Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 W 71 Bara betra að vera einn Selfossi. SMÁBÁTAÚTGERÐ fer vaxandi Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Sveinn Garðarsson í víraslag. frá Þorlákshöfn þrátt fyrir að aðstaða sé þar ekki sem best fyrir minnstu bátana. Nú stunda um 15 smábátar sjó frá Þorláks- höfn. Einn smábátaeigenda er Bjami Þórarinsson sem býr á Selfossi. Hann á nýjan Sómabát, Unni ÁR- 7.„Við erum héma suður á Selvogs- banka og það hefur verið sæmilegt fískirí þegar hefur gefíð en það hafa verið lélegar gæftir í maí,“ sagði Bjami. „Blessaður vertu, það er bara betra að vera svona einn, þá þarf maður engan að ræsa og ekkert að hafa áhyggjur af öðrum. Maður getur farið þegar manni sýnist og komið þegar maður vill í land," sagði Bjami. Hann var að undirbúa ferð austur með ströndinni á ein- hvem lygnan stað, sennilega undan Eyjafjöllunum þar sem oft er lygnt í norðanátt. „Báturinn planar fínt með 1.600 kíló og getur tekið þetta í kringum tvö tonn í lestina," sagði Bjami að skilnaði og veifaði glaðlega á leið út. — Sig. Jóns. Bjarni Þórarinsson með bitakass- ann á leið um borð. Splunkunýr smábátur sjósettur í Þorlákshöfn, þar sem smábátaút- gerð fer ört vaxandi. Nú lentuð þið á Stakkanesinu í vandræðum í ísnum um daginn, hvemig var það? „Já, við keyrðum á jakaskratta sem reif gat á stefnið. Það vildi til að við vomm með auka bensíndælu um borð og hún bjargaði okkur. Ef dælan hefði ekki verið er óvíst hvemig farið hefði. Það er svolítið gaman af því að aðstoðarfram- kvæmdastjórinn vildi endilega setja þessa dælu um borð og var svo skammaður fyrir. Ég held að þeir séu alveg hættir að skamma hann núna eftir að þetta kom upp á.“ Hvemig em launin á rækjunni, Sveinn? „Þau em ágæt ef eitthvað fískast. Það er bara þessi andskot- ans skattprósenta sem ætlar alla að drepa. Hún er alltof há.“ Hvar byijaðir þú til sjós? „Ég byijaði 14 ára á Dagný frá Siglufirði. Þetta var sumarið ’49 og við vomm á síld. Við fengum ekki bein úr sjó allt sumarið og það kom allt fyrir sem fyrir gat komið. T.d. misstum við annan nótabátinn. Hann sökk bara við síðuna í blíða- logni. Það kom svo í ljós að stefnið fór bara úr honum. Annað sinn köstuðum við á ufsatorfu sem var sennilega heil fermfla að stærð, en eftir sólarhrings puð fengum við ekki nema 10-15 físka. Annars held ég að ég hafi aldrei hrokkið eins illa við og þetta sumar á Dagný. Þetta var held ég á Bakka- flóanum og við vomm að dóla um í þoku í leit að sfld. Karlamir vom frammí að spila brids e_n ég, 14 ára pattinn var við stýrið. Ég vissi ekk- ert um hvemig á að stjóma skipi og nýbúinn að læra muninn á stjór og bak. Þegar ég lít svo út um gluggann sé ég hvar ríðandi menn vom við hliðina á bátnum. Ég var þá kominn alveg upp í fjöm með bátinn. Ég beygði frá í ofboði og fór svo frammí og spurði karlana hvort þeir hefðu nokkum áhuga fyrir að fara í göngur. Annars hef- ur þetta alltaf gengið skítsæmilega hjá mér, nema í bönkunum, mér hefur alltaf gengið illa að físka þar.“ Ó.B. FYLKIR LTD. KYNNIR Lægri löndunarkostnað hjá Grimsby Port Services Ltd.* Dæmi Áður: Núna! Þú sparar!! 1000 kassar £3.400 £3.008 £392/1000 kassar 2000 kassar £6.800 £5.503 £1.297/2.000 kassar 2500 kassar £8.500 £6.750 £1.750/2.500 kassar *Dœmin sýna kostnað við löndun, verkstjórn og þrif á kössum. Athugið: A.B.P. hafnargjöld í Grimsby eru núna £6.84 (£8.80 íHull) per nettó tonn og A.B.P. vörugjald í Grimsby er £21.47 (£21.72 í Hull) per tonn affiski. GÓÐAR FRÉTTIR! NÚNA ER FYLKIR LTD. FÉLAGI ÞINN HJÁ GRIMSBY PORT SERVICES LTD. Jón Olgeirsson, FYLKI LTD Hinn 16. desember 1987 gerðist Fylkir Ltd. hluthafi í nýju löndunarfyrirtæki, Grimsby Port Services Ltd. Viðskiptavinir okkar hafa þannig eignast talsmann á öllum stöðum frá löndun til sölu. Petta þýðir að einokun á löndunarþjónustu í Grimsby hefur verið aílétt og að Fylkir tekur virkan þátt í samningum við hafnarverkamenn- ina, auk þess að hafa áhrif á verðlagningu allra verkþátta. Okkur hefur tekist að lækka heildarkostnað- inn verulega. Kassaleiga lækkar t.d. úr 90p í 40p á kassa. Pú borgar ekkert aukalega fyrir „A.B.P. Cleaning Buyers or Sellers“, né fyrir heilbrigðisvottorð: ekkert fyrir að gera skipið klárt eða fyrir öryggisgæslu! Allt þetta er inni- falið í þjónustu Grimsby Port Services Ltd. Pú sparar umtalsverðar upphæðir eins og sést á töflunni hér að ofan. Auk þessa bjóðum við hjá Fylki hagstæðustu kjörin á flutningi, losun, sölu og hreinsun kassa og gáma. Ertu með afla? Hafðu samband! FYLKIR LTD ÖRUGGASTA LEIÐIN AÐ SÖLUMETI WHARNCI.U'TE ROAD. FISH DOCKS. GRIMSBY. 'FEI.EX 527173 FYI.KIR G. BRETLANDI. PÓS FFAX 355134. SÍMAR: (90-44-472) 44721 og 353181. HEIMASÍMAR: 43203 (JÓN OI.GF.IRSSON) OG 823688 (ÞÓRARINN S. GUÐBERGSSON). ARGUS/SIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.