Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 4 B REYKJAVIK: ENNER ROIÐ ÚTÁSVIÐ Ætla má að landsmenn þekki höfuðborgina Reykjavík. Ef ekki á annan hátt þá af afspurn. En skyldu landsmenn þekkja jafn vel útgerðarbæinn Reykjavík? Það er algengara að nefna önnur bæjarfélög í sömu andránni og útgerð skipa og sjósókn ber á góma, en þrátt fyrir það er höfuðborgin á meðal helstu útgerðarbæja landsins. í Vesturhöfninni eru að jafnaði alls kyns skip og bátar: Trillur, vertíðarbátar, togarar og hvalbátar. Þar eru líka flutningaskip og stundum koma seglskip í heimsókn. Sundahöfnin er aðsetur flutningaskipa og þangað koma skemmtiferðaskip með ferðamenn. Borgarbúar sjást oft aka um bryggjurnar og hafnarsvæðin og virða fyrir sér athafnalífið. Það er kjörin afþreying, þar er oftast eitthvað nýtt að sjá, eitthvað að gerast. Skip að koma eða fara. Nýstárleg skip frá framandi þjóðum. Dularfull rannsóknarskip og herskip grá fyrir járnum. Innan um risana skjótast litlar trillur. Stundum er jafnvel hægt að vera svo heppinn að sjá æfingu hjá Slysavamarfélaginu. Og öll heita skipin eitthvað. Sum bera jafnvel fleiri nöfn en eitt. Það má lesa söguna af kinnungnum, þar sem nýmálað nafn er ofan á upphleyptu eldra nafni: Þessi já, hann var einu sinni fyrir vestan. Sá er breyttur, búið að byggja yfir hann, komin ný brú. Smiðjukarlar draga á eftir sér kapla og slöngur, það neistar af þeim. Skipin taka á sig nýja mynd í höndum þeirra. Olíubáturinn leggur að síðu annars báts í sömu andránni og Morgunblaðsmenn koma niður á Grandann. Trilla kemur að landi með dagsaflann, hann er koma utan af Sviði. Við næstu bryggju er stór skuttogari að taka ís og kassa um borð. Hann rær lengra en út á Svið, það mið er geymt smábátunum. Miklar breytingar þegar gámamir komu JÓN Gunnlaugsson er stýrimaður og fór einn túr með Öskju í af- leysingu. Hann hefur annars verið hjá Eimskipum og er nýbyrjað- ur að sigla sem stýrimaður. Hann segist hafa farið einn túr á tog- ara og getur vel hugsað sér að prófa meira af því. Að öðru leyti hefur hann stundað farmennskuna, lengst af í millilandasiglingum, en er þó ekki ókunnur strandsiglingunum á Fossunum. Hann segir ekki vera mikinn mun á þessum siglingum og þá spyijum við hann, hvað sé best við farmennskuna. „í siglingunum finnst mér það vera að geta tekið sér góð frí inn í milli. Þó að maður sé kannski nokkra mánuði úti á sjó, kannski lítið heima, þá gat maður verið mánuð heima hjá sér. Það var ekki endilega eins og aðrir í sumarfríi. Þú ert kannski um hávetur í mánuð í fríi. Þetta fannst mér alveg ág- ætt.“ Hvað segir Jón Gunnlaugsson um kjör farmanna? „Ég er ósáttur við það að þurfa að vinna svona mikla yfirvinnu til að hafa sæmilegar tekj- ur. Mér finnst yfírvinna hafa verið of mikil, en það er auðvitað mis- jafnt eftir skipum." Líður vel á sjó Líður þér vel á sjó? er spurt og Jón þarf ekki að hugsa sig um svar- ið: „Já, manni líður nú ansi vel. Best kannski í millilandasiglingun- um þegar verið er að fara frá landinu. Búið að lesta skipið og verið að halda út, þá líður manni vel.“ Löngum hafa sögur farið af æv- intýrum farmanna, þeir sigla til framandi landa og hafa komið í ólíklegustu heimshom. Er ennþá ævintýrablær yfir farmennskunni? „Það eru alltaf einhverjar uppákom- ur,“ segir Jón. Hann hugsar sig um svolitla stund og segir svo: „Nei, þetta er auðvitað ekki eins og það var. Nú er miklu meira stress. Það urðu miklar breytingar þegar gám- amir komu. Tíminn í höfnum stytt- ist niður í ekki neitt. Það er í mesta lagi að menn komast í land nokkra klukkutíma í erlendum höfnum." Ekki hefur allt breyst „Þó hefur ekki allt breyst," held- ur Jón áfram. „Ég var í vetur í síldarflutningum til Múrmansk. Þar fengum við alveg átta til níu daga stopp. Það em svona siglingar sem maður getur fengið almennileg stopp í.“ Hvemig var að vera í Múrmansk? „Það var svona í lagi. Það er allt orðið miklu frjálslegra þama úti í Sovétríkjunum. Ég kom þama síðast ’83 og maður finnur þama mikla breytingu, á öllu. Gorbatsjov virðist svona vera að hræra upp í þessu. Þama er verið að vinna allan tímann, allan sólarhringinn. Menn standa vaktir. Það geta þó komið stopp í milli og þá gátu menn skroppið í land að viðra sig.“ Jón Gunnlaugsson Svavar Ágústsson á Rúnu RE. Morgunblaðið/Þorkell Kvótinn er allt- afoftitill ÞAÐ ER verið að setja olíu á Rúnu RE, þeir þekkjast og gera að gamni sinu karlarnir á oliubátnum og Rúnumenn. Búið að landa og spúla. Smám saman færist ró yfir bátinn. Við stigum inn í stýris- húsið og setjumst að Svavari Ágústssyni skipstjóra. Báturinn er orðinn 16 ára, fyrsti báturinn sem smíðaður var hjá Vör á Akureyri. í stýrishúsinu er skjöldur með nafni báts, smíðastöðvar og ártali. Þá var nafnið Sjöfn og einkennisstafimir ÞH. Þetta er 26 tonna bátur og í stýrishúsinu er þröngt, það gera tækin. Svavar hefur tekið tæknina i sina þjónustu, þaraa era litamælar og lorantæki, skjáir sem koma ókunnuglega fyrir sjónir þeirra sem ekki hafa stund- að sjóinn eða kynnt sér búnað báta. Við spyrjum Svavar hvernig sjómennskan hafi byijað hjá honum. „Ætli ég hafi ekki byijað á grá- sleppubát heima svona ellefu, tólf ára. SÍðan fór ég hingað suður, ég átti þá heima úti í sveit, norður í Steingrímsfirði. Ég var fjórtán ára gamall þegar ég kom suður. Þá byrjaði ég á síld með bræðrum mínum á sumrin. Síðan hélt þetta áfram og ég hef verið á sjó síðan." Komnir með 250 tonn Leiðin hefur legið frá gráslepp- utrillu norður í Steingrímsfírði upp í skipstjórastól á Reykjavíkurbát, á hann bátinn sjálfur? „Við eigum hann ég og vélstjór- inn,“ segir Svavar og við snúum talinu að því hvemig gangi með útgerðina. Þeir hafa átt bátinn í átta ár og gengið yfirleitt vel. Hvemig veiðist? „Við emm á netum núna. Það var fremur léleg vertíð framan af, en hefur verið ágætt núna þennan mánuð, mjög góð veiði. Við sækjum héma norður í flóa, svona miðjan flóa, þijá tíma rnikið." Hvemig koma þeir út úr kvóta- Hér á ströndinni er tölu- vert mikil yfirvinna STRANDFERÐASKIPIÐ Askja liggur við bryggju og starfsmenn Ríkisskipa ferma hana af miklum móð. Grétar Þorsteinsson háseti er í kaffi og við tyllum okkur hjá honum. Skipið ómar af vinnu. Þungir dynkir þegar gámar hlassa sér niður í sæti sín, snark í labbrabb tækjum, lyftari dynur í lestinni. Askja fylgir strangri áætlun og þá þýðir ekki að vera með neinn seinagang við hleðsl- una. Grétar hefur verið tæp þijú ár hjá Ríkisskipum. „Sennilega tæp fimmtán ár í það heila á sjó, á fragt- skipum og á Þór.“ Hvemig líkar honum þetta starf? „Ja, sæmilega vel bara. Maður er náttúrulega aldr- ei fyllilega ánægður með kjörin, þau mega alltaf vera betri." Þar sem Grétar hefur verið í millilandasiglingum líka, fýsir okk- ur að vita hveiju munar að vera í strandsiglingum við ísland. Er það betra? „Já, að því leyti til, að þetta Grétar Þorsteinsson em mun styttri túrar, svona kring um vika. Maður kemur alltaf heim og stoppar í einn til einn og hálfan sólarhring, það er svolítið breyti- legt. Svo em alveg föst frí. Siglum þetta ijóra túra og svo einn í fríi. Maður er miklu meira heima og fyrir fjölskyldumenn er þetta mun betra. Og hér á ströndinni er tölu- vert mikil yfirvinna. Tekjumar nást töluvert góðar.“ Býst hann við að verða lengi í þessu starfi? „Ja, ég þori nú ekki að segja um það hvað ég verð lengi. Ég hef ekki hugsað mér neitt til hreyfings ennþá að minnsta kosti. Og þetta er gott skip, hefur reynst ágætlega." Grétar hefur ákveðna skoðun á gildi sjómannadagsins fyrir stétt- ina: „Sjómannadagurinn er mikil- vægur,“ segir hann. „Þetta er dag- ur okkar sjómanna og á þessum degi minnumst við félaga okkar sem hafa farist og við heiðrum gamla sjómenn sem hafa lagt allt sitt ævistarf í sjómennsku, kannski fjör- utíu til fimmtíu ár. Þeir hafa skilað miklu þeir menn og það er ekki of mikið að taka einn dag á ári til þess að halda hátíðlegan í nafni sjómanna." dæminu? „Ja, hann er alltaf of lítill fyrir okkur. Við þurfum alltaf að kaupa annað eins eða fiska fyrir aðra. Við erum líklega með 350 tonna kvóta núna, með ýsunni og erum líklega komnir með rúm 250 tonn núna.við höfum fengið þetta fimm, sex hundruð tonn á ári,“ segir Svavar og er á honum að skilja, að hann sé ekki alls kostar ánaégður með þær skorður, sem kvóti setur honum. Þeir eru á netum og við spyijum um áframhaldið. Settir út á kantinn „Við verðum eitthvað fram í næsta mánuð á netum. Síðan förum við á snurvoð eitthvað, en við erum nú illa settir þar því að við fáum ekki að vera hér í flóanum. Það eru bará alltaf sömu bátamir sem fá það leyfi. Við erum bara settir út á kantinn í þeim málum. Við verðum að vera fyrir utan línu sem er dreg- in frá Garðsskaga í Gölt, sem sagt með suðurströndinni og vestur á Breiðafjörð. Þar er lítið að hafa fyrir þessa báta þegar komið er fram í júlí.“ Við spyijum Svavar hvort afkom- an sé önnur nú en fyrir átta árum þegar þeir keyptu bátinn. „Þetta hefur verið mjög svipað á þessum tíma. Við áttum fyrst tólf tonna bát. Það gekk ágætlega á hann líka. Maður fær meiri afla á bát af þess- ari stærð." Hve margir eru í áhöfn báts af þessari stærð? „Við erum fimm á núna, vorum sex þegar við byijuð- um með bátinn. En eftir að kvótinn kom á, þá fækkuðum við um einn.“ Siglum beint að baujunni í svartamyrkri Tækin í stýrishúsinu vekja at- hygli okkar, hafa þau mikið að segja? „Já, það er sérstaklega lit- mælirinn, hann hefur breytt miklu. Hann hjálpar okkur að eltast við fiskinn. Og loraninn, hann hefur miklu breytt. Hann er tengdur við plotterinn hérna. Við getum stað- sett miðin það nákvæmlega, að þegar við þurfum að finna net í sjó, þá getum við siglt í svarta- myrkri að baujunni, alveg upp á metra. Það er mikill munur frá því sem var.“ Að lokum er Svavar spurður um sjómannadaginn, hvaða þýðingu hefur slíkur dagur í hans augum? „Þetta er það sem við lifum af, því ekki að halda upp á það?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.