Morgunblaðið - 22.06.1988, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1988
27
Iðnó og Alþýðuhúsið
á Hverfisgötu til sölu
Reykjavíkurborg kaupir ekki Iðnó
Á AÐALFUNDI Alþýðuhússins hf. var endurnýjað umboð nefndar,
sem hefur það verkefni að kanna sölumöguleika á Iðnó og Alþýðuhús-
inu við Hverfisgötu 8-10. Hluthafar í Alþýðuhúsinu hf. eru Sjómanna-
félag Reykjavíkur, Verkakvennafélagið Framsókn, Dagsbrún og
Alþýðuflokkurinn auk fjölmargra einstaklinga að sögn Guðmundar
Hallvarðssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur. í svari
Davíðs Oddssonar borgarstjóra til áhugasamra einstaklinga um
rekstur hússins, kemur fram að kostnaðaráætlun við lokaáfanga
Borgarleikhússins sé um 250 milljónir króna og því muni borgin
ekki hafa hug á að leysa til sin eignina.
„Við höfum ekki efni á því, sem
verkalýðsfélög að eiga húseignir,
sem ekkert gefa af sér en auðvitað
ætti ríkið að kaupa Iðnó fyrir Leik-
listarskóla ríkisins," sagði Guð-
mundur Hallvarðsson en áætlað er
að Leikfélag Reykjavíkur flytji úr
Iðnó í Borgarleikhúsið að ári.
Þrír einstaklingar þau Inga
Bjamason, Berglind Jónsdóttir og
Atli Heimir Sveinsson hafa leitað
til Davíðs Oddssonar borgarstjóra,
vegan kaupa á Iðnó og rekstur
hússins. í svari borgarstjóra kemur
fram að kostnaður við íokaáfanga
Borgarleikhússins verði mjög mik-
ill. Benda fyrstu áætlanir til að
veija þurfi um 250 milljónum króna
til leikhússins árið 1989 ef ljúka á
verkinu á því ári.
„Jafnframt bendir margt til að
rekstur á leikhúsinu verði nokkuð
dýrari en kostnaður við núverandi
rekstur Leikfélags Reykjavíkur. Því
má vera ljóst að Reykjavíkurborg
mun ekki hafa hug á að festa fé
með því að leysa til sín núverandi
húsakynni Leikfélags Reykjavíkur
á sama tíma. Borgin lítur svo á,
að það hljóti því að standa ríkinu
nær að leysa til sín þetta hús ef
slíkt er talið nausynlegt svo nýting
megi vera í þeim dúr, sem bréfritar-
ar leggja til. En hugsanlegur kostur
hlýtur líka að vera sá, að bréfritar-
ar og aðrir aðstandendur þeirra
félaga, sem þeir eru fulltrúar fyrir
leiti til núverandi eigenda hússins,
sem era meðal annars öflug verka-
lýðsfélög hér í borginni, um að þau
standi við bakið á félögunum varð-
andi afnot af húsinu fyrir bærilegt
endurgjald.
Þrátt fyrir framangreind rök vil
ég að fram komi, að ég tel æskilegt
að þetta merka hús Iðnó verði í
framtíðinn nýtt sem vettvangur fyr-
ir menningarstarfsemi ogjafnframt
að húsinu verði meiri sómi sýndur
en verið hefur hingað til."
Hjónin frú Herdís Ásgeirsdóttir og Tryggvi Ófeigsson. Dóttir þeirra,
Rannveig Tryggvadóttir, færði björgunarsjóði nemenda Stýrimann-
skólans gjöf til minningar um þau nýlega.
Stýrimannaskólinn:
Minningargjöf um Her-
dísi Asgeirsdóttur
og Tryggva Ofeigsson
RANNVEIG Tryggvadóttir
færði nýlega björgunarsjóði, sem
nemendur Stýrimannaskólans
stofnuðu, hálfa milljón að gjöf
til minningar um foreldra sína
frú Herdísi Ásgeirsdóttur og
Tryggva Ófeigsson, skipstjóra
og útgerðarmann, sem rak út-
gerðarfélögin h/f Júpiter og h/f
Marz um áratugaskeið. Fyrir-
tækin, sem höfðu skrifstofur
sínar í Aðalstræti 4, gerðu út
togarana Júpiter, Neptúnus, Úr-
anus og Marz og ráku jafnframt
stóra fiskvinnslustöð á Kirkju-
sandi.
„Að vera bam sjómanns er sér-
stök lífsreynsla og oft erfið. Faðir
minn var togaraskipstjóri öll
bemskuár mín og ég man að í vond-
um veðram átti ég oft erfitt með
að sofna á kvöldin því ég var svo
hrædd um hann á sjónum. í ára-
tugi eftir að þetta var klökknaði
ég alltaf er sjómenn fórast og enn
er það svo, að mér finnst velferð
sjómannsins á hafi úti vera velferð
mín,“ sagði Rannveig í samtali við
Morgunblaðið um ástæður fyrir
þessari rausnarlegu gjöf.
Foreldrar Rannveigar byrjuðu
búskap að Vesturgötu 32 í
Reykjavík, í svonefndu Kapteins-
húsi, en móðir hennar fæddist í
eldra húsi á sömu lóð. Voru bæði
faðir hennar, Ásgeir Þorsteinsson,
og móðurafi, Sigurður Símonarson,
skútuskipstjórar og meðal stofn-
enda Skipstjóra- og stýrimannafél-
agsins Öldunnar, og Asgeir fyrsti
formaður þess. Fósturfaðir móður
Rannveigar, Páll Matthíasson, var
togaraskipstjóri, þannig að faðir
hennar var fjórði skipstjórinn í
sömu fjölskyldu, sem þama bjó.
„Við fæddumst þar fjögur systkini
af fímm og við drakkum í okkur
áhrifin af nálægðinni við sjó og sjó-
sókn," sagði Rannveig. Þess má
einnig geta, að Markús Bjamason,
fyrsti skólastjóri Stýrimannaskól-
ans, var náfrændi móður Rann-
veigar og báðir synir hennar vora
einnig á fískiskipum á námsáram
sínum.
„Mér fannst ég himin höndum
hafa tekið er nemendur Stýri-
mannaskólans í Reykjavík stofnuðu
björgunarsjóð, fannst þeir réttu
mennimir til að standa fyrir slíkri
söfnun. Tilkynnti ég um rúmlega
100.000 króna gjöf í sjóðinn á kynn-
ingardegi Stýrimannaskólans þann
16. apríl síðastliðinn. Síðan hef ég
tvisvar bætt við þá upphæð þannig
að gjöf mín til sjóðsins er nú orðin
rúm hálf milljón króna,“ sagði
Rannveig.
Meginmarkmið björgunarsjóðs
nemenda Stýrimannaskólans er nú
að safna fé til að styrkja kaup á
fullkominni björgunarþyrlu ti lands-
ins, en síðar er ætlunin að taka
önnur verkefni fyrir. Sagðist Rann-
veig vonast til að stjómvöld og aðr-
ir taki af fullum krafti þátt í að
efla þennan sjóð. „Sjómenn era af-
kastamestu fyrirvinnur þjóðarinnar
og eiga það skilið," sagði hún.
Að lokum vildi Rannveig óska
sjómönnum og fjölskyldum þeirra
velfamaðar um ókomin ár.
Eru
þeir að
fá 'ann
Risalaxá
Stokkhylsbrotinu...
„Það er risalax á Stokkhyls-
brotinu, sá stærsti sem ég hef
séð og hef ég þó séð ásamt fleir-
um lax í Kjarrá sem var örugg-
lega 30 punda fiskur. Hann
vildi ekki taka, en það koma
mikil hörkutól í ána á næstu
dögum þannig að sá stóri má
vara sig. Það er skemmtilegur
bikarlax á sveimi þarna ef ein-
hver nær að góma hann,“ sagði
Sverrir Kristinsson veiðikló í
samtali við Morgunblaðið í gær,
en hópur sá sem Sverrir var í
var þá að ljúka þriggja daga
uthaldi í Norðurá og hafði 52
laxa upp úr krafsinu. Þar af
veiddu þeir Sverrir og Birgir
Þórisson 14 stykki. Var þetta
hörkuveiði miðað við að áin var
óveiðandi í rúman sólarhring
vegna óveðurs og vatnavaxta.
Mikil ganga kom i ána í lok
siðustu viku og í flóðunum um
helgina og er hún nú byrjuð
að skila sér í aflanum. Veiðin
er nú komin í 200 laxa og er
laxinn ýmist smálax eða 8 til
10 punda fiskar. Þeir stærstu
í síðasta holli voru 12 og 13
punda fluguveiddir fiskar, en
sá stærsti í sumar vóg 15 pund.
„Laxá að verða gull“
„Laxá er að ganga niður núna
og hreinsast eftir flóðin og óveð-
rið og hún er að verða algert
gull. Það era nú að veiðast þetta
20 laxar á dag og er það vænn
lax og smár í bland. Um helgina
kom smálaxaganga, en núnar
virðist 10 til 14 punda fískur vera
farinn að ganga aftur og það er
óhemjumagn af laxi á neðstu
svæðunum," sagði Ólafur H. Ól-
afsson veiðivörður í Laxá í Kjós
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Sagði hann alls 110 laxa vera
komna á land og físk kominn upp
um alla á, meira að segja upp í
Þórafoss sem er efsti veiðistaður
árinnar. Enn sem komið er, hefur
mest veiðst á maðkinn og stærsti
laxinn vóg 19 pund.
Laxá óvenjugruggug
„Áin er nú að hreinsast nokkuð
Morgunblaðið/gg.
Nýveiddur stórlax úr Kjarrá
skolaður eftir atganginn.
og þeir era famir að fá lax aftur,
en veiðin hefur verið lítil nú í
nokkra daga vegna þess hve
graggug áin varð vegna moldroks
sem hér hefur verið. Segja veiði-
menn ána hafa verið óvenjugr-
uggug,“ sagði Þórann Alfreðs-
dóttir ráðskona í Vökuholti við
Laxá í Aðaldal í gærdag. Þrátt
fyrir vond skilyrði síðustu daga
höfðu veiðst 110 laxar á svæðum
Laxárfélagsins og einhver veiði
hefur verið á öllum svæðum árinn-
ar, Núpum, Nesi og meira að segja
á Hrauni, efsta svæðinu. Stærsti
laxinn enn er sá mikli bolti sem
veiddist fyrsta daginn í Ki-
stukvísl, 26 punda hrygna, og
hefur enginn lax annar verið yfír
20 pund, en Þórann sagði að dag-
lega kæmu menn í hús með einn
eða fleiri 17 til 19 punda bolta
og lítið hefði enn veiðst af físki
undir 10 pundum og þeir minnstu
til þessa verið 7 punda.
gg-
Sýning fimm íslendinga
í Svíþjóð fær góða dóma
SÝNING á verkum 5 íslenskra
myndlistarmanna stendur nú yfir
i Röhska safninu í Gautaborg.
Ber sýningin heitið „5 Dimensi-
oner“ -5 víddir og stendur til 14.
ágúst. Þaðan verður hún flutt í
Norræna húsið í Færeyjum.
Þetta mun vera í fyrsta skipti
sem safnið opnar sýningu á
íslenskri myndlist eingöngu. Hef-
ur sýningin hlotið ágæta dóma í
sænskum blöðum.
Að_ sýningunni standa; Borghild-
ur Óskarsdóttir, Hulda Hákon,
Ragna Róbertsdóttir, Steinunn Þór-
arinsdóttir og Sverrir Ólafsson og
sýna þau m.a. verk unnin úr leir,
tréj jámi, reipi og skinni.
I frétt frá fimmmenningunum
segir að boð um sýningu hafi borist
frá Röhsska safninu fyrir 2 áram
en hún var opnuð þann 20. maí
síðastliðinn. Er sýningin jafnframt
sumarsýning safnsins. Frá Gauta-
borg verður sýningin flutt til Norr-
æna hússins í Færeyjum þar sem
hún mun standa frá 17. október til
4. nóvember.
Sýningin hefur hlotið góða dóma
Fimmmenningarnir fyrir utan Röhsska-safnið, f.v.: Borghildur
Óskarsdóttir, Ragna Róbertsdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Sverrir
Ólafsson og Hulda Hákon.
í sænskum blöðum. Crispin
Ahlström gagnrýnandi hjá Göte-
borgs-posten segir m.a. um sýning-
una, að í heild gefi hún til kynna
hve lifandi og athyglisverð íslensk
list sé á líðandi stund.