Morgunblaðið - 10.04.1988, Page 7
88ei J'IÍHA .01 HUOAaUMVIUa .aiGAJHHUDHOM
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988
a 9
B 7
Fagfélag
um mennt-
unheym-
leysingja
FYRIRHUGAÐ er að stofna fag-
félag um menntun heyrnleys-
ingja og verður stofnfundurinn
haldinn þriðjudagskvöldið 12.
apríl næstkomandi í mötuneyti
Heymleysingjaskólans við Vest-
urhlíð.
Allir sem hafa eða hafa haft at-
vinnu af kennslu og uppeldi heym-
leysingja eru hvattir til þess að
koma á stofnfundinn og gerast fé-
iagar í fagfélaginu.
Markmið félagsins er samkvæmt
tillögum undirbúningsneftidar að
viðhalda faglegri vitund félags-
manna og því markmiði hyggst fé-
lagið ná með því m.a. að koma á
framfæri þekkingu og reynslu á
þessu sérsviði.
Tillögur að lögum félagsins liggja
frammi og hægt er að vitja þeirra
á skrifstofu skólans sem jafnframt
tekur við hugmyndum að nafni hins
nýja félags.
(Fréttatilkynning)
Fyrirlestur
um barn-
æsku og
samfélags-
breytingar
BALDUR Kristjánsson sálfræð-
ingur flytur fyrirlestur þriðju-
daginn 12. april á vegum Rann-
sóknarstofnunar uppeldismála
er nefnist: Kynning á rannsókn
um barnæsku og samfélags-
breytingar.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
Kennaraskólahúsinu við Laufásveg
og hefst kl. 16.30. Öllum er heim-
ill aðgangur.
(Fréttatilkynning)
Tjón í umferðar-
óhöppum:
Kynning á
útfyllingu
eyðublaða
NÆSTA mánudag munu Sam-
band íslenskra tryggingafélaga,
Félag íslenskra bifreiðaeigenda,
Umferðarráð og Ökukennarafé-
lag íslands efna til kynningar-
funda um útfyllingu tjónstil-
kynningaeyðublaða vegna um-
ferðaróhappa.
Fundimir verða haldnir á tíman-
um frá klukkan 17 til 19 í húsnæði
Sambands íslenskra tryggingafé-
laga á Suðurlandsbraut 6, fimmtu.
hæð. Þar gefst fólki kostur á að
spyija um útfyllingu eyðublaðanna,
en hún mun hafa vafist fyrir mörg-
um.
Þeim, sem eru óvissir um það
hvemig á að bera sig að ef bifreið
þeirra verður fyrir tjóni, gefst því
kostur á að sækja þessa fundi, en
þeir standa um 20 mínútur hver.
Hárgreiðslumódel
hárgreiðslumódel óskast vegna komu
erlendra hárgreiðslumeistara fyrir kynningu
sem haldin verður þann 18 og 19. apríl.
Vinsamlegast hringið í síma 686700 á skrif-
stofutíma nk. mánudag og þriðjudag.
&10H
Skútuvogi 10a,
104 Reykjavík.
ÞORSKAIMET
Eigum fyrirliggjandi eftirtaldar gerðir af
japönskum netum
No. 10 6“ 40MD 60fmm/þref. hnút Girni
No. 12 6“ 40MD 60fmm/tvöf. hnút Girni
No. 12 6" 44MD 60fmm/tvöf. hnút Girni
No. 9 6 1/4“ 40MD 60fmm/þref. hnút Girni
No. 9 6 1/2“ 40MD 60fmm/þref. hnút Girr'
No. 10 7“ 32MD 60fmm/þref. hnút Girn.
No. 12 7“ 32MD 60fmm/tvöf. hnút Girni
No. 15 7“ 1/4“32MD, 60fmm/tvöf. hnút Kraftav.
No. 12 10 1/2“10MD 60fmm/tvöf. hnút. Girni
MARCO
hf.
Mjög hagstætt verð
«$»
Langholtsvegi 111,
pósthólf 4330,124 Rvjk.
Sími 680690 (ath. breytt síma-
númer).
Helgar- og kvöldsími 75677.
ijskK®
Það er ekki oft sem að ljósritunarvélar lækka um
tugi þúsunda en það hefur gerst hjá okkur. Þar að
auki lækka aukahlutir allt að 40% og skápar lækka
að meðaltali um 20%.
Og til þess að kóróna allt þá veitum við 5%
staðgreiðsluafslátt.
v*,c4r*>
< r
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Hverfisgötu 33, sími: 62-37-37