Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 20
20 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988
4-
ffclk í
fréttum
SDailvBimc
Al Dzlda predlcts supersonlc success Morket bigb Jor Bob Keuter idta Frimwli ar* raarijr to driak m toaat Uetm t tmutmg/etr Playoffs: Lakers can’t handle Qary Fraser Serits tied al 1-1 going to Utab
BUSINESS C1 II QOOD LUCK, STEINI 11 ]| SPORTS H1 ||
Steini Gudmundsson retiring
200 áhorfendur á
frumsýningu
Brúðubílsins
Tólfta starfsár Brúðubílsins
hófst á miðvikudag, 1. júní,
með sýningu í Hallargarðinum.
Um 200 börn og fullorðnir
höfðu komið sér þægilega fyrir
á grasinu við Fríkirkjuveg 11
er amma og Lilli riðu á vaðið,
en þau hafa verið í Brúðubílnum
frá upphafi og eru því aðdáend-
um hans að góðu kunn.
Áhorfendumir, sem voru velflest-
ir af yngstu kynslóðinni, voru orðn-
ir spenntir þegar dró að frumsýn-
ingunni og hlökkuðu greinilega
mikið til. Ekki brást sýningin von-
um þeirra og var mikið klappað,
sungið og hrópað, þegar það átti
við, á meðan sýningu stóð. Þess á
milli sátu áhorfendumir grafkyrrir
og áhuginn skein úr hverju andliti.
Amma og Lilli sýndu töfrabrögð
og kenndu bömunum að þekkja lit-
ina og síðan tóku við hrekkjalóm-
amir Kalli og Palli en allar §órar
brúðumar hafa sést áður í
Brúðubflnum. Fyrstu sýningu sum-
arsins lauk síðan með frumsýningu
á leikritinu „í fjörunni" eftir Helgu
Steffensen, sem fjallar um litla
stúlku sem er á gangi í fjörunni
þegar allt lifnar við í kringum hana.
Sýningar brúðubflsins standa út
júlímánuð og verður sýnt tvisvar
sinnum á hverjum gæsluvelli
Reykjavíkurborgar.
Reuter
Drottningin á veðreiðum
Elísabet Englandsdrottning sést hér láta í ljósi tilfinningar sínar
þar sem hún var stödd á hinum þekktu Derby veðreiðum nú í
vikunni. Veðreiðamar þóttu einstaklega tvísýnar að þessu sinni, og
sigurinn var ekki tryggður fyrr en á síðustu metrunum. Nafn hests-
ins sem fyrstur kom í mark er Kayhasi og knapinn heitir Ray Cochrane.
Forsíða dagblaðsins The Daily
Breeze er að mestu leyti helguð
umfjöllun um Steina Guðmunds-
son.
Áhorfendur skemmtu sér dável á sýningu brúðubilsins.
LINDA EVANS
Gifting
í sjón-
máli?
Dynastyleikkonan Linda Evans
og hinn 51 árs gamli Richard
Cohen eru um þessar mundir í gift-
ingarhugleiðingum. Linda hefur af
þessu tilefni látið hafa það eftir sér
að þau ætli að búa saman í hálft
ár til reynslu, og ef vel tekst til þá
munu þau ganga í hjónaband.
Þrátt fyrir aldur sinn er Linda
ákveðin í því að eignast bam ef
samband hennar og Cohens gengur
vel. _
„Úr því að Ursula Andress getur
orðið ófrísk 45 ára, þá get ég það
líka,“ segir Linda.
Ef draumar leikkonunnar rætast,
þá ætlar hún að hætta að leika í
Dynasty og helga sig börnum og
búi um aldur og ævi. Linda á að
baki tvö misheppnuð hjónabönd, en
vonar að allt fari vel í þetta sinn.
Linda Evans og Richard Cohen
í hálfs árs reynslusambandi.
Co-workcrs
bid fareweli
lo ‘Iceman’
IWSIDE TODAY ||
*TrUI ef Oeee Alexa
Kon Propemlch stars in court
drama in Camera Koom/D4
Norm Pouitn 's HK HJts
Dodgers. Clevtland's Bruce Kamsey
sbuts dou-n Angels/Dl
COSPER
LOS ANGELES
Islendingur
lætur af
störfum
Plans to travel, attend classes
Breeze retiret
may Join famous
'Uoneydew Club’
— Það er leiðinlegt fyrir pabba að við skyldum gleyma
tjaldsúlunni.
Nýlega barst Fólki í fréttum í
hendur dagblað frá Los Ange-
les, The Daily Breeze, og þar er
þess getið í forsíðufrétt að íslenskur
starfsmaður á blaðinu sé að hætta
eftir 31 árs starf.
í fréttinni kemur fram að íslend-
ingurinn, sem heitir Steini Guð-
mundsson, hafi byijað að starfa sem
setjari hjáThe Daily Breeze árið
1957. Hann hafi einnig unnið sem
prófarkalesari, og í seinni tíð séð
um tölvusetningu blaðsins. Sonur
hans, Erick, starfar einnig á dag-
blaðinu, en hann hóf störf í fram-
leiðsludeild þess fýrir nokkrum
árum.
Steini býr í Redondo Beach ásamt
eiginkonu sinni Margréti, sem hefur
starfað við skreytingar, en lét af
störfum í mars síðastliðnum. Þau
eiga fjögur uppkomin böm, dóttur
sem heitir Siga, og þijá syni, Erick,
Pavl og Harold.
Nú þegar Steini er sestur í helgan
stein, þá hyggst hann fyrst og fremst
nota tímann til ferðalaga, og ætlar
jafnvel að byija á því að heimsækja
Island.
Steini ólst upp á Lindargötu 23 í
Reykjavík, en foreldrar hans voru
hjónin Guðmundur Matthíasson og
Sigurrós Þorsteinsdóttir. Hann lærði
prentiðn í ísafoldarprentsmiðju og
starfaði þar áður en hann hélt vest-
ur um haf.
Þau hjónin fluttu til Kanada árið
1954, og bjuggu þau þar í þijú ár,
en atvikin höguðu því síðan þannig,
að þau tóku sig upp og fluttust til
Kalifomíu þar sem þau hafa búið
síðan.
í