Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 5
PgrgnnMatiib /ÍÞRÓTTIR ÞRŒUUDAGUR 8. MARZ 1988 B 5 FYRIRMYND Uppgangurjúdóíþróttinnar á Akureyri gífurlegur undanfarin ár Unnið er hljóðalaust og verkin látin tala Glæsiiegur árangur þrátt fyrir „hörmulega“ æfíngaaðstöðu Ahugamennska er orð sem á stundum virðist ekki lengur til í orðabókum íslend- inga. í það minnsta virðast margir æ meira hugsa um pen- inga eða aðra umbun í einhvetju formi þegar þátt- taka í iþróttum er annars vegar, þrátt fyrir að slíkt sé ólög- legt skv. áhuga- mannareglum íslenskra sérsam- banda. En það er önnur saga sem ég hyggst gera að umræðuefni hér og hrópleg and- staða þess sem nefnt er í upphafs- orðunum. Norður á Akureyri tók ungur maður, Jón Óðinn Óðinsson, sig til fyr- ir nokkrum árum, og ákvað að hefja júdóíþróttina til vegs og virðingar í bænum. Nánast einn síns liðs hefur honum tekist þetta ætlunarverk sitt — og það fyrir all nokkru reyndar, en um helgina uppskar hann enn einu sinni laun erfiðis síns, er íslandsmót unglinga var haldið í gömlu íþróttaskemmunni á en ekki er allt búið enn. Jón Óðinn bætir nefnilega við: „Það hefur gengið mjög illa að fá fólk til að starfa í stjóm júdó- deildar og hef ég séð um þá hlið málsins ásamt þjálfuninni, norður þar. Strákamir hans Jóns Óðins hrepptu 13 af 21 guilverðlaunum sem barist var um. Þegar ég var að alast upp á Akureyri fyrir nokkmm árum vom ekki margir sem iðkuðu júdóíþróttina; ég man eftir Hjalta frænda mínum málara og sonum hans, og einhveijir fleiri vom víst í þessu með þeim. En eins og Jón Óðinn segir ( samtali við Morgunblaðið síðstliðinn fimmtudagþá byijaði hann að æfa 1982, „en þá var mikið af eldri strákum í júdóinu seiíi flestir vom að hætta og eftir aðeins eitt ár var ég orðinn sá eini sem æfði. Ég ákvað að Allt í Öllu Jón Óðinn Óðinsson er þjálfari og stjórn júdódeild- ar KA á Akureyri. Oddeyri svo maður hefur haft í nógu að snúast.“ Skyldi engan undra, þó nóg sé að gera. Hann hefur lagt sig allan í verk sitt, svo mjög að mörgum hefur á köflum blöskrað. Hann hætti að vinna um tíma til að geta helgað sig þjálfuninni alfarið. Og kunn er sú saga að þegar móðir þjálfarans _ og stjómar- mannsins Jóns Óðins fór að kvarta yfír háum símareikning- um á heimili sínu vegna vafst- urs sonarins í júdóinu var hún umsvifalaust gerð að gjaldkera júdódeildarinnar, og gat því auð- vitað ekki kvartað lengur! Jón Óðinn nefnir í fyrrnefndu samtali að æfingaaðstaða júdó- manna á Akureyri sé hörmuleg. Hlaðin verAlaunum Frlður flokkur KA-manna eftir góðan árangur á íslandsmótinu fyrir réttu ári. Þeir komu þá, sáu og sigruðu í yngri flokkunum. þetta gæti ekki gengið og fór því að hvetja unga krakka til að æfa og tók að mér að stjóma æfíngum." Jón Óðinn segir enn- fremur að þátttakan hafi ekki verið mikil í byijun, en um 70 krakkar æfi nú að staðaldri. „Krökkunum er skipt í þrjá flokka og sé ég um þjálfun þeirra allra og hef gert síðan 19F3.“ Allir sjá að það er gífurleg vinna að sjá um þjálfun 70 manns — Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að nemendur hans hafa náð árangri. Hann hefur sýnt að vilji og áhugi á verkefninu geta kom- ið mönnum langt og að sú tíð er ekki liðin að menn nenni að leggja mikið á sig nema fyrir umbun ! formi veraldlegra verð- mæta. Starfið er glæsilegt og mætti margur taka Jón Óðin Óðinsson sér til fyrirmyndar. Skapti Hallgrímsson FOLX KA-menn frá Akureyri eru nú famir að undirbúa sig af fullum krafti fyrir átökin í 1. deildinni í knattspymu á sumri komanda. Helmingur væntanlegra-liðsmanna er nú sunnan heiða við nám eða önnur störf og æfir sá hópur því í Reykjavík undir stjóm Guðjóns Þórðarsonar, þjálfara, sem kemur á æfingar frá heimili sínu á Akranesi. Þeir KA-menn sem eru á heimaslóðum nyrðra æfa þar undir leiðsögn Þorvaldar Þorvaldssonar, sem verður aðstoðarmaður Guðjóns í sumar. Á myndinni að ofan, sem tekin var síðastliðin föstudag, er KA æfði á gervigrasvellinum í Laugardal, em i aftari röð frá vinstri: Guðjón Þórðarson, Stefán Ólafsson, Amar Bjamason, Anthony Karl Gregory, Valgeir Barðason og Öm Viðar Amarson, sem nýlega hefur skipt í KA úr Reyni, Árskógsströnd. í fremri röð em, frá vinstri: Eggert Sverris- son, Þorvaldur Örlygsson og Gauti Laxdal. Eggert er FVamari sem skipti í ÍR fyrr í vetur en nú em allar líkur á þvi að hann gangi til liðs við KA-menn áður en langt um líður. Pjarverandi er myndin var tekin vom Bjami Jónsson, Steingrimur Birgisson og Friðfinnur Hermannsson. Það era því ellefu leikmenn KA, eða heilt byijunarlið, sem æfír hér syðra alla jafna! KA-menn æfa á útivelli! Morgunblaðið/RAX ■ ÞRÍR ungir knattborðsspilar- ar fara til Bangkok í Thailandi 2. apríl. Það em þeir Atli Már Bjarnason, Ásgeir Guðbjartsson og Brynjar Valdimarsson, sem taka þátt í heimsmeistaramóti ungl- inga, 21 árs og yngri, í billiard. ■ UNGLINGAMEISTARA- MÓT, 21 árs og yngri, í knatt- borðsleik fer fram 16.-17. mars. Úrslitaleikur mótsins verður sýndur á Stöð 2 þriðjudaginn 22. mars. ■ _ FJÓRIR knattspyrnumenn úr ÍBV fóm utan til Vestur-Þýska- lands um síðustu helgi og munu æfa þar með Werder Bremen í tvær vikur. Það em þeir Heimir Hallgrímsson, Ingi Sigurðsson, Tómas Tómasson og Elias Frið- riksson. Werder Bremen er eitt frægasta félagslið Vestur-Þýska- lands og er liðið nú í efsta sæti úrvalsdeildarinnar. I ÞRÍR kylfingar af Suður- nesjum ásamt enska kylfingnum Brian Waites unnu liðakeppni á PRO-AM golfmóti sem fram fór á Marbella á Spáni 7. til 14. febrú- ar. Leiknar vom 72 holur með punktafyrirkomulagi. Golfmótið fór þannig fram að keppt var í 4ra manna liðum með þremur áhuga- mönnum og einum atvinnumanni. Fjórmenningarnjr spiluðu á samtals á 543 höggum. í Suðurnesjaliðinu vom auk Waites, Pétur Antons- son, Jóhann Benediktsson og Sig- urgeir Guðjónsson. Þeir félagar kepptu aftur í liðakeppni viku síðar og lentu þá í 4. sæti á 546 höggum. ■ AÐALSTEINN Sigurgeirs- son var endurkjörinn formaður íþróttafélagsins Þórs á Akureyri á aðalfundi þess síðastliðinn föstu- dag. Stjórnin var öll endurkjörin, en hana skipa að auki: Rúnar Gunnarsson, varaformaður, Ragn- ar B. Ragnarsson, gjaldkeri, Páll Baldursson, rítari, Kristján Torfason, spjaldskrárritari, Gunn- þór Hákonarson, meðstjórnandi og varamenn em Árni Gunnars- son, Reynir Karlsson og Ævar Jónsson. Þá var Hallgrímur Skaptason endurkjörinn fulltrúi Þórs í stjóm íþróttabandalags Ak- ureyrar, ÍBA. ■ J.B. Worral dæmir leik Arse- nal og Luton í úrslitum enska deild- arbikarsins sem fram fer á Wem- bley 24. apríl. Worral er íslend- ingum að góðu kunnur því hann var yfirdómari á Reykjavíkurleik- unum í knattspymu 1986 er ís- lendingar mættu írum og Tékk- um. ■ A USTUR—ÞÝSKA ólympíu- landsliðið í knattspyrnu, sem er með íslendingum í riðli, lék æfingaleik við Grikkland á dögunum og gerði jafntefli, 1:1. Leikurinn fór fram í Grikklandi. Alexis Slexiou skor- aði fyrir Grikkland en Wagel jafn- aði fyrir A-Þýskaland. ■ MANCHESTER United hef- ur nú áhuga á að kaupa Gary Pallister frá Middlesbrough, fyrir eina milljón pund. Það er mikill hugur er í herbúðum félagsins að byggja upp nýtt gullaldarlið, en United varð síðast Englands- meistari 1968. Miklar breytingar em framundan á Old Trafford. Talið er að Jesper Olsen og Gor- don Strachan verði látnir fara frá félaginu. ■ FRANK Arnesen, danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, hefur mikinn hug á að enda knatt- spymuferil sinn með Eindhoven í Hollandi, e_n hann leikur nú með félaginu. „Ég á tvö ár eftir sem atvinnuknattspymumaður. Ég hef mikinn hug á að vera áfram hér hjá Eindhoven," segir Arnesen, sem er 31 árs. ■ VASA-gangan á skíðum, sem fer fram árlega í Svíþjóð, endaði á eftirminnilegan hátt um helgina. Flestir vonuðust eftir að Tomas Vassberg mundi vinna sigur í göngunni. _Svo var ekki, því að bræðurnir Öijan og Andres Blom- quist komu, sáu og sigruðu. Þeir vom með ömgga fomstu og þegar áhorfendur reiknuðu með geysilegri keppni á milli þeirra á lokametmn- um, fóm þeir séð að engu óðslega. Þeir veifuðu til dalastúlkunnar, sem veita átti verðlaun. Hún kom á móti þeim. Þá tóku þeir hana upp og bám hana í mark. Fyrst átti að láta ljósmyndir skera úr um hvor þeirra kæmist á undan í mark. Bræðumir þvertóku fyrir það og sögðust ekki mæta í verðlaunaaf- hedinguna. Þeir myndu afsala sér verðlaununum, ef það yrði gert. Þetta er í fyrsta skipti sem tveir vinna sigur í Vasa-gönginni, er er 90 km ganga. I ÞORBERGUR Aðalsteinsson átti mjög góðan leik með Saab, þegar félagið lagði Hellas að velli, 18:16, um helgina. Þorbergur, sem var tekinn úr umferð, skoraði þijú mörk. Saab á enn möguleika á að trygga sér rétt til að leika í „AIls- venskan" næsta keppnistímabil. ■ ROGER Carlson, landsliðs- þjálfari Svía í handknattleik, til- kynnti um helgina að hann myndi hætta með sænska landsliðið eftir Ólympiuleikana í Seoul. Það er búið að bjóða Bengt Johnanns- syni, þjálfara Drott, starfið. ■ STJÓRN Chelsea kom saman í gær, eftir að stjómarformaðurinn K.W. Betes kom snöggt heim úr sumarfríi í Ríó í Brasilíu. Blöð í Englandi voru búin að slá því upp að John Hollins, framkvæmda- stjóri félagsins, yrði rekinn. Chelsea hefur leikið sextán leiki í röð án sigurs. Eftir fundinn til- kynnti Betes að Hollins, sem væri með þriggja ára samning, yrði áfram hjá félaginu. Einnig að Kerry Dixon myndi verða áfram og sömuleiðis Mike Hazard. ■ JOHN Wark, skoski landsliðs- maðurarinn hjá Ipswich, var skor- inn upp í gær fyrir meiðslum á hné á sjúkrahúsi í Ipswich. Þessi 30 ára leikmaður, sem Ipswich keypti frá Liverpool á 100 þús. pund fyr- ir rúmum mánuði, mun ekki leika meira með félaginu á þessu keppn- istímabili. ■ TOTTENHAM gaf út þá yfir- lýsingu í gær, að Terry Venables, framkvæmdastjóri félagsins, myndi ekki taka að sér landsliðsþjálfara- starf Wales í hlutastarfi. ■ BRUCE Grobbelaar, mark- vörðurinn litríki hjá Liverpool var kallaður „Regnbogamaðurinn" eftir leik sinn gegn QPR. Hann mætti til leiks í búningi, sem var í sex lit- um. Var hinn skrautlegasti. ■ ALEX Watson, bróðir Dave Watson, landsliðsmiðvarðar hjá Everton, lék sinn fyrsta leik með Liverpool gegn QPR. „Hann stóð sig frábærlega vel,“ sagði Kenny Dalgiish um hinn 19 ára nýliða. fl FRAMARAR halda árlegt herrakvöld sitt fösutdaginn 11. þessa mánaðar og verður það nú í fyrsta skipti í hinu nýja félags- heimili þeirra við Safamýri. Hægt er að panta miða í félagsheimili Fram alla vikuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.