Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 ? * R Morgunblaðið/BAR Signin GK kemur að landi með fyrsta humaraflann til Grindavíkur tveimur dögum eftir að veið- itíminn hófst. Aflinn var um 700 kg. GRINDAVÍK: Bátamir skrýðast sumarbúningi Grindavík baðar sig í sólinni. Uppi í þorpinu eru ungu stúlkurnar komnar í vist og aka nú börnum i kerrum og vögnum, skólinn er búinn. Inn um dyr f iskvinnsluhúsanna sér djarfa fyrir þeim eldri, sumarvinnan er haf- in. Nokkrir bátar eru við bryggjurnar, karl- arnir að gera klárt fyrir næstu törn að lok- inni vertíð. Það er ýmist humarinn eða djúp- rækjan sem stefnt er á. Þeir minnstu á færi eða snurvoð. Vetrarhamurinn er fallinn af bátunum, netapallamir komnir í hús, trollin á bryggjunni, málningarpenslar á lofti, smám saman færast bátamir í sumarskrúðann. Strákar, sem era ekki nógu gamlir til að vera í vinnu, taka hálfleik í fótboltanum. Þeir setja tuðruna á bögglaberann og hjóla niður á bryggju til að fylgjast með. Þegar ekkert nýtt er að gerast byijar boltinn aft- ur. Morgunblaðsmenn koma á bryggjuna tU að spjalla við sjómenn og verða óvænt vitni að árstíðaskiptum atvinnulífsins í sjávar- plássinu: Sumarið siglir inn í höfnina með Sigrúnu GK 380. Þeir era að koma með fyrsta humaraflann sem berst að landi í ár. Látum hveijum degi nægja sína þjáningu V ÖRÐUFELLIÐ liggur við bryggjuna og mannskapurinn er að taka netin í land, síðasta neta- róðrinum er lokið að þessu sinni. Þetta er 15 tonna frambyggður bátur, fjórir á. Guðmundur Tóm- asson skipstjóri og Einar Bjarna- son vélstjóri keyptu bátinn fyrir átta mánuðum. Við spyrjum þá hvernig hafi gengið. „Vertíðin var í sjálfu sér ekkert burðug, þetta eru ekki að verða neinar vertíðir. Afkoman fer al- mennt frekar versnandi, bæði frá sjónarhóli útgerðar og sjómanna. Okkur g^kk þó þokkalega núna miðað við aðstæður, hefði getað verið verra. Við höfum fengið rúm 160 tonn,“ segir Guðmundur. „Það nægir til þess að halda bátnum, en það leyfír ekkert af því.“ „Við förum kannski á dragnót," segir einar þegar þeir eru inntir eftir hvað taki við að lokinni neta- vertíðinni. „Það er þó ekki ákveðið enn. Við eigum ekki eftir nema um 20 tonn af þorskkvótanum, þannig að það má segja að við séum hálf bjargarlausir. Ég held að maður láti bara hverjum degi nægja sína þjáningu." Guðmundur bætir við: „Nú er engin Eldeyjarrækja svo að ekki Einar Bjarnason vélstjóri. veiðum við hana. Við eigum rækjuk- vóta, en getum ekki notað hann og við getum notað þorskkvóta en höf- um hann ekki, þannig er nú ástand- ið. En ætli þetta bjargist ekki, ger- ir það það ekki alltaf?" Og þeir fé- lagar kváðust ekki enn að minnsta kosti hafa ástæðu til mikillar svart- sýni, í öllu falli dygði síst að gefast upp og að þeim töluðu orðum sneru þeir sér aftur að bátnum. Nóg að gera við að koma netunum í land og dytta að eftir vetrarátökin. Guðmundur Tómasson um borð i Vörðufellinu. Morgunbiaðið/BAR Hér byggist allt á sjósókn Fisk- markaðir erutil bóta HRAFN Sveinbjarnarson IH er einn af stóru bátunum i Grindavík. Þar er verið að draga togvíra um borð og greinilegt að nú á að skipta um veiðiað- ferð. Troll á bryggjunni og menn á hlaupum, aðgæta hvort nokk- urs staðar er snurða á víraum. Einn þarf ekki að hlaupa, hann lítur eftir víraum á dekkinu og hefur góða yfirsýn þar sem hann tyllir sér á rekkverk og horfir yfir sviðið. Þar er Sigurður Vil- hjálmsson, annar vélstjóri, og þar sem hann virtist mundu sitja kyrr næstu mínúturnar, var hann tekinn á tal. „Ég hef verið á sjó meira og minna síðan ’81,“ segir Sigurður. „Það er ágætt starf sem slíkt, en svo sem ekkert gott fyrir flölskyldu- menn, maður er svo mikið að heim- an. En það er mjög gott hvað mað- ur getur þó tekið sér góð frí inn í milli. Launin eru það góð á meðan maður er á sjó, að það er hægt öðru hveiju. Hafa launin breyst eitthvað síðan hann byijaði á sjó? „Launin eru eins góð og áður, þau fara eftir fískiriinu. En kjörin að öðru leyti versna alltaf. Fisk- markaðimir eru þó til mikilla bóta. Við löndum öllu á markaðinn, það Sigurður Vilhjálmsson er betra, fáum hærra verð fyrir físk- inn.“ Sigurður gefur vímum auga á meðan hann talar, það má ekki allt fara í hnút vegna málgleði. Þeir eru að skipta yfír á troll þylq'umst við vita. Hvað á að fara að veiða? „Það er rækjan. Við vorum á netum og það var frekar tregt. Næst er það rækjan fyrir norðan. Mér líst ágætlega á það. Hefur verið góð veiði fram að þessu. Við verðum fímm um borð og sjö á, þannig að alltaf verða tveir í fríi og það er mjög gott, þá er hægt að vera eitthvað heima," segir Sig- urður Vilhjálmsson og er nú ekki lengur til setunnar boðið, vírinn kominn um borð og verk að vinna, rólega stundin er liðin. Það er fimmtudagur og tveir dagar liðnir af humarveiðitíman- um. Nokkrir bátar komnir út og hinir að Ijúka við að gera klárt. Við bryggjuna er Máni GK og skipverjar að leggja sfðustu hönd á undirbúninginn fyrir humar- veiðina. Þeir ætla að fara út á hádegi. Við hittum fyrir Guðlaug Gústafsson stýrimann og tökum tali. Guðlaugur hefur stundað sjóinn síðan 1963, að undanskildum tveim- ur árum í landi. Hefur mikið breyst á þessum tíma? „Já, það hafa orðið breytingar. Guðlaugur Gústafsson stýrimaður Þetta er engin vertíð orðin núna hjá því sem var. Það var mjög tregt í vetur,“ segir Guðlaugur. „Að- búnaður er nú svipaður á þessum minni bátum og ósköp svipað að róa og kjörin hafa ekki batnað mik- ið.“ Er betra í landi? „Ég hef nú ekki fylgst svo vel með hvemig kaupið er í landi. Þar er nú ekki mikið að hafa nema þá verkamannavinnu. Maður hefur það Jíklega heldur skárra á sjónum. í svona minni plássum eins og hér byggist allt á sjósókn. Það getur líka gefíð vel af sér, til dæmis á humamum. á Mána frá Grindavík. Núna aftur á móti lítur ekki eins vel út með hann. Það hefur engin hækkun orðið á verðinu í krónutölu og kvótinn hefur minnkað. Við vor- um með rúmlega tólf tonna kvóta í fyrra og fengum tvö og hálft tonn í fyrsta róðrinum. Núna höfum við hálft tólfta tonn, þannig að það verður minna út úr þessu að hafa núna. Svo koma skattamir, þetta nýja kerfí er ívið þyngra, það er alveg tilfellið. Það getur þó komið sér vel ef stökkbreytingar verða á tekjunum, en ég sé varla að það verði, þessu er öllu stýrt með kvót- um,“ sagði Guðlaugur Gústafsson. Morgunblaðið/BAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.