Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 2
2 B MORGÚNBLÁÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 FERALDREIIFYLU, SAMA HVER DJÖFUIJJNN GENGURÁ Ég er eins og krakkarnir, fæ að stjórna „Ég var rétt orðinn 15 ára þegar ég byijaði að róa með Stefáni heitn- um í Gerði á árabát. Það var ekki til setunnar boðið, pabba minn hafði ég misst þegar ég var 14 ára, það var í marsmánuði. Ég reri sumar- langt með Stefáni og var síðan um veturinn með óskari heitnum á Bessastöðum og gerði að hlut Eyj- ólfs á Bessastöðum sem var með Hansínu. Síðan var aftur sumar- vertíð með Stefáni og aðra vetrar- vertíðina mína gerði ég að form- annshlut Boga í Vallatúni. Ég reri þriðja sumarið á árabátnum, en réði mig síðan í skipsrúm hjá Magn- úsi heitnum á Sólvang og var með honum næstu 8 árin. Síðan hef ég verið á bátum sitt á hvað og er enn eftir 65 ár til sjós. Ég ræ með Nonna syni mínum og myndi nú ekki róa með hveijum sem er, hann vinnur allt og ég er eins og krakk- amir, fæ að stjóma og oftast ráða hvar lagt er. A klofháum stígvélum áböllin Jú, það var oft gífurlegur spenn- ingur á sfldinni og gekk á ýmsu, fyrst var snurpað á höndum og búnaðurinn var feiknalega fátæk- legur miðað við það sem nú er. Ég var svo heppinn að vera tvær ver- tíðir með Binna í Gröf og einnig á sfld. Hann var alltaf léttur og skemmtilegur eins og við strákam- ir. Binni var alltaf sami strákurinn, það var krókur, sjómaður og jafn- vel flogist á, en alltaf í góðu. Þetta var ein alsheijar töm, stundum hlé þegar beðið var eftir löndun og þá var tekin ein og ein vakt. Ég man að menn mættu á klofháum stígvél- um á böllin og þá var ekkert annað að gera en vinda sér úr þeim klof- háu og dansa á sokkaleistunum. Eitt vor var ég á Siglufirði og síðan lít ég alltaf hým auga til Siglufjarðar, en þetta var áður en Islendingar, Norðmenn og allt drasiið kom þangað. Á Siglufírði kynntist ég mörgu góðu og skemmtilegu fólki og síðan lít ég á SigluQörð sem vin minn. Og þar fann ég hana eins ogþar stendur Það er sem betur fer ýmislegt sem breytist ekki, en hins vegar fínnst mér hugsunarhátturinn til sjós hafa breyst, það em of margir sem hugsa bara um að fá góðan pening, en vinna lítið og vilja jafn- vel láta trygginguna duga með því að vera nógu mikið í landi. En það er orðinn ólíkur aðbúnaður miðað við það sem áður var þegar ekki vom einu sinni klósett á bátunum. Það kom þó með sfldarárunum. Fyrst þegar ég byrjaði til sjós var ekki einu sinni kabyssa um borð og ef motoristinn var í vondu skapi þá lánaði hann ekki einu sinni lamp- ann til þess að hita kaffísopa. Austur á land fór ég 28 ára gam all og þar fann ég hana eins og þar stendur, Þórey Jóhannsdóttur, og hún kom með mér heim til Eyja á vetrarvertíðina, en síðan fómm við aftur austur og bjuggum í Hafnar- nesi við Fáskrúðsfjörð. Alltaf fór ég þó á vertíð til Eyja, en þar kom að við fluttum aftur heim til Eyja og ég keypti húsið Vallartún. Skömmu síðar eignuðumst við Þristinn, 18 tonna bát og síðan stærri Þristinn, sem var 56 tonn. Fyrsta árið sem ég átti Þristinn var Siggi í Bæ með hann, mér fannst ég ekki nógu kunnugur á heimamið- unum, en eftir það var ég sjálfur með hann á meðan við áttum hann í um 10 ár. Síðan var ég fyrstu vertíðina með nýja Þristinn á trolli og svo tók Jói minn við. Jói vildi hafa mig sem kokk og það er það versta sem ég hef gert, en það slapp nú allt stórslysalaust og þeir lifðu Guðjón í Gerði. allir góðu lífí, enda kunni ég að elda almennan mat. Legg á liggindinum Jú, jú, við erum að róa svolítið núna, maður getur ekki annað. Ég átti tvær trillur fyrir austan og þijár trillur hér og dekkbát. Það hefur bara gefíð svo sjaldan í vetur, grá- bölvað tíðarfar, við höfum náð svona 6-7 róðrum í mánuði, en við erum alltaf heppnir, höfum alltaf náð afla. Það er ein regla sem ég hef í þessu og hún er að reyna allt- af að leggja á enduðu falli, á ligg- indinum og upptakan er þá á flóð- inu. Við miðum nú aðallega við gömlu miðin og þreifum okkur áfram. Það þýðir ekki að leggja hér línu nema á kolhart hraun og mað- ur lærir á þessu hvar er hægt að ná upp með góðu, því maður getur alveg eins verið heima eins og að leggja á leir. Þegar ég var ungling- ur var gert grín að þeim sem lögðu á hraun, en nú er það öfugt. Þetta skapast af þjálfun og rejmslu. Þeirri konu fylgdi kolvitlaust veður Áður fyrr dreymdi mig fyrir daglátum. Ef mig dreymdi naut, að ég væri að glíma við naut eða flýja naut, þá vissi ég að ég átti að leggja lúðulínu, það brást aldr- ei. Og ef mig dreymdi eina ákveðna konu , Björgu Bergsdóttur í Fá- skrúðsfirði, þá feilaði ekki að ég fekk fullan bát. Ef mig dreymdi hins vegar eina aðra ákveðna konu þá reri ég ekki, ég var búinn að fá nóg af því að dreyma hana,það fylgdi undantekningarlaust kolvit- laust veður. Hún hét Hallbera 111- ugadóttir, mikið indæl kona, en svona var nú að dreyma hana, kol- vitlaust veður. Hún hefur varað mig við blessunin. Eg man eftir því einu sinni á litla Þristinum, við vorum á línu. Mig dreymdi Hallberu og ég ræsti strák- ana til þess að fara niður í bát og binda hann betur. Það var blíðuveð- ur og þeir héldu að ég væri orðinn snarvitlaus. Helgi Bergvins skip- stjóri á Stíganda reri ekki heldur og spurði mig niðri á bryggju hvort ég hlustaði á Ölfuna, það var víst veðurskip úti á reginhafí. Ég neit- aði því, en þá voru víst 8-9 vindstig úti á hafínu. Það leið hins vegar ekki langur tími þangað til bátamir fóru að tínast inn, línulausir og með allt í basli. Ég álít mig hafa dreymt fyrir gosinu, en fattaði það ekki fyrr en eftir á. Mig dreymdi það að ég kom niður að höfn og það var þá enginn sjór út að Klettsnefi. Ég hugsaði með mér að það yrði ekki mikið róið frá Eyjum á vertíðinni og gos- ið olli því að þá vertíð var ekki róið frá Vestmannaeyjum. Ég hélt fyrst að þetta væri fyrir hallærisvertíð, en þetta var nú línan í draumnum. Frískast upp við að komast á flot En alltaf langar mig á sjóinn, sú löngun hefur ekkert minnkað með árunum. Mér finnst ég frískast upp við að komast á flot, það segi ég satt og það ætla ég að gera á með- an ég hef þessa heilsu og Nonni viil róa. Ekki er ég nú dómbær á það hveiju er hægt að þakka það að vera svo heilsuhraustur sem ég er, en ég hef alltaf reynt að vera léttur og kátur og fer aldrei í fylu, sama hver djöfullinn gengur á. Ég veit til þess, að ef það er eitthvað þungt í mér þá rífst ég ekki. Ég halla mér bara og sef það úr mér. Það þarf ekki nema kríu á svoleiðis eða fegrunarblund. Nei, ekki get ég nú sagt að ég hafí tekið sumarfrí um dagana. Tvisvar sinnum fórum við þó upp á Hérað í nokkra daga þegar við vor- um fyrir austan, 3 til 4 daga og svo hefur maður stöku sinnum brugðið sér í bfltúr. Tvisvar hafa Valur Andersen og Inga boðið mér í flugtúra, dásamlega túra. Nei, mig langar ekkert til útlanda, bless- aður vertu, það er langtum skemmtilegra fyrir mig að leggja línu suður af Eyjum. Eg ætla ekki að bölva ellistyrknum, það er feikna bót að honum, en erfítt væri að lifa af honum ef maður gæti ekki bætt hann upp. Nei, mitt sumarfrí er að komast á flot og alltaf er maður léttari ef aflast vel . Annars erum við Nonni á þannig samning við almættið að það kemur á síðustu bjóðin, alltaf er kominn afli þegar línan er komin inn, þá er miðrúmið orðið fullt og þá erum við ánægðir. Jón elskar ýsuna sem von er, fisksali, en mér líkar best við þor- skinn, hann er einhvemveginn skemmtilegastur og maður hefur mest verið að veiða hann. En ekki má gleyma lúðunni, hún er hálfgerð drottning fískanna og það er alltaf gaman að fást við lúðuna, því er ekki að neita. Við eigum nokkra lúðubletti og það fylgir því titringur að veiða þennan öfluga fisk, lúð- una. Ég man hins vegar eftir vertíð- um með 200 þorska á bjóð, oft á hveijum krók, en nú þættu 15-20 stykki gott. í mínu ungdæmi þóttu heimamiðin sannkölluð gullkista, en nú er þetta ekki einu sinni jafn- virði koparhlunks, enda alls staðar á landinu landhelgi nema við Eyjar. Það er líklega kominn tími til að lemja í borðið. Ég væri svo sem til í það, þyrfti bara að láta spúla út eyrun, sjónin er góð, en heymin misjöfn. Það eina sem hijáir er slappleiki í hnjánum, ég hef lítið gert af því að dansa síðan ég datt ;ofan á Stínu hans Bjössa kokks, ien ég hef nú kannski verið eitthvað valtur, var að koma úr tvöföldu vertíðarslútti. TEXTI: ÁRNI JOHNSEN Auðvitað heitir trillan Gaui gamli og þarna er Jón Ingi i fullu miðrúminu. Morgunbiaðið/SigurgeiriEyjum ALDREIANNAÐ EINS ÚRVALAF SUMAR VÖRUM /'Ford Bronco IIEDDIE BAUER, 4x4, árgerð 86. (ekinn 12 þús. mílur), ásamt öðrum bifreiðum, er verða sýndará Grensásvegi 9, þriðjudaginn 7.júníkl. 12-15. TJIboðln vorða opnuð á sama stað kl. 10.00. SALA VARNARLIÐSEIGN A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.