Morgunblaðið - 22.06.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.06.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1988 Norðurlandamót í brids á íslandi í 3. skipti: Norðmenn hrepptu Norður- landatítilinn í fyni skiptín _________Brids______________ GuðmundurSv. Hermannsson Norðurlandamótið í brids, sem hefst á Hótel Loftleiðum 26. júní, er nú haldið í þriðja skipti hér á landi; áður var mótið haldið hér 1966 og 1978. I bæði skiptin þótti mótið tals- verður viðburður í bridslífinu enda hafa Norðurlöndin lengi verið í hópi sterkustu brids- þjóða Evrópu. í þessari grein ætla ég að rifja lauslega upp það helsta sem gerðist á þessum tveimur mótum. Norðurlandamót í brids var fyrst haldið árið 1946. Þá hafði Evrópumót fallið niður í nokkur ár vegna heimsstyijaldarinnar og Norðurlandaþjóðunum þótti tími til kominn að reyna með sér við við spilaborðið. Islendingar voru ekki með til að byija með en upp úr 1950 fóru þeir að senda lið á Norðurlandamót. Mótið á íslandi 1966 var það 11. í röðinni og þá höfðu Svíar sigrað sjö_ sinnum en Norðmenn þrisvar. Á þessum tíma sendu þjóðimar tvö lið til keppni í opinn flokk og samanlagður árangur réði lokaröðinni. íslenska A-liðið var skipað Ás- Morgunblaðio/Arnor Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson spila við Finnana Sakari Stubb og Jukka Peesonen á Norðurlandamótinu 1978. Guðlaugur hefur í kringum sig einvala lið áhorfenda en við hliðar hans sitja Jón Hjaltason, sem var fyrirliði íslenska liðsins, og Hanz Gutwert, kunnur finnskur bridsblaðamaður. Fyrir aftan standa Þórhallur Þorsteinsson, Einar Þorfinnsson, Tryggvi Gislason og Ragnar Halldórs- son. Einnig sjást á myndinni Jóhannes Sigurðsson, Einar Jónsson og Einar Guðjohnsen, svo nokkrir séu nefndir. I Á öllum stærri Shellstöðvum, Shell-gas fyrir: - allar gerðir prímusa og gasljósa, - fyrir grill, - sumarbústaði, - alla tjald- og tjaldhýsaútgerð. 1 ( Reykjavík eru þessir staðir auk þess sérútbúnir til gasafgreiðslu: - Þjónustustöðin Skerjafirði, sími 91-11425, - Þvottastöðin Laugavegi 180, sími 91-623016, þar eru seld áfyllt hylki fyrir amerísk gasgrill og auk þess minni hylki 2,5 - 5 kg, - Skeljungsbúðin Síðumúla 33, sími 91-621722. I í Skeljungsbúðinni fæst ennfremur fittings, mælar, þrýstijafnarar slöngur og fleira. Skeljungur hf. mundi Pálssyni og Hjalta Elías- syni, Einari Þorfinnssyni og Gunn- ari Gunnarssyni og Símoni Símon: arsyni og Þorgeiri Sigurðssyni. I B-liðinu voru Agnar Jörgensson, Ingólfur Isebam, Benedikt Jó- hannsson, Jóhann Jónsson, Jón Arason og Sveinn Ingvarsson. ís- lenska kvennaliðið var skipað Kristjönu Steingrímsdóttir, Magneu Kjartansdóttur, Margréti Jónsdóttur, Ósk Kristjánsdóttur, Ástu Flygering og Guðrúnu Bergs- dóttur. Svíar voru þá, sem nú, ein besta bridsþjóð heims og flestir bjuggust við sigri þeirra í Reykjavík. Norð- menn áttu einnig góða spilara en í liðum Dana voru ungir og efnileg- ir spilarar að taka þátt í sínum fyrstu alþjóðamótum. Þar má nefna Steen nokkum Möller, sem íslenskir bridsspilarar kannast vel við. Hann spilaði sína fyrstu lands- leiki á íslandi en er nú landsleikja- hæstur danskra íþróttamanna með tæplega 400 landsleiki. Finnskt spútnikpar Fyrir mótið birtist viðtal í Morg- unblaðinu við fyrirliða Finna, Ro- man Skoroupo, þar sem hann sagðist gera sér góðar vonir um að Finnar næðu efsta sætinu. Finnar áttu þá „spútnikpar", bræðuma Kaveli og Keijo Sorri, sem vakið höfðu mikla athygli fyrir sagnkerfí sitt. Það var eins- konar passkerfí sem kallað var Sorri-Sorri, og bræðumir vom því talsvert á undan sinni samtíð. Gamansaga frá þessum ámm er eitthvað á þá leið að Sorribræðum- ir vom að spila við Breta á Evrópu- móti. Bretamir spurðu annan bróðurinn hvaða kerfí þeir spiluðu og hann svaraði samviskusamlegá Sorri-Sorri. (afsakið, afsakið á ensku). Bretanum varð Jiverft við og sagði á móti: I beg your pardon (fyrirgefíð)? Sorri-Sorri var svarið aftur og svona gekk þetta lengi. Besti árangur íslendinga Skoroupo spáði íslenska liðinu 3. sæti í viðtalinu en það hafði yfirleitt vermt botnsætið á Norður- landamótum. íslendingar hafa líka sjálfsagt gert sér góðar vonir. Ásmundur og Hjalti vom þá þegar að tryggja sér sess sem eitt besta bridspar íslendinga fyrr og síðar. Einar og Gunnar vom leikreynd- ustu spilarar landsins enda þeir einu sem spilað hafa fyrir ísland í heimsmeistaramótinu í sveita- keppni. Einar veiktist að vísu í miðju mótinu og Láms Karlsson kom í stað hans. Þorgeir og Símon höfðu safnað allmörgum Islands- meistaratitlum, þrátt fyrir ungan aldur og höfðu áður spilað á Norð- urlandamóti. B-liðið var síðan skipað þéttum spilurum sem allir höfðu verið sigursælir í íslenskum mótum. Geir Hallgrímsson þáverandi borgarstjóri setti mótið, sem hald- ið var á Hótel Sögu. Norðmenn tóku forystu í opnum flokki, strax í upphafí. íslendingar fóm hægt af stað en vom þó komnir í 3. sæti eftir 5 umferðir. Kvennaliðið kom á óvart með því að vinna Dani 6-0 í 3. umferð og var þá í 2. sæti. I 6. umferð unnu íslensku sveit- imar í opnum flokki stórsigur á báðum finnsku sveitunum og ís- land var þá komið í 2. sæti. I næstsíðustu umferð unnu báðar íslensku sveitimar 6-0 en í síðustu umferðinni töpuðu þær báðar 5-1 og Svíar náðu öðm sætinu. Norð- menn vom ömggir sigurvegarar en Islendingar enduðu í 3. sæti sem var besti árangur þeirra á Norðurlandamóti fram að því og sem var ekki jafnaður fyrr en árið 1982. Og þrátt fyrir sigurvissu Skoroupos urðu Finnar neðstir á mótinu. B-lið Svíþjóðar náði bestum árangri einstakra sveita en íslensku liðin vom í 4. og 6. sæti af 10. í kvennaflokki sigmðu Svíar ömgglega en íslenska liðið endaði í 4. sæti. Norsku Norðurlandameistar- amir hétu Erik Höie, Louis Ström, Hans Bie, Sven Andreasen, Henn- ing Riise, Leif Salteröd, Tore Jen- sem. Willy Vamás, Gunnar Jo- hansen og Andreas Nielsen. Þetta vom allt kunnir kappar á sínum tíma og Höie og Ström em eitt þekktasta par Norðmanna fyrr og síðar, spiluðu m.a. á heimsmeist- aramótinu 1969 þar sem þeir vöktu athygli fyrir að segja og vinna fullt af næfurþunnum slemmum. Hér er eitt spil frá mótinu þar sem Hjalti og Ásmundur þóttu sýna afburða góða sagntækni: Norður 4ÁG74 ¥ 10974 ♦ Á873 ♦ 2 Vestur 4986 llllll ¥G86 ♦ 4 ♦ ÁG10765 Suður Austur 410532 ¥KD3 ♦ 652 4KD9 4 KD TÁ52 ♦ KDG109 4843 Ásmundur og Hjalti sátu NS gegn Finnum og sögðu þannig á spilið: Vestur Norður Austur Suður — pass pass 1 tígull pass 1 hjarta pass 2 tíglar pass 3 tíglar pass 3 hjörtu pass 3 spaðar pass 5 tíglar Ásmundur í norður lýsti spilun- um sínum vel og Hjalti stökk í 5 tígla þegar hann þóttist viss um stuttlit í laufi í norður. Við hitt borðið komust Finnamir aðeins í 2 tígla og ísland græddi vel á spilinu. Góð skipulagning Þegar Norðurlandamót var haldið hér aftur 1978 hafði fyrir- komulaginu verið breytt og þjóð- imar sendu aðeins eitt lið í opinn flokk og spiluð var tvöföld umferð í öllum flokkum. Þá hafði ungl- ingaflokki verið bætt við, en Norð- urlöndin áttu þá sterkustu ungl- ingalið í Evrópu. Samt sendu að- eins Norðmenn og Svíar unglinga- lið til íslands. íslendingar undir- bjuggu mótið af kostgæfni undir stjóm Hjalta Elíassonar þáverandi forseta Bridgesambands íslands o g var aðstaða öll til fyrirmyndar. Allar þjóðir, nema Svíar, sendu sín sterkustu lið á mótið. Svíar höfðu orðið Evrópumeistarar árið áður og því olli það nokkrum von- brigðum að þeir sendu B-landslið sitt til keppni. Það var þó ekki skipað neinum aukvisum og m.a. var Tommy Gullberg í liðinu en hann er nú einn sterkasti spilari Svía. Þá spilaði Hans Olof Hallén í liðinu en hann er nú yfirkeppnis- stjóri Norðurlandamótsins. Búist var við að slagurinn stæði milli Norðmanna og Dana. í norska liðinu voru Per Breck og Reidar Lien, eitt sterkasta par Evrópu á þessum tíma, og með þeim vom Harald Nordby og Roy Kristiansen. Nordby var þá begar gamalreyndur stríðshestur en Kristiansen var minna þekktur. Steen Möller leiddi nú danska liðið en hann spilaði við Stig Werdelin og með þeim voru frændumir Pet- er Schaltz og Knud-Aage Boes- gaard. Islenska liðið var þétt, skipað Guðlaugi R. Jóhannssyni, Erni Arnþórssyni, Guðmundi Péturs- syni, Karli Sigurhjartarsyni, Jóni Ásbjömssyni og Símoni Símonar- syni. Þessir spilarar höfðu allir talsverða reynslu af alþjóðamótum og sennilega var ekki hægt að mynda sterkara lið á þessum tíma ef Hjalti, Ásmundur og Einar Þor- fínnsson voru undanskyldir. Hjalti gaf ekki kost á sér í liðið vegna stjómunarstarfa en Ásmundur og Einar voru ekki valdir. Kvennaliðið var skipað Höllu Bergþórsdóttur, Kristjönu Stein- grímsdóttur, Esther Jakobsdóttur, Rögnu Ólafsdóttur, Kristínu Þórð- ardóttur og Guðríði Guðmunds- dóttur. Unglingaliðið var skipað Guðmundi Páli Amarsyni, Ágli Guðjohnsen, Sigurði Sverrissyni, Skúla Einarssyni, Þorláki Jónssyni og Hauki Ingasyni. Mótið var sett á Hótel Loftleið- um af Einari Ágústssyni þáver- andi utanríkisráðherra. Tuttugu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.