Morgunblaðið - 10.04.1988, Page 2

Morgunblaðið - 10.04.1988, Page 2
,2 ,3 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988 Séra Kristinn Hóseasson að messa i gömlu Heydalakirkju, sem byggð var 1856, en nýja kirkjan var vigð 1985. Konur voru leiddar í Heydalakirkju framáþessaöld vorum í fyrra skiptið send í prófið. Ég reiddist svo strákunum þegar þeir fóru að stríða Bjössa bróður mínum, sem var ári yngri en ég, að ég rauk í þá og barði þá. Eftir þessa tvo vetur í skóla í mánuð hvort ár mátti ég taka fullnaðar- próf og gerði það. Sumarið 1930 vann ég, þá 15 ára, fyrst fyrir kaupi, réðst í kaupavinnu að Kirkju- bólsseli fyrir 50 kr. á mánuði. Þar var gott að vera. En um haustið var ég látin lána bróður mínum sumarkaupið til þess að hann gæti farið á Hvítárbakkaskólann. Þá þótti ennþá nauðsynlegra að piltar menntuðust en stúlkur. Þær áttu bara að giftast. Þetta var nú ekki rétt heppilegt fyrir mig, því þótt allir karlar vildu eignast mig fyrir tengdadóttur, þá vildu strákamir mig ekki. Ég fór svo í Húsmæðra- skólann á Hallormsstað, sem var tveggja vetra skóli og mikið bóklegt nám hjá þeim Sigrúnu og Benedikt Blöndal. Ein stúlkan sem með mér var hafði verið í héraðsskóla, en ég gat ekki séð að hún stæði neitt betur að vígi en ég. Reikningur var eina fagið þar sem ég var á eftir. Ég sat þá bara við þar til ég hafði náð hinum, Ég reyndi svo að bæta við mig smám saman. Las t.d. Önnu Karenínu eftir Tolstoj með hjálp orðabókar og var eftir það að mestu læs á dönsku og norsku, en til að ná sænskunni þrælaðist ég í gegn- um Gösta Berling sögu, sem er mesta torf í byrjun, en ég hefi síðan getað bjargað mér á sænsku. Þegar ég svo seinna fékk berkla og var á Reykjahælinu í Ölfusi í eitt ár, þá var þar stúdent sem bauðst til að kenna okkur bókfærslu, ensku og þýsku á enskubók Boga Ólafssonar og þýskubók Jóns Ófeigssonar og ég var nægilega hress til að geta verið með í öllu. Jú, ég hugsaði til Kennaraskólans, en ég hafði ekki efni á að fara þangað og þegar Bergljót frænka mín frá Hallorms- stað bauð mér að búa hjá sér fritt, þá fannst mér ég orðin of gömul tii að fara í 1. bekk og hætti við þegar skólastjórinn vildi ekki hleypa mér beint í annan bekk. En maður reyndi að ná sér í glefsur af ýmsu tagi og halda við því sem maður hafði lært. Var t.d. einu sinni í esp- eranto og annað skipti í enskutím- um. Seinna átti það þó fyrir mér að liggja að fást við kennslu." Samfellan fór I bnxur á strákana Anna ólst upp á kreppuárunum. „Erfiðleikamir á bamaheimilum á þeim árum vora að klæða og skæða hópinn. Mamma átti til dæmis sam- fellu, sem Guðríður Jónsdóttir stjúpa afa míns hafði gefið henni. Þessa samfellu tók hún til að sauma úr buxur á strákana fyrir jólin. Á þessari gömlu samfellu var út- saumskantur, sem við systumar fengum og notuðum á veggteppi. Seinna fékk Safnastofnun Austur- lands mitt teppi með útsaums- bekknum gamla. Ég átti spöngina sem fylgdi skautbúningnum og lét hana fylgja nafni til Guðríðar dóttur minnar. A samfellunni vora baldír- aðir borðar, sem mamma notaði svo á upphlutinn sinn. En þessir baldír- uðu borðar vora svo vel varðveittir í silkipappír milli þess sem þeir voru notaðir að ekki féll á þá. Allt var notað á þeim árum. Ég fæddist nægilega snemma til að gera mér sjálf jólaskó, sortulitaða skó með eltiskinnsbiyddingum. Þórhildur amma mín kunni að jurtalita og elti skinn. Það var gert á hveiju heimili. Mig minnir að skinnið hafi verið lagt í álún og látið fijósa og svo elti maður það á borðbrún eða kefli, togaði það á milli sín þar til Anna Þorsteinsdóttir að hlynna að æðarvarpinu í úteyjum með Guðríði dóttur sinni. Hún heldur á æðarfuglinum Úúu, sem hún ól upp heima. það var orðið mjúkt og hvítt. Ann- ars fengum við krakkamir snemma gúmmískó og strigaskó, af því að pabbi var umboðsmaður fyrir Skó- verslun Lárusar G. Lúðvíkssonar. Hann hafði byijað með verslun í Kirkjubólsþorpi um aldamótin, en 1914 fluttist hann að Óseyri." Hvött til að segja meira frá þess- um tíma, sem var svo ólíkur því sem síðar varð, heldur Anna áfram: „Eftir að foreldrar mínir fluttu að Öseyri átti pabbi alltaf skektu til þess að feija yfir ósinn og þegar vorhlaupið kom og þorskurinn elti sfldina á grannmið, sfldin óð í fírðin- um og hnísur byltu sér og smá- hveli blésu úti á firðinum, gemling- unum var hleypt út og lóan kom í stóram hópum og söng dirrindí, þá tók faðir minn skekktuna og reri með strákana til þess að fá í soðið. Afgangurinn af þorskinum var flattur og saltaður til útflutnings. Þá leitaði líka silungurinn upp í Stöðvará og var auðtekin bráð við ósinn. Pabbi reri á skektu með strákunum og þeir tvíhlóðu rétt úti á firðinum. A vorin sá maður hnísumar bylta sér og smáhveli blása úti á firðinum. Þama var engin lágdeyða á vorin. Þegar ég var 12 ára 1927, var pabbi búinn að fá sér trillubát. Það sumar var formaður á bátnum Bjami Jónsson stýrimaður og með honum var Jón jafnaldri minn. Við Bjöm og Jón sátum við dag eftir dag og skáram úr skel. Við voram einnig látin hjálpa til við að stokka upp línuna. Þannig fékk ég undirstöðu fyrir lífsbaráttuna á heimili foreldra minna." , Allir klerkamir út af sr. Einari Ekki getur Anna sagt eins og Bergþóra „ung var ég Njáli gefín“, því hún var orðin 29 ára gömul þegar hún giftist Kristni Hóseas- syni. „Þá var ég ráðskona í mötu- neyti háskólastúdenta á Gamla Garði og náði þar í eiginmanninn," segir hún.„Ég bjó á Nýja Garði. Pétur bróðir minn, sem nú er sýslu- maður Dalamanna, var þama líka og fleiri strákar sem ég þekkti að austan. Við giftum okkur á gaml- ársdag 1944 og fóram 1946 vestur á Hrafnseyri. Eg hélt að þegar ég væri gift þá gæti ég farið að gera það sem mig langaði til, en þá fyrst versnaði nú í því. Varð aldrei tími til neins. Að ári liðnu losnaði Hey- dalaprestakall og við fóram austur. Kristin hafði alltaf langað heim og stefnt á Heydalaprestakall. Það hafði löngum þótt með bestu brauð- um á landinu. Þessvegna kom Odd- ur biskup Einarsson föður sínum, sr. Einari Sigurðssyni, þangað á sínum tíma. Margir merkir klerkar hafa setið Heydali. Síðan sr. Einar Sigurðsson sat staðinn 1591-1626 hefur engum verið veitt prestakallið nema annaðhvort hjónanna hafí verið út af sr. Einari utan sr. Jóni Reykjalín, en hann dó á fjöllunum á leið til staðarins, en sagt var að hann hefði haft svo sterkan hug til staðarins að hans hefur orðið vart þar fram um miðja þessa öld. Ekkja hans var komin austur á undan og bjó á Streiti og andaðist þar. Jú, við hjónin eram bæði komin af sr. Einari. Ekki veit ég um sr. Gunn- laug Stefánsson, en tel vissara fyr- ir hann að athuga sinn gang,“ bætir Anna við kímin. „Sr. Snorri Brynjólfsson, einn af hinum merku og annáluðu Heydalabræðram, sem sagnir era af í þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar, sat staðinn 1819- 1851. Sr. Magnús Bergsson þjónaði Heydölum 1869-89 og er þess getið að hann hafí haft um 600 fjár. Síðasti stórbóndinn í Heydölum var sr. Vigfús Þórðarson, sem sat stað- inn 1919-1943. Hann var mikill ágætismaður, þúsund þjala smiður og nutu þess að nokkra sóknarböm hans. Hann og fjölskylda hans vora músikölsk og bar heimilið svip af því. Sr. Vigfús kenndi mörgum að leika á orgel og Einar sonur hans var um skeið organisti í kirkjunni. Hann kenndi líka Hlíf Magnúsdótt- ur frá Gilsárstekk, sem var organ- isti í Heydalakirkju allan tímann sem við voram þar. 1925 varð Stöðvarkirkja annexía frá Heydöl- um. Það var því sr. Vigfús sem fermdi mig. Eftir það mat ég hann mikils og hefur alltaf fundist að allir prestar ættu að vera eins og hann. Frá því sr. Vigfús fór og þangað til við komum í Heydali stóðu prestar stutt við eða presta- kallinu var þjónað annars staðar frá og jörðin leigð bændum." Nú voru breyttir tímar, sveita- heimilin orðin fámenn. í Heydölum höfðu áður verið 20-30 manns í heimili. Anna segir að þau hjónin hafi aldrei haft stórt bú, 150 kind- ur, 2 hesta og 3 kýr, en hlunnindin reyndu þau að nýta vel og það tókst, varpið gekk ekki úr sér og var þegar þau fóra eins og það hafði alltaf verið, 3.000 hreiður. Þó var árviss bamingur við minkinn eftir að hann kom í eyjamar. „Við þetta nutum við einkum aðstoðar Sigurðar Jónssonar bónda á Ósi, sem við leigðum eyjamar fyrstu árin, og síðan hafði hann selveiðina fyrir að hjálpa okkur í úteyjum. Sagt er að Drangey hafí verið mjólkurkýr Skagfirðinga og ég er viss um að Breiðdalseyjar hafa áður fyrr þama bjargað frá vorsultinum. Breiðdælingar hafa alltaf borðað selkjöt og kópakjötið fengu þeir fyrir lítið, því aðeins skinnin vora seld,“ segir Anna. Við þetta má bæta að Heydalir liggja á löngum kafla að Breiðdalsá, þar sem er góð veiði, og staðurinn á 16% af veiði- réttindunum. Við biðjum Önnu um að segja okkur frá fyrstu áranum í Heydölum: „Við hjónin komum í Heydali 17. júní 1947. Það var að kvöldi og sveitin eins og hún getur fegurst verið. Dalalæðan sveimaði í dalnum og kliður mófuglanna var töfrandi. Við höfðum ekki gert ráðstafanir til að tekið yrði á móti okkur og staðurinn var mannlaus. Við stöldr- uðum við og litum yfír landið. Margt átti nú að færa til betri vegar, en fæst af því rættist og kom þar eink-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.