Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 4
4 B ?Bor9imbIaM& /ÍÞRÓ7TIR ÞRHXWDAGUR 8. MARZ 1988 NBA-BOLTINN ■ RICKEY Green, Utah, skor- aði 5.000.000. stigið í NBA-deild- inni frá upphafi með 3-stiga körfu á lokasekúndu 3. hluta leiksins. Boltinn sem notaður var í leiknum verður nú settur á körfuboltasafnið í Springfield. ■ ÁHORFENDUR flykkjast á leiki í NBA-deildinni og víst er að enn eitt aðsóknarmetið verður sleg- ið í vetur. Detroit Pistons slær öllum öðrum liðum við, því þeir eru með tæplega 26.000 manns á leik að meðaltali og á dögunum sáu 61.893 Detroit vinna sigur á Bos- ton, 125—108, í Silverdome-höll- inni í Pontiac, Michigan. Nýtt met og gamla metið áttu þeir líka, en það var sett í fyrra í leik gegn Philadelphia, 52.745 áhorfendur. ■ ÞÓTT margir vilji meina að Houston hafi grætt á leikmanna- skiptunum víð Golden State, þegar þeir seldu Ralph Sampson og Steve Harris en fengu „Sleepy“ Floyd og Joe Barry Carrol, þá er George Karl, þjálfari Golden State, ekki sammála: „Þetta er lið Sampsons og þegar við höfum náð að stilla strengina þá mega hin lið- in fara að vara sig.“ ■ ÞEGAR Larry Bird vann 3- stiga keppnina á dögunum, hljóp félagi hans úr Boston, Kevin McHale, á undan honum að bolta- grindunum og raðaði upp boltunum þannig að þeir sneru rétt, þ.e. saum- arnir þvert á hendina á Larry, eins og hann vill hafa það!! Eftir keppn- ina var Larry spurður hvort hann hefði ekki látið McHale hafa eitt- hvað af verðlaunapeningunum. Hann tautaði eitthvað fyrir munni sér sem enginn skildi og sagði svo: „Ég tók i hendina á honum!!“ Dale Ellls sést hér skora fyrir Seattle. hreinn sparnaður * P^vofeul bclrp 3Si pulver Julver CfcWmask.f.mr**, Lokaslagurinn eraðhefjast NÚ þegar síga fer á seinni hlut- ann í NBA-deildarkeppninni er ekki úr vegi að líta aðeins á stöðuna, spá í spilin, og veita fyrir sér hvaða lið komast í úrslitakeppnina. Austurdeildin: Boston er þar með forystu og Larry Bird og félagar eru ekki líklegir til að láta hana af hendi. Detroit er í öðru sæti og að flestra. dómi eina liðið Einar ásamt Atlanta, sem Bollason gæti ógnað Boston skrifar eða Lakers í úrslit- unum. Hörkulið með sterka varamenn sem gætu riðið baggamuninn þegar meiðsli fara að hrjá liðin undir lok vertíðar. Atlanta og Chicago beijast harðri baráttu um 3. sætið og ekki útséð um hvemig þeirri baráttu lyktar. Við spáum því að Atlanta hafi það. Milwaukee hefur átt í erfiðleikum en þeir halda sennilega 5. sætinu. Tvö ung og efnileg lið beijast hart um 6. sætið, Indiana með Chuck Person, Vem Flemming o.fl. og Cleveland með Brad Daugherty sem sinn besta mann. Svo sannar- lega lið framtíðarinnar. New York, Philadelphia og Was- hington bítast svo um 8. sætið en ég held að Charles Barkley og fé- lagar muni hafa það en það verður ekki átakalaust. Bæði New York og Washington em í uppsveiflu. Leikirnir í 1. umferð úrslitakeppn- innar gætu þá orðið: Boston — Philadelphia Detroit — Cleveland Atlanta — Indiana Chicago — Milwaukee Við spáum því að þau 4 lið sem halda áfram í 2. umferð verði: Bos- ton, Detroit, Atlanta og Chicago. Vesturdeildin: Los Angeles Lakers em þar með yfirburðaforystu og engin von til þess að þeir láti hana af hendi enda ekki við „niennska" menn að eiga þar sem þeir Magic Johnson og félagar em. Annars skín stjarna Byrons Scott skært núna og hann hefur aldrei verið betri. I öðm sæti verður Dallas og jafn- framt ömggur sigurvegari mið- vesturriðilsins. Jafnt og skemmti- legt lið, sem stefnir ömgglega að því að láta vonbrigði sl. árs ekki endurtaka sig en þá vom þeir slegn- ir mjög óvænt út úr 1. umferð úr- slitakeppninnar af Seattle. Næst kemur Portland með þá Clyde Drexler, Kiki Vandeweghe og Steve Johnson sem aðalmenn, skemmtilegt lið sem gæti komið á óvart í úrslitunum. Fast á hæla þeirra koma svo Den- ver, Houston og Seattle. Ekki gott að segja í hvaða röð þau lenda að lokum en við spáum þessari röð. Denver hefur sýnt mestar framfarir allra liða í deildinni frá sl. vetri og Houston með sitt nýja lið er í stöð- ugri sókn. Þá er Seattle ekki árenni- legt með þrístirnið: Dale Ellis, Xavi- er McDaniel og Tom Chambers. Utah spáum við 7. sæti í deildinni og Pétri Guðmundssyni og félögum í San Antonio því 8. Þessi lið myndu þá spila saman í 1. umferð: Los Angeles — San Antonio Dallas — Utah Portland — Seattle Denver — Houston Öruggt má telja að Los Angeles komist áfram í 2. umferð (3—0) og sennilega Dallas en útilokað er að spá með neinni vissu um hin 2 liðin. Við skulum þó segja að það verði Portland og Denver svona bara fyr- ir „vin minn“ Fat Lever!! Hvað er Sampson að hugsa á bekknum hjá Houston? HANDKNATTLEIKUR Fram áfram í bikamum Fram sigraði ÍBV í 4 liða úrslit- um bikarkeppninnar. Leikurinn endaði 27:17. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og var staðan í leik- hléi 11:10 fyrir Fram. í seinni hálfleik var úthaldið a'þrot- um hjá ÍBV og Framliðið vann ör- uggan sigur. Markahæstar hjá ÍBV voru Stef- anía 5, Andrea og Ingibjörg 4 mörk hvor. Hjá Fram skoraði Jóhanna mest eða 5 mörk. Næstar henni voru Guðríð- ur, Ama og Hafdís með 5 mörk hver.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.