Morgunblaðið - 26.06.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.06.1988, Blaðsíða 11
0 MOHGUNBLAÐIÐ, ,SUNNUDAG«Rí26j IÚNÍ' :1868 RB «11 mín börn á aldrinum frá 17 til 33ja ára og þegar síðasta bamið mitt kom og ég þurfti að endurtaka þetta allt saman aftur, fara með það í skólann og þess háttar, þá hélt það mér bara ungri. Þegar svo bama- bamið kom sjö ámm seinna þá hélt þetta áfram. Því þetta er það sem heldur manni virkilega lifandi! En það þarf að breyta ömmuímyndinni, því hún er svo sannarlega ekki lengur gömul kona mej) pijóna. Ina: Eg varð hreint ekki gömul, ég varð rígmontin! En það er rétt, margar konur fyrirverða sig fyrir að verða ömmur, þær afneita því ekki en eru alls ekki að flíka því. Kannski er kona sem orðin er amma ekki svo spennandi í þjóðfélagi þar sem æskudýrkun ríkir. En við emm nú allar að verða hundleiðar á þess- ari æskudýrkun. Það var stórkostleg tilfinning að verða amma og halda á þessu brot- hætta kríli í fyrsta sinn. Maður varð hálf klaufalegur, sérstaklega þegar kom að því að skipta um bleyju, þessar nýju bleyjur era allar með lími og mesti vandinn var að líma ekki höndina fasta inni í bleyj- unni í öllum átökunum. Röflið í þessum ömmum íslenskar friðarömmur em frið- arsamtök sem hófu göngu sína í janúar síðastliðnum. Ragnhildur var lengi búin að bíða eftir því að á íslandi yrðu stofnuð friðarsamtök amma, hafði heyrt um slík samtök í Noregi, en þegar hún eitt kvöldið heyrði hræðilega frétt um fangels- anir og pyntingar á bömum í Suð- ur-Afríku, þá sá hún ekki minnstu ástæðu til að bíða, hún gæti allt eins átt fmmkvæðið að stofnun slíkra samtaka sjálf. Hún hafði samband við nokkrar ömmur sem hún þekkti og þeim fannst þetta góð hugmynd. „Við stöndum nú frammi fyrir þeirri nöturlegu stað- reynd að bamabömin okkar geti orðið síðasta kynslóðin sem lifír hér á jörðu og ofbeldi og stríðsógnir vofa yfír sömu kynslóð. Þetta ætl- um við okkur ekki aðgerðarlausar að horfa upp á. Því munum við beita okkur fyrir vemdun bama með áherslu á að vinna gegn stríðsógnum sem á þeim bitna ásamt áherslu á uppeldi til friðar. Við héldum opinn fund á Hótel Sögu þann 8. maí síðastliðinn og þar komu ömmur á öllum aldri, úr öllum stéttum þjóðfélagsins. í framtíðinni munum við halda fund fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl. 20.30 á Hótel Sögu og þangað em allar ömmur velkomnar. Þær sem hafa áhuga geta einnig haft sam- band við mig símleiðis." Friðarömmurnar sendu utanrík- isráðherra áskomn um að viðskipta- bann yrði tafarlaust sett á Suður- Afríku af íslands hálfu en ekki beðið til haustsins um að slíkar ráðstafanir yrðu gerðar meðan böm þar og unglingar sættu fangelsun- um og pyntingum. Varð ríkisstjóra- in við beiðni þeirra. Einnig hafa þær sent áskoran til sjónvarpsstöðva um að sýna ekki ofbeldismyndir fyrri part kvöldsins. „Við búumst ekki við róttækum breytingum svona fyrst í stað,“ seg- ir ína. „Röflið alltaf í þessum ömm- um segir kannski einhver, en við vitum af kraftinum í okkur og það verður ekki svo auðvelt að henda okkur út!“ Að leysa vandamál án ofbeldis Þær munu einbeita sér að friðar- fræðslu á næstunni og vinna að því að námsefni þar að lútandi verði samið. Þær hafa heyrt að Samein- uðu þjóðimar hafí slíkt námsefni undir höndum, en gera sér fulla grein fyrir að slíku námsefni er ekki hægt að bæta á kennarann nema að á móti komi einföldun á öðm námsefni. Þær segjast til dæmis vel geta sætt sig við það að bamabömin læri Örlítið minna í mannkynssögu og landafræði. „Það er svo mikilvægt að böm læri að leysa vandamál sín án of- beldis," segir Ragnhildur. „Að þau læri það, að það er einungis sam- vinnan sem gildir og að þau verði að taka tillit til hvers annars og bera virðingu fyrir annarri menn- ingu, því þannig ná þau tengslum við aðrar þjóðir. Sjónvarpið gæti gert mikið gagn með því að vera með efni um aðrar þjóðir, böm hafa yfírleitt gaman af slíkum myndum. Við ætlum einnig að snúa okkur að því að myndbandaleigur flokki efni sitt þannig að hægar verði fyr- ir starfsfólk að afgreiða ekki böm með ofbeldismyndir. Hjá kvik- myndahúsum era sumar myndir bannaðar bömum og ég get ekki séð hvers vegna slíkt ætti ekki að vera hægt hjá myndbandaleigum.“ „ Við þurfum að ná til foreldranna líka,“ segir ína. „Það er lítil viska í því að fylla leikskóla og dag- - heimili af góðum og þroskandi leik- föngum meðan alls kyns miður æskileg leikföng em heima fyrir." Ragnhildur: Tilfellið er að þetta em ung og ný samtök, en eftir því sem fleiri koma inn í myndina og við hittumst oftar er ég sannfærð um að þessi samtök verði öflug. Fólk getur ekki lokað eyrum fyrir því sem afar og ömmur hafa til málanna að leggja, því þau hafa reynsluna. Það verður erfítt að þagga niður í okkur. Ég verð að fá góð rök fyrir því að ekki verði hægt að koma á friðarfræðslu." — En hvers vegna era ekki afarnir með í samtökunum? „Við bíðum nú eftir að heyra um að stofnuð verði afasamtök," segja þær brosandi. „En okkur fínnst við þurfa að fá tíma til að þróa og móta samtökin út frá okkar reynslu. Þeir þyrftu líka að móta sín samtök án okkar íhlutunar, því sennilega mundu þeir vinna öðmvísi að mál- inu. En svo væri gott ef við samein- uðumst." Bestu vinirnir Flestir afar og ömmur em á kafí í atvinnulífínu og ég spyr þær hvað þau geti nú gert til að halda góðum tengslum við bamabamið sitt? „Þróa vináttuna," segir Ragn- hildur. Ekki bara þeirra vegna held- ur einnig fyrir sjálfa þig. Þegar ég heimsæki hana Evu, bamabamið mitt sem er 4ra ára og býr fyrir austan, þá fer ég yfírleitt inn í bamaherbergið og þar leikum við okkur saman.“ — Þú ferð sem sagt niður á hennar plan? „Ja eða upp á hennar plan! Svo hringir sú stutta í mig að minnsta kosti tvisvar í viku svona til að ræða heimsmálin. Það mikilvæg- asta er að gefa sér tíma. Tíma til að leika við þau, lesa með þeim og síðast en ekki síst horfa á sjón- varpið með þeim og ræða um það sem fram fer á skjánum svo þau sitjiekki „með eitthvað inni í sér“. Ég held að fólk sé búið að missa sjónar á því sem skiptir máli, en það em börnin og fjölskyldan, það að vera saman. Böm era alin upp í þessu samkeppnisþjóðfélagi þar sem allir verða að eignast allt og að þessu lífí verða þau að aðlaga sig. Ég á bágt með að sætta mig við þetta.“ — Hvers fara þeir á mis við sem ekki hafa tíma fyrir bamabömin? „Þeir sem ekki hafa lagt rækt við að ná tilfínningasambandi og trausti við bamabam sitt, þeir fara á mis við einstakling og góðan vin.“ ína bætir við: Sumir em kannski hræddir um að þeir séu að skipta sér af uppeldinu. En við reyndum að gera okkar besta á sínum tíma sem foreldrar og við vitum að þau era að reyna það líka." — En hvað í ósköpunum er það sem gerir afa og ömmu svona vin- sæl? „Ja ekki em það kleinumar svo mikið er víst! En við þurfum ekki að standa í uppeldinu og getum því nálgast þau á annan hátt — sem vini." Viðtal: Kristín Marja Veggskápasamstæður frá Finnlandi. Vandaðar og ódýrar. m. HUSGOGN OG INNRFTTINGAR SUÐURLANDSBRAUT 32 ir 68 69 00 TILBOÐ ÓSKAST í MMC Pajero Long S/W Turbo diesel árgerð '85 (ekinn 37 þús. km), Ford Escort L árgerð '84, Suzuki Fox SJ 410V. árgerð '83, ásamt öðrum bifreiðum, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 28. júní kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA. FORELDRAR ■ BÖRN Reiðnámskeið verður haldið á félags- svæði Andvara í júní og júlí. Upplýsingar hjá leiðbeinanda, Svanhildi Kristjánsdóttur ísíma 689189 milli kl. 11.30 og 12.30. Hestamannafélagið Andvari Garðabæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.