Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 11
jHorannÞln&ið /ÍÞRÓTTIR ÞRJÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 B 11 KRAFTLYFTINGAR / ÍSLANDSMÓT í ! i ■! r O O o :e . o - o o L Morgunblaöiö/Einar Falur Magnús Ver Magnússon, hafði mikla yfirburði í -125 kg flokki og varð stigahæsti maður mótsins. Magnús stigahæstur en Hjalti sterkastur METAREGN varð á íslandsmeist- aramótinu í kraftlyftingum sem fram fór í íþróttahúsinu í Garðabæ á laugardag. Alls féllu tæplega fjör- tíu íslandsmet þar af drjúgur hluti í unglinga- og öldungaflokki. Magnús Ver Magnússon sem keppti í 125 kflóa flokki varð stigahæsti maður mótsins eftir tvísýna baráttu við Jón Gunnarsson og Hjalta Ámason . Þá náði Hjalti glæsilegum árangri í yfirþungavigt Íiegar að hann setti tvö slandsmet í bekkpressu og hann lyfti jafnframt mestri samanlagðri þyngd á mótinu, 955 kílóum. * Kvenmennimir létu heldur ekki sitt eftir liggja þrátt fyrir litla breidd. Aðeins þrír keppendur voru skráðir til leiks en það nægði til þrettán íslandsmeta. Annars varð helsti árangur í hinum ýmsu flokk- um sem hér segir: -75 kg.flokkur Kári Elísson, Már Óskarsson, Jóhanncs Kjartansson, Jóhann Möller, Rúnar Friðriksson, Sigfús H. Guð- mundsson. Það var fjörtíu ára aldursmunur á yngsta keppanda mótsins og þeim elsta. Sigfús er aðeins fjórtán ára en Jóhann sem setti níu met í öldungaflokki er 54 ára. „Tigriskötturinn", Kári Elísson var sterkastur í þessum flokki, lyfti 657.5 kílóum. Már lenti í öðru sæti og setti tvö unglingamet, hann lyfti 230.5 kg. í rétt- stöðu og 585 kg. í samanlögðu. Jóhann setti öldungamet í allflestum lyftum sínum, hann lyfti mest 160 kg. í hné- beygju, 80 kg. í bekkpressu og 220 kg. í réttstöðu. Samanlagt var árangur hans því 460 kg. sem einnig er met. - 82.5 kg. flokkur Jón Gunnarsson, Bárður Olsen, son, Ingimundur Ingimundarson. Jon kom sá og sigraði í þessum flokki. Hann sló met Skúla Óskarsson í saman- lögðu og árangur hans kemur honum í þriðja sætið á Evrópulistanum í ár í þess- um flokki. Aðrir keppendur stóðu nokkuð í skugga Jóns en í öðru sæti var Ólafur með 680 kg. og Ingimundur varð að láta sér þriðja sætið að góðu verða. Bárður sett fimm unglingamet, hann lyfti mest 282.5 kg. í réttstöðu, 245 kg. \ hnébeygju og 147.5 kg. á bekknum. Árangur hans samanlagt er einnig met. - 90 kg. flokkur Halldór Eyþórsson, Ólafur Sveinsson, Gunnar Hjart- arsson, Björgúlfur Stefánsson, Njáll Torfason, Auð- unn Jónsson. Halldór hafði nokkra yfírburði í þessum flokki. Hann lyfti 747.5 kg. Ólafi, sem mistókst að létta sig niður í 82.5 kg. flokkinn náði öðru sætinu og Gunnar lenti í því þriðja. Árangur Auðunns, 555 kg. samanlagt, er eftirtektarverður með tilliti til þess að hann er aðeins fimmtán ára. -100 kg. flokkur Óskar Sigurpálsson, Magnús Steinþórsson, Snæbjöm Snæbjömsson, Flosi Jónsson, Birgir Þorsteinsson. Reyndasti keppandi mótsins Óskar Sig- urpálsson sem hóf keppni í lyftingum árið 1965 reyndist sterkastur eftir harða keppni við Magnús. Óskar lyfti 752.5 kg. sem er öldungamet. Flosi varð í fjórða sæti þrátt fýrir mikla bætingu en Birgir náði ekki að jafnhatta neinni lyft í hnébeygjunni og féll því úr keppni. -110 kg.flokkur Jón B. Reynisson, Kristján Falsson, Kjartan Helga- son. Árangur Jóns vakti mikla athygli. Hann l}rfti 700 kg. og bætti þar með sinn eig- in árangur um tæp 100 kg. -125 kg.flokkur Magnús Ver Magnússon, Víkingur Traustason. Heimsskautabangsinn var nokkuð frá sínu besta og náði ekki að veita Magn- úsi neina keppni í þessum flokki. Magn- ús lyfti 942.5 kg. sem að reyndist besti árangur mótsins Víkir.gur lét sér hins vegar duga 725 kfló að þessu sinni. +125 kg. flokkur. Hjalti Ámason, Halldór Sigurbjömsson. Fyrstu fslandsmet Hjalta í karlaflokki urðu að veruleika á þessu móti en fram til þessa hafði hann einungis verið að- gangsharður við unglingametin. Hjalti setti þrjú met, hann lyfti mest 237.5 kfló sem er besti árangur íslendings frá upphafi á bekk. Þá bætti hann einnig metið í samanlögðu með því að lyfta 955 kflóum. Halldór var heldur ekki ekki aðgerðalaus á þessu móti því að hann stórbætti met Torfa Ólafssonar í hnébeygju. Donni lyfti mest 382.5 kflóum sem er bæting um fimmtíu kíló. Þess má reyndar geta að Halldór reyndi einnig við 400 kílóin en þau reyndust fullmikið af því góða. Kvennaflokkar - 52 kg. flokkur. Bára Gunnarsdóttir tvíbætti metið í rétt- stöðulyftu en hún lyfti mest 120 kílóum. Samanlagður árangur hennar var 257.5 kíló sem einnig var met. - 56 kg. flokkur. Níu íslandsmet litu dagsins Ijós hjá Unni Sigurjónsdóttir. Hún lyfti mest 137.5 kg. í hnébeygju, 62.5 kg. í bekkpressu og 130 kg. í réttstöðu. Samanlagt er árangur hennar því 330 kíló. - 67.5 kg. flokkur Sigurbjörg Kjartansdóttir setti met þeg- ar að hún lyfti 137.5 kg í hnébeygju og í samanlögðu 370 kg. ■ Úrslit B/15 Frosti Eiösson skrifar Stórgóður árangur hjá Unni í hnébeygju Morgunblaöiö/Einar Falur Unnur Slgurjónsdóttlr Ég hef ekki að miklu að keppa í þessum þyngdarflokki, einungis að bæta eigin met. Ég hef því hugsað mér að þyngja mig upp í 60 kflóa flokkinn þar sem ég ætti að geta fengið verðuga keppni frá Nínu Óskarsdóttir", sagði Unnur Sigur- jónsdóttir sem náði bestum árangri íkvennaflokki. Sem dæmi um árangur Unnar á mótinu þá náði hún að lyfta 137.5 kílóum í hnébeygjunni sem er aðeins fímm kilóum minna en Islandsmetið í karlaflokki í þessum þyngdarflokki. „Ég átti ekki von á þessum árangri, sérstaklega ekki í réttstöðulyftunni þar sem mér hafði gengið illa á æfingum fyrir mótið. Ég hef æft vel, allt upp í sex sinnum í viku 2-3 stundir í senn þegar ég hef haft tíma, en minna þegar nær dregur mótum,“ sagði Unnur en hún hóf æfíngar fyrir tveimur árum er hún kynntist Má Oskarssyni sem hefur verið atkvæðamikill í unglingaflokki. „Það er leiðinlegt hve fáar konur hafa áhuga á þessari íþrótt. Margt kvenfólk stendur í þeirri meiningu að það tútni upp af vöðvum við það að æfa lyftingar, - en það er alls ekki raunin.“ „Stefnan er að bola Jóni Páliút af listanum „Það var svosannarlega kominn tími til“, sagði Hjalti Árnason kampakátur eftir að hafa sett sín fyrstu íslandsmet í fullorðins- flokki. „Stefnan hjá mér fyrir mótið var að reyna að lyfta 972.5 kflóum samanlagt og bola Jóni Páli þar með endanlega út af listanum. Það tókst ekki núna en það er næsta mál á dagskrá hjá mér.“ Jón Páll getur ennþá státað sig af mestu þyngd íslendings í samanlögðu, 970 kflóum. Það met var sett fyrir fjórum árum er JÓn Páll var í - 125 kg. flokki. Met hans í samanlögðu í yfirþungavigt féll að þessu sinni og einnig metið í bekkpressu þar sem Hjalti lyfti mestu þyngd íslendings frá upp- hafi, 237.5 kflóum. „Markmið mitt er að verða fimmti Evrópubúinn til að lyfta einu tonni í samanlögðu. Ég og Magn- ús Ver höfum keppt að þeirri þyngd og í dag náði ég að skjóta honum aftur fyrir mig á listanum sem er mér mjög mikilvægt." - Er stutt í tonnið hjá ykkur? „Ég þori ekkert að spá um það. Það er erfitt að bæta sig þegar að svona hátt er komið. Jón Páll var t.d. tvö ár að rífa sig upp úr 950 kflóunum yfir í 970. Ég vona að biðin hjá mér standi ekki svo lengi en vona að árangurinn í dag verði til þess að Jón Páll og Torfi byiji aftur, - ég sakna þeirra mikið úr kraftlyftingunum". Morgunblaöiö/Einar Falur Hjaltl Ámason náði eftirminnilegum árangri í bekk- pressunni. Stigahæstu menn Magnús Ver Magnússon varð stigahæstur í karla- flokki og Unnur Siguijónsdóttir varð efst í kvenna- flokki. Árangurinn í stigum er fundin út með því að deilda líkamsþyngd upp í samanlagða þyngd. Tíu stigahæstu einstakiingar mótsins í karlaflokki voru eftirtaldin 1. Magnús Ver Magnússon............... 494.6 2. Jón Gunnarsson......................484.6 3. Hjalti Ámason.......................482.3 4. Kári Eltsson....................... 456.7 5. Halldór Eyþórsson...................448.1 6. Halldór Sigurbjömsson..............444.79 7. BárðurOlsen.........................416.3 8. Snæbjöm Snæbjömsson................410.33 9. Ólafur Sveinsson....................404.4 10. Flosi Jónsson........................403.0 Kvennaflokkur 1. Unnur Siguijónsdóttir.................300.6 2. Sigurbjörg Kjartansdóttir.............291.4 3. Bára Gunnarsdóttir....................251.3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.