Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 3

Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 3
jHoraun&InÍtb /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 B 3 BLAK / URSLITAKEPPNIN annars eyða, t.d. 100 katoríur á klst. Sundið eyðir þá 400 kalor- íum og gangan 500 kaloríum aukalega, miðað við það sem annars eyddist af orku hjá þess- um manni við daglegt líf. Sam- kvæmt þessu þarf maðurinn að synda rólega í 87,5 klst. eða ganga rösklega í 70 klst. til að brenna 5 kg af fituvef. Þetta lítur út fyrir að vera mjög mik- ið, en ef því er dreift á margar vikur er það ef til vill ekki svo hræðilegt. Þess vegna ákveður maðurinn nú að synda hálfa klst. þrisvar í viku og ganga 1 klst. þrisvar í viku því hann er kapps- fullur og ákveðinn eins og sann- ur íslendingur. Auðvitað gætir hann þess einnig að bytja var- lega og ofþreyta sig ekki fyrst í stað og að borða ekki meira en hann gerði áður. Orkueyðslan sem felst þá í þessari áaettun hans samsvarar nú um 2100 kaloríum á viku (200x3+ 500x3-2100) eða 0,3 kg af fitu- vef á viku (2100/7000=0,3). Til að losna við sín 5 kíló þarf hann að vera stöðugt að keppa við fólk sem er í miklu betri þjálf- un. Einnig er nauðsynlegt að fá. tilbreytingu í trimmið, t.d. sund á virkum dögum og skíðaferðir eða fjallgöngur á frídögum. Rétt er líka að minna á að ekkert fæst án áreynslu. Það að fara í sund og sitja mest af tímanum í heita pottinum gefur hvorki þrek né teljandi megrun! Ekki má heldur gleymá þvf að margir treysta sér ekki að trimma upp á eigin spýtur og vilja leiðbeiningar meðan þeir eru að læra hvað þeim hentar best og hvað má bjóða líkama sínum. Hvert á að leita? í mörg- um íþróttahúsum eru kvenna- og karlaleikfimi undir 'stjóm íþróttakennara, margar heilsu- ræktarstöðvar hafa vel mennt- aða leiðbeinendur og Trimm- nefnd íþróttasambands íslands heldur öðru hvoru timmnám- skeið fyrir almenning. Jóhann Heiðar Jóhannsson HREYSTl Hvað þarf að trimma mikið til að losna við aukakílóin? Hversu mikil orka er í fæðunni? síðasta pistli var rætt um orkueyðslu við ýmsar athafn- ir og íþróttaiðkun. Margir hafa hugsað til þess að losna við aukakílóin með því að trimma. Með trimminu er hægt að auka þrek og þoi um leið og óþarfa fituvefur brennur og eyðist. Nauðsynlegt er þó að fara varlega af stað í megrunar- trimmi og huga vel að mataræði um leið. Þegar bomar eru saman tölur um orkueyðslu í trimmi og orkuinnihald fæðutegunda ' sést, að auðvelt er að eyðileggja árangur margra trimm- stunda á nokkrum mínútum með ork- uríkri fæðu. Það er gott að fýlgjast vel með árangrinum í rtrimminu og það getur verið nauðsynlegt að setja sér mark- mið sem hægt er að ná á tiltölu- lega stuttum tíma, t.d. að byrja á því að léttast um 2 kíló, gera síðan áætlun um næstu 3 kíló og svo koll af kolli. Vissulega er hægt að léttast án þess að gera flóknar áætlanir, en hér verður tekið dæmi fyrir þá sem hafa gaman af því að skipu- leggja hlutina. Maður (eða kona!), sem ætlar sér að léttast um 5 kíló, setur upp áætlun. Pimm kíló af fitu- vef svara nokkum veginn til 35.000 kaloría (kcal). Rólegt sund eyðir um 500 kaloríum á klukkustund og röskleg ganga á jafnsléttu um 600 kaloríu. Frá þessum tölum er rétt að draga þá orku sem maðurinn mundi að halda áætlun sinni i 17 vik- ur. í raun mun maðurinn þó létt- ast um 5 kíló nokkru íýrr því að ( upphafí megrunar losnar hann við vökva auk fitu. Einnig getur orkueyðslan hjá feitum manni megruna- Með öðrum „Það er mjög hvetjandi að vera með öörum trimm- urum sem hafa sama markmiö og eru i sambæri- legri þjálfun." verið talsvert meiri í upphafi en þetta dæmi gerir ráð fyrir. Ef þessi maður er svo staðfastur, að hann minnkar hjá sér fæðu- inntöku lítillega þá getur þyngd- artapið orðið enn meira. Rétt er þó að taka vara við því að setja sér markið mjög hátt. Mik- il líkamsáreynsla og strangt megrunarfæði geta verið hættu- leg. Mikilvægt er að finna trimm sem mönnum líkar við og finnst gaman að iðka. Það er engin ástæða til að allir fari endilega út að skokka eða í sund, þó- að hvort tveggja séu trimmgreinar, sem eru árangursríkar, einfald- ar og ódýrar. Það er mjög hvetj- andi að vera með öðrum trimm- urum sem hafa sama markmið og eru í sambærilegri þjálfun. Hitt er slæmt og niðurdrepandi «SKOKKBRAUT Æsispennandi keppni - eftir að HK opnaði keppnina með sigri á Þrótti ÚRSLITAKEPPNI karla í blaki opnaðist upp á gátt um helgina þegar HK vann Þrótt og ÍS vann KA. Þróttur er enn í efsta sæti, en HK og ÍS eiga bæði mögu- leika á að ná þeim að stigum í síðustu umferðinni. Stúdentar verða þá að vinna Þrótt og HK að leggja KA. Ef sú verður raunin verða liðin þrjú jöfn að stigum og þá þurfa þau að leika aftur. róttarar virtust til alls líklegir þegar þeir mættu HK á sunnu- daginn. Þeir unnu fyrstu hrinuna mjög auðveldlega, 15:5, en eftir það var allur vindur úr þeim og HK vann þær þijár hrinur sem eftir voru. „Fyrsta hrinan var allt of auðveld hjá okkur og við virtumst of öruggir eftir það,“ sagði Leifur Harðarson fyrirliði Þróttar eftir leikinn. Það var mikill bamingur í næstu hrinum. HK vann 15:13 og þá þriðju 16:14 eftir að Þróttur hafði haft yfír um tíma. Síðasta hrinan endaði sðan 15:8. Bestur í liði HK var Einar Ásgeirs- son sem lék vel eftir að hann hafði fengið rauða spjaldið hjá dómara leiksins í annari hrinu. Skjökdur Vatnar Bjömsson meiddist í fyrstu hrinu og varð að yfirgefa völlinn. „Ég var sannkallað lukkudýr fyrir strákana," sagði hann ánægður eft- ir leikinn enda tvö mikilvæg stig í höfn. Einvígi hjá UBK og Víkingum Allt stefnir í einvígi milli kvennaliða UBK og Víkings. Liðin hafa bæði leikið fjóra leiki og unnið þá alla. Þau eiga eftir að leika tvo inn- byrðis leiki og þá ræðst væntanlega hvort liðið verður íslandsmeistari. ÍS vann fyrstu tvær hrinumar gegn UBK á laugardaginn, 15:10 og 15:4, og vom klaufar að vinna ékki þá þriðju því stúdínur voru yfir en UBK tókst að meija sigur 17:15. UBK vann síðan tvær síðustu hrin- umar 15:8 og 15:7. Stúdínur urðu einnig að sætta sig við naumt tap gegn Víkingum um helgina. Þær byijuðu að vísu ekki vel því Víkingur vann fyrstu hrin- una 15:1 og þá næstu 15:11. Stúdínur unnu næstu tvær 15:13 og 15:11 en oddahrinuna vann Víkingur 15:5. Þróttarar töpuðu tveimur leikjum um helgina. Fyrst fyrir Víkingum, 15:9, 15:5 og 15:10, og síðan fyrir UBK 15:10, 15:9 og 15:2. Á morgun leika Víkingur og UBK fyrri leik sinn og hefst viðureignin í Hagaskóla klukkan 18.30. Strax á eftir leika Þróttur og KA í bikar- keppni karla og það lið sem vinnur þar leikur til úrslita við ÍS laugar- daginn 26. mars. ■ Staðan/B11 SkúliUnnar Sveinsson skrífar Glæsimark Halldórs Einar Hilmarsson úr Þrótti laumar hér knettinum á milli handa Einars Þórs Ásgeirssonar úr HK í leik liðanna um ~Helgina. Þegar upp var staðið hafði Einar úr HK þó betur. Kristján Már Arason fylgist með en hann hefur verið aðeins og seinn til að aðstoða Einar félaga sinn í hávöminni. Ólymnpíulandsliðið sigraði SDW Amsterdam, 2:1 Einar hafði betur! Morgunblaðið/Július HALLDÓR Áskelsson tryggði ólympíulandsliðinu sigur, 2:1, yfir hollenska áhugamannalið- inu SDW Amsterdam í æfinga- leik á sunnudaginn. Halldór skoraði sigurmarkið með við- stöðulausu skoti á 83. mín. Áður hafði herbergisfélagi hans, Þorvaldur Örlygsson, skoraði með skaila á 48 mín., eftir að Halldór hafði sent knöttinn til hans. Þorvaldur skallaði knöttinn laglega yfir markvörð hollenska liðsins. Það var byijunarbragur á leik íslenska liðsins. Strákarnir, sem hafa lítið getað æft á grasi, áttu að vinna stærri sigur," sagði Guðni Kjartansson, aðstoðarmaður Siegfried Held, landsliðsþjálfara. „Það má segja að strákarnir séu rétt komnir niður á grasið. Við Halldór Áskelsson skoraði eitt mark og lagði upp annað. æfum tvisvar á dag á litlu félags- svæði í smábæ rétt fyrir utan Amsterdam. Aðstæður hér eru þokkalegar,“ sagði Guðni. Allir leikmenn íslenska liðsins tóku þátt í leiknum gegn SDW Amsterd- am. Ólympíulandsliðið leikur gegn 1. deildarliðinu Haarlem í dag. íslenska ólympíulandsliðið leikur gegn Hollendingum í undankeppni 01 í Zwolle 27. maí. Siegfried Held, landsliðsþjálfari, sá Hollendinga tapa, 0:1, fyrir Itölum í sl. viku. Staðan í riðlinum er nú Ítalía..............6 3 3 0 5:1 9 A-Þýskaland.........6 2 3 1 6:5 7 Portúga)............5 1 3 1 3:3 5 ísland.............4 1 1 4 5:6 3 Holland.............5 0 2 2 5:9 2 KNATTSPYRNA / ÓLYMPÍULANDSLIÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.