Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 5

Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 5
jBor8un6laÍ>i& /ÍÞRÓTTÍR ÞRWJUDAGUR 15. MARZ 1988 B 5 Afturdalk ivar Webster getur nú afturfarið að leika með Haukum. en hefur þó misst af fimm leikjum. Meðferð málsins er KKÍ til skammar og furðulegt að mál skuli þurfa að fara þrisvar sinn- um fyrir dóm og taka svo gífur- legan tíma. Brotið átti sér stað 12. desember, en málinu lauk ekki fyrr en 11. mars eða tæpum þremur mánuðum síðar. Hvað sem sekt og sakleysi varð- ar er það víst að þetta hefur verið hræðilegur tlmi fyrir ívar. í þrjá mánuði hefur hann mátt bíða í óvissu og ekki vitað hvort hans biði tveggja mánaða bann eða hvort hann gæti aftur farið að leika með Haukum. Hver svo sem dómsniðurstaðan er þá á ekki að láta nokkum mann bíða svo lengi eftir dóm. Annað sem vekur athygli er að I öllum þremur stigum dómsins sambandanna að leysa úr þeim á réttlátan hátt og á sem skemmstum tíma. Það þýðir ekki að skýla sér á bak við það að reglur aganefndar séu settar of þröngar skorður. Leikmenn og aðstandendur körfuknatt- leiksins eiga skilið að fá sann- gjama málsmeðferð sama hve alvarlegt brotið er. Það má þó þakka fyrir að þessu leiðindamáli skuli vera lokið og leikmenn goti aftur snúið sér að körfuboltanum. Þangað til að reglum dómstóla innan íþróttahreyfingarinnar hefur verið breytt er víst lítið annað að gera en vonast til að svona mál komi ekki upp aftur. Logi Bergmann Eiðsson versta auglýsing fyrir körfuknattleik og stjóm KKI. Það er ekki mitt að leggja dóm á hve alvarlegt brot ívars var, né heldur hvað sé hæfileg refsing. En meðferð málsins í dómstólum hefur vissulega vakið upp margar spumingar, enda undarlega að þessu máli staðið. Ivar braut af sér í byrjun desember, nánar tiltekið þann 12. Vegna þess að dómarar leiksins sáu ekki atvikið var dæmt í málinuí dóm- stól UMSK. Þó ekki fyrr en tæpum tveimur mánuðum síðar. Þar var Ivar víttur en ekki dæmdur í leikbann. Tæpum mánuði ívar Webster Mál hans hefur þrisvar sinnum farið fyrir dóm og niðurstaðan aldrei verið sú sama. síðar var málið tekið upp aftur, af aganefnd KKÍ, eftir að Breið- blik hafði áfrýjað niðurstöðu dómastóls UMSK. Málið var tek- ið fyrir mánuði sfðar og ívar dæmdur í tveggja mánaða bann. Þetta bann virtist miðast ná- kvæmlega við að Ivar missti af öllum leikjum Hauka fram að úrslitakeppninni og því ekki út- lit fyrir að hann yrði meira með á þessu keppnistímabili. Loks eftir rúmar þtjár vikur kom málið fyrir dóm í þriðja og síðasta sinn, fyrir dómstól ÍSI, eftir að Haukar höfðu áfrýjað. Þar var banninu aflétt og Ivar má því aftur leika með Haukum, Það er sjaldgæft að mál fari þrisvar fyrir dóm, jafnt í íþrótt- um sem almennum málum og það væri óskandi að dómskerfíð væri ekki svo þungt í vöfum. Mál sem koma upp í einstakri íþróttagrein ættu auðvitað að fara beint fyrir aganefnd og ef að þeim væri áfrýjað gætu þau farið fyrir dómstól ÍSÍ. Þetta ætti að taka sem skemmstan tíma. Ég sé ekki hvað héraðs- dómstólar eru að gera með slík mál. Markmiðið hlýtur að vera að halda þessu innan viðkom- andi sérsambands. í öllum íþróttagreinum geta komið upp mál svipuð þessu og WEBSTER Mál hans þrisvar sirmum fyrir dómstól Regiur KKI þurfá að breytast Slæm augiýsing fyrir körfuknattieik Það er fátt sem vakið hefur meiri athygli í umfjöllun fjölmiðla um körfuknattleik en mál ívars Webster. Málið hefur fengið nánast vikulega umfjöll- unm á hinum ýmsu stigum og í heild verið hin er dæmt eftir sömu forsendum, en þó er svo mikill munur á nið- urstöðunni. Lokadómur ISI er einnig mikill hnekkur fyrir aga- nefnd KKÍ sem hafði dæmt ívar í tveggja mánaða bann. ■ GUÐMUNDUR Baldurs- son, knattspymumaður sem lék með UBK síðasta sumar, leikur nú með Hibernians á Möltu. Lið hans er nú í þriðja neðsta sæti 1. deild- ar. Um síðustu helgi sigraði Hi- bernians lið Birkirkara, 1:0, og skoraði Guðmundur sigurmarkið og fékk góða dóma fyrir leik sinn í þarlendum ijölmiðlum. ■ SIL VANO Fontolan sem leik- ur með ítalska knattspyrnuliðinu Verona varð fyrsti leikmaðurinn til að falla á lyfjaprófí hjá UEFA í átta ár. Hann var tekinn í lyfja- prófi eftir leik Verona og Werder Bremen í fyrri leik liðanna í Evr- ópukeppninni í síðustu viku. Var Silvano dæmdur í árs bann og liði hans, Verona, gert að borga UEFA 1.4 milljón ísl. kr. í sekt. Talsmaður ítalska liðsins sagði í gær að leik- maðurinn hefði tekið umrætt lyf skv. læknisráði vegna veikinda, og hefði gert það áður. Lyfíð væri lög- legt á Italíu, og harðneitaði að um ólöglega lyfjanotkun væri að ræða. Samt sem áður tekur bannið strax gildi og Silvano mun því ekki geta tekið þátt í seinni leiknum gegn Werder Bremen á miðvikudaginn. UEFA hefur nú aukið mjög lyfja- eftirlit og verða leikmenn teknir í lyfjapróf eftir alla undanúrslitaleiki Évrópukeppninnar. ■ MATTI Nykanen, sem vann þrenn gullverðlaun á Olympíuleik- unum í Calgary, varð aðeins í þriðja sæti í heimsmeistarakeppninni í skíðastökki í Finnlandi um helgina. Skíðunum hans var stolið aðeins tveim dögum fyrir keppni, þannig að Nyakenen varð að keppa á lánsskíðum. Norðmaðurinn Ole Gunnar Fidjestolsigraði, en Primoz Vlagafrá Júgoslavíu varð annar. ■ BILL Johnson, gullverðlauna- hafi í bruni á Ólympíuleikunum 1984, sem hefur verið meiddur í hné og baki, ætlar ekki að gefa kost á sér i bandaríska skíðalands- liðið framar. Hann ætlar heldur snúa sér að atvinnumennskunni. ■ LEIKMENN FC Homburg, sem leikur í vestur-þýsku úrvals- deildinni í knattspymu, léku um helgina með smokkaauglýsingu frá ensku fyrirtæki á búningum sínum gegn HSV í deildarkeppninni. Áður höfðu knattspymuyfirvöld bannað liðinu að auglýsa smokkana. Aug- lýsingin er einfaldlega nafn fyrir- tækisins, sem framleiðir smokkana, og revndar margt annað: London. ■ ISLANDSMÓT öldunga í blaki verður haldið í íþróttahöllinni á Húsavík dagana 21. til 23. apríl. Þátttökutilkynningar eiga að berast til formanns mótsstjómar, Hönnu Sefánsdóttur, fyrir 15. mars. Keppt verður í sömu flokkum og síðast, öldunga og öðlingaflokki karla og kvenna. Nánari upplýsing- ar veitir Aðalsteinn Aðalsteinsson í síma 96-42052. ■ DANSKA meistaraliðið Bröndby hefur nú mikinn áhuga á að kaupa danska landsliðsmanninn Per Frimann frá Anderlecht. Eins og hefur komið fram, þá hefur Frimann óskað eftir að verða seld- ur frá féiaginu. ■ BELGÍSK langferðabifreiða- fyrirtæki hafa neitað að að aka knattspyrnuunnendum^ til knatt- spymuvalla í Belgíu. Ástæðan fyr- ir þessu er að margar langferðabif- reiðar voru skemmdar eftir leik Antwerpen og FC Briigge á dög- unum. ■ ARMIN Eck, hinn 23 ára mið- vallarspilari hjá Bayern MUnchen, er talinn einn efnilegast leikmaður- inn sem hefur komið fram í v-þýsku knattspymunni að undanfömu. Eck er líkt við Wolfgang Overath, fyrrum leikmann v-þýska landsliðs- ins og Köln. Mm FOLK Reuter Markvórður þýska úrvalsdeildarliðsins Homburg í leik um helgina, með smokkaauglýsinguna margumtöluðu á bijóstinu. GuAmundur Baldursson skoraði þýðingarmikið mark fyrir Hibemians á Möltu. ■ NEIL Webb, miðvallarspilar- inn sterki hjá Nottingham Forest, er nú undir smásjánni hjá ítalska félaginu Roma. Einnig hefur félag- ið áhuga á að tryggja sér portú- galska landsliðsmanninn Paulo Futre, sem léikur með Atletico Madrid á Spáni. ■ MARGT bendir til að Juventus ætli ekki að endumýja samninginn við danska landsliðs- manninn Michael Laudrup, þegar hann rennur út f vor. Félagið hefur augastað á öðrum dönskum lands- liðsmanni, Henrik Nielsen, sem leikur með AEK Aþena í Grikk- landi. ■ BANDARÍSKA landsliðið í handknattleik, sem er nú á keppnis- ferðalagi um Evrópu, gerði jafn- tefli, 20:20, við danska 1. deildar- félagsliðið Brönderslev. ■ TONY Polster hinn sóknar- harði leikmaður Tórínó (sá sem borðaði íslenskan fisk kvöldið áður en hann skoraði sigurmark gegn IBMB Napóli fyrir Frá skömmu) er í Brynju þriggja íeikja banni og Gigi Radice þjálfari Tórínó I fjögurra leikja banni. Þeir sátu sam- an í áhorfendastúkum Torino- vallarins á sunnudaginn þegar Tomer á ítaliu Tórínó og Mílan AC léku. Radice var dæmdur í leikbann eftir að hafa mótmælt vítaspymu sem dæmd var á 90. mínútu leiks Fiorentina og Tórínó fyrir 10 dögum. Tony Polster var dæmdur í bann af sömu ástæðu og er hann sagður hafa slegið leikmann Fiorentina utan undir eftir leikinn. Báðir neita þeir þessum ásökunum og fullyrða að dómarinn hafi ranglega dæmt víta- spymu í Flórens. Radice lék um níu ára skeið með Milanó og í sam- tali við Morgunblaðið sagði hann um liðin: „Þessi tvö lið eiga bæði mikið í mér. Þau eiga líka eitt sam- eiginlegt; þau vita að fótboltinn er barátta en einnig skemmtun." I JOHN Charles, gamla fót- boltahetjan, kom til Tórínó á laug- ardagskvöld til að heilsa upp á gamla félaga, en hann lék með Juventus á gullaldarámm liðsins, þegar Boniperti núverandi forseti félagsins var einn leikmannanna. Charles var góður sóknarmaður og skoraði ófá mörk fyrir Juve á sínum tíma. Fyrir skömmu var hann hand- tekinn vegna ógreiddrar sektar fyr- ir skattsvik í heimalandi sínu, Wa- les, en Glenda konan hans og góð- ir vinir sáu um að greiða sektina sem nam 60 þúsund krónum. Char- les var því aðeins í nokkra klukk- utíma í vörslu lögreglunnar. í Tórínó var hann gestur Benitos Boldi sem lék með Juve á sama tíma og hann. Charles sem nú er 56 ára heimsótti Boniperti í gær og vom það skemmtilegir endur- fundir. Hann dvaldist í Tórínó og nágrenni um helgina, en fór ekki á völlinn að sjá Tórínó og Mílan_ ■ ÞEIR sem fylgjast náið með kaupum og sölum á knattspymu- mönnum segja að Inter hafi mikinn áhuga á að kaupa algeríska leik- manninn Madjer sem nú leikur með Valencia á Spáni. Yfirmenn fé- lagsins hafa ekkert viljað tjá sig um málið en belgíski leikmaðurinn Scifo hefur látið í það skína að Inter-menn séu alvarlega að íhuga kaup á Madjer fyrir næsta leikár. „Hann er einn besti leikmaður Evr- ópu um þessar mundir," segir Scifo og bætir við: „Ég kynntist honum fyrir tveimur ámm meðan ég lék enn með Anderlecht og það væri stórkostlegt að leika með honum í liði.“ ■ RUUD Gullit og félagar fóm upp á Superga-hæðina ofan við Tórínó daginn fyrir leikinn gegn Tórínó, en árið 1949 hrapaði flug- vél með leikmönnum liðsins og lét- ust allir innanborðs. í kapellu sem er á hæðinni em minnisvarðar um þá sem fómst í slysinu og lögðu AC Mílan-leikmenn blóm á minnis- varðana til að votta hinum látnu virðingu sfna. Tórinó var eitt sterk- asta lið 1. deildarinnar þegar þetta slys átti sér stað og mæltist þessi hugmynd AC Mílan mjög vel fyrir hjá mönnum í Tórínó.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.