Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 6
6 B /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 K A T A R í N A W I T T Katarína á akautasvalllnu f fullum skrúðal varð hún að hætta æfíngum vegna lungnakvefs sem ágerðist. Venjulegur dagur hjá Katarínu Witt hefst klukkan sjö og er hún komin á skautana klukkan átta. Hún æfir mest allan daginn, stund- um fram á kvöld, þar til hún fer í háttinn. Hún hefur ekki einu sinni tíma fyrir kærastann sinn, sem er trommuleikari í vinsælli hljómsveit í Austur-Berlín, en hann hefur látið það gott heita enn sem komið er. Muller segist ekki vera ánægð með dagsprógrammið ef Katarína kem- ur heim þreytt. „Markmiðið er að hún komist gegnum allar æfingam- ar hress og sé alltaf í góðu jafn- vægi.“ Jutta Miiller er ekki eina manneskj- an sem snýst í kringum Katarínu Witt, enda þótt hún sé sú mikilvæg- asta. Henni fylgja einnig sálfræð- ingur, nuddarar, skautahönnuður og danshöfundur. Jutta Miiller varð sextug á þessu ári og hefur þjálfað skautadansara í þijátíu og þrjú ár, eða síðan hún hætti sjálf að keppa, tuttugu og sex ára árið 1955. Lengst náði hún í annað sæti í innanlandskeppni. Fyrsti nemandinn hennar var dóttir hennar af fyrra hjónabandi, Gabri- ele Seyfert; hún varð Evrópumeist- ari fyrst árið 1967 og hlaut silfur- verðlaun á Ólympíuleikunum 1968. Næsti nemandi var Jan Hoffmann, sem tók þátt í Ólympíuleikunum • 1972, þá aðeins tólf ára gamall; síðar varð hann Evrópumeistari §órum sinnum, heimsmeistari tvisvar. Þriðji nemandinn var Anett Pötzsch, sem auðvitað vann gullið á Ólympíuleikunum í Lake Placid 1980 — og einmitt það ár var Jutta Miiller að kynnast Katarínu Witt. Miiller hefur á síðari árum gerst æ djarfari í vali tónlistar og búninga fyrir skautadansarana. Hún hefur meira að segja orðið fyrir aðkasti fyrir djörfung sína, því þegar árið Vsrkalýðshetja áskautum Katarína Witt er aðeins tuttugu og tveggja ára gömul en hún hefur engu að síður tekið þá af- drifaríku ákvörðun að hætta að taka þátt í keppni strax að lokinni heimsmeistarakeppninni sem haidin verður í Búdapest síðar í mars. íþróttakonur eru sem sagt orðnar gamlar um leið og þær komast á þrítugsaldurinn. Engu að síður ná flestar þeirra að æfa og keppa í að minnsta kosti áratug; og svo var líka með Katarínu Witt — sem einn- ig gengur undir nafninu Katarína mikla. Hún vann til gullverðlauna í Sarajevo árið 1984, þegar hún var átján ára. Og með því að vinna einn- ig gullverðlaunin í Calgary, varð Katarína Witt fyrsta skautakonan til að vinna gullverðlaun á tveimur Ólympíuleikum í röð síðan norska skautadrottningin Sonja Heine vann það afrek 1928 og 1936. „Það verður alltaf erfiðara og erfið- ara að skauta með hveiju árinu sem h'ður," segir Katarína Witt. „Ein- hverium kann að þykja skrítið að rúmlega tvítug manneskja eigi erf- itt með að keppa í þessari íþrótt. Engu að síður er það sannleikur. Ég meina ekki eingöngu líkamlega erfítt, heldur einnig sálfræðilega, því ábyrgðin sem við verðum að axla eykst með sérhverium verð- launapeningi sem við vinnum. Við þurfum að standa undir nafni.“ Hún er stolt af því að vera kölluð „verkalýðshetja" heima í Austur- Þýskalandi. Hún telur að aðrar þjóðir eigi að bera virðingu fyrir landi sínu og þjóð þegar henni og löndum hennar vegnar vel á íþrótta- sviðinu. Katarína Witt hefur alla sína tíð átt heima í Karl-Marx-Stadt, þar sem verksmiðjur og ekki síður stór- iðja setja sinn svip á lífið. En bak ÞAÐ var mál manna að hápunktur vetrarólympíuleikanna í Calgary í Kanada yrði einvígi skautadrottninganna Debie Thomas frá Banda- ríkjunum og Katarínu Witt frá Austur-Þýskalandi. Þessir snillingar skautaíþróttarinnar hafa marga hildi háð og oft verið mjótt á munun- um. En í Calgary fór á annan veg en ætlað var. Katarína Witt sýndi það og sannaði svo að ekki verður um villst að hún ein skal kallast drottning skautaíþróttarinnar, svo mikla yfirburði hafði hún yfir keppi- nauta sína. Katarfna ásamt þjálfara sínum og þriðja foreldri, Juttu Múller, en hún hefur þjálfað marga helstu skautadansara Austur-Þýska- lands síðan 1955. Sjálf var hún ein fyrsta konan í sósíalísku ríki til að verða atvinnumaður í skautadansi. við risabyggingamar sem spúa úr sér eldi og reyk er að fínna nokkr- ar geðslegri byggingar, svo sem íþróttahús og bamaleikvelli. Það var nefnilega fyrir algera hendingu að Katarína Witt byijaði að æfa skautadans. Þar austur frá þarf ýmislegt fleira en hæfíleika til að komast áfram, til að mynda hin réttu sambönd, en strax í æsku var Katarína farin að hugsa um skáut- ana, því skautahöllin þar í borg, Kuchwald, var við hlið dagheimilis- ins þar sem foreldrar hennar komu henni fyrir. Katarína nauðaði í foreldrum sínum lengi þar til þeir gáfust upp og létu skrá hana í skautakennslu. Hvorki kennurum hennar, föður hennar Manfred, sem er verkstjóri á sam- yrkjubúi, né móðurinni Kötu sem er sjúkraþjálfari, kom til hugar að stúlkan ætti eftir að ná árangri. Þeim datt ekki einu sinni í hug að stúlkan ætti eftir að eyða miklum tíma á skautunum, undir hand- leiðslu þjálfarans Juttu Muller. En Jutta Miiller varð smám saraan þriðrja foreldri Katarínu Witt. „Foreldrar Katarínu eru vitanlega stoltir af afrekum hennar," segir Jutta Miiller, „og þeir vita ennfrem- ur að ég á svolítinn þátt í vel- gengni dóttur þeirra." Þjálfarinn Líf íþróttamanna í Austur-Þýska- landi er enginn dans á rósum, allra síst fyrir afreksfólkið. Kuchwald- íþróttahöllin er kuldaleg og óaðlað- andi. Engu að síður krefst Jutta Muller þess að fólk undir hennar handleiðslu æfí á hverjum degi, og duga þá engar afsakanir nema al- varlegustu veikindi. „Þetta er vinna," segir Muller, „ekkert annað en vinna." Múller lenti í miklum vandræðum með eina mjög hæfa stúlku, þá sem hún þjálfaði áður en Katarína kom til sögunnar. Sú hét Constanze Gaenze og bjóst Múller við að sú yrði næsta drottning skautanna. En Constanze þurfti að eyða mikl- um tíma hjá læknum og á endanum ÞaA eru ekkl bara dómarar sem njóta þess að horfa á Katarínu Witt; einnig ljósmyndarar — en hún hefur hafnað öllum tilboðum um að gerast fyrirsæta. Vekur athygli Katarína Witt vekur mikla athygli hvarvetna sem hún kemur fram, ekki aðeins fyrir listræna hæfí- leika í íþrótt sinni heldur einnig klæðaburð. Hún hefur verið sökuð um að vera of kynþokkafull! , , Vann hug oghjörtu fólksí Calgary r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.