Morgunblaðið - 26.06.1988, Blaðsíða 12
12 B
■MCTRGUNBLAÐIÐ,’ SUNNUDAGtm 26. .IIJNÍ 1988
HUSGÖGN OG »
INNRETTINGAR CO CQ
.SUÐUHLANDSBRAUT 32 UO 09
Afmæliskveðja:
Sigríður Arna-
dóttir, Akranesi
I dag, sunnudaginn 26. júní,
fagnar 90 ára afmæli sínu — Sigríð-
ur Árnadóttir, sem lengi var for-
stöðukona Elliheimilis Akraness —
nú búsett að Höfða á Akranesi.
Sigríður er fædd á Heykollsstöð-
um í Hróarstungu, N-Múlasýslu,
þann 26. júní 1898. Ung fluttist
hún með foreldrum sínum að
Straumi og síðar Blöndugerði í
sömu sveit, en á þeim jörðum
bjuggu foreldrar Sigríður á upp-
vaxtarárum hennar. Árni faðir
hennar var sonur Árna Jónssonar
bóna á Þverá í Hallárdal, A-Húna-
vatnssýslu, og konu hans Svanlaug-
ar Björnsdóttur. Er margt kunnra
manna komið frá þeim hjónum á
Þverá. Móðir Sigríðar var Þuríður,
dóttir Kristjáns bónda Kröyer á
Hvanná í Jökuldal og konu hans
Elínar Margrétar Þorgrímsdóttur
prests á Hofteigi í Jökuldal.
Foreldrar Sigríðar eignuðust 7
börn og náðu 4 þeirra fullorðins-
aldri. Þau voru auk Sigríðar, Emil
Jóhann bóndi í Blöndugerði, Svan-
laug sem lést af slysförum ung að
árum og Kristbjörg, lengi fóstra í
Reykjavík. Þau eru öll látin.
Sigríður dvaldi í heimahúsum
fram yfir tvítugt. Leið hennar lá
svo til Seyðisfjarðar í saumanám.
Síðan til Reykjavíkur þar sem hún
vann hin ýmsu störf og einnig til
Sandgerðis, en þar var hún ráðs-
kona í allmörg ár. Þann 1. október
1946 urðu mikilvæg tímamót í lífi
Sigríður, en þá gerðist hún for-
stöðukona Elliheimilis Akraness.
Því starfí gegndi hún af miklum
myndarbrag í rúmlega 26 ár. Þar
gerðist löng og merk saga, enda
varð þetta hið raunverulega
lífsstarf hennar.
Á Elliheimili Akraness dvöldu að
jafnaði 15 menn á umræddu tíma-
bili. Húsakynni voru þröng og þæg-
indasnauð, en notuð til hins ýtr-
asta, enda þörfín þá mikil, rétt eins
og nú. Hópurinn var sundurleitur,
því auk hinna eldri borgara voru
þar til heimilis ýmsir, sem áttu við
sérvandamál að stríða og því ekki
samleið með öðrum. Sigríður reynd-
ist strax traustur stjórnandi og
hagsýn húsmóðir. Vel var hugsað
um fólkið og þarfir þess, andlegar
sem líkamlegar. Þar leið öllum vel
og enginn fór þaðan fyrr en hina
einu sönnu ferð, sem öllum er búin.
Sigríður sýndi mikla umhyggju fyr-
ir fólkinu, sem þar bjó og hafði
góðan skilning á fjármálum heimil-
isins. Þannig ræktaðu hún lengi
nægilegar kartöflur fýrir heimilið
og rak einnig hænsnabú. Með því
móti gat hún nýtt matarleifar sem
til féllu og framleitt egg handa
heimilinu. Slátur var gert á haust-
in, svo sem siður var á betri bæjum.
Fjárhagsvandamál í sambandi við
elliheimilið voru óþekkt.
Með Sigríði starfaði allan tímann
Þorbjörg Jónsdóttir frá Vatnsenda
í Vesturhópi, V-Húnavatnssýslu.
Mikil öndvegiskona, sem vann að
málefnum heimilisins með sama
hugarfari. Lengi fram eftir árum
sáu þær tvær alfarið um rekstur
heimilisins. Þær bjuggu í heimilinu
og unnu allt sem með þurfti, hvort
sem var á nóttu eða degi. Síðar var
farið að ráða fólk í afleysingar og
einnig til annarra starfa, en alltaf
var þar gætt mikillar hagsýni.
Það var ánægjulegt að fýlgjast
með hinu góða samstarfi þeirra
Sigríðar og Þorbjargar að öllum
málefnum elliheimilisins og um-
hyggju þeirra fyrir hag þess og
þeirra sem þar dvöldu. Umburðar-
lyndi við þá sem þurftu hjálpar við
og þjónustulund á allan hátt. Þar
sem fáir starfsmenn vinna, skiptir
mikilu máli að þeir séu gæddir þeim
eiginleikum, sem nauðsynlegir eru
í samskiptum við eldra fólkið og
þá sem búa við skerta heilsu. Það
er ekki aðeins þjónusta og matar-
gerð heldur og umhyggjusemi og
andlegur styrkur, sem slíku fólki
þarf að veita. Uppörvun, glaðlegt
viðmót og einlæg umhyggja er því
mikils virði.
Sigríði þótti vænt um starfið.
Hún átti bæði myndugleik og góð-
vild, svo það var vel af hendi leyst.
Þá var hún einnig ágætlega verki
farin og hinn mesti dugnaðarfork-
ur. Vandamálin leysti hún jafnóðum
og þau bar að höndum, en forðað-
ist að safna þeim saman. Því varð
þeirra svo lítið vart. Hún var úr-
ræðagóð og hafði mikinn metnað
fyrir heimili sitt og hag þeirra, sem
þar dvöldu. Elliheimilið var rekið
af bæjarstjórninni, sem bar hið
fyllsta traust til Sigríðar. Allir voru
um það sammála að á meðan henn-
ar nyti við væri málum heimilisins
borgið. Enginn ræddi um aldurstak-
mark í sambandi við hana. Þegar
hún hafði starfað í 25 ár sýndi
bæjarstjórnin henni sérstakan
þakklætisvott og viðurkenningu
með fallegri gjöf. Það mat hún
mikils og yljaði henni um hjartaræt-
urnar. Starfi sínu sagði hún upp
með venjulegum fyrirvara, eftir að
hún náði 74 ára aldri. Hún lauk því
í nóvember 1972 eftir rúmlega 26
ára farsæla þjónustu. Ég tel það
mikið happ fyrir Akraneskaupstað
að hún skyldi ráðast til elliheimilis-
ins á sínum tíma.
Síðustu 8 árin hefur Sigríður
búið á Dvalarheimilinu Höfða. Ald-
urinn ber hún furðu vel þrátt fyrir
ýmis áföll, sem hún hefur hlotið hin
síðustu ár. Hún er fróð og minnug
um gamla tímann og segir vel frá.
Alla tíð hefur Sigríður haft yndi
af handavinnu og hefur listrænt
handbragð hennar ekki leynt sér.
Eftir hana liggur mikið safn af
haglega gerðum munum. Föndrið á
Höfða stundar hún alla daga af
miklum áhuga og telur það veita
sér mikla lífsfyllingu í ellinni og
ómælda ánægju.
Á þessum merku tímamótum í
lífí Sigríðar vil ég flytja henni þakk-
ir fyirr ánægjulegt samstarf er við
áttum hér fyrr á árum og alla vin-
áttu og tryggð síðan. í mínum huga
er Sigríður gagnmerk kona, sem
skilað hefur mikilvægu ævistarfi í
þágu Akranesbæjar við hinar erfíð-
ustu aðstæður. Slíkt verður aldrei
þakkað sem vert er. Megi henni
reynast ævikvöldið sem ljúfast.
Daníel Ágústínusson
Sófasett
í sérflokki
Úrvals leður - 4 litir
Við fengum nýlega sendingu af
finnska „Polaris" sófasettinu
eftirspurða. í þessari sendingu eru
eingöngu 3ja sæta sófi og tveir
stólar.
Hafðu það gott
í HÓLMIMJM!
Nú skaltu nota tækifærið frá sunnudegi til föstudags.
Gisting í tvær nætur með morgunverði fyrir aðeins 4.900 krónur
á mann í 2ja manna herbergi og innifalið í verðinu er sigling um
BreiðaQörð.
Hótel
Stykkishólmur
Sími 93-81330
Telex 2192
Vistlegt hótel í fögru umhverfi
☆ SCHILLER ☆
HÓTELSTJÓRNUNARSKÓLI
^ Leggið stund Aw
á nám í Sviss
við hótelskólann okkar í Engelberg - sem erfyrsta flokks skíða-
og sumarleyfisstaður. Nemendur læra, starfa og búa á Hotel Europe,
sem gefur þeim kost á að kynnast rekstri og starfsemi hótela og
veitingahúsa bæði bóklega og verklega. Kennt er á ensku.
Námið veitir:
★ Kunnáttu í tungumálum og stöifum við móttöku á hótelum, sem
staöfest er með vottorði frá skólanum.
★ Próf í hótelstjórnun.
★ Starfstími á hóteli erlendis.
★ Fyrri hluta til námsgráðu í viöskiptastjórnun (ABA).
Schiller er eini hótelstjórnunarskólinn á háskólastigi sem kallast
getur alþjóðlegur. Skólinn starfar í tengslum við hótel í Engelberg
í Sviss, Strassborg, Paris og Lundúnum. Skólinn býður uppá styttri
námskeiö, fyrrihlutanám til háskólaprófs og háskólagráðu í hótel-
stjórnun og fleiri námsbrautum. Frekari upplýsingar:
SCHILLERINTERNATIONAL UNIVERSITY
(Dept SW5)
51 Waterloo Road, London SE1 8TX
Tel (01) 928 8484 Telex 8812438 SCOL FAX 6201226
Þakka sonum mínum og tengdadœtrum höfð-
inglega gjöf d áttrœÖisafmœli mínu 25. maí sl.
Ennfremur þakka ég frœndsystkinum og mök-
um þeirra góÖar gjafir. LifiÖ heil!
Magnús Ögmundsson.