Morgunblaðið - 26.06.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.06.1988, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JUNI 1988 « hræðslu okkar. Þegar þú fórst, komu upp meiri háttar vandræði. Forstöðumaðurinn fékk næstum þvf hjartaáfall. Og nú leyfa þeir þér að koma aftur eins og ekkert hafi í skorizt. Hvers vegna þurftum við þá að ganga í gegnum þessa þjáningu, alian sársaukann, óttann og sjálfsskoðunina." ■ Ég sá æ fleiri andlit, sem ég þekkti. Löngu gleymdum nöfnum og atvikum skaut upp í huga mér og ég bað Vadim að setja mál- þingið, svo að ég hreinlega færi ekki úr jafn- vægi sjálfur. „Ræðumaður okkar í dag er Alex Goldfarb frá Columbia-háskóla," tilkynnti hann og svipur hans var í senn fullur undrunar og formlegur rétt eins og hann væri að kunn- gera ósennilegar niðurstöður einhverrar frá- leitrar tilraunar. Um leið og ég hóf mál mitt, þá áttaði ég mig á því, að ég þekkti ekki mörg rússnesku orðin, sem tekin hafa verið í notkun í vísinda- grein minni, en hún hefur verið að þróast * mjög ört á undanfömum áratug. Áheyrendum var greinilega skemmt, er ég varð að nota fáein ensk orð og bæta rússneskum endingum við þau. „Þú stóðst þig vel,“ sagði Vadim eftir umræðumar, „nema hvað „plasmi" er kven- kynsorð á rússnesku en ekki karlkyns." í tvo tíma á eftir svaraði ég fyrirspumum, sem flestar hveijar voru í samhengi við við- fangsefiii mitt. Hver voru laun mín? Var það erfitt að fá brottfararleyfi frá Bandaríkjunum tii að fara til Moskvu? Hve stór var rannsókn- arstofa mín? Hver var það sem fékk stúdent- um það verkefni að starfa með mér? Hver réð tæknimenn mína? Var það satt að fólk væri ekki óhult í neðanjarðarlestum í New York? Átti ég bíl? Var ég með heimþrá? Var gyðingahatur tii staðar í Bandaríkjunum? * Sú umræða um vfsindaleg efni, sem ég átti á eftir við Vadim og starfshóp hans, var afar gagnleg fyrir mig. Ef við gætum unnið saman, skipzt á eftii og upplýsingum og haft samband reglulega, þá myndi það vera geysi- lega gagnlegt fyrir þá jafnt sem fyrir mig og minn starfshóp. Ég gerði mér samt sem áður grein fyrir þeim pólitfsku gryflum, sem leynast myndu í slíku samstarfi. Vadim var ekki baráttumað- ur eins og Maksim og hann skorti alla pólitíska vigt. Það voru því ekki minnstu möguleikar á því að honum yrði leyfður aðgangur að hinni sameiginlegu áætlun Sovétrflqanna og Bandaríkjanna um að skiptast á vísindamönn- um, en þar fóru akademíulávarðamir með öll ráð. Tæki hann þar að auki upp samvinnu við kunnan vandræðagrip eins og mig myndi það aðeins þýða vandræði. Hvers vegna skyldi akademfan verða tii þess að verðiauna mig með því leyfa einhveijum stúdent úr hópi Vadims að fara tii starfa í rannsóknastof- unni minni, ef prófessorum frá háskóianum í Albany var meinað að fá Maksim tii að koma og starfa hjá sér? Fyrir Vadim fól uppástungan um samvinnu í sér augljósa áhættu, en ég skildi það augna- biiki síðar, að sjálfsmorðssveitimar í „per- estroika" höfðu eignazt enn einn iiðsmann. Ég heyrði hann segja við nemendur sína, rétt eins og hann væri að æfa sig og þá fyr- ir árekstra í framtíðinni: „Ávinningurinn af * sameiginlegum verkefnum er svo augljós, að ég ætla að ræða um hann í skýrslu minni um heimsókn Alex.“ Endurfundir eftir langan viðskilnað em tvenns konar. Stundum leiða þeir í ljós, að fyrrum vinir em orðnir algerlega ókunnugir aftur. Eftir fyrstu fagnaðarlætin hafa þeir í raun lítið til að ræða saman og taka að velta því fyrir sér, hvað það var áður fyrr, sem tengdi þá svo náið saman. í öðmm tiivikum þarf ekki nema stutt handtak og lítið bros til að endumýja fyrri vináttu, svo að hún verði jafn innileg og hún eitt sinn var, líkt og tengslin hefðu aldrei rofnað. Þannig vom endurfundir mínir við andófsmanninn Andrej Dmítríjevftsj Sakharov, er ég hitti hann í hinni gömlu íbúð hans við Chkalovastræti, þangað sem ég hafði svo oft komið á þeim ámm er ; krossferð hans fyrir mannréttindum í Sov- étríkjunum stóð sem hæst. „Komdu blessaður," sagði hann og bauð mér inn í eidhúsið. Frá því að ég hitti Sak- harov síðast hafði margt gerzt í lifi hans. Hann hafði hlotið Nóbelsverðlaunin 1975 og í kjölfar þess hafði hafizt ofboðsleg óhróðurs- herferð gegn honum í sovézkum blöðum, síðan handtaka og svo 7 ára útlegð í Gorkí. Hvað eftir annað hafði hann verið settur í varðhald og mátt þola líkamlegt harðræði. Þessu hafði hann svarað á sinn hátt, m.a. með hungur- verkföllum, unz svo fór, að hann hélt sigri hrósandi til baka til Moskvu í desember 1986 eftir hið fræga símtal hans við Gorbatsjov. „Ertu bitur út í þá meðlimi akademfunnar, 'sem tóku þátt í aðförinni að þér?“ spurði ég. „Ekki svo rnjög," svaraði hann. „Einn þeirra bað mig fyrir skömmu afsökunar. Hann kvaðst hafa orðið að vemda stofnun sína. Það er kaldhæðnisleg. Margir þeirra tóku þátt í aðförinni, enda þótt þeir væru mér sammála á laun. En mér finnst sem sum- ir þeirra að minnsta kosti ættu að taka það aftur, sem þeir sögðu. Skijabín ætti Ld. að taka aftur bréf það, sem hann skrifaði í Iz- vestia.“ Bréf Georgíjs K. Skijabíns, aðalritara aka- demíunnar og þriggja annarra meðlima henn- ar, var það rætnasta af öllu, sem skrifað hafði verið gegn Sakharov. Það birtist í júlí 1983, er Sakharov var að afþlána flórða ár útlegðar sinnar. Bréfið bar fyrirsögnina: „Þegar heiðarleiki og sómatilfinning hafa glatazt." Þar er Sakharov ásakaður um „hat- ur gagnvart sínu eigin landi og sinni eigin þjóð“ og fyrir að „vingast við þá í Banda- ríkjunum, sem gjaman vildu afrná land okkar burt af jörðinni". „Sakharov hefur verið kom- ið fyrir á sómasamlegan hátt í Giorkí," sagði ennfremur í bréfinu, en hann hefur hvatt „til stríðs“ gegn Sovétríkjunum og þannig „reynt til hins ýtrasta á umburðarlyndið hjá ríki okkar og þjóð.“ Ég reyndi að gera mér það í hugarlund, hvað dr. Skijabín hlyti að hafa haldið er Gorbatsjov bauð Sakharov að koma aftur til Moskvu til að halda þar „áfram störfum sfnum í þágu föðurlandsins". Er Sakharov var af- hent heiðursskjal um, að hann hefði verið gerður að meðlim í frönsku vísindaakadem- funni, var það varla að furða, þótt sovézka akademían neitaði að halda málþing til heið- urs honum. í ræðu, sem hann hélt í tilefni þessa í franska sendiráðinu, minntist Sakharov á það, að hann ætti ekki frelsi sitt að þakka starfsmönnum sínum í sovézku akademfunni heldur erlendum samstarfsbræðrum, sem staðið hefðu með honum í allri þolraun hans í Gorkf. Þessa sömu nótt braut einhver rúð- umar í bíl hans. Það er sígilt aðvörunarmerki KGB, sem þó sést sjaldnar nú á dögum en áður. Enda þótt Sakharov styðji augljóslega umbætur Gorbatsjovs, þá er hann ekki án- ægður með frammistöðu sovézka leiðogans með tilliti til mannréttinda. Sakharov kveðst vilja sjá þijá hluti gerast: 1. Láta ætti lausa alla póiitíska fanga, sem eftir em í Sovétrílq'unum og veita þeim uppreisn æm. 2. Leyfa ætti öllum sem það vildu að flytjast úr landi og skipti þar ekki máli, hvort gyðingar ættu þar í hlut eða aðrir. 3. Sovézka heriiðið í Afganistan ætti að fara aðan. rauninni er stefriuskrá Sakharovs ná- kvæmlega sú sama og þegar hann var sendur í útlegð til Gorkí. Þegar ég var að kveðja Sakharov, þá varð mér hugsað til þess, að mikilvægasta atriðið með tilliti til „glasnost" væri, hve lengi hann þyrfti að ítreka þessar kröfur sínar, þar til að sfjómvöld létu undan þeim eða sendu hann aftur til Gorkí. Vladímír Siepak, Alexander Lemer og Ida Nudel höfðu verið í hópi andófsmanna í næst- um fimm ár, er þau fylgdu mér út á flugvöll- inn til að kveðja mig árið 1975. Þau biðu eftir leyfi til að flytjast úr landi í mörg ár á eftir. A meðan ég naut ávaxta freisisins, gat sektarkenndin um að hafa skilið vini mína eftir, ekki yfirgefíð mig og gerði mér lífíð leitt jafnvel á mfnum beztu stundum. Þess vegna var það hámark heimsóknar minnar til Moskvu að taka þátt í kveðjuhófi til að fagna brottför Idu til ísraels og að sjá gleði- svipinn á Vladimir, er hann veifaði nýfeng- inni vegabréfsáritun sinni um brottfararleyfi. „Ég vonast til að fá áritun líka innan skamms," sagði Lemer og brosti dapur- lega.„Ég er eins bjartsýnn og ég hef alltaf verið síðustu 16 ár.“ Hin mörgu útflyljendaleyfi að undanfömu sýna það, að Gorbatsjov hefur skilið það, að hlutskipti andófsmannanna er eitt ógeðfelld- asta einkenni þessa þjóðfélags, sem hann er að reyna að fegra. Frá því í janúar sl. hefur um helmingur virkra andófsmanna Sovétríkj- anna fengið vegabréfsáritanir til að flytjast úr landi og farið burt. Fjöldi þeirra hefur verið allt að 600 manns á mánuði. En nýjar reglur, sem einnig voru innleiddar í janúar sl., takmarka möguleikana á slíkum áritunum í framtíðinni við það fólk, sem á nána ætt- ingja erlendis. Enda þótt margir sovézkir gyðingar hafí fengið að fara úr landi, þá verða með þessu flestir þeirra 400.000 gyð- inga, sem áætlað er að vilji flytjast burt, jafn átthagafjötraðir og áður. Aðrir gyðingar í Sovétríkjunum, um 1,8 millj. að tölu, líta til Gorbatsjovs í von um vísbendingu um að „glasnost" muni taka á þeim vandamálum, sem knúið hafa hina til að fara úr landi. Til þessa hafa þessar vísbend- ingar verið býsna óljósar. Einn prófessor spurði mig: „Hvers vegna talið þið á Vesturlöndum bara um það að flytj- ast úr landi? Aðalvandamál okkar er gyðinga- hatur. Ég óska þess, að bamaböm mín fái að ganga f háskólann í Moskvu, en ekki að þau keyri leigubíl í New York. Þið ættuð að hjáipa okkur við að þrýsta á Gorbatsjov { þessu máli líka.“ Míkhaíl Chlenov er fús til að láta efann koma Gorbatsjov í hag. Chlenov er þjóð- fræðingur, sem sýnt hefur þjóðflokkunum í norðausturhluta Rússlands mikinn áhuga. Hann er kvæntur konu, sem ekki er gyðingur og á dóttur, sem er að ljúka prófi í sálfræði við Moskvuháskóla. Það eru því margt, sem snertir hagi hans bæði persónulega og at- vinnulega, er veldur því, að hann hefur ekki áhuga á því að flytjast til Tel Aviv eða New York. í nær tvo áratugi var hann sem hvítur hrafn á meðal andófsmannanna. Hann var sá eini í þeirra hópi, sem var virkur, en vildi samt ekki flytjast úr landi. Enginn talaði þó betur hebresku en Chlenov og hann er viðurkenndur sérfræðingur í sögu og heimspeki gyðinga. Hann var vinur og ráðgjafi fjölda andófsmanna, sem börðust fyrir því að fá að fara úr landi. Öll verstu árin, sem Brezhnev var við völd, fékk Chlenov að vera í friði fyrir ofsóknum KGB. Því réð ótti við, að yrði hann ofsóttur kynni hann að verða gerður að píslarvotti eða leiðtoga and- ófshreyfíngarinnar. Hann hafði sýnt þá ein- urð, að augljóst var að kúgun myndi ekki hræða hann, heldur aðeins gera hann enn virkari. Hvattur af „glasnost" komst Chlenov að þeirri niðurstöðu fyrir skömmu, að tími væri kominn fyrir gyðinga til þess að gera í góðri trú tilraun til viðræðna við stjómvöld. í ágúst sl. sóttu hann og fímm aðrir gyðingar með sömu skoðanir um leyfí til þess hjá borgaryfir- völdum Moskvuborgar að halda útifund til að mótmæia gyðingahatri. Það hefði verið fyrsta meiri háttar aðgerð gyðinga, þar sem ekki hefði verið minnzt á að fiytjast úr landi. Þessari beiðni var hafnað og blöðin í Moskvu fordæmdu aðstandendur hennar fyrir að skipuleggja „síonistaögrun", sem hvatt hefði verið til erlendis. Þetta varð þó ekki til að draga kjark úr Chlenov og hann ákvað að reyna aðra leið. Nýja félagið hans, Félag Moskvugyðinga, hefur þá stefnuskrá að verða „vemdar- og stuðningsamtök" fyrir „margs konar löglega starfsemi gyðinga, sem sljómin á að geta samþykkt". Fýrsta aðgerð þessa félags, sem tókst, var að koma á laggimar „almennings- bókasafni" á heimili ofursta eins, Júríj So- kol, sem setztur var í helgan stein. Næst var hópnum leyft að halda útifund fyrir utan Moskvu — í þetta sinn til að minnast fómar- lamba Babi Yar. Eftir á var útifundurinn þó fordæmdur af sovézkum flölmiðlum sem hluti af „samsæri síonista". Irina Shapiro, lögmaður hópsins, er sér- fræðingur í öllu, sem snertir „Pamyat", en það eru þjóðemissinnuð samtök öfgamanna á móti gyðingum, sem að mati margra sýna skuggahliðina á „glasnost". „Meðlimaíjöldinn hjá þeim nemur tugum þúsunda. Þeir hafa deildir f mörgum borgum, hafa æðsta ráð og félagsgjöld," sagði Shapiro á fundi í íbúð Sokols ofursta. „Þeir em nýnazi- staflokkur." Meðlimir í Pamyat þekkjast af því, að þeir bera í jakkahominu merki af heilögum Georg að drepa drekann. Þeir birt- ast iðulega við útisamkomur gyðinga. „Yfirvöldin taka á þeim með silkihönzk- um,“ bætti Nikolai Lifshits við, enn einn meðlimurinn í hópi Chlenovs. „Samtímis því, sem útifundur var bannaður hjá okkur, þrömmuðu 500 meðlimir Pamyat í hóp eftir götunum á fund borgaryfirvalda, sem tóku á móti þeim.“ Lev Timofeyev er í hvað beztri aðstöðu allra manna í Sovétríkjunum til að segjaum „glasnost": „Ég sagði þér það.“ Hann er hag- fræðingur og blaðamaður, sem var dæmdur tii sex ára dvalar í nauðungarvinnubúðum fyrir að skrifa ritgerð um kreppuna í sovézku samfélagi. Hann heldur því fram að þessi kreppa komi fram með nákvæmlega sama hætti í ræðum Gorbatsjovs um „perestroika". Af öllum þeim, sem látið hafa reyna á „glasn- ost“, þá er hann sá sem er sennilega í mestri hættu að lenda á ný á meðal hinna gæfu- snauðu félaga sinna, sem enn eru í gulaginu. Hann er einn þeirra sem fylgjast hvað ná- kvæmast með framkvæmd mannréttinda í Sovétríkjunum. f staðinn er fylgzt mjög ná- kvæmlega með honum af þeim tveimur aðil- um, sem mestan áhuga hafa á „glasnost", það er KGB annars vegar og erlendum frétta- mönnum hins vegar. Timofeyev er formaður „glasnost-blaða- klúbbsins". Aðild að honum eiga ýms félög andófsmanna, sem fyrrverandi pólitiskir fang- ar eru í forystu fyrir. Eftir öllu að dæma er þarna um að ræða endurfæðingu á mannrétt- indasamtökum þeim frá því á síðasta áratug, sem kennd voru við svonefndan Helsinki- sáttmála, en Brezhnev og Andropov létu halda þessum samtökum niðri með hrottalegum kúgunaraðgerðum. Enda þótt maigir hinna upphaflegu þátt- takenda í þessum samtökum dveljist enn í fangaklefum sínum og þau ákvæði refsilag- anna, sem komu þeim þangað, hafi ekki ver- ið aftiumin og KGB-foringjamir því enn á skrifstofum sínum, er Timofeyev samt önnum kafinn við að skipuleggja ýmsar djarflegustu andófsaðgerðir, sem nokkru sinni hafa átt sér stað. Þannig stóð hann m.a. fyrir „Alþjóðlegu málþingi um mannréttindi, stjómmálaréttindi og efnahagsréttindi" í kjölfar ferðar Gor- batsjovs til Washington í fyrra. Líkt og allir aðrir, sem vilja láta reyna á „glasnost", er Timofeyev ánægður með valda- töku Gorbatsjovs. Timofeyev telur, að vegna yfírvofandi efnahagskreppu í Sovétrflq'unum sé eini kosturinn annar en Gorbatsjov sá, að við taki hemaðareinræði, „sambland af Pinoc- het og Ayatollah", eins og einn Moskvubúinn kallaði það. „En hvers vegna skyldum við á Vesturlönd- um styðja umbætur í Sovétríkjunum?" spurði ég. „Ættum við ekki frekar að lq'ósa veik- burða Sovétríki? Ef Gorbatsjov tekst það ætlunarverk sitt að endurskipuleggja efna- hagsmálin, hvemig getum við þá verið viss um, að hann vígbúist ekki á nýjan leik og snúi spjótum sínum gegfn okkur?" Timofeyev horfði á mig með þetta bros sjálfsmorðssveita „glasnost" á vör, sem nú kom mér svo kunnuglega fyrir sjónir. Síðan sagði hann: „Styddu bara blaðaklúbbinn okk- ar.“ Eftir Alex Goldfarb Höfundur er aðstoðarprófessor i örverulíf- fræði við Colutnbia-háskóla í Bandaríkjun- um. Þytt úr New York Times. Hln langa biA ar afstaðln. Tólf árum eftlr að Vladímír Slepak og Maria kona hans kvöddu vln sinn, Alex Qoldfarb, á flugvelllnum f Moskvu, fengu þau sjálf loks leyfl tll að fara frá Sovétríkjunum. Hér velfar Slepak fagnandl hlnni nýfengnu vegabréf sáritun. Sjálfum fannst Qoldf arb það vera hámark heimsóknar sinnar tll Moskvu að geta verlð þar viðstaddur og samglaðst þelm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.