Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 18
18 B_______________________ Sagan endurómar sem enn standa. Byggingarstíll Tumhússins sker sig úr. Mér sýn- ist, að hér sé um að ræða foman byggingarstíl upprunninn frá Germönum í Mið-Evrópu. Minnir byggingarstíll Tumhússins á svo- nefndan „sparra-stova“-stíl (sperrustofustíl), eins og tíðkaðist á bændabýlum í Svíþjóð að fomu. Var þar lagður bjálki ofan á bjálka, sem læstir voru saman á homunum á sama hátt og sperrur. Sá eini munur er, að í Tumhúsinu er höggvinn viður, en í hinum fomu húsum var óunninn viður. Veggja- hæð var mjög lítil, en ris mikið ...“ t Jóhann Gunnar vitnar í bréf Sig- fúsar H. Andréssonar til sín varð- andi Turnhúsið en þar segir Sigfús: „Um byggingarstflinn á Tumhúsinu get ég auðvitað lítið sagt, nema það, að mér þykir líklegast að hús- ið sé búið til í Moss í Noregi, en sá bær er við Oslófjörð. Konungs- verzlunin hafði nefnilega föst við- skipti þar og flutti jafnan timbur beint þaðan til suður- og vestur- hafnanna á íslandi. Því má svo bæta við, að í einokunarsamningun- um við kaupmenn allt frá 1721 voru þeir hvattir til að kaupa timb- ur í Noregi og jafnframt tekið fram, að þeim sé leyfilegt að láta höggva þar til hús.“ * Jóhann Gunnar tekur síðan fram, að 1784-85 hafi konungur enn rek- ið verslun á ísafirði, konungsversl- unina síðari, og styrki það tilgátu Sigfúsar, að Tumhúsið sé tilhöggv- ið í Noregi. Sami byggingarstfll hafi tíðkast í Noregi og Svíþjóð á þessum tíma. Saga í hverjum bjálka og mun Eins og sjá má af því sem hér hefur verið rakið er Neðstikaup- staður sögustaður í fleiri en einum skilningi — ekki aðeins nátengdur útgerðarsögu íslendinga sem styrk- ist nú enn frekar með tilkomu sjó- minjasafnsins heldur ekki síður verslunarsögunni frá lokum einok- unnar fram á þessa öld og bygging- arsögunni eins og Hörður Ágústs- son hefur sýnt fram á. ísfirðingar eru sér sem betur fer að fullu með- vitaðir um þá sögulegu arfleifð sem þeir geyma. Neðstikaupstaður hef- ur verið friðlýstur og miklum fjár- munum varið til endurbóta á húsun- um og til að færa þau sem næst upprunalegu horfi. Þegar gengið er um sjóminja- safnið í Tumhúsinu í fylgd safna- varðarins Jóns Sigurpálssonar fer ekki hjá því að gesturinn fyllist þeirri tilfinningu að saga allra þess- ara mismunandi sviða — sjávarút- vegsins, verslunarinnar og húsa- gerðar — tali þama til hans úr hverjum bjálka og hverjum grip eða áhaldi, brotakennd í fyrstu én orðin að órofa heild í ferðalok. „Það ber að líta á sjóminjasafnið sem deild út frá byggðasafninu og allir munimir sem hér er að finna, em þangað sóttir,“ segir Jón Sig- urpálsson, þegar hann gengur með blaðamanni Morgunblaðsins um safnið. „Uppistaða byggðasafnsins er engu að síður munir sem tengj- ast sjósókn, útgerð og fiskverkun á einhvem hátt og í sjálfu sér eðli- íegt, því að hér stundaði fólk lengst af búskap og sjósókn jöfnum hönd- um, voru útvegsbændur. Hér í safn- inu er að finna mjög margt merki- legra muna frá liðinni tíð, muni sem líklega er óvíða að finna annars staðar. Til marks um það má nefna að mest af því myndefni sem Lúðvík Kristjánsson hefur notað í hið mikla rit sitt um sögu sjávarútvegs á Is- landi er sótt í þetta safn.“ Jón er hins vegar tregur til að nefna einhvem einn mun öðrum merkilegri en segir að safnið eigi að gefa allgott yfirlit yfir þau áhöld, tæki og veiðarfæri sem íslenskir sjómenn hafa notað frá því á fyrri hluta síðustu aldar og fram yfir fyrstu ár tæknialdar í sjávarútveg- inum. Sjóminjasafnið er á þremur hæðum í Tumhúsinu og á þeirri efstu em munir sem tengjast ára- bátaútgerðinni auk þess sem þar hefur verið komið upp lítilli verbúð. A miðhæðinni og jarðhæðinni er MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 Hér sést yfir hluta Neðstakaupstaðar á ísafirði. Sjóminjasafnið er í Tumhúsinu sem sést fyrir miðri mynd og þar við hún blaktir fáni Jörundar hundadagakonungs. Til vinstri er Faktorshúsið með íslenska fánann við hún en bláhvíti fáninn prýðir Krambúðina til hægri á myndinni. tækniöldin í birtingu. Þar eru líka sýnishom af netagerð, af beykisiðn, af seglasaum, beitingu, skipasmíði og hönnun skipa meðan tré var aðal byggingarefnið, svo að fátt eitt sé nefiit. í safninu hefur einnig verið komið upp spjöldum, þar sem verða settar upp gamlar ljósmyndir frá útgerðarsögu Vestij'arða. En hver er skýringin á því að Byggðasafn Vestfjarða er svo vel birgt af sjóminjum — er það af- rakstur markvissar söfnunar eða hafa Vestfirðingar verið hirðusam- ari á gamla hluti heldur en íbúar í öðmm landshlutum? „Ætli við get- um ekki sagt að hér komi hvort tveggja til. Vestfirðingar hafa verið tiltölulega fljótir að taka við sér, því að Byggðasafn Vestfjarða er stofnáð þegar árið 1941. Upp úr miðjum sjötta áratugnum er Ragn- Hér sést inn í beykisbúðina en þar er að finna hluti frá Guðmundi Pálssyni, beyki, sem var margt til lista lagt og lagði m.a. fyrsta símann á íslandi. Á efstu hæðinni í Turnhúsinu er aö finna sitthvað frá árabátaútgerð- inni, t.d. gamlar hákarlaífærur og sóknir, og bólfæri ýmiss konar. ari Ásgeirssyni; ráðunaut, falið að fara hér víða ui|! norðanverða fírð- ina til að safna munum. Hann fór þá á flesta bæi, var vel tekið og kom með margt góðra muna úr þessum ferðum. Eftir þetta má segja að safninu hafí sífellt verið að berast gjafir og því verið að áskotnast sitthvað merkilegt allt fram á þennan dag, því að enn er ég að taka við ýmsum góðum mun- um,“ svarar Jón. Af bátum og brautarvagni Sumt af þessum gjöfum er stærra en svo í sniðum að þeir rúmist inn- an dyra í sjóminjasafninu. „Meðal þess sem safnið á er t.d. sexæring- ur og er hann reyndar fyrsti gripur- inn sem safnið eignaðist. Það var Bárður G. Tómasson, skipaverk- fræðingur, sem færði safninu þenn- an bát með rá og reiða til eignar en Bárður hafði fengið Jóhannes Bjamason, fyrrum formann í Bol- ungarvík og síðar skipasmið hér á ísafírði, til að smíða bátinn árið 1941. Bárður viðraði fyrstur hug- myndina að sjóminjasafninu og stóð fyrir samskotum til að kosta smíði bátsins," segir Jón. „Þar fyrir utan á safnið vélbátinn Tóta sem smíðaður var af Fali Jak- obssyni, skipasmið í Bolungarvík, en Tóti er einmitt fyrsti báturinn sem Einar heitinn Guðfínnsson, út- gerðarmaður í Bolungarvík, lét smíða fyrir sig. Þá er að nefna trill- una Gest frá Vigur sem þeir Vigurs- menn gáfu safninu en hún er smíðuð árið 1906. Loks er að nefna litla triliu, dæmigert Djúpmanna- far, sem smíðuð var af Helga Jóns- syni, bónda í Unaðsdal. Ætlunin er að koma öllum þessum bátum upp hér í Neðstakaupstað, nánar tiltekið hér á kambinum vestan við sjóminjasafnið." En það verða ekki aðeins gamlir bátar sem munu blasa við augum gesta utandyra í Neðstakaupstað heldur margt fleira sem tengist í senn útgerðarsögu fjórðungsins og merkilegum kafla í verslunarsögu þjóðarinnar. Til að mynda saltfisk- reit með áhöldum og búnaði, eitt- hvað í líkingu við það sem mátti finna á Skutulsfjarðareyrinni á dög- um Ásgeirsverslunar, þess mikla stórveldis í íslenskri verslun um og upp úr síðustu aldamótum. „Ás- geirsverslun eignaðist Neðstakaup- stað um 1883 og var hér eftir það aðal athafnasvæði hennar. Neðsti- kaupstaður er vagga saltfiskverk- unarinnar og héma voru mikil um- svif á þeim vettvangi eftir að Ás- geirsverslun hafði hreiðrað um sig á þessum stað. Saltfískreitimir vom héma ofar á eyrinni en þaðan vora lagðir teinar hingað niður í Neðsta- kaupstað og eftir þeim gekk braut- arvagn, ofan frá reitunum, í gegn- um Tumhúsið og fram á bryggju. Þessir teinar eru til og sömuleiðis vagninn, og nú liggur fyrir að koma þessu merkilega flutningatæki upp hér á lóðinni," segir Jón ennfremur. Beykirmn lagði fyrsta símann En þeir Ásgeirs-feðgar voru ekki aðeins athafnamenn á sviði fisk- veiða, fiskverkunar, kaupskipaút- gerðar, verslunar og útflutnings sjávarafurða heldur má einnig rekja til þeirra upphaf ijarskiptatækni á íslandi. „Ásgeir yngri varð fyrstur manna hér á landi til að leggja síma milli húsa. Þessi sími lá héðan úr Faktorshúsinu í Neðstakaupstað og upp í Miðkaupstað þar sem Ásgeir var með verslun sína. Þetta var árið 1889 og þessi sími er ennþá til hér í Faktorshúsi, tengdur og virkar eins og vera ber,“ segir Jón. „Það má minnast á í þessu sam- bandi að þegar þessi fyrsti sími var lagður, þá kunnu menn ekkert til verka í því efni. Ásgeir réð því til verksins Guðmund Pálsson, beyki, sem fórst það svo vel úr hendi að þegar Skúli Thoroddsen beitti sér fyrir lagningu Hnífsdalslínunnar árið 1892, var Guðmundur beykir aftur fenginn til þess verks. Guð- mundur hefur því verið nefndur fyrsti símalagningamaður landsins og það er því gaman að geta sagt frá því að það era einmitt tæki hans og tól við beykisiðnina sem við höfum sett upp hér á sjóminja- safninu." Og þræðir sögunnar teygja sig víðar, eins og kemur í ljós þegar Jón Sigurpálsson fer að lýsa þeirri ræktarsemi og þeim áhuga sem heimamenn á öllum aldri hafa sýnt sjóminjasafninu. „Það er til dæmis ekki lítils virði fyrir þetta safn, að hafa hér á ísafirði aðgang að hópi ungra áhugamanna um köfun," segir Jón. „Þeir hugsa jafnan til safnsins þegar þeir era að kanna undirdjúpin, og sækja fyrir okkur hluti niður á hafsbotn. Stundum era þessir hlutir, sem þeir færa okkur, engin smásmíði. Hér fyrir utan má til að mjmda sjá stýri af stóra erlendu kaupskipi, um átta metra langt. Þetta skip mun hafa strandað í Álftafirði í kringum aldamót, og þangað sóttu þeir stýrið. Þessir sömu menn hafa síðan fullan hug á því að finna fyrir safnið fyrstu aflvélina sem sett var í bát hér á landi." Leitin að fyrstu bátavélinni Þetta var árið 1902. Upphafs- maður þess var Arni Gíslason sem átti sexæringinn Stanley. Árni festi kaup á bátavél frá Möllerup-verk- smiðjunum í Esbjerg og var 19 ára danskur piltur, Jens Hansen Jessen, fenginn til landsins til að setja vél- ina í bátinn. Hann lauk því verki í nóvember sama ár eftir 2ja mánaða undirbúning og vinnu. Jessen kom aftur til ísafjarðar ári síðar, festi þar ráð sitt og settist að. Hann hóf rekstur vélsmiðju og hún er ekki talin eiga lítinn þátt í því hversu fljótt vélbátaútgerð tók við sér við ísafjarðardjúp. Þannig segir frá því í ísafold árið 1908 að á vertíðinni það ár hafí verið gerðir út um 40 vélbátar frá Bolungarvík, um 15 frá Hnífsdal og 40-50 frá ísaijarðar- kaupstað. „Það urðu hins vegar örlög Stanl- eys að báturinn slitnaði upp í vonskuveðri inni í Skötufírði haust- ið 1907 og sökk þar,“ segir Jón. „Það era þó til nokkuð traustar heimildir um það hvar báturinn liggur á hafsbotni og það svæði ætla nú kafaramir að kanna í von um að eitthvað finnist af vélinni. Óneitanlega væri gaman fyrir safn- ið að geta státað af þó ekki nema væri leifum af fyrstu vélinni sem sett var í íslenskan bát. En hvort sem þetta tekst eða ekki, þá er það vissulega uppörvandi að finna fyrir slíkum áhuga heimamanna fyrir sjóminjasafni sínu og hvemig þeir vilja veg þess sem mestan." Leyndardómar Turnhússins Það fer ekki framhjá neinum sem sækir heim Tumhúsið, húsakynni sjóminjasafnsins, að viðgerð þess og endurbygging hefur verið mikið verk og vandasamt, en árangurinn er líka eitt sérstæðasta og skemmti- legasta safnahús landsins. „Tum- húsið var ákaflega illa farið," segir Jón Sigurpálsson, þegar hann er beðinn að lýsa viðgerðinni. „Við byijuðum á því að setja ný fót- stykki undir allt húsið, því að þau sem vora fyrir, vora orðin illa fúin. Einnig var sett jám á þakið, enda þótt þar sé uppranalega tréþak, lflct og á öllum þessum húsum. Það var hins vegar talið rétt að setja þama á jám vegna þess að þakflöturinn er svo mikill að viðhaldskostnaður við það yrði vafalaust óheyrilega mikill, ef tréð yrði haft óvarið. Á hinn bóginn er uppranalega tré- klæðningin undir jáminu og því er vel hægt að rífa jámið af og færa þakið í uppranalegt hórf, telji menn sig á einhverju stigi hafa ráð á þeirri viðhaldsvinnu sem því yrði sam/ara." Jon segir ennfremur, að úrvals- menn hafi fengist til að sinna við- gerðar- og endurbótastarfinu í Neðstakaupstað. „Mest hefur þó mætt á Arnóri Stígssyni, smið hér á Isafirði, sem lengst af hefur haft yfíramsjón með þessu verki. Eins og nærri má geta hafa komið upp mörg úrlausnarefni en Amór hefur haft ráð undir rifi hveiju og getað leyst öll slík vandamál farsællega, enda á hann stutt að sækja hagleik- inn — forfaðir hans var Stígur Stígsson á Homi, rómaður hag- leiksmaður á tré og jám, og ein- hver annálaðasti bátasmiður sem hér hefur verið uppi.“ Tumhúsið er nú á þremur hæðum og þar af era tvær efri hæðimar undir súð. Einkenni þess er þó tum- inn sem rís upp úr miðju þakinu og húsið dregur nafn sitt af. „Það hafa verið uppi bæði hægri sinnað- ar og vinstri sinnaðar kenningar um hlutverk þessa tums,“ segir Jón. „Annars vegar hefur það verið hald manna að farið hafi verið upp í tuminn til að líta eftir skipum en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.