Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 1
 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 BLAÐ FERÐIR FRÁ SKÓGUM UM FIMM V ÖRÐUHÁLS í ÞÓRSMÖRK: Fjallareiö á Fimmvöröuhálsi. Frá Strákagili til Eyjajjallajökuls i kvöldkyrröinni. Fjallabændur undir Eyja- fjöllum bjóða nú upp á hestaferðir frá Skógum, upp með Skógánni, yfir Fimmvörðuháls og að Þrívörðuskeri, en síðan tekur við tveggja stunda ganga niður í Bása í Þórsmörk og þar bíður bíll sem flytur ferðalanga í skála Austurleiðar í Húsadal. Á þess- ari leið gefst einstakt tækifæri til þess að komast í nána snertingu við þver- skurðinn af íslenskri náttúru, jarð- fræði, grasafræði, vatnaspil og ýmsa aðra þætti á hálendi og láglendi. Leiðin er ægifögur og rík ástæða til þess að hvetja fólk til þess að fara hana, því hún er greiðfær fólki á öllum aldri sem á annað borð treystir sér til þess að ganga þægilega gönguleið undan fæti í tvær klukkustundir. Sama er að segja um reiðtúrinn, menn fá hesta eftir því hvort þeir eru vanir eða byrjendur, en aldrei er farið hraðar en fetið upp fjallshlíðina og alloft áð enda ægifegurð í hveiju fótmáli. Fjallabændur buðu blaðamönnum í Eyjafjallareið, en boðið verður upp á þessar ferðir frá miðjum júlí og fram í september og ferðaskrif- stofan Saga annast pantanir. Fossasyrpan i Skógánni frá Skógum upp aö Fimmvöröuhálsi er meÖ ólikindumfögur ogfjölbreytt. RiðiÖ móti 20 fossum, yfir jökulsporð oggengið iperluna Þórsmörk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.