Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 16
16 B t MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 Sagan enduwmar íTumluísimi íNeðstakaupstað Sagt frá heim sókn í sj óminj asafnið á ísafirði, eitt sérstæðasta safn landsins ÞAÐ verður væntanlega mikið um að vera á ísafirði þessa helgina, þegar þess verður minnst að hálf öld er liðin frá því að sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á tveim- ur stöðum á landinu, á ísafirði og í Reykjavík. Vestfirðingar munu m.a. fagna afmælinu með þvi að taka í notkun stórmerkilegt sjóminjasafn, sem komið hefur verið fyrir í gamla Turnhúsinu í Neðstakaupstað ísafjarðarbæjar. Gamall draumur margra Vestfirðinga er þar með orðinn að veruleika og fyrir landsmenn alla er hér á ferð atvinnusögulegur viðburður. Líklega státar ekkert byggðarlag af jafn mörgum sögulegum munum frá sjósókn og fískverkun íslend- inga í fyrri tíð og einmitt Vestfírð- imir. í sjóminjasafninu í Tumhús- inu munu menn geta skyggnst inn í'gamla verbúð og skoðað þar ýmsa muni er tengdust verbúðalífi hér á ámm áður. Þama er líka að fínna ýmis veiðarfæri frá tímum árabáta- útgerðarinnar — t.d. hákarlaífærur og sóknir, svo og bólfæri ýmiss konar. Einnig getur að líta í safninu áhöld sem notuð vom í iðngreinum sem þjónuðu aðallega útgerðinni, en em nú horfnar eða að hverfa — áhöld er tengdust beykisiðninni og skipasmíðum þegar unnið var með tré. Einnig má fá innsýn í netagerð ;jg seglasaum á ámm áður. Ýmsir munir tengjast líka dögun tækniald- ar í sjávarútvegi og m.a. má í einu hominu fínna köfunarbúnað frá Guðmundi Marsellíusarsyni, bæði hlutir sem hann notaði sjálfur en einnig Eggert B. Lámsson og þar áður Bárður G. Tómasson, skipa- Morgunblaðið/Hrafn Snorrason Ekki er að efa að ungviðinu mun finnast mikið koma tíl kafarabúnaðarins, sem Guðmundur Marsel- liusarson gaf safninu og hefur verið komið upp í einu hominu. Vestfirðingar hafa löngum verið : slungnir netagerðarmenn og því má fá innsýn í þróun þeirrar iðn- greinar á sjómiqjasafninu vestra. verkfræðingur, sem var einn af fmmkvöðlum Byggðasafns Vest- fjarða og einna fyrstur manna til að viðra hugmyndir um sjóminja- safn. í safninu rekast menn líka á kúfískplóg, áreiðanlega hinn fyrsta sem smíðaður er hér á landi og er smiðurinn Sumarliði gullsmiður í Æðey. -Þá er ógetið gamalla fjar- skipta- og fískileitartækja sem í notkun vom hér í fískiskipaflotan- um fyrir fáeinum áratugum. Vistarverur við hæfi En þótt merkilegir munir séu vissulega aðal góðs sjóminjasafns, skiptir aðsetur þess og umhverfí ekki síður máli. Tæpast er unnt að hugsa sér verðugri vistarverur og stað fyrir sjóminjasafn heldur en Tumhúsið í Neðstakaupstað á :::•"• <•■.:•: Sjónúnjasqfhið opnað ídag Tjöruhúsið eða Beykisbúðin sést hér til hægri á myndinni. Þetta er elsta hús landsins — frá 1734 — og nú liggur fyrir að hefja endurbyggingu þess. Þar kemur til álita að koma upp einhverri aðstöðu fyrir handiðnað af einhveiju tagi og/eða veitingastarfsemi. Jón Páll Hall- dórsson segir frá uppbyggingunni í Neðstakaupstað og hvers vegna þykir við hæfl að opna sjóminja- safnið í Tum- húsinu á hátíðis- degi sjómanna , UPPBYGGING Neðstakaupstað- ar á ísafirði er áreiðanlega með umfangsmestu húsfriðunarfram- kvæmdum sem ráðist hefur verið í af nokkru bæjarfélagi hér á landi. Af hálfu kaupstaðarins hefur Húsfriðunamefnd ísa- fjarðar haft umsjón með þessum framkvæmdum en formaður nefndarinnar er Jón Páll Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Norðurtangans, en hann er jafn- framt formaður sljómar Byggðasafns Vestfjarða. „Það var fyrir 12 árum eða árið 1975 að bæjarstjóm ísafjarðar- kaupstaðar samþykkti friðlýsingu elstu húsa bæjarins að tillögu Guð- mundar Sveinssonar frá Góustöð- um,“ sagði Jón Páll Halldórsson í samtali við Morgunblaðið. „Sam- þykktin fól í sér friðlýsingu þessara fjögurra húsa í Neðstakaupstað og að auki friðlýsingu Faktorshússins í Hæstakaupstað. Húsin eiga það öll sammerkt að vera frá 18. öld — húsin í Neðstakaupstað eru öll reist af dönskum einokunarkaupmönn- um en Faktorshúsið í Hæstakaup- stað er aftur á móti byggt af Björg- vinjarkaupmönnum, sem stofnsettu hér verslun í lok 18. aldar." Jón Páll segir að þegar endur- bygging húsanna í Neðstakaupstað hafi byrjað 1977, hafi verið sett á laggimar Húsfriðunamefnd ísa- fjarðar. „Af hálfu bæjarstjómar vomm við Gunnar Jónsson tilnefnd- ir í þessa nefnd en Sögufélag ís- fírðinga tilnefndi Guðmund Sveins- son. Við fráfall Guðmundar var Ásgeir S. Sigurðsson tilnefndur í nefndina af Sögufélaginu. Húsfrið- unamefndin hefur allt síðan haft yfímmsjón með uppbyggingu frið- lýstu húsanna, en tæknilegur ráðu- nautur hennar hefur verið Hjörleif- ur Stefánsson, arkitekt." Að sögn Jóns Páls hefur síðan frá 1977 verið unnið á ári hveiju að endurbótum og viðgerð þessara gömlu húsa. „Það var byijað á end- urbyggingu Faktorshússins, þar sem það var mjög illa farið, hafði staðið tómt um tíma og var byrjað að skemmast. Síðan var Tumhúsið tekið fyrir og því næst Krambúðin. Framkvæmdum við þessi þijú hús er nú að verða lokið. Þá er eftir Tjömhúsið eða Beykisbúðin, sem er elst þessara húsa og jafnframt elsta hús landsins — frá árinu 1734. Þar er ekkert byijað að ráði, en þama er um að ræða samskonar byggingu og Tumhúsið, bjálka- byggt í sama stíl.“ Vin í bæjarlífinu Jón Páll segir ekki afráðið hvaða hlutverki 'Ijömhúsið muni gegna þegar endurbótum á því lýkur, en ýmsar hugmyndir hafa verið á lofti. „Menn hafa verið að velta fyrir sér hvemig best væri að glæða það hús lífi, t.d. hvort unnt væri að koma þar fyrir einhveijum handiðnaði," segir Jón. „Ýmsir hafa líka verið að gæla við þá hugmynd hvort unnt væri að koma þama fyrir einhverri veitingastarfsemi, en eftir er að sjá hvort það er raunhæfur möguleiki. En allténd dreymir okkur um að bæjarbúar leiti hingað niður í Neðstakaupstað á góðum sumar- dögum, að staðurinn vakni og verði sú vin í bæjarlífinu sem fólk fýsir að heimsækja." Endurbætumar á húsunum í Neðstakaupstað hafa verið fjárfrek- ar. „Bærinn sjálfur hefur varið til þessa verulegum flármunum, svo líklega hefur ekkert bæjarfélag á landinu, nema ef vera skyldi Reylgavík, lagt meira fé í endur- byggingu sögufrægra húsa en ísa- fjörður," segir Jón Páll ennfremur. „Að auki hafa ýmsir sjóðir styrkt þetta framtak myndarlega, t.d. Byggðasjóður, Þjóðhátíðarsjóður, Húsfriðunarsjóður, en einnig höfum við fengið sérstakar flárveitingar frá Alþingi á flárlögum til fram- kvæmdanna. Mér telst til að alls hafí verið varið um 15 milljónum króna til endurbyggingarstarfsins,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.