Morgunblaðið - 26.06.1988, Blaðsíða 25
8861 ÍMÚl .92 HUDAaUMMUa .QIQAJaVlUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1988
a
'B 25
Söluskattur á hjálpa-
tæki fatlaðra
Borgari hringdi:
„Mér brá illilega þegar ég las
grein Gísla Helgasonar, tónlistar-
manns og deildarstjóra á Blindra-
bókasafni Islands undir fyrirsögn-
inni „Góð ríkisstjóm með frábær-
an fjármálaráðherra?" í Morgun-
blaðinu 21. júní. Þar skrifar hann
um tollamál hér á landi hvað fatl-
aða varðar og segir þar að sum
hjálpartæki til fatlaðs fólks séu
ekki lengur undanþegin tollum og
öðmm aðflutningsgjöldum og að
á öll hjálpartæki sé undantekning-
arlaust lagður söluskattur.
Þetta em mjög slæmar fréttir,
því að í velferðarríkinu íslandi
ætti að vera lögð sérstök áhersla
á að gera aðbúnað fatlaðra sem
bestan. Raunar er hrikalegt til
þess að hugsa að á meðan hjálpar-
tækin em skattlögð til hins ýtr-
asta aka ákveðnir hópar í þjóð-
félaginu bílum sem hafa verið
fluttir til landsins án þess að nokk-
ur aðflutningsgjöld væm greidd.
Fróðlegt væri að fá upplýsingar
um hverjir það em sem fá þvílík
hlunnindi aðrir en ráðherrar,
bankastjórar og sendiráðsmenn."
Tap Seölabankans
8791-4178 hringdi:
„I frétt í DV um daginn var
sagt að um 1,1 milljarðs króna
tap hefði orðið hjá Seðlabanka
íslands síðastliðið ár. Ef þetta tap
er borið saman við hið mikla tap
Útvegsbanka íslands vegna Haf-
skips, sem lagði hann í rúst, kem-
ur í ljós að það var rösklega helm-
ingi minna, eða 500 milljónir.
Getur þetta staðist? Er tap Seðla-
bankans svona gífurlegt?"
Til Bæjarsljórnar
Akureyrar
S. Ó. hringdi:
„Ég vi! koma á framfæri at-
hugasemd vegna samþykktar
Bæjarstjórnar Akureyrar út af
sérleyfi Flugleiða. Mér þykir það
afskaplega lúalegt af bæjarstjórn-
inni að hlaupa til og gera svona
fljótfærnislega og óyfirvegaða
samþykkt gagnvart félagi sem er
búið að þjóna þeim dyggilega í
tugi ára þegar félagið lendir í
útistöðum við starfsmenn sína út
af ágreiningi um hvort lög hafi
verið brotin eður ei. Mér sýnist
það næsta óafsakanlegt að gera
samþykkt á þeim gmndvelli að
heimta hluta af sérleyfmu fyrir
Flugfélag Norðurlands af því að
það sé staðsett á Akureyri, en
einmitt það að félagið er staðsett
þar hefur gert það að verkum,
að því best er vitað, að Flugleiðir
hafa reynt að byggja þetta félag
(F. N.) upp til að annast fram-
haldsflutninga á farþegum til
smærri staða. Það eitt og sér er
mjög skynsamleg verkaskipting,
en að fara að etja þessum aðilurn
saman við aðstæður sem hér um
ræði er nánast hneykslanlegt og
vart samboðið opinbemm aðilum
sem ættu að skilja þessa hluti í
víðara samhengi.
Ég vonast til að menn reyni
frekar að stuðla að einingu en
ekki sundrungu, eins og hefur
orðið raunin með þessari sam-
þykkt."
„Home sweet home“
Kona hringdi:
„Mig langar til að vita hvort
einhver kannist við íslenskan
texta við lagið „Home sweet
home“ sem bytjar svo:
„Þó að liggi leið um borgir...“.“
Samviskan er lífssam-
band við lengra komna
Til Velvakanda.
Sagt er að samviskan sé hveijum
manni í bijóst lögð. Víst mun svo
vera, svo langt sem það nær en hún
virðist vera misjafnlega vel vakandi
hjá hveijum og einum og mun það
fara nokkuð eftir upplagi og eðli
hvers og eins.
Hvað er samviskan?
„Rödd Guðs í bijósti manns", hef-
ur verið sagt og mun rétt vera. Hún
er sífellt á verði, sívirk, ef hún er
vakandi á annað borð. Hún aðvarar
manninn gegn óæskilegum hugsun-
um og athöfnum, leitast við að fá
hann til að gera aðeins það sem rétt
er og gott. Að hafa góða samvisku
er gulli betra. Sá sem þess nýtur
getur ávallt borið höfuð hátt og ver-
ið viss um hvemig breyta skuli.
Samviskan er aðsendur máttur,
samband við lengra komna veru eða
verur sem leitast við að bæta lífemi
manris. Áríðandi er sérhvetjum að
hlusta sem best eftir þessari röddu
og fara eftir hennar ráðum, gera
hana að leiðarstjömu lífsins, því hún
er æðri ættar, guðleg. Heimkynni
þessarar lengra komnu guðdómsveru
mun vera einhversstaðar í víðáttum
alheimsins, en geislan hennar nær
um allan heim og leitast við að laða
allt í átt til sín, í átt að ljósi og feg-
urð hins lengra komna lífs, hinnar
æðstu veru. Sá sem vitandi vits eða
óvitandi nýtur ömggrar og stöðugrar
leiðsagnar þessarar guðlegu há-
þroskaveru stendur vel að vígi í
lífsbaráttunni, magnast að mætti,
góðvild og visku, því samviskan í
bijósti hans er það leiðarljós sem
hann leitast við að fylgja og breyta
eftir boðum hennar og bönnum í
daglegu lífi sínu. Ekkert er mannin-
um eins nauðsynlegt og þetta stöð-
uga lífssamband við hina lengra
komnu.
Ingvar Agnarsson
Tengið aldrei
stál-í-stál
SflMrtaftBgfuir .d)éOT@©®xn> ® (3®
VESTURGOTU 16 SIMAR 14680 ?1480
Útihátíðir - sveitaböll
sumarbústaðahverfi garðveislur og fleira.
Til sölu þcssi sérstæði
sölubíll, innréttaöuraö
innan m.a. hita og
steikingarofnum, vinnslu-
borðum, eldavélahellum,
pylsupotti, heitu og köldu
rennandi vatni. Allt fyrir
gasi. Frágangursamkvæmt
kröfu heilbrigðiseflirlitsins.
Verðhugmynd kr.500.000.
Skipti mögulegá fólksbíl.
P.S: Einnig möguleiki á sölu söluvagns á Lækjartorgi cf réttur kaupandi fmnst.
Upplýsingar í síma 42469.
/f metravara
Vegna sumarleyfa hefst sumar-
útsalan mánudaginn 27, júní.
r
Otruleg verðlækkun.
SPeytnaiif'
Aðalstræti 9.
Skrifstofutæknir
Athyglisvert
namskeið!
©
Nú er tœkifœrið til að mennta sig fyrir
er lýtur að skrifstofustörfum. Sérstök áhersla
er lögð á notkun PC-tölva. Námið tekur
þrjá mánuði. Námskeið þessi hafa reynst
mjög gagnleg fyrir skrifstofufólk og þá er
hyQQja á skrifstofuvinnu.
I náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar:
Almenn tölvufrœði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gag-
nagrunnur, töflureiknar og áœtlunagerö, tölvubókhald, toll-
og verðútreikningar, almenn skrifstofutœkni, grunnatriöi viö
stjórnun, útfylling eyöublaöa, verslunarreikningur, víxlar og
verðbréf, íslenska og viöskiptaenska.
Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUT/EKNAR og geta að
námi loknu tekið að sér rekstur tölva viö minni fyrirtœki.
Innritun og nánari upplýsingar veittar í
símum 687590 og 686790
Á skrifstofu Tölvufrœðslunnar er hœgt að fá bœkling um námlð,
bœklingurinn er ennfremur sendur í póstl tll þeirra sem þess óska
Tölvufræðslan
Borgartúni 28.