Morgunblaðið - 22.06.1988, Side 33

Morgunblaðið - 22.06.1988, Side 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1988 33 Útgefandi mfifftfeife Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 60 kr. eintakið. Aukin samheldni Ríkisstjóminni hafa verið mislagðar hend- ur að undanfömu. Kjara- samningar fóru fram með friðsamlegri hætti en búizt hafði verið við á sl. vetri og þess vegna gætti nokk- urrar bjartsýni í stjómar- herbúðum u.þ.b. sem þingi var að ljúka snemma í maímánuði. Skömmu síðar hraktist ríkisstjómin hins vegar út í gengislækkun og þær deilur, sem urðu innan hennar um viðbótar- ráðstafanir og orðahnipp- ingar milli helztu forystu- manna hennar á opinberum vettvangi, gengu nærri að- ilum þessa stjómarsam- starfs. í kjölfarið hafa svo fylgt deilur um landbúnaðarmál og afgreiðsla á ýmsum öðr- um vandamálum, sem orka tvímælis. Ein af ákvörðun- um ríkisstjómarinnar í framhaldi af gengislækk- uninni var t.d. sú, að heim- ila erlendar lántökur til fjárhagslegrar endurskipu- lagningar fyrirtækja. Út af fyrir sig var hægt að rökstyðja erlenda lántöku í þessu skyni að því til- skyldu, að þessir fjármunir gengju til þess að koma fram nauðsynlegum grundvallarbreytingum í undirstöðuatvinnuvegun- um. Nú bendir hins vegar margt til þess, að pening- amir verði notaðir til að bjarga fyrirtækjum í vand- ræðum út úr aðkallandi erfíðleikum. Erlend lán- taka til slíkra hluta er nátt- úrlega fáránleg. Þá vekur það óneitan- lega ugg, að hin nýja at- vinnugrein landsmanna, fískeldið, hefur snúið sér til opinberra aðila með beiðni um aðstoð. Vel má vera, að full rök séu fyrir því að taka erlend lán til þess að hjálpa fískeldinu yfir einhvem þröskuld nú. En brennt bam forðast eld- inn. Við höfum reynslu af því, að þegar atvinnufyrir- tæki eru einu sinni byijuð á því að leita aðstoðar opin- berra aðila, getur það orðið að vana. Skattgreiðendur eiga þessa stundina nóg með að standa undir kostn- aði við landbúnaðinn og þá nýju atvinnugrein, loðdýra- ræktina, sem átti að verða bjargráð bænda, en sýnist nú fara sömu leið og aðrar greinar landbúnaðarins. Það fer heldur ekkert á milli mála, að verðbólgan fer vaxandi. Viðskipta- bankamir hafa af þeim sökum verið að hækka vexti verulega að undan- fömu. Snemma í vetur voru spár stjórnvalda um verð- bólgustigið síðar á þessu ári uppörvandi. Nú sýnast þær skyndilega vera út í hött. Vissulega er það svo, að lækkandi verðlag á er- lendum mörkuðum og lækkandi gengi dollars hef- ur valdið okkur erfiðleik- um. En þrátt fyrir það, að benda má á ýmsar ástæður fyrir því, að heldur hallar undan fæti um sinn, er það pólitísk staðreynd, sem stjómarflokkarnir og ráð- herrar verða að horfast í augu við, að tiltrú fólks til ríkisstjómarinnar hefur minnkað. Jafnljóst er, að enginn annar kostur er fyrir hendi. Þess vegna hvílir sú skylda á forystumönnum ríkis- stjómarinnar að taka höndum saman um að tak- ast á við þau vandamál, sem við blasa af meiri sam- heldni en þeir hafa sýnt um skeið. Almenningur er áreiðanlega búinn að fá nóg af orðahnippingum og rifrildi þeirra í milli á opin- berum vettvangi. Ef hin ytri skilyrði þjóðarbúsins halda áfi*am að versna geta vandamál atvinnulífsins orðið mjög erfið viðureign- ar. Pólitískt fjölmiðlarifrildi milli ráðherra á ekki við á slíkum tímum. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1988 Kennaraháskóli íslands: Óvenjulegt stærðfræði- námskeið fyrir börn stærðfræðikennslu, með það fyr- ir augnm, að gera hana fijórri og áhugaverðari. Um það bil 50 böm sóttu nám- skeiðið, og að sögn Önnu Kristjáns- dóttur komust færri að en vildu. Bömin unnu margvísleg verkefni, sem bæði reyndu á rökrétta hugsun og fólu í sér ýmsar grundvallarregl- ur stærðfræðinnar. Yfírleitt fóm þau út, söfnuðu gögnum úr um- hverfí sínu og unnu seinna úr þeim undir leiðsögn kennaranna. Til dæmis töldu þau bíla á Miklubraut- inni, skráðu hjá sér lit þeirra og reiknuðu út frá því, hversu margir bílar af hverjum lit færu um götuna á ári. r... ....... ...... . . •"“‘Kuiiuiaoio/c.inarl'alur Bormn á namskeiðinu fengust við ýmislegt. A myndinni sjást nokkur þeirra kynna sér hugtök úr flatar- málsfræði. Anna Kristjánsdóttir sagði, að markmiðið væri að gera námið fjöl- breyttara og áhugaverðara. „Það er alltaf hægt að bæta stærðfræði- kennsluna, og að mínu mati er hún nú of bundin við bókina og blýant- inn. Hér er um nýjungar að ræða og þetta námskeið gefur okkur tóm til að vinna með þessar hugmyndir og þróa þær,“ sagði Anna að lok- um. Þegar blaðamenn Morgun- blaðsins heimsóttu námskeiðið var ekki annað að sjá en hinar nýju aðferðir féllu í góðan jarðveg hjá nemendunum. Sigurlaug Stefánsdóttir sagðist hafa gaman af námskeiðinu. „Þetta er svo ólíkt skólanum," sagði hún. „Þetta er miklu frekar eins og að leika sér eða teikna.“ Morgunblaðið/Einar Falur „Við erum hér, af því við erum svo miklir stærðfræðingar,“ sögðu þeir Tryggvi Már Ingvarsson, Ólafur Bjöm Ólafsson og Ellert Sva- varsson. Endurmenntunardeild Kenn- araháskólans efndi nýlega til nýstárlegs námskeiðs fyrir böm á aldrinum 7-12 ára. Tilgangur þess var að gefa hópi kennara kost á að reyna nýjar aðferðir í Menntaskólinn og Iðnskólinn á Isafirði sameinast MENNTASKÓLINN og Iðnskól- inn á Isafirði vom í vetur í fyrsta sinn reknir undir sameig- inlegri stjórn. Með tilkomu nýju framhaldsskólalaganna er nú grundvöllur fyrir formlegri sameiningu þessara tveggja skóla í eina skólastofnun, sem verður með fjölbrautaskipulagi. í vetur var við nám I skólunum tveim 261 nemandi, ef með em taldir 15, sem vora í 30 tonna skipstjórnarnámi. Menntaskólanum var slitið laugardaginn 21. maí. Af skip- stjómarbraut brautskráðust . 7 nemendur með 200 tonna réttindi eftir eins árs nám. Hæstu einkunn þeirra hlaut Þorsteinn Gestsson, Súðavík. Af 2. stigi vélstjórn- amáms brautskráðust 4. Þá luku 7 nemendur námi á tveggja ára viðskiptabraut, og af þeim hlaut hæsta einkunn Hildur Gylfadóttir, ísafírði. Að þessu sinni brautskráðust 27 stúdentar frá skólanum. Hæsta aðaleinkunn, sem er vegið meðal- tal allra einkunnáá ferlinum, hlaut Rögnvaldur Daði Ingþórsson, ísafírði, af mála- og samfélags- braut, 8,53. Næsthæst varð Margrét Vagnsdóttir, Bolung- arvík, af hagfræðibraut, 7,83. Þrír stúdentanna voru af eðíisfræði- braut, átta af hagfræðabraut, níu af mála- og samfélagsbraut og sjö af náttúmfræðibraut. Við skólaslitin minntist skóla- meistari, Bjöm Teitsson, sérstak- lega tveggja manna, sem báðir höfðu lengi haft með höndum for- ystu á sviði ísfirskra skólamála, en þeir létust í vetur. Þetta voru Ragnar H. Ragnar, fyrrum skóla- stjóri Tónlistarskóla ísafjarðar, og Símon Helgason, fyrrverandi skip- stjóri og hejsti kennari í sjómanna- fræðum á ísafirði í hálfan fimmta áratug. Nemendur, sem brautskráðust af skipstjómarbraut, færðu skó- lanum við þetta tækifæri að gjöf málverk af Símoni Helgasyni, gert af Pétri Guðmundssyni, myndlist- armanni, og afhenti Gísli Kristj- ánsson það. Við athöfnina tók til máls Sig- urður Einarsson, formaður Skíða- sambands íslands, í tilefni af því að nú brautskráðust í fyrsta sinn nemendur af svonefndu skíðavali, tveir að tölu. Sigurður afhenti þessum nemendum verðlaun. Tíu ára stúdentar færðu skólan- um fjárhæð, sem skal renna til kaupa á píanói handa skólanum. Eftir að skólameistari hafði af- hent prófskírteini og verðlaun ávarpaði hann nýstúdenta. Hann vitnaði meðal annars til orða, sem höfð em eftir Aristótelesi: „Menn eiga fremur að reiða sig á athug- anir en kenningar, og ekki á kenn- ingar nema þær hafí verið stað- festar með rannsóknum." Í fram- haldi af þessum orðum vék hann að nauðsyn þess að fólk lærði af mistökum sínum og einnig ann- arra og hefði reynsluna að leiðar- Ijósi. Einnig minntist hann á þá hættu sem jarðarbúum stafar af margvíslegri mengun umhverfís- ins. Við lok athafnarinnar léku tveir nemendur skólans, Linda Svein- bjömsdóttir og Marta Hlín Magna- dóttir, úó^öent á píanó verkið „Boðið upp í dans" eftir Carl Mar- ia von Weber. Nýstúdentar frá Menntaskólanum á Isafirði ásamt skólameistara sínum, Birni Teitssyni Aætlunarferðir milli Siglu- fjarðar og Reykjavíkur Hofgósi. AÆTLUNARFERÐIR milli Siglu- fjarðar og Reykjavíkur hófust að nýju 2. júní og höfðu þá legið niðri yfir 20 ár. Þá tók ferðin 10-12 tíma, en nú 7*/2 klukkustund. Það er Jón Sigurðsson sérleyfís- hafí, Sleitustöðum, Skagafírði.sem nú tekur upp merki bróður síns, Gísla Sigurðssonar, sem annaðist í mörg ár umsvifamikinn rekstur hópferða- bíla. Aætlun Suðurleiðar, en svo nefn- ir Jón fyrirtækið, verður frá Siglu- fírði á þriðjudögum og fímmtudögum kl. 7.00 að morgni en frá Reykjavík kl. 13.00 miðvikudaga og föstudaga. Að sögn Jóns Sigurðssonar tekur ferðin um 7>/2 kukkustund í dag, en þegar þessar ferðir voru síðast fam- ar, fyrir rúmiega 20 árum, tóku þær 10-12 klukkustundir. Fargjald fyrir fullorðna kostar kr. 2.200 aðra leiðina og veittur er veru- legur afsláttur ef keypt er far báðar leiðir. Það er því næstum helmingi ódýrara að ferðast landleiðina en fljúga. SUDURLEIÐ Morgunblaðið/ófeigur Gestsson Feðgarnir Reynir Jónsson og Jón Sigurðsson við Mercedes Benz 0303 bifreiðina en þeir munu annast aksturinn. Til ferðanna er ætluð 40 manna bifreið af gerðinni Mercedes Benz 0303 með loftpúðafjöðrun og að auki rekur Suðurleið tvær minni bifreiðir sömu tegundar. Viðkomustaðir verða Blönduós og Staðarskáli, en afgreiðslu annast á Siglufírði Aðalbúðin en Umferðar- miðstöðin f Reykjavík. - Ófeigur AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Er Taiwan að koma hart niður? UNDANFARNAR vikur hefur hvað eftir annað dregið til tíðinda á Taiwan. Menn hafa óspart nýtt sér aukið frjálslyndi og mótmæla- göngur hvers kyns verið daglegt brauð. Oftast hafa þessar aðgerð- ir farið fram með sæmilegum friði, þótt þær hafi þótt í frásögur færandi í ljósi fortíðar. En nú nýlega hefur skipt um. í síðustu mótmælaaðgerðum í Taipei hefur framkoma lögreglunnar verið mjög hörkuleg og vakið andúð og nánast komið flatt upp á marga. Eftir því sem best er vitað hafði ekki verið sýnt harðræði við eða eftir handtöku af hálfu lögreglu. Þetta þykir því hið alvarlegasta mál og gæti verið einhver visbending um stefnubreytingpi; margir furðulostnir sljórnmálafréttaritarar og sérfræðingar um málefni Taiwans hafa velt fyrir sér, hvort stjórnvöld hafi i bígerð að hræða folk þannig frá því að leggja út i mótmælagöngur og fundi. Hljóðnað hefur yfír taiwönsk- um andófsmönnum og stjóm- arandstæðingum, að minnsta kosti um stundarsakir. Eftir þessar harkalegu aðgerðir gegn þeim síðustu daga maí virðist sem stjóm- arandstaðan verði að endurskipu- leggja sig og leita annarra leiða til að koma óánægju sinni á fram- færi. Endanlega sauð upp úr, þegar bændur fóm um götur Taipei fyrir nokkmm dögum. I göngu þeirra bættist svo fjöldi námsmanna og yfírlýstra stjómarandstæðinga. Mikil skrílslæti bmtust síðan út og lögreglan sýndi þvílíka harðneskju, að mörgum blöskraði. Myndir af hrottalegum barsmíðum vöktu skelfíngu margra, og í ljós kom að lögreglumenn gengu þvílíkan ber- serksgang að þeir börðu ekki að- eins göngumenn og óeirðaseggi, heldur réðust og á nærstadda veg- farendur, sem höfðu það eitt til saka unnið að vera í grenndinni. Einn þekktasti og virtasti and- ófsmaður og baráttumaður auk- inna mannréttinda á Taiwan, Step- hen S. Lee var gripinn fyrir framan lögreglustöð í höfuðborginni. Fimm óeinkennisklæddir Iögreglumenn veittu honum eftirför, lömdu hann sundur og saman og spörkuðu í hann. Fulltrúar frá mannréttindasam- tökum og nokkrir forsvarsmenn stjómarandstöðunnar sem fengu leyfí til að vitja fanga sögðu að langflestir hefðu borið merki um að þeir hefðu verið pyndaðir eða misþyrmt. Þeir sögðu að margir hefðu verið látnir liggja í klefunum, stórslasaðir án þess að læknar fengju að gera að sámm þeirra. Nú er að verða liðið tæpt ár frá því ríkisstjóm Taiwans ákvað að aflétta neyðarlögunum, sem höfðu gilt frá því ríkið var sett á laggim- ar árið 1949, eftir að Chiang-kai Shek flúði frá meginlandinu með Iiðsmenn sína. Sumir höfðu efa- semdir um heilindi stjómvalda, en fljótlega kom á daginn, að þau höfðu áform á pijónunum um frek- ari aðgerðir er stefndu í fijálslyndi- sátt og töldu að væm tímabærar. Stórlega var dregið út ritskoðun og má segja, að hún sé nú varla nokkur. Merkustu tíðindin vom efalaust þau, að ákveðið var að leyfa íbúum Taiwan að heimsækja ættingja sína á meginlandi Kina. Margir höfðu að sönnu farið slíkar ferðir og sagt var að þær væm opinberasta leyndarmál Taiwan. Flestir fóm um Tókíó, en yfírvöld í Hong Kong vom löngu farin að líta í hina áttina, þegar Taiwanar vildu komast þaðan til Kína. Að sjálfsögðu vom það hinir efnabetri sem gátu látið eftir sér þessar heimsóknir. I fyrstu var tilkynnt, að þetta væri gert af mannúðará- staeðum og menn yrðu að sýna fram á að þeir ættu nákomna ætt- ingja á meginlandinu, svo að leyfíð væri veitt. í reynd hefur raunin orðið sú, að hver sem sækir um getur komist og síðan þetta var ákveðið í fyrrasumar hafa tug- þúsundir streymt í heimsóknir yfír á meginlandið. Ýmsar aðrar ráðstafanir stjóm- valda í lýðræðisátt mæltust ákaf- lega vel fyrir. Þó var flestum ljóst, að nauðsynlegt væri að halda skyn- samlega á málunum, svo að Taiw- anar fæm ekki of geyst í nýfeng- inni „frelsisvímunni". Helzti stjómarandstöðuflokkur- inn Lýðræðislegi framfaraflokkur- inn, DPP, var hvattur til að sýna aðgát í viðkvæmum málum, svo að síður væri hætta á því að stjóm- arflokkurinn, KMT-Kuomintang, dragi í land með umþótahugmyndir sínar. Þeir sem hvað svartsýnastir vom sögðu að það gæti meira að Frá mótmælagöngu í Talpei Lee forseti Taiwan segja leitt til að neyðarlögin yrðu sett í gildi á ný. Innan stjómarandstöðunnar hafa heyrst þær raddir, að þessar harkalegu aðgerðir gegn andófs- fólki á allra síðustu vikum bendi hreinlega til að mikil og vaxandi valdabarátta séð nú háð I forystu- sveit KMT og reyni gamlir íhalds- sinnar, sem em fráhverfír öllum breytingum að ná undirtökunum. Flokksþing KMT verður haldið í næsta mánuði og menn telji heppi- legast að útkljá málið áður en að þinginu kemur. Ekki em allir sammála um af- stöðu Lee Teng-hui forseta. Eftir að hann tók við að Chiang Ching Kuo látnum, sagðist hann vilja stuðla að umbótum sem Chiang hefði hafíð. Sumir segja að honum fínnist hafa verið gengið of langt og óttist um stöðu sína ef svo haldi fram sem horfí. Það geti sem sagt vel verið að hann hafí í upphafí verið fylgjandi fijálslyndisstefn- unni, en fínnist nú ástæða til að hægja ferðina, að minnsta kosti í bili. í opinbemm málgögnum stjóm- arinnar er reynt að gera lítið úr andófínu, en lögð áhersla á vilja hennar til að finna fleiri leiðir í breytingaátt. Nú ertil dæmis rædd- ur sá möguleiki, sem hefði verið óhugsandi að anda út úr sér fyrir ári, að Meginlandskínveijum verði leyft að koma til Taiwan að vitja ættingja. Sömuleiðis hvort hugsan- legt sé að taka upp einhver bein viðskipti við Pekingstjómina. Samt láta ráðamenn á Taiwan ekkert tækifæri ónotað til þess að minna á að styijaldarástand sé í rauninni nþlli Taiwan og Kína. í forystugreinum blaða sem stjómin ræður er fjálglega minnt á hættuna sem Taiwan hafí alltaf stafað frá kommúnistunum og menn skuli ekki láta glepjast af fagurgala þeirra og yfirlýsingum um breytta og víðsýnni stefnu. En hvað sem öðru líður er ótrú- lega margt sem hefur verið að gerast á Taiwan á þessu eina ári. Þegar ég var á Taiwan um þær mundir í fyrra sem neyðarlögunum var aflétt, voru ýmsir á því að lítil alvara fylgdi gerðum stjómarinnar og sýndarmennska ein. Svo hefur sem sagt ekki orðið reyndin og þó að einhveijir aðlögunarörðugleikar hafí hijáð stjómvöld sem óbreytta alþýðu, verður varla aftur snúið úr þessu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.