Morgunblaðið - 15.03.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 15.03.1988, Síða 2
2 B HtorflnnMiiMft /lÞROTTm ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Fólskubragð? GuðmundurGuðmundssosn sakarValdimarGrfmsson um að hafa beitt „júgóslavneska bragðinu" GUÐMUNDUR Guömundsson hefur sakað Valdimar Grímsson um að hafa beitt hinu svokailaða „júgóslav- neska bragði“ í leik Vals og Víkings í íþróttahúsi Vals í gær. Þetta bragð er þannig að varnarmaður setur hönd undir ilina á sóknarleikmanni sem missir við það jafnvægið. Þetta er mjög hættulegt brot. Valdimar hefur neitað þessu og segist aðeins hafa ýtt við Guðmundi. að er alveg á hreinu að Valdi- mar notaði .júgóslavneska bragðið" og það oftar en einu sinni. Þetta er óþokkabragð sem á ekkert skylt við íþróttir og ég skil ekki í nokkrum manni að beita þessu bragði," sagði Guð- mundur í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Þegar þessu bragði er beitt þá missir maður alla stjóm á sér og getur lent hvemig sem er. Þetta er stór hættulegt. Valdimar gerði þetta oft í leiknum og ég benti dómurunum á þetta en þeir géu ekkert. Í fyrsta skip- tið sem hann gerði þetta skaut ég beint í andlitið á Einari Þor- varðarsyni og það sýnir kannski best hvemig þetta er. Maður verð- ur að koma frá sér boltanum sem fyrst til að koma höndunum fyrir sig.“ Stöð 2 sýndi leikinn beint, en á upptökunni er erfítt að sjá hvað gerist. Þó sést að Guðmundur missir tvfvegis jafnvægið og í bæði skiptin hleypur hann beint til dómara og segir að Valdimar hafí beitt þessu bragði. „Fallandi stjama" „Þetta er tóm vitleysa hjá Guð- mundi. Ég hef ekki notað þetta bragð og gríp alls ekki undir ilina á honum heldur í mjöðmina," sagði Valdimar Grímsson í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Það er algengt þegar menn koma inn úr homunum að maður reyni að setja hönd á mjöðm eða læri. En ég kom aldrei nálægt ristinni á honum. Guðmundur er bara fallandi stjama sem reynir að fela slakan leik sinn með slíkum ásökunum. Og annað sem mér fínnst undar- legt er að ef þetta brot er svo hættulegt, af hveiju hefur þá eng- inn slasast? Annars hefur Guð- mundur ekkert að gera með að væla um þetta. Hann er sjálfur grófur leikmaður og mikill leikari og sem fyrirliði eins sterkasta félags íslands á hann að sýna meira stolt." Morgunblaöið/Sverrir Valdlmar Qrfmsson og Guðmundur Guðmundsson háðu harða glímu að Hllðarenda I gærkvöldi. Morgunblaöið/Sverrir Júllus Jónasson sést hér vera búinn að senda knöttinn fram hjá Guðmundi Guðmundssyni, fyrirliða Víkings. Knöttumn hafnaði í netinu hjá Víkingum. Gffurleg spenna á Hlíðarenda Valsmenn sigruðu Víkinga í hörðum leik, 25:24 VALSMENN sýndu að þeir ætla ekki að gefa neitt eftir í barátt- unni fyrir íslandsmeistaratitlin- um og f gær sigruðu þeir Víkinga, 25:24, í skemmtilegum og spennandi leik, sem var þó ótrúlega harður. Lokamínút- urnar voru ótrúlega spennandi, en það var Júlíus Jónasson sem tryggði Valsmönnum sigur með marki 15 sekúndum fyrir leikslok. Valsmenn náðu forystunni strax í upphafí, en Víkingar vom alltaf skammt undan. Munurinn varð aldrei meiri en tvö mörk í fýrri hálfleik og í leikhléi LogiB. var staðan 12:11, EiSsson Valsmönnum í vil. skriter Valsmenn byijuðu -vel í síðari hálfleik og náðu þriggja marka forskoti. Víkingum tókst þó að jafna um miðjan síðari hálfleik. Þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka var staðan 24:22, Valsmönnum í vil. Víkingum tókst að jafna þegar 40 sekúndur voru til leiksloka, en síðasta orðið átti Júlíus Jonasson er hann skoraði sigurmark Vals úr þröngu færi, 15 sekúndum fyrir íeikslok. Leikurínn í gær var tvímælalaust með betri leikjum íslandsmótsins. Sóknarleikur beggja liða var mjög góður, en vamarleikurinn þó heldur slakarí. Það var greinilegt að þama áttust við gamlir erkiféndur og bar- áttan og harkan settu svip á leikinn. „Ég er mjög ánægður með þennan sigur og þetta var gífurlega erfiður leikur," sagði Geir Sveinsson, fyrir- liði Vals í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. „Þetta var skemmti- legur leikur með góðum sóknarleik sem bitnaði að vísu á varnarleik liðanna og ég held að sigur okkar hafí verið sanngjam. Valur-Víkingur 25 : 24 íþróttahús Vals, íslandsmótið í hand- knattleik 1. deild, mánudaginn 14. febrúar 1988. Gangur leiksins: 2:0, 3:3, 5:3, 6:6, 9:9, 12:11, 14:12, 16:14, 20:17, 20:19, 21:21, 23:21, 24:22, 24:24, 25:24. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 8, Júlfus Jónasson 6/1, Jakob Sigurðsson 5, Geir Sveinsson 3, Jón Kristjánsson 2 og Þórður Sigurðsson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 7/1. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Víkings: Sigurður Gunnareson 8/1, Ámi FViðleifsson 6, Guðmundur Guðmundsson 4, Bjarki Sigurðsson 2, Karl Þráinsson 1, Siggeir Magnússon 1, Hilmar Sigurgfslason 1 og Einar Jóhannesson 1. Varin skot: Kristján Sigmundsson 4 og Sigurður Jensson 3/1. Utan vallar: 6 mínútur og Ámi FVið- leifsson rautt spjald. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Óli Olsen, höfðu engin tök á leiknum og dæmdu illa. Áhorfendun 400. Ég er sannfærður um að við verðum meistarar og það skiptir okkur engu máli hvort Víkingur vinnur FH. Við ætlum bara að vinna þessa tvo leiki sem eftir eru." „Þetta var góður leikur en við fórum illa með opin færi,“ sagði Guðmund- ur Guðmundsson, fyrirliði Víkings í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. „Sóknin var góð hjá okkur, en við gáfum of mikið eftir í vörn- inni." Valdimar Grímsson og Júlíus Jónas- son voru bestu menn í liði Vals. Valdimar eldsnöggur í sókninni og Júlíus nýtti færi sín mjög vel. Jakob Sigurðsson og Geir Sveinsson áttu einnig góðan leik. Sigurður Gunnarsson átti mjög góð- an leik í liði Víkings og Guðmundur Guðmundsson og Hilmar Sigur- gíslason stóðu sig einnig vel. Leikinn dæmdu þeir Gunnar Kjart- ansson og Óli Olsen. Þeir eru ekki vanir að dæma saman og höfðu engin tök á þessum leik. Þeir leyfðu alltof mikla hörku og mjög gróf brot, en ráku menn útaf fyrir að mótmæla. í heildina má segja að dómgæsla þeirra hafí frekar bitnað á Víkingum. Valsmenn eru því aðeins einu stigi á eftir FH-ingum og stefnir í upp- gjör þessara liða I síðustu umferð, en þá mætast liðin í íþróttahúsi Vals að Hlíðarenda. ■ Úrsllt B/11 ■ Staöan B/11 SKOTLAND Celtic mætir Hearts eeltic leikur gegn Edinborgar- liðinu Hearts í undanúrslitum skosku bikarkeppninnar. Leikurinn verður á Hampden Park í Glasgow 9. apríl. Aberdeen mætir annað hvort Dundee United eða Dundee í hinum undanúrslitaleiknum. Dundee-liðin mætast í kvöld. KNATTSPYRNA / NOREGUR Bjami heldur hreinu hjá Brann Brann-Iiðið, undir stjóm Teits Þórðarsonar, heftir ekki fengið á sig mark f þeim sex leikjum sem liðið hefur Ieikið að undanfömu. Brann vann tvo góða sigra í vetrarmótinu í Noregi um helgina. Fyrst Bryne, 3:0, og þá Start, 1:0. Það hefur gengið vel hjá okkur. Bjami Sigurðsson hefur staðið sig mjög vel f markinu," sagði Teitur Þórðarson. Brann á að fara í æf- ingabúðir til V-Þýskalands 10. apríl. „Ef við komumst í úrslit í vetrarmótinu - vinnum okkar riðil, þá breytast dagsetningar á æfíngaferðinni til Numberg. Úrslitin í mótinu fara fram 9. og 10. apríl,“ sagði Teitur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.