Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 9
B 9 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 Morgunblaðið/Ingólfur Friðgeirsson Þórir Björnsson. Frá Eskifirði. ESKIFJÖRÐUR: Fjölgun smábáta er engin afturför - segir Þórir Björnsson trillukarl á mb. Eini SU 2 Þórir, sem var áður skipstjóri á síldveiði- og trollbátum, sagði að það væri miklu betra að vera trillukarl. Það er tómur misskilningur, sagði Þórir, að það sé afturför, eins og verið er að tala um, þessi aukning í smábátaeign. Þetta er bara eðlileg hringrás. Menn byija á trillum þegar þeir eru ungir, flytja sig svo yfir á stærri bátana, en enda á trillunum þegar þeir fara að fullorðnast. Sjálfur sagð- ist Þórir hafa byijað á trillum innan við fermingu og nú væri hann kominn á trillurnar aftur. Aðspurður um gæftimar í vor, sagði Þórir að það hefði ekkert fískirí verið, enda stöðug ótíð og norðaustan átt. Auk þess væri eiginlega enginn fískur kominn á grunnslóð ennþá. Við höfum sótt héðan alveg suður að Hvalnesi, á svonefnda Hvítinga, en það er svona tveggja og hálfs tíma stím héðan. Ef vel hefur fískast í bátinn, þá er þetta aftur allt að sjö tíma sigling til baka, sagði Þórir. Þá sagði hann að þeir sæktu einnig nokkuð á „Gaurasvæðið", sem væri 20—30 mflur út frá Skrúði, en þangað hefði ekkert gefið í vor, vegna ótíðarinnar. Aðspurður um fískverðið, sagði Þórir að að væri alltof lágt. Þetta hefði verið ágætt í fyrrasumar, en þá hefðu tíðkast nokkrar yfír- borganir, en nú fengist hinsvegar Unnið að hafnarbótum í vorbliðunni á Eskifirði. bara Landssambandsverðið, á sama tíma og tilkostnaður væri alltaf að hækka. Enda eru margir að hætta í trilluútgerðinni, sagði Þórir. Þetta væri svona bóla sem biési upp, en hjaðnaði svo. Þórir sagði, að þeir væru óhressir með lögbundin veiði- stopp, trillukarlamir. Nóg væri að búa við það veiðistopp sem kæmi til af veðurfarinu, þó ekki bættust ofan á það þessi skyldu stopp. „Það þarf ekki að stjóma sókninni hjá okkur með miðstýr- ingu að sunnan. Náttúran sér al- veg um að stjóma okkar sókn,“ sagði Þórir Bjömsson að lokum. Ingólfur Það er hart að þurfa að greiða með vinnu sinni — segir Kristján Sigurðsson, háseti á bv. Hólmanesi SU 1 KRISTJÁN hefur verið á Hól- manesinu undanfarin 10 ár, en var þar áður á loðnubát frá Neskaupstað í 6 ár auk stutts tíma á trollbáti. Aðspurður um mun þess að vinna á togara eða á nótabátum, sagði Kristján að það væri meira lýjandi vinna á togurunum þar sem þetta væri mikið til sama „rútínan" upp aftur og aftur, öfugt við það sem væri á loðnuveiðunum, sem væru sveiflukenndari. Á móti kæmi að togarasjómennskan gæfi auðvitað jafna'ri tekjur. Eftir að kvótakerfið kom til hafa orðið meiri stopp í landi en áður, þegar aðeins var stoppað 30 tíma eftir hvem átta til tíu daga túr. Nú væri þetta hinsvegar mun meira vegna kvótakerfísins og til dæmis þyrfti Hólmanesið að skila 45 dögum í stopp í maí til ágúst í sumar, þannig að það yrðu aldrei meira en ca. 3 túrar á mánuði, sagði Kristján. Aflamarkið hjá okkur er 1.600 tonn og af því eru eftir rúm 600 tonn og árið enn ekki hálfnað, sagði Kristján. Hins vegar kemur þetta kannski til með að endast út árið, þar sem skipið á eftir að fara í klössun og verður stopp í a.m.k. 4—6 vikur þess vegna. Aðspurður um sögusagnir um smáfískadráp og að fiski væri fleygt, sagðist Kristján telja að þetta væri mjög orðum aukið og væri t.d. engum fiski hent hjá þeim á Hólmanesinu, enda eins gott að nýta fiskinn, eins og að henda honum, þegar hvort eð er er búið að drepa hann. Þegar Kristján var spurður um Hólmanesið að taka kassa við bryggjuna á Eskifirði. tekjurnar, sagði hann að tekjurnar hefðu verið svipaðar þessi tíu ár, sem hann hefði verið á togaranum og lítið farið fyrir launahækkun- um. Þá sagði hann það vera hart, þegar sjómenn þyrftu að greiða með vinnu sinni, á þann veg, að áður en afli kæmi til skipta, væru tekin 24% af aflaverðmæti, sem rynnu óskipt til útgerðar til greiðslu kostnaðar. Ennfremur sagði Kristján það var ótækt, að sami aðili væri bæði í útgerð og ræki fiskvinnslu og sæti á þann veg báðum megin samningaborðs- ins þegar samið væri um fiskverð. Hefðu ókostir þessa fyrirkomu- lags sýnt sig, þegar tilraun var gerð til fijáls fískverðs, en þessir aðilar, sem ráku bæði útgerðina og fískvinnsluna, greiddu alltaf lágmarksverð fyrir fískinn. Kristján, sem er stjómarmaður í sjómannadeild verkamannafé- lagsins Árvakurs á Eskifirði, sagði að helsta áhugamál sitt Morgunblaðið/Ingólfur Friðgeirsson Kristján Sigurðsson háseti á Hólmanesi SU. hvað varðaði réttindamál sjó- manna væri að starfsreynslan yrði einhvers metin og fylgdi sjó- manninum en ekki útgerðinni. „Ef ég hætti á Hólmanesinu núna og færi í skipsrúm hjá einhverri ann- arri útgerð, þá félli 16 ára starfs- reynsla mín niður og yrði einskis metin og ég sæti við sama borð og nýliði, sem væri að byija til sjós. Þessu þarf að breyta," sagði Kristján Sigurðsson að lokum. Ingólfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.