Morgunblaðið - 24.07.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 24.07.1988, Síða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 Rúmenar ætla að jafna 7000 þorp við jörðu í Vínarborg er framhaldsfund- ur Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu i Evrópu (RÖSE) nú á lokastigi. Ráðstefnan hófst í Vín þann 4. nóvember 1986 og hefur staðið síðan. Blaðamaður Morg- unblaðsins var á ferð í Vínar- borg fyrir skömmu og ræddi þá við Hjálm ar W. Hannesson sendiherra sem tekur þátt í við- ræðunum fyrir íslands hönd. Þátttökuþjóðir í RÖSE eru 35. Af þeim tilheyra 23 þjóðir hernað- arbandalögunum og 12 eru hlut- lausar. Samhliða þessum viðræð- um hafa einnig farið fram viðræð- ur milli þeirra 23 rikja sem til- heyra hemaðarbandalögum. Þar hefur verið reynt að semja erindis- bréf fyrir nýjar viðræður um jafn- vægi á sviði hefðbundins vígbúnað- ar í Evrópu. Erindisbréfið er langt komið og standa vonir til að nýju viðræðumar hefjist á þessu ári. Þær eru innan ramma RÖSE en samt sjálfstæðar. Rúmenar til vandræða Að sögn Hjálmars er nú komin fram tillaga sem væntanlega verð- ur grunnur að samkomulagi RÖSE. „Þann 13. maí lögðu hlut- lausu ríkin fram miðlunartillögu sem samþykkt var af öllum _sem góður grunnur að samþykkt. í til- lögunni var fjallað um efnahags- mál, mannréttindi og öryggismál og hún var nýtt skref í átt til þess að ljúka þessari löngu ráðstefnu." Sú grundvallarregla gildir í RÖSE að allar þátttökuþjóðir verða að samþykkja tillögu til að hún sé samþykkt. Eitt ríki getur því stöðv- að framgang mála þó að hin ríkin öll séu sammála. „Það ríki sem er til verulegra vandræða hér og ógnar í raun endanlegu samkomulagi er Rúm- enía. Þegar önnur ríki Varsjár- bandalagsins breyta stjórnarhátt- um sínum í frjálslyndisátt eru Rúmenar gersamlega steinrunnir í innanríkismálum o g tillögur þeirra hér sýna raunar að þeir vilja færa stjómarhætti sína aftur í tímann." Skoðanaskipti um mannréttindi eru nú gag-nkvæm Hjálmar telur að umtalsverðar úrbætur hafi átt sér stað í ríkjum Varsjárbandalagsins undanfarin misseri. „Ef við lítum 13 ár aftur í Rætt við Hjálmar W. Hannesson sendiherra tímann og horfum til þess dags er Helsinkissáttmálinn var undir- ritaður, þá sjáum við að mikilvæg skref hafa verið stigin í frjálslyndi- sátt. Austantjaldsríkin hafa viður- kennt að mannréttindamál þar komi okkur við. Undir þetta var raunar skrifað fyrir löngu en það hefur ekki verið viðurkennt fyrr en nýlega. Mikilvægur árangur hefur einnig náðst á öryggissvið- inu, til dæmis hafa Sovétmenn samþykkt skyndieftirlit með he- ræfingum." Að sögn Hjálmars er markmið Vesturlanda nú að fá samþykki fyrir slíku skyndieftirliti á mann- réttindasviðinu. Þetta strandar al- gerlega á Rúmenum sem ekki eru tilbúnir til neinna frekari tilslakana í mannréttindamálum. „Öll önnur austantjaldríki en Rúmenía þola gagnrýni ríkja Vest- ur-Evrópu. Nú þykja skoðanaskipti Morgunblaðið/Helgi Þór Hjálmar W. Hannesson sendi- herra. um mannréttindamál sjálfsögð og þau eru gagnkvæm. Sovétmenn gagnrýna.til dæmis oft ástandið á Norður-írlandi og fátækt og eymd á Bretlandseyjum og í stórborgum Bandaríkjanna.“ Hjálmar telur að von sé til þess að 23 ríkja viðræðumar um hefð- bundinn vígbúnað í Evrópu geti þrýst á Rúmena um tilslakanir á mannréttindasviði. „Öll ríki vilja viðhalda öryggi sínu með minni vopnabúnaði. Því hafa allir áhuga á þessum viðræðum, þar á meðal Rúmenar. Þeim hefur nú verið gert ljóst að verði engin hreyfing í viðræðunum um mannréttinda- mál, þá verði engu samkomulagi náð varðandi erindisbréf nýrra við- ræðna um hefðbundinn vígbúnað í Evrópu. Vera kann að þetta ýti við þeim og skriður komist á mann- réttindaviðræðumar." Ætla að jafna 7000 þorp við jörðu Innanríkisstefna Rúmena þykir mjög fomleg enda er fyrirmyndar hennar að leita í Stalíntímabilinu í Sovétríkjunum. „Rúmenar hafa í tíð Ceaucescu forseta verið sjálfstæðir í utanrík- ismálum og ekki alltaf fylgt Kreml- veijum að málum. Engu að síður hafa þeir staðnað algerlega í inn- anríkismálum á meðan hinar aust- Austurríkismenn buðu öllum sendiherrunum i helgarferð um Austurriki fyrir skömmu. Þessi mynd úr ferðinni er tekin fyrir utan klaustur í Admount og hjá Hjálmari standa þeir Kashlev, sendiherra Sov- étríkjanna (t.v.), og Zimmermann, sendiherra Bandarikjanna. antjaldsþjóðirnar hafa færst í fijálslyndisátt. Raunar eiga áætlanir Rúmeija í innanríkismálum sér fáar eðá engar hliðstæður. Þannig ætla þeir á næstu árum að jafna 7000 sveitaþorp við jörðu og smala íbú- um þeirra til vinnu á samyrkjubú- um og í verksmiðjum. Þessar áætl- anir eru auðvitað brot á öllum mannréttindasáttmálum sem hafa verið undirritaðir." Stærstur hluti þess fólks sem hér um ræðir er af ungverskum uppruna og þýskumælandi fólk. Áætlun Rúmena hefur því ekki ' aðeins vakið mótmæli á Vesturl- öndum heldur hafa Ungveijar and- mælt Rúmenum mjög kröftuglega á opinberum vettvangi enda búa í Rúmeníu 1,7 milljónir manna af ungverskum uppruna. „Ríki Varsjárbandalagsins birt- ast Vesturlandabúum sem ein sterk heild. Þetta er yfirleitt röng ímynd því þessar þjóðir hafa marg- ar deilt og háð styijaldir í hundruð- ir ára. Dæmi um þetta eru Rúmen- ar og Ungveijar því íjandskapur milli þessara þjóða er mjög djúp- stæður. Það er hins vegar nýtt að sjá þennan fjandskap á yfirborð- inu. Hér í Vín er gfurleg andstaða við Rúmena meðal þátttökuþjóða RÖSE þó Ungveijar séu eina aust- antjaldsþjóðin sem mótmælir opin- berlega. Fyrir örfáum dögum sauð uppúr á fundi þegar fulltrúi Aust- urríkis gagnrýndi Rúmena í mjög harðorðri ræðu. Rúmenar svöruðu að bragði með álíka harðorðri ræðu. Mér fínnst næsta óskiljanlegt að á þessum miklu breytingatímum í austantjaldslöndum skuli Rúmen- ar skera sig svona úr með aftur- haldi og Steinrunnum stjómar- háttum. Sennilega er svarsins að leita í því að landinu er stjómað sem einveldi af Ceaucescu forseta og fjölskyldu hans. Efnahagslífíð er nánast í rúst og þjóðin er að einangrast frá öllum öðrum þjóð- um, einnig þjóðum Varsjárbanda- lagsins." Reynt að ljúka ráð- stefnunni sem fyrst Enn er nokkur von til að takist að Ijúka RÖSE á næstu dögum. „Það er mikill þrýstingur á full- trúana hér á ráðstefnunni að ljúka henni sem fyrst. Hans Dietrich Genscher og Roland Dumas, ut- anríkisráðherrar V-Þýskalands og FVakklands, gerðu sér sérstaka ferð hingað fyrir stuttu og héldu ræður um nauðsyn þess að klára þetta í júlí. Einnig má nefna að sendiherra Póllands sendi frá sér sérstaka fréttatilkynningu fyrir skömmu þar sem hann hvatti til þess að ráðstefnunni yrði lokið af sem fyrst. Slíkar fréttatilkynning- ar em óvenjulegar þegar austantj aldsríkin eiga í hlut. Það er því enn veik von að takist að ljúka þessu fljótlega ef Rúmenar láta af þvermóðsku sinni. TEXTI: HELGI ÞÓR INGASON. hefst á mánudag L A rfcirulfha Kjörgarði, Laugavegi 59, s. 15250. i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.