Morgunblaðið - 27.05.1988, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 27.05.1988, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 B 15 MYIMDBÖIMD Sæbjörn Valdimarsson ENNÁNÝ ÍNAM STRIÐSMYND NAM - TOUR OF DUTY^Vz Leikstjóri: Bill L. Norton. Handrit: L. Travis Clark og Steve Duncan. Framleiðandi: Zew Braun. Aðalleikendur: Terence Knox, Stephen Caf- frey, Joshua Maurer, Steve Akahoshi, Tony Becker. Hi-Fi. Bandarísk. New World Intern- ational/ VS dreifing 1988. Árið er 1967 og Víetnam stríðið stendur sem hæst. Herdeild undir stjóm grænhúfunnar Andersons er send til að eyða víghreiðri Viet Cong. Ef Nam væri fyrsta myndin um þetta hábölvaða stríð fyndist manni sjálfsagt eitthvað til hennar koma. Frásagan er tilgerðarlaus ef undan er skilinn kaflinn sem á að gera hana svolítið frumlega. í honum kemur nefnilega til sög- unnar voða góður Viet Congari, læknir í þokkabót og bjargar skinni þeldökkrar grænhúfu. Upp- fræðir hann ofboðlítið í marxísk- um fræðum í leiðinni. Hlýtur þessi hluti myndarinnar að fara fyrir bijóstið á öllu sæmilega óbijáluðu fólki. Annars er þetta ekkert verra né betra innlegg í umræðuna um hið margtuggða stríð. Klisjumar allar fyrir hendi; popp frá sjöunda áratugnum, með gamla brýnið hann Dylan og „All Along The Watchtower" í fylkingarbijósti, vondir menn og góðir, myndrænar þyrlur á sveimi, innantóm slagorð á báða bóga. Kostir hennar eru að ekki er verið að rembast við að segja neinn stórasannleika, heldur smásögu úr stríði og upp- tökustaðimir, (Hawaiieyjar), eru sannfærandi. Mynd fyrir þá stríðsóðu. TINDÁTALEIKUR STRIÐSMYND LEIKSVÆÐI DJOFULSINS - SKELETON COAST^ Leikstjóri: John „Bud“ Cardos. Handrit: Nadia Caillou. Aðal- ieikendur: Ernest Borgnaine, Oliver Reed, Herbert Lom, Pet- er Vaughan, Leon Isaac Kennedy. International Film Entertainment/Bergvík 1988. 98 mín. Það þarf meira en lítið vankaða menn til þess að hóa þeim Borgn- ine, Reed, Lom og Vaughan sam- an til að vera máttarstoðir heillrar kvikmyndar. Allt eru þetta út- bmnnin gamalmenni sem sjálf- sagt geta eitthvað dugað um sinn í aukahlutverkum en að ætla þess- um hóp eitthvað meira er hlægi- legt. Það er aum sjón að sjá þessa skarfa ennþá með sama grautinn í sömu skálinni — með sömu takt- ana og klisjumar og maður sá þá fyrst, árið sautjánhundruð og súrkál. Borgnine með gamla bijál- æðisglampann í augum, (hann gerði það þó gott í nokkmm myndum, einsog Marty, Emperor of the North, The Wild Bunch, þó svo að persónusköpun hans sé ekki fjölskrúðug), Reed, síhrak- andi msti sem eftir útlitinu að dæma tekur launin sín milliliða- laust út í brennivíni, og þeir Lom og Vaughan hlægilegir, nauða takmarkaðir leikarar sem alltaf em að beijast við sömu persónu- sköpunina . Og ekki nóg með það, heldur eiga nokkrir, ungir guðsgeldingar með vélbyssur, þar af ein hálfvitaleg ljóska, að hressa uppá samkunduna. Og það er ekkert lítið sem ætl- ast er til af þessum gamalmennum og gervirambóum. Knésetja heil- an landshluta, bijótast inní óvinn- andi vígi, leysa úr haldi fanga, komast úr landi, o.s.frv, o.s.frv. Ekkert mál. Algjör della. PRYORÍ TVÍ- SÝNU ÁSTANDI GAMANMYND CRITICAL CONDITION - HÆTTUÁSTAND ★ »/2 Leikstjóri Michael Apted. Handrit Denis Hamill og John Hamill. Kvikmyndatökustjóri Ralf D. Bode. Tónlist Alan Silv- estri. Aðalleikendur Richard Pryor, Rachel Ticotin, Rubén Blades, Joe Mantegna, Bob Dishy, Sylvia Miles, Joe Dalles- andro, Random “Tex“ Cobb, Joseph Ragno, Jon Poiito, Garr- ett Morris. Bandarísk. Paramo- unt 1986. 94 mín. Hi-Fi. Sú var tíðin að Richard Pryor var sá fyndnasti, útsjónarsamasti og hæstlaunaði þeldökkra skemmtikrafta í Vesturheimi. Eit- urlyfjaneysla, sem næstum dró hann til dauða (og hann lýsir ágætlega í myndinni Jo, Jo, Danc- KDMG Timamót í IjósrHun acohf SKIPHOLT117 105 REYKJAVÍK SlMI: 91 -2 73 33 er), og hlutverkaval sem ber ekki vott um skarpa dómgreind, hafa lækkað stjömu þessa ágæta gam- anleikara sem skemmti okkur svo prýðisvel í myndum einsog Silver Streak, Stir Crazy, Superman 3, o.fl. En það er þó ekki við Pryor að sakast hér að öðru leyti en því að hafa tekið þátt í þessum óskapnaði. Því hann rembist eins og ijúpan við staurinn við að halda höfði og vera skemmtilegur en efnið býður einfaldlega ekki uppá það. Að þessu sinni leikur Pryor braskara sem á í útistöðum við Mafíuna. Leikur sig vitlausan á sjúkrahúsi til að bjarga skinninu. Þá vill svo illa til að óveður geng- ur yfir fylkið, straumurinn fer af spítalanum og okkar maður bjarg- ar öllu heila kraminu fyrir hom. Hlýtur frelsið að launum og hjarta kvenhetjunnar. Það sem fer með Hættuástand er ófyndið handrit og ófyrirgefan- legar gælur við alvöruna og sið- ferðisboðskap sem engan veginn á heima í heildarmyndinni. Það skásta við Hættuástand em ágæt- ir aukaleikarar; Bob Dishy (átti stórleik í Brighton Beach Memo- irs), hinn hratt rísandi Joe Mant- egna (Illur grunur) og Random “Tex“ Cobb (Raising Arizona) gera allir hvað þeir geta til að hressa uppá þennan ólánlega og ótrúlega samsetning. Pryor má til með að vanda val sitt betur ef hann á ekki að missa af lestinni. Ferill hans er í hættulegu ástandi. GULL OG GÆFA DRAMA EUREKA ★ ★ ★ Leikstjóri Nicholas Roeg. Handrit Paul Myersberg, byggt á skáldsögu Marshalls Houts. Tónlist Stanley Myers. Fram- leiðandi Jeremy Thomas. Aðal- leikendur Gene Hackman, Theresa Russell, Rutger Hauer, Mickey Rourke, Joe Pesci, Ed Lauter, Corin Redgrave, Jane Merkingar á glös og postulín —^feitií'sf— Bíldshöfða 18-sími 688838 Borðbúnaður fyrir veitingahús. Allt á einum stað. Glös eða postulín. Merkt eða ómerkt. Lapotaire. Bandarísk. Wamer Bros 1983. Steinar 1988. 125 mín. Eureka, góður kunningi af síðustu Kvikmyndahátíð þar sem hún vakti verðskuldaða athygli og eina mestu aðsókn hátíðarinn- ar, er að mörgu leyti magnað listaverk, gert af einum eftirtekt- arverðasta leikstjóra samtímans, Bretanum Nicholas Roeg. Vissu- lega umdeilanlegt verk sem einn dáir en annar smáir en hefur til að bera miklu meiri listrænan, kvikmyndalegan metnað en mað- ur á að venjast á hinum íslensku- textaða myndbandamarkaði. Steinar hf. hafa verið óragir við að gefa út menningarlegar, eldri myndir í bland við hið lífsnauðsyn- lega afþreyingarefni og er það vel. Euréka fjallar um gullleitar- manninn Hackman sem finnur auðugustu gullnámur veraldar eftir æma leit á norðurslóðum. En gullið færir honum litla ham- ingju. Myndin gerist að mestu leyti tuttugu ámm síðar er Hack- man er búinn að koma sér fyrir á paradísareyju í Karíbahafinu. Og nú em gulleitarmenn af öðmm toga með hótanir á hælum hans; glaumgosinn Hauer á eftir auga- steininum, dóttur hans (Russell), og Mafían vill koma upp spilavíti á Edenseyjunni. Kynngimögnuð skoðun á tálsýn auðs og valda, drifín áfram af kraftmiklum leik Hackmans í við- amiklu aðalhlutverki og hug- myndaríkri leikstjóm Roegs sem skapar mörg eftirminnileg og seiðandi atriði. Aukinheldur hefur hann ráðið í aukahlutverk einkar forvitnilegan hóp sterkra skap- gerðarleikara sem m.a. telur Rut- ger Hauer og Mickey Rourke í einum þeirra fyrstu, athyglisverðu myndum (ef frá em taldar hinar hollensku myndir Hauers), Ed Lauter, sem hér sýnir svo ekki verður um villst, að hann er fær um önnur hlutverk en illmenna. Joe Pesci (Raging Bull), Lapotaire og Redgrave em réttar mann- gerðir á réttum stöðum og hin undurfagra og hæfileikaríka frú Roeg — Theresa Russel — gæðir þessa fáguðu, framsæknu kvik- mynd kynferðislegu seiðmagni. Myndir á borð við Eureku víkka sjóndeildarhring myndbandaneyt- enda og gera valið fágaðra og forvitnilegra. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR j KÓPAVOGUR Stórholt Stangarholt Meðalholt Óðinsgata VESTURBÆR Hraunbraut18-47 Kársnesbraut 7-71 Skjólbraut BREIÐHOLT Fornastekkuro.fi. Nýlendugata

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.