Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 5. JUNI 1988 B BLAÐ VESTMANNAEYJAR: FERALDBEIÍFÝLU, SAMA HVER DJÖFULUNN GENGURÁ Rætt við Guðjón í Gerði sem hefur stundað sjóinn í 65 ár Hann er eitt af sterku ankerun um í mannlífi Vestmannaeyja, varð 80 ára 10. mai, og er búinn að vera sjómaður í 65 ár. Enn rær þessi aldna kempa sem er síungur þrátt fyrir háan aldur, alitaf hress og skemmtilegur og fetar leiðina sína daglega um bryggjur og bæ hvemig sem viðrar. Þessum indæla manni hefur aldrei fylgt hávaði, en þó er bræla í röddinni, harður tónn eins og í norðanþytnum við Kleif- ar. Hjartalagið er hins vegar í takt við sunnanvindinn, hlýtt og aðlaðandi. Stóisk ró hans er sér- stæð og ef hann skiptir skapi þá rifst hann ekki, hefur þótt far- sælla að leggja sig og sofa úr sér ólundina og ergelsið og þarf ekki nema stutta kríu til. Guðjón Björnsson, eða Gaui gamli í Gerði eins og vinir hans kalla hann dags daglega, fæddist 10. maí 1908 í Gerði í Vestmannaeyjum. Þá var þar drífandi búskapur, 30 kýr og hörkufólk á Gerðis- býlunum, þvi þaðan hafa komið traustustu stofnar. Ungur nam Gaui þvi markviss vinnubrögð án allrar ævintýramennsku. Sjá næstu síðu. Gaui og Siggi í Bæ i léttu spjalli á Bæjarbryggjunni. Morgunblaðið/Sigurgeir í Eyjum Jón Ingi og sá gamli i löndun Léttur og hress að vanda hvort sem hann er til sjós eða lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.