Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 24
24 «B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10: APRÍL '1988 3-20 " þés fíjrir þessa. qremaryóba. týéíioga a. kjarn.orkukapphlaupiMtu Branolur: " yÍsí er ... ad fylgja kalli hjartans. TM Rag. U.S. Pat. Off.-all rights raserved © 1986 Los Angeles Tlmes Syndlcate ustunni? Með morgiinkaffinu Hann ætlar að likjast pabba sínum, virðist mér ... seinn að átta sig. HÖGISTI HREKKVÍSI Bifreiðatryggingarnar og nýju umferðarlögin Einar Vilhjálmsson hafði sam- band: „Með tilkomu nýju umferðar- lagana, sem þingmenn hafa sagt að horfí til stórkostlega aukins öryggis í umferð og þar með minni slysahættu, skyldi maður ætla að bifreiðatryggingar ættu að lækka. En tryggingafélögin hafa metið þetta á annan hátt. Þau hafa tvö- faldað iðgjöld til að mæta stórauk- inni slysatíðni, þrátt fyrir að fjöldi tryggingataka hafí stöðugt aukist og aukið þar með veltu þeirra. Þetta hefur ásamt bflaskattinum gert það að verkum að fjöldi efna- minni manna hefur gefíst upp við að halda úti bfl. Þá langar mig til að koma á framfæri hugmynd við forráða- menn Ríkissjónvarps. Væri ekki tilvalið að stjónvarpið sýndi fræðsluþætti um myndlist en varðandi hana er auðvelt að koma við sýnikennslu í sjónvarpi. Þetta kæmi mörgum að gagni og sér- staklega fólki sem búsett er í dreifbýli. Einnig væri það tíma- bært núna að leiðbeina fólki í ljós- myndun og kæmi slík kennsla í sjónvarpi að miklu gagni." Ekki hægt að skella skuldinni á kennara Kristbjörg hringdi: „Ég er orðin leið á að heyra að böm og unglingar séu fóm- arlömb launabaráttu kennara. Væri ekki nær að skella skuldinni á viðsemjendur kennara." Barnaskíði Bamaskíði og skíðastafír töp- uðust á Þingvöllum, fyrir neðan Grafningsafleggjarann, á föstu- daginn langa. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 24622. Megrunaruppskriftir á rás 2 7279-0340 hringdi: „Mig langar til að gera fyrir- spum til heilbrigðisráðuneytisins. Nú er ár heilbrigðis og af því til- efni er barist fyrir ýmsum góðum málum t.d. gegn reykingum og er það vel. Hins vegár hefur lítill gaumur verið gefinn að því hversu margir verða fyrir heilsutjóni sök- um ofáts. Hvemig væri að megr- unaruppskriftir yrðu lesnar upp á rás 2 milli laga á þeim tímum sem mikið er hlustað. Ef þetta yrði gert myndi nást til margra. Rás 2 er ríkisfyrirtæki og þetta er verðugt verkefni að vinna að. Ef vel væri að þessu staðið mætti hugsanlega breyta mataræði þjóðarinnar til hins betra.“ Úlpur Tvær úlpur, önnur rauð með gráum öxlum og hin gallaúlpa með vattfóðri, töpuðust í Fossvogi fyrir um það bil mánuði. Ef ein- hver hefur fundið úlpumar er sá hinn sami beðinn að hringja í síma 32416. ! t t i i Rétt að skjóta bjarndýrið Til Velvakanda. Mikið hefur verið skrifað um bjamdýrið sem kom hér á land með fsnum í vetur. Það vildu margir ná því lifandi og flytja það til síns heimalands. Sumir sögðu að bjam- dýr væru friðuð og mætti ekki skjóta þau. En hvað hefði þetta blessað fólk gert ef það hefði mætt svöngu bjamdýri. Ætli þá hefði ekki komið annað hljóð í strokkinn. Ég er á þeirri skoðun að það eigi að skjóta öll flækingsdýr sem koma hingað með ísnum, hvort sem þau em friðuð eða ekki. Nú hefur alþingi okkar íslend- inga slegið met. 96 manns em bún- ir að sitja þar í vetur, 33 varamenn en náttúrlega í mismunandi langan tíma. Og þetta em mennimir sem predika spamað. En það er víst almúginn sem á að spara svo hægt sé að greiða eitt- hvað í kassann. Ætli það grynnist ekki í kassanum þegar fjármálaráð- herrann er búinn að greiða utan- landsferðakostnað þingmanna og ráðherra? Ég hef skrifað um það áður að það þurfí að breyta stjómarskránni og gera landið að einu kjördæmi, þinghúsið að einni málstofu og fækka þingmönnum. Þá myndi ekki þurfa að byggja þinghúsið sem á að rísa nálægt hinu. Það er alltof lítið hugsað um að spara í okkar þjóðfélagi. Ingimundur Sæmundsson Víkveiji skrifar Piltungurinn sem var staðinn að því á dögunum að aka á liðlega 155 kflómetra hraða á Kleppsvegin- um gaf þá skýringu á tiltækinu að hann hefði endilega þurft að sýna bflstjóra nokkmm, sem var þama líka á ferð, hvemig menn í „alvöru- bílum“ sprettu úr spori. Til þessarar sýnikennslu í fá- fengilegum glannaskap og algeru skeytingarleysi um líf og limi sam- borgara sinna, efndi kauði um há- bjartan dag á götu þar sem um- ferðarþungi er jafnan mikill og leyfilegur hámarkshraði einungis 60 kflómetrar. Yfir vegarkaflann þar sem afrekið var unnið liggur að auki gangbraut og við hann er til viðbótar fjölsótt strætisvagna- stöð. Hér má því segja að söguhetjan hafí verið að stytta sér stundir við eins konar rússneska rúllettu eins og það heitir en með því fráviki þó að í stað þess að leggja einungis sína eigin líftóru undir veðjaði garp- urinn svona til tilbreytingar líka lífí allra hinna sem vom svo seinheppn- ir að vera þama á ferðinni. Iítarlegri frásögn Morgunblaðsins af atvikinu, sem hefði vitanlega getað endað með ósköpum, hjó Víkveiji meðal annars eftir því að þótt títtnefndur „ofurhugi" væri svo til nýbúinn að eignast „alvöru- bflinn" sinn, þá var hann þegar búinn að verða sér úti um einn af þessum radarvömm sem svo em kallaðir, sem eins og kunnugt er em gæddir þeim eiginleika að gera eigendum sínum viðvart með ein- hvers konar gauli þá lögreglan er í grenndinni við hraðamælingar. Tólið dugði að vísu skammt í þetta skiptið þar sem strákur álpað- ist beint í fangjð á henni. En allt um það hefur það auðsjáanlega allt frá fyrsta degi verið bjargfastur ásetningur hins unga ökuþórs að „gefa skít“, eins og þeir svölu segja, í umferðarreglumar eða að minnsta kosti þann hvimleiða hluta þeirra sem fjallar um ökuhraða og þess konar óþarfa. XXX Hér í dálkunum hefur fyrr verið vikið að þessum tækjum sem þjóna svo augljóslega þeim aleina tilgangi að auðvelda mönnum að hunsa umferðarreglumar, að hjálpa þeim að iðka kappakstur af því tagi sem hér hefur verið lýst og vera þó sæmilega óhultir fyrir lögregl- unni. Furðulegt annars að þetta leyni- vopn harðsvíruðustu umferðarþrjót- anna skyldi fara fram hjá þing- mönnum okkar núna í vetur þegar þeir voru að beija saman nýju um- ferðarlögin hver um annan þveran með hjálp fæmstu manna. Það er ekki eins og aðeins fáeinir afglapar ráði fyrir þessum tólum. Ef Víkveiji man rétt vom þau í bflum tveggja að minnsta kosti sem lögreglan á Selfossi tók fyrir ofsaakstur nú al- veg nýverið þótt þau brygðust þeim að vísu allhrapallega í það skiptið rétt eins og gandreiðargarpinum á Kleppsveginum. Én á meðan það er talið gott og blessað að búnaður sem beinlfnis stuðlar að umferðarlagabrotum sé auglýstur hér til sölu í verslunum, því í ósköpunum látum við þá þar við sitja? Á þá til dæmis innflutningur og sala hentugra innbrotstækja ekki alveg eins mikinn rétt á sér? < 3 . W W C CD < _ Q. CT »4 ffl. 5T _ C . J3V&2 Tg\.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.