Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 3
fHorgtwblaftift /ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 8. MARZ 1988 B 3 SKÍÐI / HEIMSBIKARINN Orkueydsla f Júdó mlóað vlð meAal mann er um 900 kalóríur ð klukku- stund. eða Hnurit um orkueyðslu. Rétt er að minna á það aftur, að líkaminn eyðir stöðugt orku, jafnvel þegar hann er í algjörri hvíld. Orkueyðsla, bæði í hvíld og við íþróttaiðkun, fer eftir aldri mannsins, þyngd og hæð, en stundum er reiknað með 1200 — 1500 kaloríum á sólarhring hjá konum og 1500 — 1800 kaloríum á sólarhring hjá karl- mönnum í algjörri hvíld. Hitinn Rétt er að minna á að þetta eru meðalgildi og að mikil frá- vik eru möguleg eftir því hve hægt eða hratt er gengið til leiks. Þeir, sem ætla að losna við aukakíló með trimmi, geta reiknað með þvi að þurfa að eyða 7000 kaloríum til að losna við 1 kg af fítuvef. Jóhann Heiðar Jóhannsson HREYSTI Hvemig er orkueyðslan mæld? Hvað þarf að trimma mikið til að losna við aukakílóin? síðustu pistlum hefur verið rætt um orkuvinnslu líkam- ans. Nú er mál til komið að skoða orkueyðslu og orkuþörf við ýmsar athafnir. Öll starfsemi líkamans krefst orku. Þeim mun meiri sem áreynslan er, þeim mun meiri er orkuþörfin. Orku- notkun líkamans í hvild, við störf eða við íþróttaiðkanir má mæla eða meta. Mælingar á orku- notkun byggja á því að hitamyndun líkamans og súrefn- isnotkun eru í hlut- falli við áreynslu og orkueyðslu. Þannig má mæla hve mikil hitamyndunin er hjá mönnum við íþrótta- iðkun eða starf og reikna síðan út hversu mikil orka hefur verið notuð. Þetta er erfíð og dýr mæling, því að mað- urinn þarf að vera inni i hitaeinangr- uðu búri meðan mælingar fara fram. Slíkt er því sjaldan gert. Þess i stað er algengara að mæla súrefnisnotkun líka- mans við ýmis konar áreynslu og reikna út hver orkueyðslan hefur verið, því að orkuvinnslu (bruna) i líkamanum fylgir súr- efnisnotkun eins og nefnt hefur verið í fyrri pistlum. Þessar súr- efnismæiingar eru þó alis ekki einfaldar og við útreikninga á orkueyðslu þarf að áætla hlut- föll efnanna, þ.e. fítu og sykr- unga, sem orkuna gáfu, til þess að geta reiknað út orkutölur. Niðurbrot á fituefnum krefst til dæmis talsvert meira súrefnis en niðurbrot á sykrungum. Oft er reiknað með þvi að orkueyðsi- an sé um 50 kaloriur (kcal) fyr- ir hveija 10 lítra af súrefni sem líkaminn notar og að sú orka komi úr um það bil 8 grömmum af sykrungum og um 2 grömm- um af fitu. Þessi orkueyðsla samsvarar um 10 mínútna gönguferð hjá grannvöxnum manni. Eftir siíkar súrefnismæl- ingar við mismunandi athafnir eða íþróttir má setja upp töflur í umhverfinu hefur einnig áhrif á orkueyðsluna, hvort sem er í hvíld eða við áreynslu. Þannig verður orkueyðslan meiri þegar kalt er, en minni þegar hlýtt er. Tafla um orkueyðslu getur OrkueyAsla vlA IþróttalAkun Orkueyðsla iþróttamanna er mjög mismunandí. Talið er að fimleikastúlka eyði um 600 kalorium á klukkustund. litið út á eftirfarandi hátt. Mið- aða er við meðalmann í meðal holdum og tölurnar em kaloríur (kcal) á klukkustund. Badminton 450 Blak 350 Borðtennis 300 Dans, rólegur 250 hraður 600 Fjallganga 500 Ganga, róleg 350 hröð 600 Garðvinna, létt 300 Hestamennska, brokk 450 Moka skít 600 Hjólreiðar, rólegar 450 keppni 800 Júdó 900 Laxveiðar 250 ieikfimi, létt 300 erfið 600 Matseld 200 Ritstörf 120 Sipp 700 Sjónvarpsgláp 95 Skokk, rólegt 500 rösklegt 800 Tækjaleikfimi 550 Veggbolti 600 Reuter Brigltto Oertli sigraði í bruni í Aspen á laugardaginn og er nú efst í heimsbikamum. Hér er hún á fullri ferð í brautinni. Roswitha Steinerendaði ferilinn með sigri IMykanen í sérflokki SVISSNESKA stúlkan Brigitte Oertli sigraði í bruni kvenna í heimsbikarkeppninni í Aspen á laugardaginn og hefur nú tekið forystu íheimsbikarnum sam- anlagt. Á sunnudaginn var keppt í svigi og þar varð Ros- witha Steiner frá Austurríki hlutskörpust. Brigitte Oertli vann á laugar- daginn í fyrsta sinn brun- keppni í sjö ár og skaust þar með upp fyrir löndu sína, Michelu Fig- ini, í keppninni samanlagt. Oertli fór brautina, sem var mjög erfið, á 1:22.83 mínútum og var hálfri sek- úndu á undan Reginu Mösenlechner frá Vestur-Þýskalandi sem varð önnur. Heidi Zeller frá Sviss varð þriðja á 1:23.21 mínútu. „ Lánið er fallvallt í skíðaíþrótt- inni. í gær sá ég þrjár vinkonur mínar falla illa í æfingaferð í braut- inni, en í dag er ég á toppnum,“ sagði Oertli eftir sigurinn á laugár- daginn. Svissnesku stúlkurnar, Skíðastökkvarinn fínnski Matti Nykanen, sem vann þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Calgary, hefur mikla yfirburði í heimsbikarnum samanlagt eft- ir mót helgarinnar. Hann sigraði bæði í stökki af 90 m palli á laugardag sunnudaginn. Keppt var í Lahti í Finnlandi. Nykanen hefur nú 270 stig og er 107 stigum á und- an næsta keppenda sem er Pavel Ploc frá Tékkósló- vakíu. Yiri Parma einnig frá Tékkóslóvakíu er þriðji með 120 stig. Mattl Nykanen hefur haft mikia yfírburði í vetur. Vreni Schneider, Maria Walliser og Beatrice Gafner, féllu allar illa í brautinni á föstudaginn. Þær urðu allar fyrir meiðslum og koma líklega ekki til með að taka þátt í fleiri mótum í heimsbikamum í vetur. Austurríska stúlkan Roswitha Steiner, sem hefur lýst því yfír að hún ætli að hætta eftir þetta keppn- istímabil og gerast bankastarfs- maður,- sigraði í síðustu svigkeppni heimsbikarsins í vetur á sunnudag- inn. Steiner er 25 ára og vann heimsbikarinn í svigi 1986. Steiner fór brautina á _ 1:16.41 mínútum. Antia Wachter, Ólympíu- meistari í alpatvíkeppni, varð önnur á 1:17.05 og Monika Maierhofer þriðja á 1:17.32 mínútum. Þær eru allar frá Austurríki. Aðeins 15 stúlkur af 59 komust báðar umferðimar klakklaust og er það met í heimsbikarkeppninni. Margar stúlkur sögðu að það hafi verið nánast útilokað að komast í takt við brautina. ■ Úrslit/B15 Reuter Roswitha Stelner frá Austurríki sigraði í síðustu svigkeppni vetrarins. Hún hefur ákveðið að leggja skíðin á hilluna eftir þetta keppnistímabil. SKÍÐI / STÖKK Oertli sigraði í bruni ogernú efst í heimsbikamum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.