Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 12
12 B KNATTSPYRNA / FRAKKLAND JBatgnnbloMíi /IÞROTTIR ÞRLEXJUDAGUR 8. MARZ 1988 Juan Rubio einu. Barcelona komst næst því að skora á 38. mínútu þegar skot Gary Lineker hafnaði í stöng. Spánski landsliðsmiðvörðurinn hjá Barcelona, Julio Alberto fékk að 'líta sitt sjöunda gula spjald á keppn- istímabilinu og fer því sjálfkrafa í leikbann. Hann mun missa af leik gegn Real Mallorca sem fram fer í vikunni. risana að Real jókforskotið með sigr- inum á Espanol REAL Madrid jók forskot sitt í sjö stig á sunnudag er liðið vann Espanol á heimavelli 2:0. Á sama tíma þurftu nágrann- arnir, Atletico Madrid að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Murcia, í slakasta leik Atletico á keppnistímabilinu. Forskot Real er því fyrir vikið komið upp í sjö stig. Leikmönnum Real gekk erfið- lega að komast í gegn um þétta vöm Espanol í fyrri hálfleik en í byijun þess síðari náði Michel Conz- alez forystunni með góðu skoti eft- ir sendingu frá Hugo Sanchez. Sanchez var síðan sjálfur á ferðinni þremur mínútum fyrir leikslok er hann skoraði með lúmskum skalla framhjá Thomas N’Kono sem átti stórleik í marki gestanna. Mark Sanchez var það 22. sem Mexí- kómaðurinn gerir á þessu keppn- istímabili. Barcelona náði aðeins jafntefli á heimavelli gegn botnliðinu Sabadell og var reyndar heppið að ná stigi. Miðheiji Sabadell, Júgóslavinn Bagojc Titanovski misnotaði tvö opin marktækifæri og félagi hans Mechelen vann sigur, 1:0, yfir Charleroi og hefur nú náð tveggja stiga forskoti á FC Briigge og Ant- verpen. Kenny Brylle, danski lands- liðsmarðurinn, skoraði tvö mörk fyrir FC Briigge, 3:0, yfír Kortrijk. ■ Úrsllt B/14 ■ Staðan B/14 Öruggt hjá toppliðunum PORTO heldur sjö stiga for- skoti sínu í Portúgölsku 1. deildinni og er enn ósigrað eft- ir 24. umferðir. Um helgina vann liðið öruggan sigur gegn einu af botnliðum deildarinnar Braga, 3:0 og lið Benfica sem er í öðru sæti deildarinnar með 36 stig þótti sýna stórkostlega knattspyrnu í sigri iiðsins á Sporting Lissabon, 4:1. Það var tvímælalaust leikur Benfica við Sporting sem mesta athygli vakti á sunnudag. Bæði liðin léku í Evrópumótunum um síðustu helgi en með mismun- andi árangri. Benfica sigraði And- erlecht en Sporting tapaði fyrir ítalska liðinu Atalanta. Sporting fékk óskabyijun í leiknum þegar að Brasilíumaðurinn Paulin- ho Cascavel skoraði af stuttu færi eftir aðeins þijár mínútur. Það dugði skammt. Svíinn Mats Magn- usson jafnaði metin á 13. mínútu og kom meisturunum síðan yfir fjórum mínútum síðar. Rétt fyrir leikhlé jók Rui Aguas muninn og Aguas var síðan aftur á ferðinni í síðari hálfleiknum eftir undirbúning Magnusson. Fyrirliði Porto, Femando Gomes kom liði sínu á bragðið gegn Braga eftir þriggja mínútna leik. Lengi vel leit út fyrir að Braga tækist að veijast frekari áhlaupum en á 75. mínútu bætti Gomes við öðru marki Porto úr vítaspymu. Útheijinn Semedo átti síðan síðasta orðið rétt fyrir leikslok. Belenenses og Boavista standa vel í slagnum um Evrópusæti. Bæði liðin unnu 1:0 sigra um helgina og em jöfn í 3-4 sæti með þijátíu stig. Úrsllt B/14 Staðan B/14 Pele fremstur í flokki í Tokýó Gamli knattspymusnillingurinn frá Brasilíu, Pele, verður fremstur í flokki þegar heimslið í knattspymu leikur gegn japönsku úrvalsliði í Tokóý 22. apríl. Allur ágóði leiksins rennur til baráttunn- ar gegn eyðni. Margir kunnir kappar verða í sviðs- ljósinu í Tokýó, eins og Portugalinn Eusebio, sem lék hér á landi með Benfica gegn Valsmönnum á ámm áður, John Neeskens, Hollandi, Tre- vor Brooking, Englandi, Teofilio Cubillas, Pem, Paolo Rossi, Ítalíu, Kevin Keegan, Englandi, Johan Cmyff, Hollandi, Pat Jennings, N-Irlandi, Michel Platini, Frakkl- andi, Oleg Blokhin, Sovétríkjunum og Alla'n Simonsen, Danmörku. Kapparnir leggja skóna ekki á hill- una eftir kikinn í Tokýó. Þeir leika einnig í Zimbabwe í Afríku 29. maí, 10. september í París og 10. október í Los Angeles. Atletico Bilbao hefndi fyrir 4:1 tap- ið gegn nágrönnunum Real Soci- edad fyrr í vetur. Að þessu sinni var það Sociedad sem mátti þola ósigur á sínum eigin heimavelli. Aðstæður til knattspymu vom ekki upp á það besta vegna mikilla rign- inga og boltinn gekk lítið á þungum vellinum. Sigurmark Bilbao kom strax á tíundu mínútu eftir auka- spymu. Estanlisao Argote skallaði knöttinn í stöngina, þaðan barst hann aftur út á völlinn og Argote var fljótastur að átta sig og skoraði af stuttu færi með því að reka hnéð í knöttinn. Þrátt fyrir tapið er Real Sociadad enn í þriéja sæti en Bilbao er í því fjórða. ■ Úrsllt B/14 ■ Stadan B/14 Morgunblaðið/Bernharö Valsson Mark Hataly og félagar í Mónakó fögnuðu sigri yfír Cannes um helgina. Hately skoraði tvö ÞAÐ var enski landsliðsmaður- inn Mark Hately sem kom Mónakó á bragðið í 1. deildinni í Frakklandi. Mónakó hafði ekki skorað mark í þeim tveimur leikjum sem liðið hafði spilað eftir vetrarf rfið, en Hately átti stórleik gegn Cannes og skor- aði tvö mörk, en Mónakó vann öruggan sigur, 4:1. Mónakó er enn í efsta sæti 1. deildarinnar, en liðinu hafði ekki gengið sérlega vel í síðustu leikjum. En um helgina, þegar liðið mætti Cannes sem var i 5. sæti fyrir leiki helgarinnar, gekk allt upp. Mark Hately gaf liðinu sjálfstraust- ið að nýju með marki á 5. mínútu úr vítaspymu. Eftir það gekk allt upp og Patrice Mega og Jean Philippe Rohr bættu við mörkum fyrir Mónakó áður en Mark Hately bætti öðru marki sínu við á 85. mínútu og sigur Mónakó öruggur, 4:1. Racing Clup Paris, sem er í 2. sæti, gerði óvænt jafntefli gegn botnliði deildarinnar, Le Havre, 1:1. Forskot Mónakó jókst því og er nú fjögur stig. Bordeaux er enn í 3. sæti þrátt fyrir að hafa aðeins náð markalausu jafntelfi gegn Niort. ■ Úrslit B/14 ■ Staðan B/14 Fernando Qomes skoraði tvö mörk fyrir Porto í 3:0 sigri liðsins. Emlllo Butragueno sést hér í leik Real Madrid og Espanol. Reuter Mechelen eitt á toppnum ARNÓR Guðjohnsen var tekinn af leikvelli á 70 mín., þegar Anderlecht vann sigur, 3:0, yfir Waregem. Winterslag vann óvæntan sigur, 1:0, yfir Bever- en. Antverpen mátti þola stórtap, 0:5, fyrir FC Liege. „Ég er viss um að Mechelen verði meistari í ár,“ sagði Karel Beyers, þjálfari Antverpen, eftir leikinn. Leikmenn FC Liege fóm á kostum og léku leikmenn Antverpen upp úr skón- um. Kendall áfram með Bilbao HOWARD Kendall, þjálfari Atletico Bilbao framlengdi samning sinn við fétagið um eitt ár um helgína. Þar með batt Kendall enda á háværar gróusögur um að hann væri á förum til Barcelona. Kendall gerði tveggja ára samn- ing við Bilbaoliðið fyrir þetta keppnistímabil og Aneð nýja samningnum er hann bundinn félaginu fram til júní 1990. Samkvæmt fréttum úr enskum og spænskum blöðum bauð Barcelona enska þjálfaranum eina milljón sterlingspunda (Um 70 millj. ísl. króna) fýrir þriggja ára samning. Sá samningur hefði gert Kendall að hæstlaun- aðasta knattspymuþjálfara heims. Kendall greindi sjálfur frá því í síðasta mánuði að hann hefði rætt við forráðamenn Bareelona en ákveðið að halda sig áfram í Bilbao þar sem að félagið hefði staðið vel við aliar skuldbinding- ar gagnvart honum. Hann greindi einnig frá því að hann hefði tvívegis áður fengið tilboð um að þjálfa Barcelona en í bæði skiptin hafí þáverandi þjálfari liðsins, Teiry Wenables ákveðið að vera um kyrrt. KNATTSPYRNA / SPÁNN KNATTSPYRNA / PORTUGAL KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA / BELGÍA Sjöstig skilja Madrid-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.