmtilegur leikur. Kannski man ég þó svo vel eftir honum vegna þess að ég skoraði fyrsta markið, en ég skoraði ekki mörg mörk á mínum ferli. Viltu segja okkur frá þessu marki? — Leikurinn var nýbyijaður og við fengum homspymu. Það var skall- að frá og boltinn barst út til mín fyrir utan vítateiginn. Ég lék fram- hjá tveimur vamarmönnum og skoraði með fostu skoti efst í hægra homið. Ég man eftir því að vamar- mennimir reyndu að komast fyrir boltann og einn af þeim renndi sér á fótinn á mér þannig að sokkurinn minn rifnaði og ég þurfti að fá nýjan í hálfleik. En þetta var ógleymanlegur leikur, þrátt fyrir að við töpuðum, 3:2. Þjálfari og enskukennari Hvað tók við eftir að þú hættir að leika knatttspyrau? — Þá fór ég í skóla og stundaði nám við háskólann í Moskvu. Þar lagði ég stund á íþróttafræði með knattspymu sam aðalgrein. Þar lærði ég reyndar ýmislegt fleira og er menntaður sem enskukennari og það hefur komið sér vel hér á ís- landi. Heldurðu að reynsla þín hjá Spartak hafi lijálpað þér í skólan- um? — Já, hún gerði það vissulega og ég var betur inni í heimi knattspym- unnar. Að því leytinu var ég kannski betur undirbúinn en margir aðrir sem þó höfðu hlotið betri menntun og ég held einnig að það hafi auð- veldað mér inngöngu, enda vom skólayfirvöld spennt fyrir því að fá landsliðsmann í skólann. Hvað varstu þar Icngi? — Ég var í skólanum i fímm ár og lauk þar prófi sem er sambærilegt doktorsnámi hér á íslandi. Ég end- aði á því að verja lokaritgerð mína sem var um betri árangur og hvem- ig mætti bæta tæknileg atriði í knattspymu. Bandí og knattspyma Hvað tók við eftir skólann? — Þá fór ég að leita mér verkefna sem þjálfari og það fyrsta sem ég gerði var að þjálfa lið í borginni Kaliningrad, sem er rétt við Moskvu og liðið heitir Volga, enda stendur borgin við ána. En ég var þar að- eins í eitt ár því mér bauðst staða í Moskvu við rannsóknarstofu há- skólans í því sem við köllum líkams- fræði. Þar vann ég á rannsóknar- stofu knattspymunnar, en þar er rannsakað ýmislegt sem viðkemur knattspymu, jafnt sálrænt sem líkamlegt. Það kom sér vel fyrir mig því þessi tími á rannsóknarstof- unni jók þekkingu mína á knatt- spymu og hefur án efa kennt mér margt varðandi þjálfun. Ég var þó ekki lengi þar því mér bauðst starf sem þjálfari hjá liði í borg rétt utan við Moskvu. Það var lið sem heitir Wimpel og keppti í úrvalsdeildinni í bandí. Það er íþrótt sem er svipuð hokký, nema við notum bolta. Þar var ég í þijú ár og kunni vel við mig. Ég hafði mjög gaman af bandí, þrátt fyrir að hafa aldrei tekið það jafn alvarlega og knattspymuna. Ég hélt þó áfram störfum á vegum háskólans og skömmu síðar var ég fluttur til Afganistan til að hafa yfirumsjón með útibúi frá rann- sóknarstofunni. Það var í höfuð- borginni, Kabúl, en ég kom þangað árið 1972. Það fór reyndar svo að ég tók að mér að þjálfa lið borgar- innar sem heitir Maref. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.