Morgunblaðið - 24.07.1988, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 24.07.1988, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 B 7 „Meira mál að vera með hund en bam“ — segir Ragnar Sigurjónsson um hundana, sem hann nefndi eftir tónlistarmönnum, Jakob Frímann Magnússon og Júlíus Vífll JAKOB Fríntann Magnússon er virðulegur hundur, sem horfir á heiminn eins og úr hæfilegri fjarlægð. Augun eru svolítið sorgmædd og endurspegla, að manni finnst ákveðna lífsreynslu og æðruleysi. Við hlið hans skoppar Júlíus Vífill, fullur af fjöri og áhuga á öllu því, sem er að gerast í kringum hann. Báðir eru þeir þó ótrúleg hlýðnir og húsbóndahollir þvi um leið og eigandi þeirra, Ragnar Sigutjónsson, ljósmyndari gefur frá sér ákveðið merki setjast þeir niður og bíða þolinmóðir eftir næstu l>end- ingu. „Já, það er engin spurning, Vífill er mun örari en Kobbi,“ samþykkir Ragnar, er ég ber þessa fyrstu ályktun mina undir hann. „Það er bara eðlið. Labradorinn er róleg- ur, Irish setterinn hinsvegar ör í skapi og geysilega lífsglaður. Hann fer aldrei í fýlu.“ Morgunblaðið/Sverrir „Ekki tek ég þessi ferliki í fangjð." — Ragnar Siguijónsson, ljósmyndari ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni og Júliusi Vífli. Er það algengt að hundar fari í fýlu? „Sumir hundar eru æðislegir fýlupúkar, rétt eins og sumir menn. En svona almennt þá eru þeir frekar geðgóðir. Kobbi er alls ekki eins alvarlega þenkjandi og margir halda, hann er rólegri en yfirleitt tekst nú að fá hann með í alls konar ærslaleiki og læti. Hann hefur ekki síður gaman af því en Vífíll, svona innst inni,“ fullyrðir Ragnar. Aðspurður kveðst Ragnar alltaf hafa haft mikinn áhuga á hundum, en það hafí ekki verið fyrr en fyrir fjórum árum, sem hann eignaðist Jakob. Fyrir ári síðan fjölgaði svo enn á heimilinu, er Vífíll bættist í hópinn. En er það ekki heilmikið mál að vera með tvo hunda? „Auðvitað er heilmikil vinna fólg- in í því að sjá um hundana," viðurkennir Ragnar, „en sú ánægja, sem maður hefur af félagsskap þeirra er meira en vel þess virði. Þeir eru svo tryggir vinir að það er með ólík- indum. Maður verður aldrei einmana, hafí maður hundinn sinn sér við hlið. Hvað fyrir- höfnina varðar, þá segja sumir að það sé álíka mikið mál að vera með hund og bam. Ég held því hinsvegar fram að það sé erfíðara að vera með hund. Hundurinn getur nefnilega ekki tjáð sig og því verður maður að vera á stöðugum verði og fylgjast grannt með líðan hans. Krakki getur sagt þér: „Pabbi, ég er með tannpínu," eða „pabbi, nú langar mig í bíó.“ Þegar hundur er annars vegar þá verð- ur maður sífellt að vera að geta sér til um hvað hundurinn vill, hvort og þá hvar honum sé illt o.s.frv. Þess vegna held ég að það sé meira mál að vera með hund en barn,“ segir hann.„Svo má ekki gleyma því að þeir Kobbi og Vífíll leggja líka heilmikla vinnu á sig fyrir mig,“ bætir hann við. „Þeir fara nefni- lega alltaf á veiðar með mér, hvort heldur sem það eru anda-, ijúpu- eða lundaveiðar. Þeir sjá um að ná í bráðina og færa mér og stundum eru aðstæðumar ekkert til að hrópa húrra fyrir. Kobbi synti t.d. einu sinni í heilan klukkutíma til að ná í einn fugl. Svo þetta er ekkert letilíf hjá hundunum mínum. Þeir dekra ekki síður við mig en ég við þá.“ Við fyrstu sýn gæti maður ímyndað sér að Vífíll væri mun heppilegri veiðihundur en Jakob. Er það tilfellið? „Alls ekki“ svarar Ragnar. „Þér fínnst kannske ótrúlegt að svona rólegur hundur eins og Kobbi nenni að hendast á eftir fuglum út um allt, en stað- reyndin er sú að hann er mjög góður. Auðvit- að er hundum þetta misgefíð, en bæði Labrad- or og Irish setter eru mjög slungnir veiðihund- ar,“ segir hann, snýr skyndilega blaðinu við og spyr mig: „Vissirðu að „Poodle-hundurinn" var einu sinni afskaplega hæfur veiðihund- ur?“ Nei, ég verð að játa að þeir hundar fínnast mér hvorki vígalegir né vænlegir sem veiðihundar. „Þetta er alveg satt,“ fullyrðir : hann. „Þessir litlu hundar geta nefnilega ver- ið alveg jafn stei-kir og þeir stóru. Vandinn er bara sá að mönnum hættir til að ofvemda þessa smágerðu hunda. Ef hætta staðar að, þá taka menn þá umsvifalaust upp og forða þeim frá vandræðunum. Fólk gerir sér al- mennt enga grein fyrir því hversu sterkir þessir kjölturakkar eru í raun og vem. Ég get hinsvegar ekkert gert, sjái ég einhvem bolabít nálgast hundana mína. Ekki tek ég þessi ferlíki í fangið," segir Ragnar og fórnar höndum. En hvernig skyldi sambúðin ganga — ger- ir afbrýðisemin aldrei vart við sig í þessari samkeppni Jakobs og Vífíls um athygli og hylli húsbóndans? „Jakob var ekkert yfir sig hrifínn af Júlíusi Vífli, þegar hann kom fyrst inn á heimilið," upplýsir Ragnar. „Þá var hann líka búinn að eiga athygli mína óskipta í þijú og hálft ár. Það leið samt ekki á löngu uns þeir vom orðnir bestu vinir og búnir að ' gera út um þetta sín á milli. Hundar gera það yfírleitt. Meðal hunda ríkir nefnilega mjög ákveðin stéttaskipting og þá er það fyrst og fremst aldur þeirra sem ræður hvar í virðingastiganum þeir lenda. Þeir leystu málið samkvæmt þessari hefð. Jakob ræður, þó svo Vífíll þreytist seint á að veita honum svolitla mótspymu, hamist eins og vitleysing- ur í honum. Hann veit samt að þegar upp er staðið þá er það Kobbi sem ræður." Er við innum Ragnar eftir því hvort hann kannist við að ákveðnar tegundir hunda kom- ist í tísku eitt árið, þyki svo hallærislegar það næsta o.s.frv. glottir hann lymskulega. „Já,“ segir hann svo, „þetta gerist stundum. Ann- ars held ég að það sé bara í tísku núna að eiga hund, ef hægt er að tala um tísku í þeim efnum. Vinsældir hundanna fara í það minnsta vaxandi, það er óhætt að segja það. Hvað einstaka tegundir varðar, þá get ég nefnt að á hundasýningunni í fyrra lenti Golden-retriever hundur í fyrsta sæti. Eftir það jókst eftirspumin eftir þeirri tegund gífur- lega. Nú verður önnur hundasýning í ágúst og það verður fróðlegt að fylgjast með hvort úrslitin úr þeirri keppni hafí einhver áhrif á eftirspumina þetta árið.“ ,;Hinir kettimir bám ottablandna virðingu fyrirhonum“ — segir Anna Júlíana Sveinsdóttir um Aias vom Murathof, kött, sem hún átti í níu ár AIAS vom Murathof hét hann og var frægur í Laugarneshverfinu fyrir fagran lima- burð, virðuleika og reisn. Hvar sem hann fór vakti hann athygli fyrir sérkennilegt útlit og ekki síður hina fáguðu framkomu sína. Kurteisi hans kunnu samt ekki allir að meta og þeir voru jafnvel til, sem gengu svo langt að saka hann um hroka og merkilegheit, vegna þess að hann blandaði ekki geði við hvern sem var. Þeir sem þekktu hann best vissu hinsvegar að innst inni var hann ljúfur sem lamb. Vissulega var hann bæði stoltur og vandur að virðingu sinni, virtist mjög meðvitaður um uppr- una sinn og ættemi, enda forfeður hans allir aðalbornir kettir. Tíguleikinn var honum sem sagt f blóð borinn. Þessi glæsilegi hefðarköttur var fæddur í Þýskalandi þann 20. janúar 1977, en flutti hingáð til lands á unga aldri ásamt eiganda sínum, Onnu Júlíönu Sveinsdóttur, söngkonu. Eg átti nú ekki hugmyndina að þessu virðulega nafni," upplýsti Anna Júlíana, er hún var innt eft- ir ástæðunni fyrir þessu óvenju- lega kisu-nafni. „Ég eignaðist Aias eiginlega fyrir algera tilviljun, þegar ég var að læra úti í Köln. Með mér í skólanum voru nokkrir strákar, sem stunduðu katta- rækt af miklum móp. Þeir ræktuðu þetta sérstaka kyn, sem kallast „colourpoint" og seldu dýrum dómum. Ég hafði nokkrum sinn- um spurt þá hvort einhvem kettlinginn vant- aði ekki svona góða mömmu eins og mig, en var þá jafnan bent á að þeir gætu ekki selt þá fyrir minni pening, því það myndi raska markaðsverðinu. Þeir tóku kattaræktina nefnilega mjög hátíðlega," bætti hún við til útskýringar. „Einn daginn bönkuðu þeir hins- vegar upp á hjá mér og buðu mér til sölu Aias vom Murathof. Þá hafði honum verið skilað aftur þegar í ljós kom að eiginmaður konunnar, sem keypti hann, hafði ofnæmi fyrir köttum. Nú, að sjálfsögðu þáði ég boðið og borgaði eitthvað smáræði fyrir lítinn kettl- ing með langt nafn. Hann var nefndur eftir grískri stríðshetju og ég sá ekki ástæðu til að breyta nafninu, þegar ég eignaðist hann. Hann var líka svo tignarlegur að venjulegt kattamafn hefði aldrei átt við hann. Hann stóð svo sannarlega undir nafni, hann Aias vom Murathof,“ sagði Anna Júlíana og hló. Þegar hér var komið sögu dró Svanheiður Lóa, eldri dóttir Önnu, fram virðulegt plagg og sýndi okkur. „Já, hann Aias var af virtum ættum, það vantaði ekki,“ sagði Anna. „Þetta plagg er frá „þýska hefðarkatta-félaginu" ef svo má að orði komast og í því er að fínna nokkurs konar ættartré Aias. Þetta félag er mjög virt í Þýskalandi og kröfumar miklar sem þeir gera til eigenda kattanna. Til dæm- is koma eftirlitsmenn þeirra í heimsókn einu sinni á ári til að ganga úr skugga um að dýrinu líði vel og að um það sé sómasamlega hugsað. Þeir þurfa ekki að gera boð á undan sér, geta bankað upp á hvenær sem er. Lög- um samkvæmt hafa þeir fullan rétt til að fylgjast með aðbúnaði og líðan kattanna. Ég man að fyrst í stað fannst mér þetta of- boðslega skrýtið fyrirkomulag. Nú, auk þess býður félagið upp á sérstaka bursta og púður og alls konar katta-snyrtivörur og eru eigend- ur kattanna hvattir til að kaupa þetta. Ég átti nú bæði bursta og púður en verð bara að viðurkenna að ég gerði heldur lítið af því að snyrta og snurfusa Aias,“ bætti Anna við. En hvemig gekk að flytja Aias frá Þýska- landi og hingað norður í haf? „Ótrúlega vel,“ svaraði Anna Júlíana að bragði. „Hann kunni strax vel við sig hér. Meðan við bjuggum í Köln fór Aias aldrei út, það var hreinlega ekki þorandi að hleypa honum út í umferðina þar. Þegar við fluttum heim mátti hann hins- „Ég gæti ekki hugsað mér að fá annan kött inn á heimilið.“ Anna Júlíana Sveinsdóttir, söngkona ásamt dætrum sínum, þeim Ónnu Þ. og Svanheiði Lóu Rafnsdætrum. Ef einhver vogaði sér að bjóða Aias vom Murathof upp á venjuleg- an kattamat móðgaðist hann ægi- lega. vegar hafa þetta alveg eins og honum þóknað- ist. Það voru margir búnir að vara mig við því að leyfa honum að fara út, sögðu að þetta kyn væri sérlega viðkvæmt og hann myndi ekki þola viðbrigðin. Þessar hrakspár reynd- ust ekki á rökum reistar, þegar á reyndi, því Aias undi sér hvergi betur en úti undir berum himni og var alla tíð mjög hraustur köttur," sagði Anna. „Einu sinni týndist hann hinsveg- ar í heila tíu daga og ég ætla ekki að segja þér hvað okkur leið illa yfír því. Að kvöldi 10. dagsins gerði síðan kolvitlaust veður og skyndilega heyrði ég mjálmið hans í gegnum vindhviðumar. Við hleyptum honum að sjálf- sögðu hið snarasta inn. Hann var ekki síður ánægður en við með að vera kominn heim í hlýjuna og mjálmaði viðstöðulaust í tvo daga, eins og til að undirstrika við okkur hversu hræðileg þessi lífsreynsla hans hafði verið.“ Kettir eiga það til að vera fram úr hófi sérvitrir og skapgerð þeirra er vist eins mi- sjöfn og kettimir eru margir. Sumir eru fé- lagslyndir, aðrir matvandir o.s.frv. Hvaða duttlungar einkenndu Aias öðmm fremur? „Hann var rosalega sterkur karakter," full- yrti Anna Júltana. „Mér fannst alltaf jafn skondið hvað hann var merkilegur með sig. Hann lét ekki bjóða hvað sem var. Einu sinni kom hundur t.d. í heimsókn til okkar og stríddi hann Aias alveg látlaust. Fyrst í stað leit kötturinn á hann með fyrirlitningarsvip og reyndi að leiða hann hjá sér. Þegar hundur- inn gafst ekki upp, gerði hann sér lítið fyrir og sló hann hreinlega utan undir með lopp- unni. Ósköp pent,“ sagði hún. „Hann var mikið einn á ferð, blandaði sjaldan geði við aðra ketti í hverfínu. Það var aðeins einn köttur, sem átti upp á pallborðið hjá honum. Sá var svartur að lit en að öðm leyti ekki ósvipaður Aias sjálfum, stór og loðinn. Þeir urðu mjög góðir vinir og sá svarti kom dag- lega og spurði eftir Aias, klóraði í útidyra- hurðina og mjálmaði þar til við opnuðum fyr- ir honum. Ég hugsa að hinir kettimir hafí borið óttablandna virðingu fyrir þeim báðum, enda minntu þeir mest á heldri menn fyrri tíma, þar sem þeir þrömmuðu hlið við hlið og báru höfuðið hátt,“ sagði Anna og hló. „Hann var sannkallaður hefðarköttur í einu og öllu,“ bætti hún við. „Til að mynda þýddi ekkert að bjóða honum venjulegan kattamat. Ef ég reyndi það þá leit hann móðgaður á mig, setti síðan nefið upp í loft og stmnsaði út. Þessa duttlunga komst hann líka upp með, við dekmðum hann á alla kanta. Rækj- ur vom t.d. hans uppáhald og þær át hann í hundraðatali. Rafn, maðurinn minn, var sennilega enn eftirlátssamari við hann en ég. Niðursoðnar rælq'ur — Aias fannst þær best- ar — og þess vegna fékk hann þær reglu- lega. Það sorglega við það var að dánarorsök hans var ofneysla á próteinríkri fæðu — þar á meðal rækjum," upplýsti Anna Júlíana og bætti siðan við eftir andartaks þögn: „Aias vom Murathof var svo sérstakur köttur að ég gæti ekki hugsað mér að fá annan kött inn á heimilið. Það getur enginn komið í hans stað.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.