Morgunblaðið - 24.07.1988, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988
4 B
Tónlist tónlist-
arinnar vegna
Bruce Bastin segir frá köllun sinni og blúsútgáfu
Menn henda oft gaman að því að blúsáhugamenn séu að hlusta
á dauða tónlist, enda séu þeir einatt að hlusta á margra ára gaml-
ar upptökur með mönnum sem hafa verið dauðir í fjöida ára. Þó
allar alhæfingar séu varasamar er það nú svo að þó margir séu
að leika blús nú á dögum þá eru bestu ár blúsins, „gullöldin", frá
því um 1930 til áranna á milli 1950 og 1960. Það er og mikið líf
í endurútgáfu á tónlist sem gefin hefur verið út á þeim árum og
ekki síður á útgáfu á upptökum sem aldrei voru gefnar út.
Jay saga Millers
Oft tiggur í augum uppi hvers-
vegna upptökumar voru ekki gefn-
ar út, en því er líka oft þann veg
farið að erfítt er að gera sér grein
fyrir því hvers vegna framúrskar-
andi tónlist var ekki gefín út. Gott
dæmi um safn óútgefíns efnis er
sagan af Jay Miller sem átti hljóð-
ver í Crowley í Louisiana. Miller
var mikill smekkmaður á tónlist
og þá ekki bara á blús, því hann
tók upp mikið af cajun-tónlist,
rokkabillí og rytmablús. Hann
hafði þann hátt á að hann tók upp
tónlist og reyndi síðan að selja stór-
fyrirtækjum upptökumar. Ekki
gekk það alltaf eftir og smám sam-
an safnaðist saman í geymslunni
hjá honum ógrynni af fyrirtaks
tónlist, sem ekki var talin nógu
söluhæf af einhveijum orsökum.
Breskt hljómplötufyrirtæki gerði
samning á sínum tíma við Jay
Miller um að gefa út það af þessum
upptökum sem vom í góðu lagi,
en mikið hefur eyðilagst vegna
ásóknar skordýra og vegna raka
og myglu. í dag hafa komið út
yfír 50 plötur af upptökum frá Jay
Miller og af þessum þijátíu er eng-
in plata sem hægt er að telja mis-
heppnaða þó smekkur manna sé
ólíkur. Flyright er undirfyrirtæki
Interstate Records, sem gefur
einnig út plötur á merkjunum
Krazy Kat, Héritage.Gospel Her-
itage, Magpie, Harlequin, Travelin’
Man og Red Pepper.
Þó þessi upptalning hljómi
kannski eins og Interstate sé fyrir-
tæki af stærri gerð, þá er það nú
svo að markaður fyrir blús er lítill
og Interstate á einn maður sem
er allt í senn, framkvæmdastjóri,
útgáfustjóri, dreifíngarstjóri, fjöl-
miðlafulltrúi og tónlistarstjóri. Sá
heitir Bmce Bastin og blaðamaður
heimsótti hann í Crawley í Sussex
á Englandi fyrir stuttu.
Bmce Bastin lifír á útgáfunni,
en hefur ekki ráð á að hafa fast-
ráðinn starfsmann. Hann lætur sér
nægja að hafa lausráðinn mann í
hálfu starfí til að hjálpa við að
setja plötur í umslög og við að
pakka niður sendingum.
í upphafi var jassinn
Bruce, hvað kom þér af stað
í blúsnum?
Fyrir mörgum ámm deildi ég
herbergi með félaga mínum sem
safnaði gömlum 10“ blúsplötum.
Ég hafði þá áhuga á fyrirstríðs-
jass, og hef reyndar enn, og safn-
aði 78 snúninga jassplötum. Þetta
kveikti hjá mér áhuga á blús.
Mörgum ámm síðar var ég að
vinna í Bandaríkjunum og þá fór
ég að rekast á mikið af 78 snún-
inga blúsplötum þegar ég var að
leita að jassplötum í safnið. Ég
flutti aftur til Englands, en fór að
fara í söfnunarferðir til Banda-
ríkjanna í leit að plötum og svo fór
að ég fór að velta fyrir mér að
gefa eitthvað út af þessum plötum
sem ég var éð sanka að mér á
LP-plötum til að gefa öðmm kost
á að heyra þær. Það varð tóm-
stundaiðja mín að vinna þessar
plötur fyrir útgáfu og áður en varði
var það orðið aðalstarf. Flyright-
merkið var stofnað af kunningjum
mínum um 1968 og ég fór að vinna
með þeim um 1970. 1980 tók ég
við útgáfunni og stofnaði þá Inter-
state-merkið sem aðalmerki og
stofnaði einnig undirmerkin, hvert
fyrir sína gerð tónlistar. Með
tímanum varð Flyright aðeins fyrir
upptökur frá Jay Miller. Að vísu
hefur verið hljótt um Flyright-
merkið um skeið, enda var ég orð-
inn uppiskroppa með upptökur frá
Miller. en stutt er síðan ég kom
úr ferð frá Louisiana með 200
nýja titla þannig að Flyright er enn
í fullum gangi. Þó held ég að farið
sé að sneiðast um efni og ég held
að ég sé búinn að heyra nær allt
sem hann á sem hægt er að gefa
út, en í dag á ég efni á um 10 til
15 plötur.
Mikið af því sem ég hef gefíð
út er aðrar upptökur laga sem
gefín voru út, en útsetningar eru
þá öðruvísi eða lagið tekið upp á
öðrum hraða. Hann á mörg hundr-
uð segulbandsspólur og margt af
því er ekki þess virði að það sé
gefíð út vegna þess að tónlistin
er ómerkileg og mikið af segul-
böndunum hefur eyðilagst. Sjálf-
sagt er að fínna á plötunum sem
ég hef þegar gefíð út eitthvað af
lögum sem deila má um gæðin á,
en ég hef þá látið þau fljóta með
vegna þess að þau hafa sögulegt
gildi eða að þau eru merkileg á
einhvem hátt.
Ekkl gefur þú bara út tónlist
frá Jay Miller og á Krazy Kat
hefur þú gefið út mikið af tón-
list frá Gotham-útgáfufyrirtæk-
inu í Philadelphiu, í það minnsta
18 plötur.
Já, en það sér fyrir endann á
því, þó eftir séu kannski 10 til 15
plötur. Tónlistin sem Gotham gaf
út var fjölbreytileg, allt frá framúr-
skarandi sveitablús eins og Dan
Pickett tók upp til,jump“-blús eins
og Harry Crafton tók upp með
sveit sinni, en dreifíngin var í
molum og upprunalegar plötur frá
Gotham em afar sjaldgæfar. Ég
hef til að mynda fundið mjög fáar
plötur á því merki á söfnunarferð-
um mínum í gegn um tíðina.
Að höfða til hjartans
eða fótanna
Hvernig stendur á því að það
er breskt fyrirtæki sem er að
gefa út þessa tónlist en ekki
bandarískt?
Blúsáhugi hefur alltaf verið
meiri á meðal hvítra Evrópubúa
en á meðal hvítra Bandaríkja-
manna. Fyrstu blússagnfræðing-
amir voru breskir og franskir og
endurútgáfufyrirtækin blómstra í
Bretlandi, Hollandi, Svíþjóð og
Frakklandi. Sá blús sem verið er
Ljósmynd/BS
Bruce Bastin
að endurútgefa er samt ekki endi-
lega sá blús sem seldist best á
meðal litra íbúa Bandaríkjanna á
sínum ’ tíma. Fyrir allflestum
hvítum áheyrendum er blúsinn eitt-
hvað sem höfðar til hjartans, en
fyrir þeldökka áheyrendur í Banda-
ríkjunum á þeim árum sem blúsinn
var hvað vinsælastur var hann
dans- og skemmtitónlist. Það er
þumalfíngursregla að þeir blústón-
listarmenn sem seldu mikið af plöt-
um era ekki í miklu uppáhaldi hjá
söfnuram. Gott dæmi er Peetie
Wheatstraw sem var gífurlega vin-
sæll á sínum tíma en er ekki í
miklum metum meðal safnara í
dag. Annar sem álíka er farið með
er Bumblebee Slim sem var afar
vinsæll og seldi plötur í þúsunda-
tali og gaf út yfír hundrað titla.
Hvítir áheyrendur hafa ekki sýnt
honum áhuga frekar en mörgum
öðram millistríðstónlistarmönnum
sem vora vinsælir meðal þeldökkra
Bandaríkj amanna.
Þú hefur aukið mjög útgáfu
á jassplötum í seinni tíð, ertu
að gefa út þitt eigið safn?
Nei, ég er að gefa út upptökur
úr gífurlegu safni þýsks safnara,
sem lagði áherslu á evrópskan jass.
Við höfum þó verið að gefa út plöt-
ur með jass frá ýmsum löndum
eins og Austurríki, Sviss, Ung-
veijalandi, Trinidad, Finnlandi,
Noregi, Tailandi og víðar, upptökur
frá 1915 fram undir 1950-60.
Má búast við plötu með göml-
um íslenskum jass?
Já, ef þú getur komið mér í
samband við safnara á íslandi þá
myndi ég gefa út slíka plötu. Á
döfínni er plata með jass frá Hawa-
ii og ég er að reyna að koma sam-
an plötu með jass frá Brasilíu.
Eg er líka að reyna að breikka
grandvöll útgáfunnar og hef gefíð
út plötu með suður-afrískum
acappella-kórsöng og með tónlist
frá Malí. Mig langar að gefa út
fleiri slíkar plötur og ég er að bíða
eftir því að sá sem tók kórsönginn
upp komi aftur frá Afríku með
nýjar upptökur.
* Enn að safna
Hefur þú tima til að hlusta á
plötur þér til skemmtunar?
Nei. Þegar ég tek mér frí frá
virinu þá hlusta ég ekki á plötur.
Ég bytjaði á útgáfunni vegna þess
að ég hafði svo mikinn áhuga á
tónlist, en þó áhuginn sé til staðar
í dag þá hef ég hætt að hlusta á
plötur. Sumir kunningja minna í
Bandaríkjunum hafa verið safnar-
ar og farið síðan að selja plötur
og selt safnið sitt þannig að þeir
áttu ekkert eftir til að hlusta á.
Ég heimsótti einn kunningja minna
þar um daginn sem átti eitt sinn
gífurlegt safn af gömlum jassplöt-
um og í dag á hann ekki nema 10
tii 15 LP-pIötur og þar á meðal
era 3-4 Herb Alpert-plötur og tvær
með Diönu Ross. Sem betur fer
er ég ekki kominn á það stig enn-
þá. Eg er enn að safna og stutt
er síðan ég keypti tvær rándýrar
78 snúninga plötur með Bix Beid-
erbecke.
Ég á eitthvað á milli 5 og 6.000
78 snúninga plötur og nokkur þús-
Starfsfólk
óskast
ýmist í Mt starf
eða hlutastarf
Sjúkraliðar
Vífilsstaðaspítali
Sjúkraliðar óskast til starfa á allar vaktir, í afleys-
ingar og til frambúðar, ýmist í fullt starf eða hluta-
starf.
Starfsmenn
Starfsmenn óskasttil starfa við ræstingar og í
býtibúr, ýmist í fullt starf eða hlutastarf.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmda-
stjóri í síma 602800.
RÍKISSPÍTAIAR
LANDSPÍTAUNN
und LP-plötur, sem ég er latur við
að safna. Ef ég ætti að setja plötu
á mér til skemmtunar yrði það
líklega jassplata, en þó á ég mér
mínar uppáhalds blústónlistar-
menn eins og Elmore James,
Tommy Johnson og Muddy Wat-
ers. Fyrstu blústónleikar sem ég
sá vora einmitt með Muddy Wat-
ers 1958 og segja má að ég hafí
aldrei náð mér eftir það. Hann lék
þá rafmagnaðan blús og það var
svo mikill kraftur í honum og hann
var svo góður að ég trúði ekki eig-
in eyram. Margir gáfust upp á því
að hlusta á hann, því hann spilaði
svo hátt og það var svo mikill
kraftur í honum að ég var sem
lamaður, þar sem ég sat í þrett-
ándu röð. Þá þekktu breskir áheyr-
endur ekki Chicago-blúsinn eins
' og hann var orðinn þá. Ég sá hann
aftur nokkram sinnum síðar og ég
man sérstaklega eftir tónleikum
1972, stuttu eftir að hann slasað-
ist illa. Hann kom fram í 100- •
klúbbnum og hljómsveitin, sem í
vora Carey Bell og Pinetop Perkins
meðal annarra, hitaði upp áður en
hann kom á sviðið. Þegar hann var
búinn fór hann af sviðinu, en
stemmningin var svo góð að hann
kom aftur í uppklappinu sem hann
gerði aldrei og maður sá að með-
leikararnir störðu bara á hann.
Hann tók eitt lag og heimtaði síðan
gítarinn og fór að leika á hann
með „slide". Carey Bell, sem þá
var í sinni fyrstu ferð með Muddy,
varð svo hissa að hann hætti að
spila og kom niður af sviðinu til
að horfa á og hann sagði okkur
söfnuranum, sem lögðum undir
okkur fremstu sætin og voram
límdir þar, að þetta hefði hann
aldrei séð áður. Ég man að þegar
ég stóð upp eftir tónleikana og
ætlaði að ganga til vinar míns
kiknaði ég í hnjánum, enda var ég
alveg búinn að vera.
Hagnaður ekkert aðalatriði
Hvað er metsöluplata fyrir
þitt fyrirtæki?
Þúsund plötur er góð sala fyrir
mitt fyrirtæki og ég hagnast á
þúsund eintaka sölu. Sú plata sem
ég hef selt mest af er plata með
Otis Rush, sem hefur selst í
6-7.000 eintökum. Þar á eftir kem-
ur fyrsta Siim Harpo-platan sem
hefur selst í um 5.000 eintökum.
Ég hef gefíð út um 300 titla og
hagnast á 50 eða 60. Það er nóg
til að ég get haldið áfram að gefa
út plötur. Ég er kannski með plötu
með góðri tónlist sem ég veit að
muni ekki seljast fyrir kostnaði,
en það er engin ástæða til þess
að hætta við að gefa hana út. Mér
fínnst að gefa eigi fólki kost á að
heyra alla góða tónlist og þó það
séu ekki nema tveir eða þrír sem
hafa áhuga þá breytir það ekki því
að tónlistin á rétt á sér þó það
taki kannski 10 ár að selja uppí
kostnað.
Ég reyni að halda öllum plötum
í útgáfu sem ég hef sent frá mér
og læt þá pressa smá slatta eftir
því sem pantanir berast, en það
kemur að því að mótin skemmast
og þá borgar sig ekki að láta gera
ný.
Köllun
Að lokum; finnst þér þú hafa
köllun?
Nei, nema þá kannski þá að
gera það að verkum að öll þessi
tónlist sé til ef það er einhver sem
vill hlusta á hana. Ég gef út plötur
með tónlist sem ég hef ekki hunds-
vit á ef ég tel að tónlistin sé þess
virði, eins og með suður-afríska
kórsönginn og með margar aðrar
plötur sem ég hef gefíð út. Ef ég
hef gran um að platan standi und-
ir sér eða að tapið verði ekki það
mikið að ég geti borgað það með
einhverri plötu sem selst betur þá
gef ég plötuna út. Margar plötur
sem ég gef út seljast ekki neitt,
en það þýðir ekki að það séu lak-
ari plötur en þær sem seljast vel.
Kannski má skrifa þetta á köllun,
en mér fínnst bara að það þurfí
einhver að koma þessari tónlist á
framfæri.
Viðtal: Árni Matthíasson